Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Blaðsíða 18
18 Viðskipti Viðskipti Viðskipti Tvenns konar gengi spari- skírteina á almenna markaðnum — Fjárfestingarfélagið og Kaupþing nota mismunandi forsendur við útreikninga á gengi bréfanna Það hefur vakið talsverða athygli þeirra sem fylgjast með verðbréfa- markaðnum að nokkurs misræmis gætir á kjörum þeirra tveggja aðila sem nú auglýsa verðbréfaviðskipti og gengi verðbréfa opinberlega. Misræmi þetta kemur aðeins fram í útreikningum á gengi verðtryggðra spariskírteina rík- issjóðs en sömu útreikningar virðast liggja til grundvallar við mat á öðrum skuldabréfum. Fjárfestingarfélagið hefur birt sínar auglýsingar um árabil og hafa útreikn- ingar þess gjarnan verið notaðir sem rétt viðmiðun, m.a. af opinberum aðil- um og bönkum. Fyrir skömmu tók fyrirtækið Kaupþing hf. til starfa á sama vettvangi og byggir sína útreikn- inga á öörum forsendum en Fjárfest- ingarfélagiö þannig aö misrami kemur fram. Kristin L. Steinsen, viðskiptafræð- ingur hjá Kaupþingi hf., sagði í viðtali viö DV að þetta stafaði af þremur or- sökum. I fyrsta lagi byggir Kaupþing sína útreikninga á daglegu gengi vegna daglegrar stigandi vísitölunnar. I öðru lagi miöar Kaupþing við sömu ávöxtunarkröfu á öll skuldabréf ríkis- sjóðs. Þessa stundina er viðmiðunar- talan fimm prósent. Við útreikninga þessa.gengis er tekið tillit til þess að bréf bera mismunandi vexti í framtíð- inni, þ.e. bréf meö háum vöxtum frá mun hærra gengi. Gömul vísitala getur rýrt gengið um 10,5% 1 þriðja lagi er einnig tekið tiilit til þess að við innlausn bréfanna hjá (Seölabankanum er miðað við gamla vísitölu sem getur valdið allt að 10,5 prósent skerðingu gengis. Þessu næst leituðum viö til Péturs Kristinssonar, forstöðumanns Verð- bréfamarkaðar Fjárfestingafélagsins, og báðum hann einnig um skýringu á misræminu. Söluverö þar er miöað við útreikn- inga Seðlabankans á verðgildi spari- skírteina Ríkissjóðs á ársfjórðungs- fresti, þ.e. 1. jan., 1. apríl, 1. júli og 1. okt. ár hvert. Þess á milli áætlar Verð- bréfamarkaðurinn hækkun bygginga- vísitölu og hækkar sölugengi spariskír- teina á hálfsmánaðarfresti í samræmi við þá áætlun. Þessi aðferð hefur verið viðhöfö hjá Fjárfestingafélaginu sl. sjö ár. Það hefur ætíð verið vitaö að eldri spariskírteini hafa haft hærri vexti Skv. reynslu fyrlrtœkisins er 3,7% ávöxtun riki' álítur aö aöstœöur á veröbréfamarkaöinum hærri ávöxtunarkröfu. Til nánari skilnings á áhrifum mismunandi 1982 sem miöast annars vegar viö 3, rikisskuidabréfa umfram verötryggingu. Verötryggö spariskírteini Ríkissjóös 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkurA 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. fíokkur Verötryggö happdrœttislán ríklMjóöa 1973 B 1973 — C 1974 — D 1974 — E 1974 — F 1975 — G 1976 — H 1976 — I 1977 — J 1981 1. flokku Gengi ríkiss’' Iryggðra br veröur t.d. Verötr skuldau.. ávöxtunarkröfu. Sötugengi Þessar tvær auglýsingar birtust í Mbl. á sunnudaginn var. Við nánari saman- burð kemur talsvert misræmi gengis ríkisskuldabréfa fram eftir því við hvorn aöilami maður vQl versla. Ávöxtun enda hefur það leitt til þess að þau eru mun betri í endursölu en þau nýrri þegar mikið framboö er af spariskír- teinum. Pétur segir það reynslu sína hvað sölu spariskírteina áhrærir að mjög sé óraunhæft með tilliti til endursölu þeirra að reikna gengi þeirra út miðaö við flata raunvexti allra flokka, eða að raunávöxtun allra flokkanna sé sú sama. Erfitt að spá um verð- bólguna árið 1999 Þá liggja tvær ástæður til þess að Fjárfestingarfélagið hefur ekki farið út í að reikna afföll af spariskírteinum sem eru óverðtryggð síðustu tíu til 85 dagana fyrir endanlega innlausn hjá Seðlabankanum. I fyrsta lagi getur verið erfitt að reikna verðbólgu langt fram í tímann, eins og t.d. fyrir tímabilið 1. júlí til 15. sept. árið 1999. I öðru lagi hafa þeir flokkar sem hér um ræðir allt að 9% nafnvexti umfram verðtryggingu á síöustu árum líftíma síns, svo sú ávöxtun gæti hugsanlega unnið upp það verðtryggingartap sem bérumræðir. Verðbréfamarkaður Fjárfestinga- félagsins hefur ekki í hyggju að breyta sínum útreikningum til samræmis við nýframkomna útreikninga Kaupþings. Viðskipti Ölafur Geirsson Launin halda í við láns- kjaravísitölu — athugun á þroun byggingarkostnaðar, launagreiðslna og framfærslukostnaðar síðustu fjörutíu ára bendir til þess Að undanförnu hefur töluverð um- ræða verið um það hvort svonefnd lánskjaravisitala mundi á næstunni ekki hækka mun meira heldur en laun fólks. Vegna þess að flest lán sem einhverju skipta og bjóðast almenningi eru nú með lánskjara- visitölukjörum er auðvitað fylgst af áhuga með þróun þeirrar visitölu. Ja&ihliða þessu hef ur það gerst að vísitala kaupgjalds hefur ekki fylgt framfærsluvísitölu um nokkurt skeið en lánskjaravísitala er samsett aö tveim þriðju af vísitölu byggingar- kostnaðar og að einum þriðja af vísi- tölu framfærslukostnaðar. Eðlilega hafa ýmsir farið að hug- leiða hvort hætta væri á því aö lán þeirra sem eru með lánskjaravísi- tölukjörum geti hugsanlega hækkaö upp úr öllu valdi í krónum talið á meðan launin hækki mun hægar eða kannski ekki neitt. I Fréttabréfi Fjárfestingafélags Islands, sem nýverið kom út, er meðal annars fjallað um þessi mál. Er þar birt línurit með samanburði á þróun lánskjaravísitölunnar frá ár- inu 1970 til samanburöar við þróun vísitölu kauptaxta allra launþega og vísitölu ráðstöfunartekna einstakl- inga á mann yfir sama tímabil. Niðurstaðan er sú að til lengri tíma litið megi gera ráð fyrir því að kauptaxtar launþega haldist í hendur við almennar verðlags- hækkanir, enda þótt misvægi á hvom veginn sem er geti orðið á milli ein- stakra vísitalna til styttri tíma litið. Því má bæta við að einnig hefur verið könnuð þróun vísitölu kaup- gjalds, framfærslu og byggingar- kostnaðar á undanförnum fjórum áratugum. Kom í ijós að þegar á heildina var litið hafði breyting þeirra verið nær algjörlega hin sama á þessu árabili. Munurinn var aöeins 0,5% á milli einstakra vísitalna. SAMANBURBUR LANSKJARAVÍSITÖLU, KAUPTAXTA OG RÁÐSTÖFUNARTEKNA Á MANN 1970 = 100 HEIMILD: Hagtölur mánaóarins 5.500 4.000 3.000 2.500 2.000 1.500 1 .000 700 500 300 200 • 100 unuritið sýnir að þróun lánskjaravísitötu, kauptaxta aHra launþega og ráð- stöfunartekna á mann hefur verið svipuð undanfarinn áratug i það minusta. Fyrri atbuganir hafa einnig sýnt að svo hefur verið síöustu fjóra áratugina ef til lengri tíma er litið. DV. FIMMTUDAGUR11. N0VEMBER1982 Guðjón Tómasson til Drafnar íHafnarfirði Guðjón Tómasson mun um næstu mánaðamót taka við starfi framkvæmdastjóra hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. og Byggingafélaginu Þór hf. í Hafnarfiröi. Hann lauk námi í Vélskóla tslands árið 1965 og síðan námi í hagræðingu í Osló árið 1968. Hann var síðan fram- kvæmdastjóri Meistarafélags járniðnaðarmanna þar til í janúar 1973 er hann tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Sambandi málm- og skipa- smiðja, sem þá var stofnaö. Guðjón er 41 árs að aldri. Ingimundur Einarsson framkvæmda- stjóri Kaup- þingshf. Ingimundur Einarsson hdl. hefur tekið við framkvæmda- stjórn Kaupþings hf. er það fyrirtæki var stofnað fyrir stuttu. Ingimundur er 29 ára. Hann lauk lagaprófi áriö 1978. Síðan starfaði hann í eitt ár sem fulltrúi bæjarfógeta i Keflavík og síðastliðin þrjú ár, eða þar til hann tók við hinu nýja starfi, var hann bæjar- stjóri á Siglufirði. Kaupþing hf. er þjónustufyrirtæki á sviði eignamiðlunar og ráðgjafar. Skúli Sigurðsson til Sambands Málm-og skipasmiðja Skúli Sigurðsson lögfræðing- ur tekur við starfi fram- kvæmdastjóra Sambands málm- og skipasmiöja um næstkomandi mánaðamót. Hann er 38 ára að aldri, lauk prófi í lögfræði frá Háskóla ís- lands árið 1970 og var fulltrúi tollstjórans í Reykjavík til hausts 1970. Þá hóf hann störf hjá Húsnæðisstofnun rikisins og hefur starfað þar síðan sem skrif stofustjóri og lögfræðingur stofnunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.