Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Qupperneq 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. .Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGÁSON. . . .-. iFréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON pg ÓSKAR maGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFÚR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáaúglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr._J Ókeypis óskhyggja Fyrsta grein þingmannafrumvarps til orkulaga hljóðar svo: „Ráðherra sá, sem fer með orkumál, hefur yfir- stjórn þeirra mála, sem lög þessi fjalla um.” Með slíkum orðum má draga úr efa á, að orkuráðherra fari með orku- mál! Að baki hins rökvísa upphafs koma svo 47 greinar og raunar sjö greinar til viðbótar í hliðarfrumvarpi um jaröboranir. Samanlagt er þar gert ráð fyrir umtals- verðum kerfisbreytingum í orkumálum, vonandi jafn rökföstum og upphafsorðin. Samkvæmt frumvarpinu ber að leggja niður Raf- magnsveitur ríkisins og fela verkefni þeirra öðrum stofnunum, einkum Landsvirkjun. Þá beri að taka jarðboranir úr höndum Orkustofnunar og fela þær sér- stakri stofnun. Margt fleira er í frumvarpinu, sumt torskilið, þótt því fylgi bæði almenn greinargerð og útskýringar á einstök- um liðum, svo sem venja er í frumvörpum á alþingi. Með greinargerðum er þetta orðið aö 54 síðna bók. I öllum þessum texta er hvergi vikið að fjármálum. Engin tilraun er gerð til að meta, hvað kerfisbreytingin muni kosta í stofni og í árlegum rekstri. Ætti slíkt þó að vera mikilvægur þáttur í mati alþingis á frumvörpum. Augljóst má vera, að fjórtán manna orkuráð verður dýrara en fimm manna. Einnig má vera augljóst, að jöfn- un gjaldskrár um allt land hlýtur að kosta mikið fé. Þannig má áfram telja ýmislegt dýrt spaug í þessu þing- mannaf rumvarpi. Samkvæmt fjárlögum hafa þingflokkarnir peninga til ráðstöfunar í sérfræðiaöstoð. í þessu tilviki hefði verið ábyrgara og heiðarlegra að nota hluta af því fé til að láta reikna frumvarpið til f jár, svo að menn viti, um hvað það fjallar. Ekki er síður ástæða til að gera sömu kröfu til frum- varpa, sem koma frá ríkisstjórninni. Á bak við hana er mikill fjöldi hagfræðinga og viðskiptafræðinga. Kostnaðarreikningur á skilyrðislaust að fylgja öllum frumvörpum hennar. Stjórnarfrumvarp um mál aldraðra er eitt slíkra. Sam- kvæmt greinargerð með frumvarpinu á það aö „leysa” þau mál með því „að auka afskipti og skyldur ríkisins” meö „stórátaki á skömmum tíma”. Ekki vantar, að hátt sé stefnt. Hvergi er í frumvarpinu, greinargerð né skýringum þess getið, að lausnin, afskiptin og átakið kosti einhverja peninga. Gert er ráö fyrir, aö alþingi samþykki stórfelld- an stofnkostnað og rekstrarkostnað án þess að vita um hann. Annað stjórnarfrumvarp fjallar um heilbrigðisþjón- ustu. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fjölgun lækna og flutningi heilsugæzlustöðva milli virðingar- og kostnaðar- þrepa. Það frumvarp er áreiðanlega jafn fallega hugsað og hiö fyrra. Hið sama gildir um þetta og fyrrnefnd frumvörp, að hvergi er þess getið, að hin aukna heilbrigðisþjónusta kosti nokkurt fé. Hafa menn þó reynslu af, að lög um heilsugæzlustöðvar geta valdið ríkissjóði miklum búsifjum. Hér hefur verið getið tveggja frumvarpa ríkisstjórnar- innar og eins frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þau eru ekki einsdæmi, heldur raunar dæmigerð fyrir frum- vörp og lög fyrr og síðar. Og við eigum eftir að sjá fleiri. Þrátt fyrir hefðina eru þetta siðlaus vinnubrögð á al- þingi. Forkastanlegt er að ætlast til, að þingiö geri frum- vörp að lögum, án þess að það geri sér einhverja grein fyrir kostnaði við stofnun og rekstur óskhyggjunnar. Jónas Kristjánsson. I stjómmálum eru nú veður öll vá- lynd. Ljóst er aö stjórnarliðum hefur fækkað. Tveir þeirra sjálfstæöis- manna, sem gerðu kleift aö mynda þessa ríkisstjórn, hafa flúið hið sökkv- andiskip. Framundan eru ógnvekjandi erfiö- leikar í efnahagsmálum. Erfiðleikar sem eru fyrst og fremst heimatilbúnir. Oft hafa erfiðleikar steðjað að þjóöar- búskapnum en Islendingar hafa þegar á hefur reynt náð tökum á málum og breytt óvissu og erfiðleikatímabilum, skapað sér betri framtíö, bjartari tíma. Nú stöndum við á tímamótum. Allar spár Alþýðuflokksins um úrræði þess- arar ríkisstjórnarhafa ræst. öll úrræði þess ráðherrahóps, sem nú vermir valdastólana, hafa reynst röng. Það var hart barist um og upp úr 1978 umstefnuna í efnahagsmálum. Þá krafðist Alþýðuflokkurinn að tekin yröu upp ný vinnubrögð. Krafan um gerbreytta efnahagsstefnu náði eyrum fólks. Almenningur í landinu vildi hverfa frá bráðabirgðaaðgerðum, vísi- tölufölsunum og eilífum árásum á kjör láglaunafólks. Þá voru að baki einhverjar lágkúru- legustu efnahagsaðgerðir, sem ríkis- stjórn hafði átt hlut að. Sjálfstæðis- menn með framsóknarmenn í bóhnu stóðu þá að því að velta vanda efna- hagslífsins yfir á launþega eina. Eina úrræöið var að krukka í kaupið. En sagan geymir þau óhæfuverk. Eölilegt hefði verið að þeir sem á eftir kæmu lærðu af reynslunni. Nú er Sjálf- stæðisflokkurinn enn í stjórn. Ekki einungis í ráðherrastólum, heldur hef- ur Sjálfstæöisflokkurinn á þessu stjómartímabili gert víðtækt samkomulag við ríkisstjórnina um nefndakosningar á Alþingi og viðhaft hvers konar samvinnu við þá ríkis- stjóm sem þeir láta Morgunblaðið gagnrýna undir því yfirskini að Sjálf- stæðisflokkurinn sé í stjómarandstöðu. En nú hafa þeir fengið fleiri meðreiðarsveina. „Keyrí á launafólk" Alþýöubandalagið eins og það legg- DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER19821 Karl Steinar Guðnason Frá því að þeir alþýðubandalags- menn komust í ráöherrastólana hafa þeir skert vísitöluna samtals fjórtán sinnum. Engin úrræði hafa þeir önnur haft nema þá skerðingu á öðmm sviöum. Alþýðuflokkurinn barðist á sínum tíma fyrir því að spillingarkerfi lágvaxtanna yrði afnumið. Alþýðu- flokkurinn telur eðlilegt aö menn greiði fengin lán á raunvirði. Rökin em þau að braskaralýðurinn og fyrirgreiðslu- furstamir hagnist á gamla kerfinu, en launþegar tapi. Þessu kváðust þeir alþýðubanda- lagsmenn vera á móti. Stóryrði og heit- ingar einkenndu málflutning þeirra. Þeir boöuðu lækkun vaxta. • „Frá því þeir alþýðubandalagsmenn komust í ráðherrastólana hafa þeir skert vísitöluna samtals 14 sinnum.” ur sig hefur verið notað sem keyri á launafólk. Þaö hefur í krafti aðstööu sinnar staöiö að sífelldum árásum á kjör launþega. Orræði hafa þeir engin átt, en þegar afturhaldið í landinu hef- ur þurft meira fjármagn, þurft að lækka kaupiö hefur það einungis þurft að lyfta litla fingri, þá hefur þessi fyrr- um verkalýðsflokkur verið reiðubúinn til þjónustu. Einu skilyrðin sem þeir hafa sett em að fá að verma ráðherrastólana áfram. Það hafa þeir fengið. Launþeg- ar hafa fengið lægri laun, verri lífs- kjör. Á sínum tíma kvaöst þessi fyrr- um verkalýösflokkur vera á móti Olafslögum. Þeir samþykktu þó allir Olafslög. Þeir hafa gengiö lengra. Þeir hafa margoft tekið stór skref beinna árása á verðbótakerfiö og nú hafa þeir enn látið nota sig til aö klípa af kaupi verkafólks. Nú ætla þeir í desember, — í jólamánuðinum — að svipta launþega helmingi verðbóta. „Afh verju lækka þeir ekki vextina?" En skyldu þeir hafa lækkað vextina? Néi, aldeilis ekki. Þeir hafa hækkað þá. Þeir hafa eyðilagt þaö kerfi er Alþýðu- flokkurinn barðist fyrir. Þeir hafa slit- ið lánskjaravísitöluna úr samhengi við verðbótavísitöluna. Hefði Alþýðu- flokksins notið viö hefði það aldrei gerst. Þá heföu lánskjörin breyst með lengingu lána. Þá hefði okrið ekki haldið innreið sína. Nú síöast í fyrri viku bar Jóhanna Sigurðardóttir fram tillögu á Alþingi um að afnema þetta okur. Ríkisstjómin hefur tekið upp ránvaxtastefnu, sem er nú aö brjóta niður hverja fjölskylduna á fætur ann- arri, hvem þann einstakling, sem vog- ar sér að taka verðtryggt lán. Nú er sjálfstæðismönnum í ríkis- stjórn skemmt. Þeim hefur tekist að nota Alþýðubandalagið til þeirra óhæfuverka, sem þeir sjálfir heföu einir aldrei þorað að gera. k Á hverjum degi fáum við upplýsing- ar í f jölmiölum um manndráp og styrj- aldir, hungur og sjúkdóma úti í heimi. Það er mótsagnakaint því á sama tíma er taliö að mannkynið sé vegna þekk- ingar sinnar og tæknivæðingar fært um að útrýma allri fátækt og sjúkdómum af jörðinni. Við fáum fréttir af sífellt dýrari og fullkomnari drápstækjum, um nifteindasprengjur sem eyða öllu lífi en skilja eftir mannvirki og stein- steypu, um æ fullkomnari kjama- sprengjur sem gera mögulegt að mati hernaðarsérfræðinganna aö heyja tak- markaö kjamorkustríð. Kenningin um að sprengjan tryggi friöinn er því búin aðrenna sittskeiö. Herforingjar reikna það út eins og leiki á skákborði hve mörg okkar myndu farast í slíku stríði. Styr jaldir eru alltaf siðlausar, br jóta niður samfélög og tortíma þjóðum en styrjaldir tuttugustu aldarinnar hafa verið þær mannskæðustu og siðlausustu í sögunni. Risaveldin keppast við aö framleiða drápstæki sín og þó vitað sé að til em vopn sem geta tortímt öllu lífi mörgum sinnum, og í skjóli þessara vopna drottna þau yfir heimsbyggð- inni. íslandog vígbúnaðarkapphlaupið Hvernig kemur vígbúnaðarkapp- hlaupið við okkur Islendinga? Jú, Nato og Bandaríkjaher áforma aö flytja hluta kjarnorkuherafla út í Atlantshaf, styrkja kafbátaflotann, byggja olíu- hö&i í Helguvík, nýja flugstöð í Kefla- vík og ýmiss konar önnur hemaðarum- svif era á döfinni. Utlitiö er vægast sagt dapurlegt. „Á íslandi erum viö svo óralangt frá öllu stríösbrölti. Hvað kemur okkur við hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi?” Fyrir nokkrum áram voru klisjur eins og þessar enn þá algengar. En tíðarandinn hefur breyst. Nýjar upplýsingar um „vamarstööina” á Is- landi benda eindregið til þess að „vamimar” séu fólgnar í því að gera miðanir til árása á andstæöinginn. Islendingar líta stórt á sig sem þjóö. Viö eigum sögu og menningu sem við höldum aö heiminum yrði eftirsjá í. En því miður sýnir sagan okkur að menn- Kjallarinn Margrét Einarsdóttir ing þjóðar er henni engin vöm gegn árásum miskunnarlausra stríðsherra. Við teljum okkur komna af hugdjörf- um víkingum sem stóðu fast á rétti sínum. Nú bregður svo við að sverö vort á skilið heiöur fótaþurrkunnar en ekki víkingsins. Þegar Nato eða bandaríski herinn tilkynntu í kjölfar móðursýkislegrar leitar að óþekktum kafbáti við strendur Svíþjóöar aö þeir hygðust auka umsvif og mikilvægi her- stöðvarinnar á Islandi, var utanríkis- ráðherra spuröur hvað hann hefði að segja um þetta mál. Það eina sem hann hafði að segja um þá ráðagerð að festa þjóð hans enn rækilegar í neti hemaðarvélarinnar og um leið tak- marka sjálfstæði hennar var að hann hefði frétt af þessu. Hvers konar land- varnir og hvemig er sjálfstæði okkar komið þegar okkur er ekki vöm í utan- ríkisstefnu okkar og landvörnum? Um- boðsmaður þjóðarinnar í þessum mál- um er ekki spuröur heldur fær hann fréttir af því hvernig á aö ráöstafa málum á landi hans. Það sem er þó al- varlegast er að stórum hluta þjóðar- innar er sama eða tekur ekki eftir því hvemig sjálfstæöi þjóðarinnar er fóm- að á altari stríðsguðsins. Áróður í fjölmiðlum Hér njóta stríðsherramir og land- sölumennimir aöstoðar fjölmiðlanna sem annaðhvort eru fómarlömb eöa meðvitaðir þátttakendur í fyrsta hluta stríðsins, þ.e. sálræna hluta þess, sem er fólginn í að undirbúa hugi al- mennings undir þær fórnir sem hann verður að færa. Á Islandi er unnið aö því að skapa það viðhorf að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að vera hluti af hemaðarvélinni, þannig sé hags- munum okkar best borgið. Áróöurinn er svo lævís að mönnum finnst þeir hafa fengið þessa skoðun af skynsam- legum ályktunum og frjálsum upplýs- ingum. Hermangararnir þurfa nefni- lega að fá okkur til að kjósa í lýðræðis- legum kosningum menn sem fram- fylgja hinni „skynsamlegu stefnu” þeirra. Slíkir menn era kjörnir til að fara með utanríkismál. Jafnvel bömin eru ekki óhult fyrir stríðsóttanum og áróðrinum. Börn sem búa í nágrenni eins þekktasta eldf jalls heimsins héldu að það væri hafin kjarnorkustyrjöld þegar fjallið fór að gjósa. Einnig hafa margir heyrt böm sín spyrja: „Hvenær byrjar stríðið?” Er ekki mál að sagnaþjóðin, sem hrósar sér af menntun þegna sinna og af því að hafa ekki innlendan her, spymi viö fótum? Eigum við ekki að hafa framlag okkar til vestræns varn- arsamstarfs baráttu gegn vopnasöl- um, hermönguram og þjónum þeirra? „Nú bregður svo við að sverð vort og w skj öldur sem við treystum fyrir utanríkis- málum þjóðar vorrar á skilið heiður fótaþurrk- unnar en ekki víkingsins.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.