Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR
258. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 11. iNÓVEMBER 1982.
RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022
Sorgarlög
ísovéska
sjónvarpinu
— spáirMagnús
Torfi Ólafsson
„Eg er þvímiður full ókunnugur
innan dyra í Kreml til að geta spáð
með nokkurri vissu um hver verður
eftirmaður Breshnews,” sagði
Magnús Torfi Olafsson, blaðafull-
trúi ríkisstjómarinnar, er þessi
spuming var borin fyrir hann.
,^n ekki kæmi mér á óvart að
þeir Chervenenko og Andropov
stöðvi hvor annars framrás til
æðstu valda, svo að gerð verði
málamiðlun og Thikonov forsætis-
ráðherra verði um einhvém tíma
merkisberi nýrrar samvirkrar
forystu.”
OEF
Hðhyrningavaða heimsótti Reykjavík laust eftir hódegi í
gœr. Um tíu hóhyrningar syntu inn ó Viðeyjarsund um tvö-
leytið. Svömiuðu þeir inn að Kleppsvíkinni en sneru þar við.
Friðrik Olafsson tapaði fyrir
Filippseyingnum Campomanes í for-
setakosningunum til Alþjóðaskák-
sambandsins í morgun. I fyrri um-
ferðinni fékk Campomanes 52
atkvæði, Friðrik 37 og Júgóslavinn
Kazic 19 atkvæði. Campomanes og
Friðrik kepptu því á ný, þar sem
enginn fékk meirihluta og fékk
Campomanes 65 atkvæði en Friörik
43. Campomanes er því nýr forseti
FIDE.
„Sovétmenn og þeirra fylgiþjóðir
fóru yfir á Campomanes,” sagði
Friðrik nú rétt fyrir hádegi. ,,Ég
býst við að þeir hafi ekki getað fyrir-
gefið mér Kortsnoj-málið. Eg gekk
þar á móti þeim, en hafði áður lýst
því yfir að ég stæði og félli með því
máli.
Eg hef reynt að þjóna skákinni og
FIDE eins og ég hef best getað. Nú
hafa náð yfirhöndinni þau öfl sem
vilja annað og meira en skákina.
Atkvæði Campomanesar eru fengin
eftir öðrum leiðum en bjóðandi er
alþjóðasamtökum sem þessum. En
það er ekkert við því að gera.
Atkvæði voru keypt.
Eg veit ekki hvað þessi úrslit þýða.
Þaðeru erfiðirtímarframundan.”
-JH.
Starfsmenn Hljómbæjar við Hverf-
isgÖtu fylgdust með útsendingum
sovéska sjónvarpsins i morgun. 1
sjónvarpinu voru eingöngu leikin
sorgarlög. Sovéska sjónvarpið
sendir yfirleitt ekki út á þessum
tima, en vegna andlátsins var
brugðið út af vananum.
-KMU/DV-mynd: Bj. Bj.
Myndlistog
þeirsemdunda
viðslíkt
— sjá Dægradvöl
á bls. 36 og37
BREZHNEV LATINN
voru þeir horfnir út ó hafsauga. Ekki vita
menn hvaða erindi hvalirnir óttu. Helst hóldu menn þó vera
ó eftir síld en kannski voru þeir bara að forvitnast.
-KMU/DV-mynd: Kristjón Mór Unnarsson.
Leonid Brezhnev, forseti Sovét-
ríkjanna, andaðist snemma í gær-
morgun, sjötíu og fimm áraáð aldri.
TASS-fréttastofan tilkynnti þetta
opinberlega ímorgun, umsólarhring
eftir að fráfall hans bar að. Var ekki
annað sagt í tilkynningu TASS en að
andlát forsetans hefði borið skyndi-
lega að. I Moskvu er uppi kvittur um
að Brezhnev hafi andast fyrr en hin
opinbera tilkynning greinir.
Brezhnev var æðsti valdamaöur
Sovétríkjanna um átján ára bil, eða
lengur en nokkur annar, síðan Jósep
Stalín leið. Síöustu árin hefur hann
átt við krankleika að stríða sem
hamlaði honum við embættisstörf,
þótt aldrei væri staðfest opinberlega
í Kreml. Heilsa hans leyfði honum
ekki stjómarstörf nema lengst tvær
stundir á dag síöustu mánuðina.
Hann kom til valda eftir Nikita
Krúsjeff og deildi í fyrstu völdunum
með tveim frammámönnum öðrum,
en fljótlega bar meira á honum í
stöðu framkvæmdastjóra kommún-
istaflokks Sovétríkjanna. I hans
stjórnartíö hafa áhrif Sovétríkjanna
i heiminum aukist til mikilla muna
þótt slitnaði upp úr vináttunni við
kínverska kommúnistaflokkinn.
,J3etente” eða þíðan eins og
slökunin á spennu kaldastríðsáranna
var kölluö varð til fyrir atbeina
Brezhnevs sem leiddi Sovétríkin að
samningaborðinu með vesturveldun-
um á öryggisráðste&iu Evrópu.
Mannréttindaákvæði Helsinkisátt-
málans vöktu vonir um að Brezhnev-
stjómin mundi lina Kremlartökin á
sovésku þjóðinni og íbúum austan-
tjaldsríkjanna. En í tíð Brezhnevs
var innrásin gerð í Tékkóslóvakíu og
Afghanistan hernumið. Vafalaust
þykir að það hafi verið fyrir þrýsting
frá Brezhnevstjórninni sem herlög
voru innleidd í Póllandi, verkföU
bönnuö og önnur starfsemi óháðra
verkalýðsfélaga bæld niður.
I tíð Brezhnevs, upp úr öryggisráð-
stefnunni í Helsinki, hefur fjöldi
mannréttindabaráttufólks í Sovét-
ríkjunum verið ýmist hnepptur í
fangelsi eða dæmdur til útlegðar.
Margir hafa verið lokaðir inni á geð-
veikrahælum.
Um þíðuna er því ekki iengur talað
sem spennuslökun í sambúð austurs
og vesturs og á ævikvöldi Brezhnevs
voru allar vonir kólnaðar um aukin
mannréttindi til handa hinni sovésku
þjóð undir handleiöslu hans.
-GP.
Thikonov
tekurvið J
FRIÐRIK TAPAÐI
Campomanes keypti FIDE