Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Síða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
ALMENN ÁNÆGJA MEÐAL
BARNA í SLÁTVRGERÐ
4
— rætt við nemendur Snælandsskóla í Kópavogi
Sláturgerð erþáttur isamfólagsfræðikennslu við Snœlandsskóle.
þau látin brytja mör og sauma
vambir. Daginn eftir eru vambimar
fylltar. Slátriö er soöið jafnóöum í
stórum þvottapotti sem við fengum
lánaðan í Langholtskirkju en hann
tekur um 30 keppi. Þriðja daginn í
sláturstarfinu fá þau að neyta
slátursins.” Kristrúri sagði að þetta
væri mjög vinsælt hjá bömunum, en
kennsla þessi flokkast undir sam-
félagsfræði. Bömin vom að læra um
störf í sveit og bæ. Verkleg kennsla
sameinar börnin í hinum ýmsu
bekkjardeildum og gerir þau virk í
starfi. Síðastliðið ár fengu þau að
baka vöfflur inni í skólastofunni, en
þetta er í fyrsta skipti sem bömin fá
að taka slátur. Þá hafa þau einnig
fengiö að útbúa súkkulaðikúlur og
kornflekskökur.
Við gáfum okkur á tal viö fáein
böm og spuröum þau hvemig þeim
líkaði vinnan og hvort þau heföu áður
saumað vambir. Flest sögðu þau að
slátur væri tekið á þeirra heimili en
þau hefðu aldrei tekið þátt í þeirri
starfsemi. Hans Ernir Viðarsson
sagöi: „Þetta er hundleiðinlegt og
svo er ekkert gaman að borða
slátur því þá verður maður svo þurr í
munninum.” Auður Bjöik Gunnars-
dóttir var mjög ánægö meö starfið og
sagði: „Þetta er svo skemmtilegt að
Bömin í Snælandsskóla,
Kópavogi, fengu óvenju-
legar kennslustundir í síð-
ustu viku. Þau fengu~að
taka slátur. Voru þar 135
börn á aldrinum frá 8—9
ára í sláturgerð þegar
ljósmyndari og blaða-
maður komu í heimsókn.
Börnin sýndu þessu starfi
mikinn áhuga og sögðust
flest þeirra vel geta
hugsaö sér að starfa við
sláturgerð alla daga.
Blaðamaður ræddi við Kristrúnu
Hjaltadóttur kennara við skólann, en
hún er einn þeirra kennara sem hug-
myndina áttu. „Við skiptum börnun-
um niður í hópa. Fyrsta daginn em
ég gæti hugsaö mér að vinna við
þetta alla daga,” og tóku mörg undir
þetta.
Ekki voru öll börnin viss á
nöfnunum blóðmör og lifrarpylsa, en
sögöust sum borða þetta ljósa því að
það dökka væri svo vont. Einum varð
að orði að ekki ætlaði hann að borða
slátur því að þetta væri allt svo
ógeðslegt.
Almennt voru börnin ánægð að fá
að ata út hendurnar og vinna störf
hinna fullorðnu. Hver nemandi gerði
einn til tvo keppi og var „vandlega”
saumaö fyrir opin. — Snælandsskóli
dregur na&i sitt af býlinu Snælandi
sem þar stóö í eina tíð, skólastjóri
hans er Donald Jóhannesson.
-RR.
Það þarf ekki saumakonu i þetta,
við strákarnir og stelpurnar erum
ekki hægt að rimpa þetta saman.
„ Varaðu þig góðe," sagði töffarinn allur ataður i blóði.
Þetta er miklð vandaverk, en þegar
tveir hjálpast að þá mttí þetta að
takast.