Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Side 15
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 15 MOZART REQUIEM Requiem eftir Wotfgang Amadeus Mozart, flutt af Kór Langholtskirkju f Fossvogskirkju 7. nóvember. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Einsöngvarar: ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elfsa- bet Waago, Garöar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Kammerhljómsveh, konsertmeistari: Michael Shehon. „Eyðið ekki fé til einskis. Látið grafa hann í fátækragröf á kostnað hins opinbera.” Svohljóðandi hollráð gaf barón von Swieten ekkjunni syrgjandi og því vitum við eigi um legstað Mozarts. En þótt Mozart eigi engar þrjár álnir til að reisa marmaramonument á reisti hann sér mun óforgengilegri bautastein með snilldarverkum sínum. Requiem er oft nefnt minnisvarði Mozarts og sýnist hverjum sitt um hvemig Fj-anz Xavier Siissmayr klappaði þann stein sem Mozart hafði til höggvið. Staðreyndin er bara sú að hversu óánægðir sem menn eru með hlut Siissmayrs vilja vist fæstir vera án hans, og hætt er við að tónveröldin þætti öllu fátækari ef Siissmayr hefði ekki lokið gerð sálumessunnar. Hvers vegna ekki? Vart þykir það lengur tíðindum sæta að Kór Langholtskirkju syngi eitt meiri háttar tónverk, svo sjálf- sögð þykja okkur afrek hans. Túr- hestar, útlendir, setja hins vegar upp vantrúar- og undrunarsvip þeg- ar þeim er skýrt að við hálfbyggða Langholtskirkju syngi kór af svo háum gæðaQokki. Er þá stundum spurt afhverjuviðljúkumkirkjunni ekki hið snarasta, ekki síst þar sem ætla megi að hún hafi hljómburð sem Vasabókin dularfulla Leyndardómur gistihússins. Anke de Vrios. Iðunn, Reykjavik, 1982. Anke de Vries. Iðunn, Reykjavík, 1982. Ein af þeim þýddu unglinga- bókum sem Iðunn sendir frá sér í ár er Leyndardómur gistihússins eftir Anke de Vries. Höfundurinn er hollenskur og hefur orðið vinsæll fyrir barna- og unglingabækur sínar. Leyndardómur gistihússins hlaut mjög góðar viðtökur er hún kom út 1977, hefur hún verið þýdd á allmörg tungumál og hlotið viðurkenningu dómnefndar sem fjallar um evrópsku unglingabókaverðlaunin. Söguþráður bókarinnar er spennandi og hefst á því að unglings- piltur, Róbert, finnurgamla vasabók sem hafði verið í eigu manns að nafni Róbert Macy. I bókina, sem er frá stríðsárunum, eru skráðar dular- fullar setningar og stök orð sem vekja áhuga Róberts á lífi og örlögum þessa nafna síns. Hann ákveður því að eyða sumarfríi sínu til þess að ráða gátu vasabókarinn- ar. Ráðninguna finnur hann loks í litlu þorpi í frönsku ölpunum eftir að hafa rakið slóð leyndarmálsins allt Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir aftur til stríðsáranna. Hann kynnist mörgu fólki sem tengist sögu Róberts Macys og koma hans í þorpið verður afdrifarík fyrir ýmsar persónur sem koma þarna við sögu. Róbert er skemmtileg persóna og jafnframt eðlileg. Hann er hugrakkur strákur sem gengur óhikað á vit ævintýranna, en í með- ferð höfundar verða viðbrögð hans sjálfsögð og ævintýrin virðast engin ævintýri heldur blákaldur raunveru- leiki. tbúar þorpsins eru margir hverjir leyndardómsfullar persónur eins og vera ber í slíkri sögu og einnig það fellur lesandanum vel i geð. Bókin býr yfir mikilli frásagnar- gleði og uppfyllir allar kröfur sem góðspennusaga. HH hæfi svo góðum kór? Kór Langholts- kirkju stóð sig vel að vanda. Að vísu var textameðferðin ekki jafnskýr og venjulega í upphafskórum, en að öðru leyti var allt samkvæmt f ormúl- Þakkarverð nýlunda Hljómsveitin átti í smávandræö- um. Heildarsvipurinn náðist ekki góður, til fulls, en aftur á móti áttu einstakUngar frábæran leik. Má þar nefna básúnur og klarínettuleikara. En líkast td voru það bassetthornin, þessar ómfögru altóklarínettur sem misvæginu oUu. Hljómsveitin stiUti upp fyrir þær, svo að þær héngu í tóni. En við getum huggað okkur við að býsna algengt er að menn lendi í vandræðum með bassetthornin þeg- Tónlist Eyjólf ur Melsted ar þau eru fyrst notuð, af hvaða ástæðum sem það er. Hefur þetta hent frægustu hljómsveitarstjóra og spUara. En enginn sem einu sinni hefur haft bassetthom í Mozart Requiem formar að nota venjulegar klarínettur þaöan í frá. Og víst er ný- lunda þessi þakkarverð. Hlutur einsöngvaranna var góður. Elísabet var að vísu fuU hlédræg og hefði mátt syngja meira út. En að öðru leyti gaf hún hinum þremur ekkert eftir og voru þau samt í sínu besta formi. Garðar og HaUdór pott- þéttir á sínu og Olöf Kolbrún frábær að vanda. Að innihaldið megi til skila komast En eitt var það sem ég og fleiri vorum ekki sáttir við. Sá íslenski texti sem birtur var í söngskránni og mun vera eftir Helga Hálfdanarson er aUfrjálslega þýddur, svo ekki sé meira sagt. Ekki ætla ég mér að leggja dóm á hann sem kveðskap, en miklu feUur mér betur í alla staði Matthiasarþýðingin. Góður og gegn tónleikagestur léði mér söngskrá frá því að Requiem var Qutt af Hljóm- sveit Reykjavíkur og blönduðum kór undiir stjóm Victors V. Urbancic og þar fylgdi þýðing Matthíasar. Eigi hef ég aldur tU að muna þann flutn- ing, en mikiö þykir mér sem þýðing Matthísasar hljóti aö gefa ólatinu- fróðum gleggri mynd af innihaldi messutextans. Að sönnu er ljóða- þýðing ævinlega smekksatriði og ein- hverjum kann að þykja Helgaþýðing betri kveðskapur, en meiningunni kemur Matthias betur tU skUa. EM Video Video Leigjum út myndbönd og myndsegulbönd | fyrir V.H.S. Við erum með mikid úrval af gódum myndum. T.d. stórmyndirnar frá Warner Bros, Twentieth Century Fox og mörgum fleiri. Erum með nokkrar myndir með íslenskum texta og eigum von á 'fleirum. Kynntu þér hið vinsœla 3 sólarhringakerfi okkar, það sparar bœði tíma og bensínkostnað. Erum einnig með hið hefðbundna sólarhringsgjald. Erum með lista yfir allar myndirnar okkar. Líttu inn það kostar ekkert. Opnunartími: Mán—föstud. 9—18 laugardaga 10—12 og 17—19, sunnudaga 17—19 Videoklúbburinn 5 stjörnur R. Ármúla 38. A/ft til hljómfíutnings fyrir: HEIMILIÐ — BÍUNN OG DISKÓTEK/Ð D i • i (\aaio jr \ ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAViK SiMAR: 31133 83177 POSTHÓLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.