Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Qupperneq 12
12
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR .
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR.MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFÚR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreíðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. Sl'MI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 1».
Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr.
Ekki bara hópsálir
Eins og önnur flókin þjóöfélög þurfum viö mikið af góö-
um embættismönnum, varðveizlumönnum kerfisins. Þeir
þurfa ekki aö vera menn athafna og átaka, heldur þjálf-
aðir í góðu, hnökralausu samstarfi svo aö allt gangi sinn
vanagang.
Enginn skortur er á slíku fólki, enda hafa skólamir,
alla leiö upp í háskóla, frá ómunatíð lagt mesta áherzlu á
aö framleiða embættismenn, slétta og fellda menn, sem
engum vandræðum valda og eru góöir til samstarfs.
Einnig þurfum viö mikið af góöum tæknimönnum, sem
þekkja vel sérgreinar sínar án þess að vera þar menn nýj-
unga eða uppfinninga. Þjóðfélag okkar er orðið svo tækni-
vætt, að sérfræðingar þurfa að vera á hverju strái.
Til skamms tíma skorti sérfræðinga á mörgum sviðum.
Það er ört að breytast, enda einstefnir skólakerfið að há-
skólanámi sem flestra. Straumurinn í Háskóla íslands er
orðinn svo stríður, að skólinn er nánast að springa.
Við erum jafnvel svo lánsöm að vera farin að eignast
útgerðartækna, fiskiðnfræðinga og iðnaðarverkfræðinga,
auk allra hefðbundnu fræðinganna og embættismann-
anna. Við stefnum að því að eiga þrautskólaða tækni-
menn á öllum sviðum.
Meira að segja Háskóli íslands, sem lengst af var emb-
ættisvígi guðfræðinga, lækna og lögfræðinga, er að verða
að tæknistofnun. Hann er farinn að útskrifa lokaprófs-
menn í ýmiss konar verkfræði og tækni í stórum stíl. Sem
betur fer.
Þannig hefur skólakerfið víkkað svo, að það stefnir ekki
lengur eingöngu að framleiðslu deildarstjóra opinberra
stofnana, heldur einnig að framleiðslu sérfræðingaliðs
fyrir svokallaða starfshópa á vegum ráðuneytanna!
Skólakerfið er kjörið til ræktunar þessara tveggja nyt-
samlegu manngerða. Það leggur áherzlu á samstarf í
hópum. Kennslan er miðuð við þarfir miðjunnar. Til við-
bótar er stundum reynt að lyfta upp eftirbátunum.
Hinir, sem eitthvaö geta umfram hið venjulega, eru að
mestu látnir afskiptalausir. Sumu neistafólki leiðist svo
aðgerðaleysið í skólunum, að það hrökklast þaðan brott. /
Annað lætur skólana draga sig niður í meðalhófið.
í þessum hópi eru efni í hugvitsmenn, sem gætu hvert
orðiö þjóðinni meira virði en hundrað embættismenn og
tæknimenn. En þeir rekast illa í meðalhjörð og þeim leið-
ist hópvinna, þar sem enginn ber ábyrgð á neinu.
Við vitum, að hugvitsmenn hafa sumir bylt hag heilla
þjóða eða jafnvel allra þjóða jaröar. Við getum reiknað
með, að það borgi sig að reyna að rækta þá í skólakerfinu,
en samt lyftum við ekki litla fingri.
I hópnum, sem skólakerfið viðurkennir ekki, eru líka
efnin í braskara, mennina, sem hafa lag á að finna smug-
ur og göt og að búa til auð úr engu. Slík efni veslast líka
upp í áherzlu skólanna á hópvinnu og meðaltalsmennsku.
Við vitum samt, að þjóðfélag eins og Sovétríkin mundi
hrynja, ef ekki væru til braskarar til að útvega í hvelli
þessar tíuþúsund skrúfur í dráttarvélar, sem völundar-
hús kerfisins ræður ekki við að afhenda fyrr en eftir þrjú
ár.
Nú þegar við erum að verða birgir af tæknimönnum, til
viðbótar gífurlegu framboði embættismanna, væri ekki
úr vegi, að skólarnir færu að reyna að stuðla að útvegun
hugvitsmanna og braskara, sem eru raunar enn mikil-
vægari.
Jónas Kristjánsson
Aðsynb
eðasökkva
Hin gífurlega skuldasöfnun Islend-
inga hefur undanfarið komist áþreif an-
lega í umræður manna. Fyrst sagði
seðlabankastjóri, dr. Jóhannes Nor-
dal, þau einföldu sannindi í við-
talsþætti í sjónvarpi að fullri atvinnu
hefði ekki verið haldiö uppi með dýrtíð,
heldur erlendri skuldasöfnun, síðan
birtist frétt á sjónvarpsskjánum um
það aö hvert mannsbam á Islandi
skuldaði sem næst 4 þúsund Banda-
rík jadali erlendis, eöa um 64 þúsund is-
lenskar „ný”krónur. Við erum þannig
hátt í þrefalt skuldugri hvert manns-
bam en þær þjóöir, sem mest hafa ver-
ið í heimsfréttunum vegna skulda
sinna, Mexíkanar og Pólverjar. Að
vísu eru aðstæður okkar að mörgu leyti
ólíkar þeirra við aö borga skuldirnar,
eða því trúum viö að minnsta kosti.
Engu að síður ber okkur að gera það og
það er alveg ljóst að við erum komin
fram á ystu nöf hengiflugs sem ekkert
bendir enn til að viö komumst hjá að.
dúndra framaf.
Hvenær fellur
tjaldið?
Sú regla er mjög aigeng, þegar
skoðaðar em skuldir þjóða, að miða
þær viö verðmætasköpun, gjaldeyris-
tekjur og þjóðarframleiöslu. Eftir því
fer lánstraustið og lánakjörin einnig að
nokkru leyti. Oneitanlega stöndum við
aö þessu leyti betur en flestar þeirra
þjóða sem nú berjast haröast um í
A FIMMTUDEGI
Magnús Bjarnf reðsson
okkur skilaöi aftur á land sem efna-
hagslega sjálfstæðri þjóð.
Við þekkjum úr okkar daglega lífi
dæmi sem eru ákaflega hliðstæð stöðu
okkar sem þjóðar nú. Þegar við förum
til bankastjóra er hann yfirleitt með
einhverjar upplýsingar um okkur á
borðinu hjá sér, þegar viðtalið hefst.
Þar sér hann hve góðir viðskiptavinir
við höfum verið, hvernig viö höfum
staðiö í skilum, hvert gjaldþol okkar
virðist vera. Oneitanlega fara viðtök-
umar oftast eftir því hvernig þessar
upplýsingar eru þótt góðsemi komi á
stundum inn í spilið, þegar ljóst er að
illa stendur á. En stundum kárnar
gamanið.
Við skulum búa okkur til sögu um
mann sem viö þekkjum öll úr daglega
lífinu í kringum okkur. Við skulum
kalla hann Jón. Hann er með allgóða
menntun, var galvaskur ungur maður
,,Þaö er alveg ljóst að við erum komin á
ystu nöf hengiflugs sem ekkert bendir enn
til að við komumst hjá að dúndra fram af.”
skuldafjötrunum. Engu að síður er svo sem var hvergi hræddur við að takast
fyrir okkur komið að okkur er hollt að á við erfiðleika og sigrast á þeim. Við
staldra aðeins við og virða fyrir okkur löðuðumst að honum og höfðum trú á
gengna slóð áður en við hoppum fram því að hann spjaraði sig vel.
af, það gæti orðið okkur að gagni ef Jón stofnaði ungur fyrirtæki og fór
Þegar litið er yfir stjómmálabar-
áttuna undanfarna áratugi og reynt að
gera sér grein fyrir því, hvaða vopn
hafa reynst beittust í stjómmála-
baráttunni, kemur margt skringilegt í
ljós. Blekkingar hafa verið alveg eins
gagnlegar og sannleikurinn til áhrifa!
Þetta er nöturlegt. Þótt stjórnmála-
menn og hagsmunaforingjar verði
berir að blekkingum, virðist það litla
þýðingu hafa. Menn segja bara, ja
svona er pólitíkin! Að sjálfsögöu em
margir stjómmálamenn stálheiðar-
legir og grípa ekki til blekkinga en fólk
er ekki sammála um það, hvaða menn
það eru. Ef leggja á sannleikann undir
atkvæðagreiðslu, er engin vissa fyrir
því að hann hljóti kosningu. Ef lygin er
talin þjóna eigin hagsmunum eða eigin
stjómmálaskoðunum, er hún talin góð
og stundum sannleikur
Hvar eru mörkin
milli fíeipurs og fáránleika?
Svavar Gestsson sagði nýlega í sjón-
varpsþætti að efnahagsáfall íslensku
þjóöarinnar nú eigi sér engar
hliöstæður um áratuga skeiö. —
Efnahagsáfallið 1967—1968 var miklu
meira. Nálægt 45% af útflutnings-
tekjum þjóðarinnar hurfu á einu og
hálfu ári vegna aflabrests og slæms
markaösástands á fiskmörkuöum.
Þetta vita allir sem einhverja
þekkingu hafa. Allaballar og fram-
sóknarmenn telja það pólitíska
frágangssök að minnast á þetta og
stöðugt tyggja þeir þetta upp.
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
Tímans, ritaði leiðara eftir leiöara í
blaði sínu um veturinn 1979-80 (fyrir
síðustu alþingiskosningar) og hamraði
í sífellu, að viðreisnartíminn hefði ein-
kennsí af atvinnuleysi, lífskjara-
rýmum og landflótta. Aldrei minntist
sá „heiðursmaður” á það að þetta var
mesta efnahagsframfaraskeið þjóð-
arinnar en erfiðleikaárin í lok þess
byggðust m.a. á hvarfi síldarinnar.
Jónas Bjamason
Þessir herramenn telja sig verða að
gera meira en þegja yfir viöreisnarár-
unum. Þeir fara með fleipur um þau.
Lúðvík Jósefsson hélt því fram í lok
síðasta áratugar að engin offram-
leiðsla væri í landbúnaði. Fólk borðaði
bara ekki nóg af kindakjöti og mjólkur-
afurðum því það hefði ekki efni á þvív
Ríkisstjóm Geirs Hallgrimssonar
hefði rænt kaupmættinum! Þannig átti
að slá tvær flugur í einu höggi! Það er
fyrst núna sem fólk er farið að sjá það
og viðurkenna að gífurleg offram-
leiðsla var á kindakjöti og mikil í
mjólkurframleiðslu. Kindakjötsát og
mjólkurdrykkja Islendinga er og var í
sérflokki.
Verkalýðsleiðtogar hamra á því að
vísitölubætur á laun valdi ekki
verðbólgu og vitna í því sambandi m.a.
'í könnun sem Jón Sigurðsson forstjóri
Þjóöhagsstofnunar gerði fyrir
nokkrum árum síðan. Verðbólga var
víst ekkert meiri á vissum tímabilum,
bæði hérlendis og erlendis, þegar
verðlagsbætur voru á launum. >
Sannleikurinn mun vera sá að greinar-
mun veröur að gera á ábyrgum og
óábyrgum samningum og verðlags-
bótum i kjölfar þeirra. Ef kjarasamn-
ingar fela í sér kauphækkanir sem eru
í samræmi við aukningu þjóðartekna
og borgunargetu atvinnuveganna, eru
verðlagsbætur ekki meira verðbólgu-
valdandi en kjarasamningar án
þeirra. En verðlagsbætur í kjölfar
samninga eins og sólstöðusamning-
anna eru stórlega verðbólguhvetjandi.
Það er reyndar ótrúlegt að óprúttnir
verkalýðsleiðtogar skuli enn komast
upp með þvættinginn.
Hver sjávarútvegsráðherrann á
fætur öðrum heldur því fram að aðeins
sé verið að endumýja fiskiskip þegar
ný eru keypt. Það er skrýtin endur-
nýjun sem á nokkurra ára tímabili
hefur leitt til þess að flotinn hefur
stækkað stórlega og er nú að hluta til
verkefnalaus.
Forystumenn bænda hafa um
áratuga skeið talað um sveltandi heim
og nauðsyn á markaðsstarfi fyrir
íslenskt kindakjöt. Á sama tíma hafa
þeir lamið fram gífurlega offram-
leiðslu á kostnað skattborgaranna.
Þegar grannt var skoðaö var augljóst
að kindakjötsframleiðsla á Islandi yrði
aldrei skynsamleg til aö bæta úr sulti
eða til að keppa við Nýsjálendinga og
ýmsa aðra um verð. Þetta var augljóst
öllum sem vildu sjá. En ekki vantaði
árásirnar á þá sem bentu á þetta. Svo
samþykktu menn bara ályktanir um
stórátak í markaðsmálum og héldu
áframiðjusinni.
Efnahagsitfió
er rjúkandi rústir
Herkostnaður blekkinganna á liðn-
um áratug er nú að verða flestum aug-
ljós. Verðbólga hefur verið á bilinu
50—60% lengst af. Forsendur atvinnu-
lífs eru allt of ótryggar. Menn segja að
verðbólga sé betri en atvinnuleysi en
það sem hefur gerst er að atvinnuleysi