Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
37
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
„Ferðin til
Skotlands
ógleyman-
leg reynsla”
— sjómaðurinn Finnur Torfi
Stefánsson tekinn tali um siglingar
á seglbátum
Hann er fyrrverandi þingmaöur. Er
meö próf í lögfræöi og þjóðfélagsfræði.
Hefur spilaö í vinsælli dægurlaga-
hljómsveit og flogiö litlum flugvélum.
Hann hefur einnig fengist við siglingar
á seglbátum og unnið Islandsmeistara-
titil í þeirri grein. Og þá er hann fyrr-
verandi formaöur Siglingasambands
Islands. Maöurinn heitir Finnur Torfi
Stefánsson.
„Siglingaáhuginn byrjaði þegar ég
var úti í Englandi viö nám í þjóðfélags-
fræði,” sagöi Finnur og hélt áfram:
„Eg komst yfir seglbát úti og sigldi
honum talsvert á Irlandshafi. En eftir
aö ég kom heim fékk ég mér litla kænu,
sem ég sigldi mikiö á, en hef ekki getað
stundaö siglingarnar sem skyldi
síöustu árin. Tók þó þátt í Islands-
Finnur Torfí á skrifstofu sinni hjá
Fáiagi isienskra hijómiistarmanna.
„Sigiingaáhuginn byrjaði þegar óg
var úti í Engiandi við nám
i þjóðfóiagsfræði."
DV-mynd: Bjarnleifur.
mótinu í sumar, svona til aö tapa kunn-
áttunni ekki alveg.”
Treystá vindinn
Finnur sagöi aö þaö sem geröi
siglingar á seglbátum jafnskemmti-
legar og raun bæri vitní væri sú staö-
reynd að með þeim rifu menn sig út úr
vélvæddu þjóðfélaginu út á fley þar
sem þyrfti að treysta á vindinn og
önnur náttúruöfl. Þetta væri einnig
ástæðan fyrir þeim miklu vinsældum
sem siglingar á seglbátum nytu viöa
umheim.
Finnur Torfi sigldi til Skotlands árið
1974 og lenti í minni háttar basli á leið-
inni. Ég fór þessa ferð meö vini
mínum, Gunnari Hilmarssyni. Við
sigldum fyrst til Færeyja og síðan til
Skotlands. I þessari ferð lentum við í
talsverðu óveðri og brotnaði stýrið
aftan af skútunni, en viö gátum lagað
það.”
Skotarnir heldur
betur undrandi
Hann sagði ennfremur að ferðin
hefði verið mjög skemmtileg og þetta
hefði verið ógleymanleg reynsla. Það
hefði verið stórkostlegt að koma að
ókunnri strönd. Leggja bátnum og
kanna máliö frekar, fá þaö staðfest að
menn væru á réttum staö. Rölta síðan
upp á næsta pöbb og segja Skotunum
að hér væru lslendingar á ferð. „Þeir
voru heldur betur undrandi,” bætti
FinnurTorfi við.
Aðspurður sagði Finnur Torfi að
siglingar á seglskútum væri alls ekki
erfitt aö læra. Menn gætu stundað
þetta sem íþrótt eða sem dægradvöl
þar sem siglt væri í rólegheitum meö
fjölskyldunni. „Siglingarnar eru fjöl-
breyttar og litlu kænumar eru alls ekki
Aiit frá hatti oni sjó. Finnur á fartinni með vini sinum, Gunnari Hilmarssyni, fyrir nokkrum árum á ieið að
íslandsmeistaratitlinum. Farkosturþeirra hór er svokallaður kænubátur. Og hatturinn fer Finni vel.
dýrar. Menn halda aö þetta sé dýrt
vegna þess aö stóru skúturnar eru
nokkuð dýrar.”
Víðátta hafsins
stórkostieg
Hann sagöi einnig aö aöstaðan væri
ákjósanleg hér við land því að hér væri
oft rok. „Og kuldann geta allir klætt af
sér.”
Að lokum sagði Finnur Torfi að sigl-
ingar væru upplögð dægradvöl. Veittu
mönnum mikla frelsistilfinningu.
„Enda stórkostlegt að hafa víðáttu
hafsinsfyrir sér.”
SEGLBÁTAR
Texti: Jón G. Hauksson
Myndir: Gunnar V. Andrésson
Við fjöiium um seglskipin með vindum þíðum. Stöndum upp i stafni,
skoðum fley og fagrar árar og ræðum svo við nokkra vikinga. Að
lokum höldum við tii hafnar.
„Spilakassinn var hjátrú”
— segja sægarpar úr Garðabæ sem tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í Topper-siglingum í Devon í Englandi í sumai
Jón Gunnar Aðils, Guðmundur Ó. Guðmundsson og Guðmundur
Kjœrnested skoða myndir frá heimsmeistarakeppninni i Devon i Eng-
landi. „Fyrir utan að keppa er það friskt sjávarioftið sem gefur þessu
gildi." Guðmundur Kjærnested (lengst tíl hægril er sonarsonur Guð-
mundar Kjærnested skipherra. DV-mynd: JGH.
Rótt fyrir eitt „startíð" i heimsmeistarakeppninni. „Það kom oft fyrir
að við þurftum að synda með bétana að rásmarkinu vegna logns,"
sögðu þeir fóiagar.
„Það var alveg hrikaleg pressa á
okkur í keppninni. Viö sváfum í
tjöldum og á hverjum morgni fórum
við í klúbb siglingafélagsins og beint
í spilakassann. Enda var þaö hjátrú
hjá okkur aö spila því aö viö töldum
það vera boö um góðan dag,” sagði
Jón Gunnar Aðils, er viö ræddum við
hann og félaga hans, Guðmund
Kjærnested og Guömund 0.
Guömundsson. En þeir félagar tóku
þátt í heimsmeistarakeppni í
Topper-siglingum sem fram fór í
De von í Englandi í sumar.
Þeir félagar sögöu aö níu þjóöir
heföu tekið þátt í þessari keppni og
hefðu um níutíu keppendur tekið þátt
í keppninni. „Okkur brá lítillega
þegar við sáum nokkra öldunga á
meðal keppenda,” sögðu þeir
félagar.
Siglingasambandiö borgaöi far-
gjöldin fyrir þá, en síðan sáu þeir um
sig sjálfir. Með þeim í ferðinni var
Daníel Friðriksson og var hann
fararstjóri. Þeir félagar eru allir í
Siglingaklúbbnum Vogi í Garðabæ.
Keppnin í Devon fór fram í byrjun
ágúst og tók um viku. I Devon bauðst
þeim einnig að taka þátt í keppni í
Noregi, sem þeir þáðu.
Þeim félögum gekk ágætlega í
keppninni í Devon, lentu allir um
miðbik hennar og er það mjög viðun-
andi árangur.
En hvað er nú svona spennandi við
siglingar á seglbátum? „Fyrir utan
að keppa er það frískt sjávarloftið
■sem gefur þessu gildi,” sögðu þeir aö
lokum.