Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Qupperneq 14
14 DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 BREIÐHOLTI SÍMI 76225 MIKLATORGI. SÍMI 22822 Fersk blóm daglega. j HÚSEIGENDUR S Onnumst alhliða gluggasmíði; I franskir gluggar, • laus fög, • viðgerðir á gömlum gluggum, l glerísetningar. J Smíðum eldhúsinnréttingar, önnumst einnig t breytingar á gömlum innréttingum. I Uppl. á verkstæðinu daglega í síma 16980 milli kl. ; 10 og 12 f.h. • •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• REVLON snyi tivörur fást nú hjá okkur. Höfum opnað aftur faugardaga kl. 9—12. Fimmtudaga kl. 9—20. 'og adra virka daga kl. 9— 17. TINNA hárgreiðsiustofa Furugerði 3 sími 32935 \ • Kaffiveitingar — de luxe • Skemmtiatriði. Mætiö á staðinn Skemmtinefndin FREEPORTKLUBBURINN SKEMMTIFUNDUR fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu Bústaðakirkju. Menning Menning Menning Það er enn verið að skapa list... Þaö kemur ósjaldan fram núorðið í umræðum um listir — og þá einkum myndlist — að lítið sem ekkert sé að gerast á Norðurlöndum. Nýútskrif- aðir myndlistamemar sem hyggja á framhaldsnám forðast að mestu hinar skandinavisku akademíur og telja þær lítt gefandi. Og myndlistar- menn almennt viröast hættir aö trúa því aö listuppsprettan sé í Stokk- hólmi, Osló eöa Kaupmannahöfn. Það er því sem myndlistarsýning Erland Cullberg (málverk) og Peter Tillberg (kolteikningar) í Norræna húsinu kom skemmtilega á óvart og gladdi marga listunnendur. Litur á léreft Þetta er sannarlega hispurslaus og ævintýraleg tjáning sem við kynn- umst í verkum Erland Cullberg sem nuddar litnum á léreftið. Myndverk Cullberg eru fletir þar sem ekkert er gert til að aðskilja efniskennd hluta og manna. Umhverfi og manneskjur renna saman í eitt og maður fær þá tilfinnmgu að myndefnið framkallist á léreftið undir auga áhorfandans. Það er sem manneskjur vaxi fram og nýjar fígúrur fæðist á myndflet- inum. Víst er að listamaðurinn vinnur ekki beint eftir fyrirmyndum heldur er sem hann í andlegum og líkam- legum átökum viö málverkið nái að seiöa fram úr eigin minni löngu liðnar sýnir. Myndlist Cullberg kemur hingað á heppilegum tíma og minnir óneitan- lega á „nýja málverkiö”, þó svo hann standi kannski nær lista- mönnum eins og Svíanum Bent Lind- ström og auðvitað Cobra-hefðinni. En listaverkin standa fyllilega fyrir sínu og maður hrífst af þessum krafti og þeirri sannfæringu sem virðist einkenna verk listamannsins. Andlit í kol Listamaðurinn Peter Tillberg hefur valið að tjá sig meö kolteikn- ingum. I sýningarskrá segir Till- berg: „Kolteikningamareruunnará stórar pappírsarkir, ca. 120X150 cm, sem ég festi beint á veggina. . . ; veggimir eru málaöar spónarplötur með ójöfnum og hrufóttum flötum. Með teiknikoli sverti ég pappírinn á handahófskenndan hátt eins og til fellur, oft með löngum strokum yfir allan myndflötinn. Vegna hrufótts yfirborðs spónaplötunnar myndast óvæntar klessur, mynstur og línur í pappírinn. Eg held áfram þar til Feimni eftir Tillberg. Myndlist Gunnar B. Kvaran eitthvað kunnuglegt brýst fram úr klessunum.” Þó svo að verklýsing og hugmyndir listamannsins séu ekki fmmlegar þá er niöurstaðan, sjálf listaverkin, furöulega athyglisverð. Þessi andlit sem listamaðurinn skapar búa yfir mjúkri efniskennd og virðast auðveldlega geta tekið sjálfkrafa myndbreytingum (metamorphose). Það er því sem áhorfandinn getur hæglega lesið þessi andlit sem eina heild, ákveöna þróunarsögu efnisins. En ef áhorf- Ljósm. GBK. andinn velur að einangra og skoða sérhverja mynd þá virka þessi andlit ópersónuleg og óháð tíma og rúmi, — eins konar grímur, heigrímur fornra menningarþjóða. Það er h'kt og dauöanum hafi verið þrykkt á pappírinn. Tveir listamenn Sýning þeirra félaga í Norræna húsinu var sérlega vel upp sett. Með því að hengja kolteikningarnar í loftið tókst viðkomandi að skapa umhverfi þar sem áhorfandinn gekk bókstaflega inn í annarlega mynd- heima. Þá var það vel til fallið að framlengja sýninguna með video- filmu sem gaf áhorfendum tækifæri til að kynnast þessum listamönnum örlítið nánar. -GBK. j ! i I ! í I I i I í I ! ! Mutti — powerglerín GLERA UGNADEILDIN Austurstrœti 20 - Sími 14566 Nokkur orð um Neyðarópið Ragnar Þorsteinsson: Neyflarópifl hjá stálsmifljunni Æskan, 1982. I nýjustu ungbngabók Ragnars Þorsteinssonar, Neyðarópið hjá . stálsmiöjunni, er aöalpersónan eldri maður, Þorlákur Vilmundarson. Hann stundar verkamannavinnu við höfnina í Reykjavík, en er gamall og þraut- reyndur sjóari og býr með ráðskonu sinni við Nýlendugötuna. Þorlákur kemst í kast við nokkra pörupilta og bjargar úr klóm þeirra 13 ára dreng, Sveini, sem er einmana og utanveltu þótt hann eigi góða móður, en hún þarf að vinna hörðum höndum til að fram- fleyta þeim mæðginum og hefur lítinn tíma aflögu til að eyöa meö syni sínum. Þegar Þorlákur kemur til sögunnar taka málin óvænta stefnu hjá mæðgin- unum og óhætt er aö segja aö vanda- mál öll leysist farsællega. Sama er að segja um vandamál Friðriks, sem er þriðja aðalpersóna bókarinnar, en Þorlák munar ekki um að leysa þau líka. - Þorlákur er heilsteypt persóna og ftagnar Þorstelnsson: „Góð persónusköpun er styrkur bóker- innar," segir i ritdómi um nýjustu unglingebók hens, Neyðarópiö i stálsmiðjunni. reyndar má segja hið sama um strákana tvo, enda má telja góða persónusköpun aðalstyrk bókarinnar. Samræður persónanna og ýmislegt það sem drífur á daga þeirra verður aftur á móti ekki eins sannfærandi í meðferð höfundar og er það miður þar sem hann er meö góöan efniviö í höndum ef rómantíkin væri dálitiö minni og hugarflugið iægra. Fyrri hluti bókarinnar heldur les- anda í nokkurri spennu, svo og kaflar um sjósókn þeirra Þorláks og strák- anna, en eftir að kemur aftur fyrir miðja bók virðist höfundur alveg missa fótfestu, lætur hann vaða á súöum og sagan verður æ ólíkindalegri og yfirborðskenndari. Góöa persónusköpun nefndi ég sem styrk bókarinnar en fleira má líka telja, svo sem raunverulegt sögusviö, bæði í Reykjavík og við Breiðafjörðinn. Sjómannamál verður lifandi i munni Þorláks og hann miðlar strákunum, og jafnframt lesandanum, ýmsum fróð- leik sem fengur er að, t.d. tengdum slysavörnum, gamalli þjóðtrú og sjó- mennsku. hh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.