Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 5
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 5 Fréttirfrá Hvammstanga: A thafnalffíð á Hvammstanga er blómlegt og þorpið i stöðugum uppgangi. Þar fá starfsmenn við slátrun ókeypis mat — nýr prestur kominn á Melstað Athafnalífiö á Hvammstanga er tölu- vert og þar er engin kreppa. Sauöfjár- slátrun er lokiö en stórgripaslátrun stendur yfir. Fjöldi manns hefur unnið við þessa vertíð og góö laun borguð. Auk þess fengu starfsmennimir ókeyp- is mat sem var lagður á kostnaö bænda. Það er líklega einsdæmi í sauð- fjáriöndum. A.m.k. í Skotlandi, sem er með stærstu sauðfjárlöndum Evrópu, verður hver sem vinnur við slátrun að borga fæði og húsnæði. Og rækjuvertíð- in gengur vel á Hvammstanga en ef menn fá ekki hærra verð fyrir rækjuna munu þeir legg ja niður vinnu 1. desem- ber. Þetta getur haft þær afleiðingar að erfiðara verður að selja rækjuna á erlendum markaði þar sem verðbólg- an er minni en hér. Eg sé ekki að neinn rækjufiskimaður svelti þó hann slái af kröfum sínum. Og svo má segja um aðrarstéttir. Nýr prestur er kominn á Melstaö og er nú unnið að því að grafa fyrir nýju prestssetri. Sr. Guðni Þór Olafsson hefur fengið veitingu fýrir Melstaðar- prestakalli. Hann er ungur og hálærð- ur maður sem allir vænta mikils af. Hitaveitan á Hvammstanga skapar mikla möguleika og hafa Brynjólfur Sveinbergsson mjólkurbústjóri og Þórður Skúlason átt mikinn þátt í þess- ari viðleitni. Þá stendur til að fá pípu- orgel í Hvammstangakirkju og hefur Helgi Olafsson verið mesti atorku- maður í fjársöfnun og öðru í þvi sam- bandi. Þess skal getið að Húnavatns- prófastsdæmi er eina prófastsdæmi á landinu sem hefur ekki enn pípuorgel í kirkju. Þrengsli eru mikil í Hvammstanga- skóla og reyndist því nauðsynlegt að kenna einnig í stofu í félagsheimilinu. I sveitunum i Vestur-Húnavatns- sýslu voru ýmsar framkvæmdir á ný- liðnu sumri. Hús hafa verið bætt, fjár- hús og hlöður byggðar á ýmsum stöð- um og í Ambáttadalnum inn af Vatns- nesinu, sem er afskekktur vél, er komið líf á innsta bæinn. Hann hefur verið í eyði í f jölda ára. Þar eru ungir Vatnsnesingar famir að búa. Þeir heita Ásbjörn Guðmundsson og Kristín Guðjónsdóttir. Þau hafa komið sér vel fyrir, gert mikiö við bæinn og komið upp einkarafstöð, auk þess að vera að fjölga skepnum sínum. Það er líka sæla í sveitinni. rj. Stefán lónsson hættir á þingi Stefán Jónsson alþingismaður gefur ekki kost á sér í framboð fyrir Alþýðu- bandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra við næstu þingkosningar. Stefán lýsti yfir þessari ákvörðun sinni á fundi Alþýöubandalagsins á Akureyri um sl. helgi en hann dvelst nú erlendis þannig að ekki var hægt að fá upplýsingar um ástæður fyrir ákvörð- unhans. Forval verður meðal alþýðubanda- lagsmanna í Norðurlandskjördæmi eystra sem að líkindum fer fram öðru hvorum megin við áramótin. Þegar er ljóst að a.m.k. Soffía Guðmundsdóttir og Helgi Guömundsson gefa kost á sér í efsta sætið sem Stefán Jónsson hefur skipað. GS/Akureyri. Stefén er ákveðlnn í að hstta. EKKISTEINAR BERG HELDUR HJÖRLEIFUR 1 frétt blaðsins í þriðjudagsblaðinu um hveitimyllu í Reykjavík var ranglega skýrt frá því að Steinar Berg Björnsson væri framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar hf. Steinar Berg er formaður þess fyrirtækis, en fram- kvæmdastjóri er hinsvegar Hjörleifur Jónsson. Leiðréttist þetta mishermi hér með. Áskriftarslininn er 27022- pV-getraumn VILTU OPELINN? Vertu áskrifandi strax. Sendu inn sedil og þú gœtir ordið einum Opel Kadett ríkari 15. nóvember nk. NUDD - KVOLDTLMAR... Ný þjónusta í Æfíngastöðinni Engihjalla 8, Kópavogi Láttu ekki vöðvabólgu, höfuðverk og stress hrjá þig að óþörfu - Vertu jákvæður gagnvart sjálfum þér, þú átt það skilið. Pantaðu þér nuddtíma strax í dag! Til viðbótar nuddinu færð þú aðgang að sturtum, saunaböðum, ólgupottum, hárþurkum' og krullujárnum rrtr _ . > okkar hugguiegu baðdeiid. Ttmapantomr i sttna 46900 ÆFING ASTÖÐIN ENGIHJALLA 8, KÓPAVOGl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.