Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Síða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982 i DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Þessi mynd er ekki tekin i Casablanca heldur igamla góöa Fossvoginum. Og þaö er Kópavogurinn sem er i baksýn. Óneitanlega skemmtileg mynd af Viðari Ólsen. „Lognið er versti óvinurinn okkar á segl- bátunum, "segir Viðar og heldur Sæstjörnunni i stefnunni. „Taktu fokkuna” — blásið í seglin með Viðari Olsen og Nönnu Sigurðardóttur á seglskútunni Sæstjörnunni „Viö vendum á eftir.” „Viö skulum slaka lítillega á stórseglinu.” ’Togaöu betur í.” „Taktu fokkuna.” „Slaka stórseglinu meira út.” „Uff, þetta var talsverð hviða.” „Eg held honum í stefnunni.” „Taka inn stórsegliö, fokkunalíka.” Fyrir okkur landkrabbana voru þessi siglaraorö ansi framandi, þegar viö sigldum nýlega meö þeim hjónum Viðari Olsen og Nönnu Siguröardóttur um Fossvoginn. Meö í för var félagi þeirra í Siglingaklúbbnum Ými í Kópa- vogi, Ingvi Kristján Guttormsson. Og farkosturinn, sem viö sigldum á, var ekki af verri endanum, forkunnar- fögur, þrjátíu feta skúta af Dradant gerö, meö öllu tilheyrandi. „Þetta er okkar sumarbústaður,” sagöi Viöar. Og hún kann líka heldur betur lagiö á öldunum, enda heitir hún Sæstjama. Þaö nafn ber hún svo sannarlega meö rentu. Lognið versti óvinurinn „Lognið er versti óvinurinn fyrir okkur á seglbátunum og því má segja aö þaö sé ákjósanlegt aö sigla hér við land,” sagöi Viðar þar sem hann sat við stýriö meö glampandi sjóinn á alla vegu. Aöspuröur sagöi hann aö þaö væru um fimm til sex ár síðan hann hefði byrjaö aö sigla á seglbátum. I fyrstu heföi hann verið á litlum, „en þessa skútu keypti ég í fyrra í Danmörku,” bættihannvið. Við sigldum á móti vindinum og tókum stefnuna út á Skerjafjörð. ,3ásetinn um borö”, eins og Viöar kallaöi Nönnu spaugilegur á svipinn, var nú í óða önn að undirbúa vendingu. Stögum og köölum var fagmannlega komiö fyrir á rétta staði. Þetta var gert með léttleika og bros á vör, enda allir í sólskinsskapi í sólinni. Sva/andi sjávarfoftið I miklum „ónedinstellingum” spuröi ég Nönnu hvenær þau létu helst blása í seglin. „Viö förum aöallega út um helgar og einnig á kvöldin, þegar færi gefst,” svaraöi hún og sagöi aö þaö væri með ólíkindum gaman aö renna hljóölaust um í kvöldsólinni og njóta svalandi sjávarloftsins'. Þau settu bát- inn á flot í maí og tækju hann upp í október. Talið barst aö Siglingaklúbbnum Ými. Félagsstarfiö þar virðist dafna ágætlega. A Jónsmessunni síöastliðið sumar fóru klúbbfélagar saman út í Þerney. Sumir sváfu um borö í bátun- um, aðrir tjölduöu í eyjunni. Jóns- messan var því tekin út meö skemmti- legheitum. „Þetta var sérlega ánægju- leg helgi,” sagöi Viöar og enn- fremur aö þau Nanna hefðu farið vestur á ísafjörð í sumar og þar heföi verið ákaflega gamanaösigla. „Krúsingakarlar á kjölbátum" Skemmtisigling okkar á Sæstjörn- unni tók um tvær klukkustundir og eftir lokavendinguna var kaffikannan sett yfir og kökur dregnar fram. Bátur- inn dólaöi á öldunni og viö ræddum um mál „krúsingakaria á kjölbátum” í boröstofunni. Eftir drykklanga stund fór lítil gúmmítuöra meö okkur Gunnar í land. Já, þaö er ekkert undar- legt þótt siglurum hérlendis fjölgi ört. Sæstjarnan komin i gott skrið. „Hún er okkar sumarbústaður," segir Viðar. Nanna tekur sig vel út i hásetahlut- verkinu. Stögum og köðlum er fag- mannlega komið fyrir, enda á bráðum að fara að venda. Ingvi glottir út i annað. Nanna er þó vanari háloftunum en sjónum þvi hún starfar sem flugfreyja. Horft á seglin sælu. Það er Ingvi Kristján Guttormsson sem kikkar, en hann sigraði i lokakeppni Siglingaklúbbsins Ýmis í ágúst. „Allir. geta lært að sigla seglbát," segirlngvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.