Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Síða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982 9 Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd Var Sakharov rændur af KGB Gripu Ostende-yftrvöld tvcim höndum hér um árið franska upp- iinningu til varnar starranum. Ur hátölurum, sem komið var fyrir hér »g þar í borginni, heyrðust af segul- bandi af og til ránfuglahljóð sem fældi starrann burt. Nú hefur starr- iun áttað sig á gabblnu og snúið aft- iir. Er hann meira að segja svo for- Uorkaður að bann gerir sérhreiður í hátölurunum. Gömlu fuglanetin hafa því verið dregin fram úr geymsium á nýjan ieik. Fraseráspítala Malcolm Fraser, forsætisráðherra Ástraliu, hcfur verið lagður inn á sjúkrahús í Melbourne til aðgerðar vegna veikinda í baki. Það var flogið með hann þangað í einkaflugvél frá búgarði hans að Nareen (250 km norðvestur af Melbourne). Þetta þykir geta sett strik í stjórn- málareíkninginn í Ástralíu. Það hefur verið mlkið til umræðu hvort Fraser mundl boða til kosuinga áður en kjör- tímabllið rennur út og þá frekar fyrr en seinna vegna erfiðleika í efna- hagsmálunum. Þykir nú ótrúlegt að af því verði á meðan forsætisráð- herrann getur ekki tekið þátt í kosn- ingabaráttunni. Svæfður með gasi meðan hann sat einn í bifreið og einkaskjölum hans, dagbókum og minnisblöðum stolið Andrei Sakharov hefur sakað KGB- lögregluna sovésku um að hafa svæft sig meö'deyfilyfjum og rænt hann sof- andi nokkur hundruð síðna handritum og einkaskjölum. Sakharov segir að skjölunum hafi verið stolið af honum í Gorky, þar sem hann hefur dvalið í útlegð frá Moskvu. Það á að hafa skeö 11. október. Friðarverðlaunahafinn segist hafa tapaö 900 síðum af handskrifuðum blöðum, 500 síðum af vélrituðu handriti minninga sinna og sex dagbókum, auk vegabréfs hans, ökuskírteinis, erfða- skrár og annarra mikilvægra bréfa og einkaskjala. „Kringumstæðumar og eins hvernig þjófnaðurinn var framinn sannfæra mig um það að þar hafi veriö að verki erindrekar KGB,” skrifar Sakharov í bréfi til Vitaly Fedorschuk, ráða- manns hjá KGB, en hann sendi Ana- toly Alexandrov, forseta vísindaaka- demíu Sovétríkjanna, afrit af sama bréfi. Sömuleiðis munu honum hafa horfið ljósmyndavél og ferðaútvarpstæki, bankabók og sextíu rúblur. Hafði Sakharov setið í farþegasæti aftur í bifreið sinni á meðan Yelena kona hans fór að kaupa farmiða með járnbrautarlest. Taska meö skjölunum ofannefndu var á gólfinu á bak við ekilssætið. „Einhver kom að glugganum til þess aö spyrja mig einhvers og ég skrúfaði rúðuna niður til þess að svara. Síðan man ég óglöggt meir. Eftir á sá ég að rúðan hafði verið brotin ög minnist ég þess ekki að hafa heyrt þaö, þótt glerbrotin hefðu falliö bæði inn í bílinn og niöur á malbikið þannig að það hefur ekki gengið hávaöalaust fyrir sig. Þótt ég geti ekki Þessi mynd er fra fyrri tið, af fundi Sakharovs með erlendum blaðamönnum, *n þeir urðu stundum að fara fram í þröngum ibúðum andófsmanna í Moskvu. — Sakharov er lengst t.h. Yfirvöld hindruðu samskipti Sakharovs við vestræna fréttamenn með því að senda hann í útlegð til Gorkí. sannað það hlýt ég að hafa veriö svæfður með einhverju gasi,” segir Sakharov, í bréfi sem kona hans afhenti vestrænum fréttamönnum. Hann segist ráma í að hafa séð töskuna með skjölunum dregna út um gluggann á bílnum en fékk sig ekki hrært. Þjófamir sluppu, þrátt fyrir þá staðreynd að erindrekar KGB hafa aldrei augiui af Sakharov-hjónum og fylgja þeim hvert fótmál. Sakharov skoraði á Fedorschuk að skila sér aftur skjölunum og banna endurtekningu slíkra aðgeröa. Segist hann nú ráðinn í að reyna að fá ævisögu sína birta n á henni byrjaði hann fyrir fjómm og hálf u ári. UT Fæst á öllum blaðsölustöðum Áskriftarsími 82300 Fssr éQhcfveriSsketnmtmrofturoQ " ckkertonnoð INGR BfiVNDÍS í N€UJ VOfiK Heitorigð só! í hroustum líkomQ Brixton-hverfið vaknar til nýrra óeirða hjá blökku- unglingum Hundruð lögreglumanna héldu uppi eftirliti í blökkumannahverfinu Brixton í London í morgun eftir átökin í gærkvöldi milli lögreglu og óeirðar- seggja, sem vörpuðu bensínsprengjum og tókst raunar að kveikja í nokkr- umbyggingum. Öeirðirnar brutust út eftir að gerð var tilraun til þess að rýma nokkrar byggingar, sem yfirvöld höföu úr- skuröað fyrir löngu óhæf til manna- ívem. Auk þess lék grunur á því að þar væru rekin í óleyfi spilavíti og ölkrár. — Eftir brottflutningana á fólkinu voru stórvinnuvélar settar til þess að brjóta húsin niður. Lögreglan segir að rýming húsanna og brottflutningur fólks hafi gengið friðsamlega fyrirsig. Eftir myrkur sló í brýnu með lögreglunni og 300 blökku- unglingum í hverf inu við Railton Road, en það hefur verið kallaö „víglínan” eftir óeirðimar þar í apríl í fyrra, þeg- ar 279 lögreglumenn hlutu meiðsli. Lundúnalögreglan var í þetta sinn betur undir slíkt búin og sérþjálfaöar „óeiröarsveitir” hennar sáust nú í fyrsta sinn á götum, búnar eldtraust- um samfestingum og öryggishjálm- um, þegar þær vom sendar fjölmennar inn í hverfið. Dreifðu þær óeirðar- seggjunum og komu á ró. Fjórir menn vom handteknir, einn lögregluþjónn hlaut meiösli og eldur kom upp á sex stöðum. KetiUinn reið baggamuninn Grafalvarlegur á svip og með virðulega hárkollu á höfði stóð hæstaréttardómarinn upp og gekk um réttarsalinn berandi þriggja lítra teketil, fullan af vatni. Þá fyrst að því loknu kvað þessi breski Salómon upp sinn dóm. Verktakafyrirtæki eitt skyldi greiða tegerðarkonu sinni, Pamelu Osarak, 2250 sterlingspund í skaða- bætur vegna atvinnusjúkdóms, liða- gigtar í olnboga, sem hún hafði feng- ið af því að rogast eilíft með alltof þungan ketilinn. Konan (54 ára) kvaðst margsinnis hafa kvartað undan þessum heljar- katli, en orðið síðan að hætta þessari hálfdagsvinnu þegar daufheyrst var viö bænum hennar. Fór hún síðan í mál viö fyrirtækið og vann það, þeg- ar eins og áður sagöi dómarinn hafði sjálfur reynt hvemig var að burðast með ketilinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.