Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verðlaunahafi júlímánaðar: Vöramar hækka meðhverri sendingu —segir Helga Haraldsdóttir á Sauðárkróki „Það er alveg ágætt að versla hér á Sauöárkróki. Reyndar er hér ekki mik- ið úrval af húsgögnum og öðrum svona stórum hlutum. En að öllu öðru leyti er hér gott úrval og góð þjónusta,” sagði verðlaunahafi Neytendasíðunnar fyrir júlímánuð, Helga Haraldsdóttir á Sauðárkróki. Helga valdi sér í verðlaun útvarps- tæki frá Radíóþjónustunni á Króknum. Átti hún ekkert útvarp fyrir þannig að tækið kom sér mjög vel. Fréttaritarinn okkar á Króknum skrapp í kvöldheim- sókn til Helgu og f ærði henni tækið. Helga hefur haldiö bókhald með okkur frá því í febrúarbyrjun. Ég spurði hana hvers vegna hún hefði byrjaðáþví. „Til aö geta fylgst betur með. Ég er ekki frá því að ég geti eitthvað sparað meö þessu þó eflaust sé hægt að spara enn meira en ég geri.” Helga vinnur í verslun sem nefnd er Grána. Er það ein af kjörbúðumKaup- félags Skagf irðinga. Hún hefur því gott tækifæri til að fylgjast með verð- hækkunum. Hún var spurð hvort henni þætti mikill hraði á verðbólgunni. „Mér finnst bókstaflega allt hækka með hverri nýrri sendingu. Þetta er alveg hryllilegt,” svaraði hún. Erfíttaðláta enda ná saman Helga á þrjú böm, Berglindi Rós 11 ára, Ara Björn 9 ára og Silju Rut 1 og 1/2 árs. Hún vinnur allan daginn í búð- inni en finnst samt erfitt að ná endum saman. „Þetta er líka of mikil vinna með þrjú böm,” sagði hún. 1900 krónur af kaupinu fara beint í leigu fyrir íbúð- ina sem þau búa í svo fljótt er aö sax- astálaunin. Helga sagði að núna væra útgjöldin hjá sér líka mjög há. Hún kaupir naut í hálfum skrokkum og kindakjöt í heil- um. Slátur tekur hún einnig, en lítið, því börnin em ekki of hrifin af því. Helga sagði að á Sauðárkróki væri núna í sláturtíðinni hægt að fá ófrosið kjöt sem væri ódýrara en frosið. Sagð- ist hún notfæra sér slíkt eftir mætti. -DS/GÞG, Sauðárkróki. Skora á fólk að kaupa ekki erlend- ar kökur Halldóra Jðnsdóttir hringdi: Mig langar að koma þeirri áskorun til fólks að kaupa ekki innfluttar kök- ur. Það hefur komið fram að inn- flutningur á kökum hefur aukist um helming frá því í fyrra. Mér hefði þótt í lagi aö hann minnkaði heldur um helming. Ég vil ekki láta eyða gjaldeyrinum okkar íþetta. Fólk veit heldur ekkert þegar það er að kaupa þessar erlendu kökur hvenær þær hafa verið bakaðar. Þær geta verið búnar að vera lengi á leiðinni til landsins og lengi í misjöfnum geymslum áður en þær eru borðaöar. Ég vil að viö styrkjum heldur okkar bakara og komum í veg fyrir að þeir fari á hausinn með því að kaupa fremur íslenskar kökur en erlendar. Hildur Ragnars hringdi einnig: Mig langar líka til að mótmæla þessum kökuinnflutningi öllum. Ég held að fólk sé ekki eins meðvitað hér og víða erlendis um það hvað það læt- ur ofan í sig. Þessar kökur eru til dæmis fullar af rotvarnarefnum sem íslenskir bakarar hafa marglýst yfir að þeir noti ekki. Við hérna getum tekið undir orð þeirra Halldóru og Hildar. Þessar erlendu kökur eru örugglega sumar orðnar háaldraðar og lítil hollusta hlýtur að vera í því að borða þær. Is- lenskar kökur sem fást í búöum eru oftast líka alveg samkeppnisfærar. En þær geymast líklega ekki eins lengi vegna skorts á rotvamarefni og kannski er það þess vegna sem fólk kaupir þær síður. En íslenskt, án rotvarnarefna, hlýtur að vera betra en gamalt, erlent með rotvarnarefn- um. DS Holga Haraldsdóttir, verðlaunahafi júlimánaðar, meö börnunum sinum, Ara Birni, Berglindi Rós og Siiju Rut. Berglind heldur ó útvarpstækinu sem Helga valdi sórsem vinning. DV-mynd G.Þ. G. /Sauðárkróki. Handsugan fró B&D er hönnuð sérstaklega fyrir smáóhöppin sem koma fyrir á heimilum og þegar of mikil fyrirhöfn er að nota venjulegu ryksuguna. Handsugan er nett og hand- hæg og ávallt reiðubúin. Börnin hafa líka gaman af að ryksuga með nýju hand- sugunni frá B&D. ÚTSÖLUSTAOIR UMLANDALLT G. ÞORSTEINSSOIM & JOHNSON S—85533. ÁRNIÚLA1 Handsugan er hentug fyrir ryksugun á húsgögnum, tröppum og á aðra staði þar sem venjuleg ryksuga er óhentug. Með B&D handsugunni fylgir hleðslutæki og haldari sem festist á vegg eða inni í skáp. B/ack&Decken 9330 HANDSUGAN SNÚRULA USA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.