Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Qupperneq 31
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 31 Andlát Páll Einarsson lést 5. nóvember. Hann fæddist 1. ápríl 1911. Sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Einars Jóns- sonar. Páll starfaði hjá Sláturfélagi Suöurlands i mörg ár, síöan var hann húsvörður hjá Sjálfsbjörg. Utför hans var gerð frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Þorsteinn Marinó Sigurðsson, Oðins- götu 21, lést i Landspítalanum 9. nóvember 1982. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlög- maður verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 15. e.h. Lárus Hinriksson, fyrrum bifreiðar- stjóri frá Akureyri, verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkjuföstudaginn 12. nóvemberkl. 13.30. Ölöf Þorleifsdóttir frá Hömrum verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 13. rióv. kl. 14. Sigfrið Bjamadóttir, Heiði Reyðar- firði, verður jarðsungin frá Búðar- eyrarkirkju f östudaginn 12. nóv. kl. 14. Margrét Tómasdóttir, Hamrabergi 12, áður Grettisgötu 58b, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. nóv. kl. 10.30. Tilkynningar Ferðafélag íslands Dagsferftir sunnudaginn 14. nóv. Kl. 13 — Lambafell (546 m) — Eldborgir. Ekift Þrenglsaveg. Verö kr. 150.00. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir böm í fylgd full- orðinna. ATH: Oskilamunir eru á skrifstofunni, þar á meðal nokkrar myndavélar. Frá íþróttafélagi fatlaðra Hér með tilkynnist að Iþróttasamband fatl- aðra hefur ráðið til sín framkvæmdastjóra, Markús Einarsson. Einnig hefur IF. opnað skrifstofu að Háaleitisbraut 11,2. hæð. Síminn er 86301. Til að byrja með verður skrifstofan opin 10 tíma á viku sem hér segir: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10—12, miðvikudaga og föstudaga kl. 15—18. Það er von stjórnar IF. að ráðning framkvæmdastjóra og opnun skrifstofunnar megi verða til þess að auka enn starfsemi sambandsins, og fleiri fatlaðir fái tækifæri til að stunda íþróttir við sitt hæfi. Að lokum vill stjóm IF. benda á að þó svo að skrifstofan sé til húsa að Háaleitisbraut 11 viljum við sem fyrr að bréf til sambandsins verði stUuð á: Iþróttasamband fatlaðra, box 864, Iþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík. Þetta er þó furðulegt... alfræði- orðabókina misminnir Iika... í gærkvöldi í gærkvöldi Þessi þrjú böm, Kristín Þóra, 7 ára, Egill öm, 4 ára, Egilsböra og Þórunn Þórsdóttir, 5 ára, héldu tombólu í „Jæja, þá eru það dömubindiiT Að venju hófst dagskrá sjónvarps með fréttum. Fréttir eru alltaf frétt- ir og kemur enn á óvart hve lítið er hægt að segja í jafnmörgum orðum. Þulurinn hefur orðið, allir f jölskyldu- meðlimir kepptust við að hlusta. Enginn man síðan stundinni lengur um hvað var fj allað. Úr auglýsingaþættinum greip ég eina setningu: „þá em það dömu- bindin” — minnkuð fyrirferð.. .Ber að lofa það sem vel er gert. Aldrei er góð vísa of oft kveðin og var þáttur- inn um meðferð gúmbjörgunarbáta mjög þarfur. Meira i þessum dúr. Nú Dalias var á sínum stað í dag- skránni eins og vænta mátti yfirfull- ur af fjölskylduvandamálum. Þó kom það á óvart að þessi þáttur var mikið til laus við væmni. Upplifði maður ekta „ekta Westra” stemmn- ing á tímabili. Af þessum þætti mátti læra að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Losnar þá gjarnan um mál- beinin þeirra sem eitthvað hafa á samviskunni. Er hér átt við bak- þankaJock’sEwing.. . Síðast á dagskrá var gítarleikur og söngur Olle Adolphson. Er lista- maðurinn án efa ágætur fulltrúi sinn- ar listgreinar. Anna Snædis Sigmarsdóttir. Flóamarkaður Kvenfélag Hreyfils verður með basar, flóa- markað og kökusölu í Hréyfilshúsinu 14. nóvember kl. 14. Bókakynning í Nýja kökuhúsinu Nokkur undanfarin fimmtudagskvöld hafa veriö bókakynningar í Nýja kökuhúsinu við Austurvöll. Hafa höfundar kynnt þar bækur sinar. Meðal annarra kynnti Guðmundur Sæmundsson bók sína „O það er dýrlegt að drottna”, Einar Laxnes las úr bókinni „Jakob Hálfdanarson sjálfsævisaga, bemskuár Kaupfélags Þingeyinga”. Síðasta fimmtudag las Valgerður Þóra úr bók sinúi „Böm ór- anna”, en þá las Aðalsteinn Bergdal leikari úr verkum Bólu-Hjálmars. I kvöld, fimmtudaginn 11.11.1982, les Guðrún Svava Svavarsdóttir úr bók sinni „Þegar þú ert ekki”. Er þetta fyrsta bók Guðrúnar, en er hún þekktari sem myndlistarmaður en rit- höfundur, og er mjög spennandi að sjá hvemig henni hefur tekist til á ritvellinum. Að lokinni kynningu Guðrúnar verður lesið upp úr nýjustu bók Andrésar Indriðasonar er nefnist „Maður dagsins”. Upplesturinn hefst kl. hálf níu en húsið er opið til kl. hálf tólf. Gengið er inn í Nýja kökuhúsið frá Austurvelli en einnig er Bókaverslun Isa- foldar opin frá Austurstræti. Frá félagsvísindadeild Háskóla íslands Svanur Kristjánsson prófessor flytur opinber- an fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla Islands fimmtudaginn 11. nóvember 1982 kl. 20.30 í stofu 101 Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Kommúnistaflokk- urinn: Þjóðlegur verkalýðsflokkur eða hand- bendi Stalíns?” Fyrirlesturinn er öllum op- inn. Félagsvísindadeild Háskóla Islands. Námskeið í skyndihjálp — alla næstu viku Rauða krossdeild Kópavogs gefur bæjarbúum og öðrum sem hafa áhuga kost á námskeiði í almennri skyndihjálp. Námskeiðið verður haldið í Víghólaskóla Kópavogi. Kennari er Guðlaugur Leósson og eru menn beðnir að til- kynna þátttöku sina í síma 41382 á milli klukk- an 15 og 20 sunnudaginn 14. nóvember. Nám- skeiðið hefst mánudaginn 15. nóvember kl. 20. Alls verður kennt 5 kvöld, samtals 12 tíma sem samsvara 18 kennslustundum og er unnt að fá þær metnar í fjölbrauta- og iðnskólum. Reynt verður að veita sem mesta verklega þjálfun á námskeiðinu. Einnig verða sýndar kvikmyndir um skyndihjálp og áhrif kulda á likamann. Nýlega héldu þessar ungu stúlkur hlutaveltu tll styrktar Rauða krossi Is- lands. Alls söfnuðu þær 377,50 kr. Þær Verkakvennafélagið Framsókn Félagskonur eru minntar á basarinn 20. nóvember. Vinsamlegast komið basar- munum á skrifstofuna sem er opin frá kl. 9— 12 og frá kl. 13-17. Basar kvenfélags Háteigssóknar verður laugardaginn 13. nóv. kl. 13.30 í Tónabæ. Mikið úrval verður af handavinnu og kökum. Tekið verður við gjöfum til basarsins i kirkjunni föstudaginn 12. nóv. milli kl. 17 og 20. Leikfélag Hornafjarðar sýnir Skáld Rósu í Kópavogsbíói Föstudagskvöldið 12.11 kl. 20.30 sýnir Leikfélag Homafjarðar leikritið Skáld Rósa eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjóri er Jón Sigurbjömsson og aðalleikarar Ingunn Jens- dóttir, Haukur Þorvaldsson og Halldór Tjörvi. Ráðstefna um vinnuvernd Vinnueftirlit rikisins og aðilar vinnumarkað- arins halda ráðtefnu að Hötel Loftleiðum 11. og 12. nóvember. Starfshópur skipaður fulltrúum Alþýðu- sambands Islands, Bandalags starfsmanna' ríkis og bæja, Vinnuveitendasambands Is- lands, Vinnumálasambands samvinnufélag- anna og Vinnueftirliti ríkisins hefur að undan- förnu undirbúið ráðstefnu sem haldið verður að Hótel Loftleiðum dagana 11. og 12. nóvem- ber nk. Hefur meðal annars verið boðið til ráðstefnunnar tveimur erlendum gestum, Mogens Falk skrifstofustjóra danska Vinnu- veitendasambandsins og Jörgen Elikofer full- trúa í danska Alþýðusambandinu. Ráðstefnan verður sett kl. 9.00 að fimmtu- dagsmorgni þess 11. með ávarpi félagsmála- ráðherra en að öðru leyti skiptist efni ráð- stefnunnar í þrjá höfuðflokka. Fyrsta efni á dagskrá nefnist, Viðfangsefni vinnuveradar, og verða fluttir þar sex fyrir- lestrar. I öðra lagi verður tekið fyrir efnið Fram- kvæmd vinnuveradar og verða þar fluttir fimmfyrirlestrar. Að síðustu verður á dagskrá efni sem ber yfirskriftina Þjóðfélagsiegt gildl vinnuvernd- ar. Þar flytur Eyjólfur Sæmundsson erindi sem hann nefnir, Vinnuvemd og efnahagur. Mogens Falk skrifstofustjóri mun kynna mönnum viðhorf og starfsemi danska Vinnu- veitendasambandsins á sviði vinnuvemdar og Jörgen Elikofer fulltrúi mun f jalla um við- horf og starfsemi danska Alþýðusambandsins á þessu sviði. Sjónarmið aðila vinnumarkað- arins hér á landi verða einnig kynnt. Ávörp flytja þeir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Islands, Þórarinn V. Þórar- insson lögfræðingur Vinnuveitendasambands Islands, Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Þor- steinn Geirsson skrifstofustjóri fjármála- ráðuneytisins og Júlíus Kr. Valdimarsson framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Að síðustu munu fulltrú- ar þingflokka stjórnmálaflokkanna flytja ávörp. Gert er ráð fyrir að umræður verði að lokn- um hverjum efnisflokki fyrir sig. Ráðstefn- unni lýkur síðan með móttöku félagsmála- ráðuneytisins. Samhliða ráðstefnunni verður efnt til sýningar nokkurra fyrirtækja sem hafa á boðstólum vinnuveradarbúnað og leið- beiningaraðila á sviði vinnuvemdar. Skráðir þátttakendur á ráðstefnunni eru tæp tvö hundruð víðs vegar að af landinu. Sýning að Kjarvalsstöðum Dagana 5,—20. febrúar nk. verður efnt til sýningar að Kjarvalsstöðum á verkum ungra myndlistarmanna. Sýningin er haldin á vegum stjórnar Kjarvalsstaöa og er þátttaka miðuð við listamenn 30 ára og yngri. Frestur tU þess að skUa vcrkum er tU 10. janúar nk. Sérstök dómnefnd f jaUar um innsend verk, en hana skipa myndlistarmennirnir Einar Hákonarson, Jón Reykdal, Kristján Guðmundsson og Helgi Gíslason, og Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur. Þá verður og veittur ferðastyrkmyog velur dómnefndin úr hópi þátttakenda þann sem styrkinn hlýtur. Greidd verða dagleigugjöld fyrir þau verk sem vaUn verða á sýninguna. Þá er fyrirhugað að flytja verk ungra tón- skálda á Kjarvalsstöðum í tengslum við þessa sýningu. Fjalakötturinn — kvikmyndaklúbbur Fimmtudaginn 11. nóv. verður aukasýning á myndinni Under MUkwood sem gerð er í Bretlandi 1972 eftir hinu fræga leikriti Dylan Thomas með þeim Richard Burton, EUsabeth Taylor og Peter O’Toole í aðalhlutverkum en leikstjóri er Andrew Sinclair. Leiksviðið er ímyndað þorp á strönd Wales en gæti verið hvaða þorp sem er. Það gerist á einum degi og lýsir hugsunum og gerðum þorpsbúa. Um helgina lýkur sýningum á Trial eða Réttar- höldunum. Leikstjóri er Orson Welles og er myndin byggð á sögu Franz Kafka. Þessi mynd er gerð í Frakklandi 1962 og fjaUar hún um Joseph K. sem á að leiða fyrir rétt án þess að nokkur sjáanleg ástæðu sé fyrir því. Það er Anthony Perkins sem leikur aðaUilutverkið. Um helgina verður einnig sýnd myndin Hníf- ur í vatnlnu. Leikstjóri er Roman Polanski og er myndin gerð í PóUandi 1962. Þetta er fyrsta mynd hans í fuUri lengd og hefur hlotið f jölda verðlauna. Hún fjallar um ung hjón sem ætla að eyða helgi um borð í seglskútu. Á leiðinni taka þau upp í bUinn ungan puttaUng og þegar á leiðarenda er komið bjóða þau honum að koma með á seglskútunni. MUli þessa fólks myndast mikU spenna. Gríska myndin SteUa verður einnig sýnd í síðasta sinn um helgina. Sú mynd er gerð í Grikklandi árið 1956. Leik- stjóri er Michael Cacoyannis, sá sem gerði Zorba, en í aðalhlutverki er Melina Mercouri. Skaftfellingar SpUakvöld verður í Skaftfellingabúð, Lauga- vegi 178, laugardaginn 13. nóv. kl. 21.00. Tríó Þorvalds leikur fyrir dansi. Skaftfellingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skaftfellingafélagið. Frá Kattavinafélaginu Siamslæða er í óskUum hjá Kattavinafé- laginu, sími 14594. Föndurnefnd Kirkjufélags Digranesprestakalls gengst fyrir námskeiði í sUkiblómagerð laugardaginn 13.11. kl. 14 í safnaöarheimUinu við Bjamhólastíg. Mætum vel og stundvís- lega. heita Anna Bára Ölafsdóttir, Agnes Sigurðardóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir og Lóa Dís Finnsdóttir. Hafnarfirði. Söfnuðu þau 220 krónum til styrktar hungmðu bömunum er- lendls. Frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Konur munið lögfræðiþjónustu Mæðrastyrks- nefndar. Lögfræömgur nefndarinnar er frú Sólveig Pétursdóttir og eru viðtalstímar aUa mánudaga frá kl. 10—12 f.h. Skrifstofa nefnd- arinnar er opin þriðjudaga og föstudaga frá kl. 14.-16. Kvennadeild Breið- firðingafélagsins heldur fund miðvikudaginn 10. nóvember í Bústöðum kl. 20.30. Snyrtivörukynning. Stjórnin. JC Breiðholt Klúbbarnir öruggur akstur, Samvinnu- tryggingar í Reykjavík. Almennur Borgara- fundur. Getum við dregið úr tíðni umferöarslysa? Hvar kreppir skórinn í þeim efnum? Eru ein- hverjar úrbætur á döfinni í þessum málum? Viö vUjum hvetja þig tU þess að koma á opinn almennan borgarafund um umferðarmáUn fimmtudaginn 11. nóvember 1982 að Hótel Sögu Súlnasal kl. 20.00, hlýða á framsögu- erindi um þessi mál og taka þátt í opnum umræðum á eftir. Við vUjum heyra þitt álit, það getur skipt sköpum í baráttunni gegn umferðarslysum. Okeypis kaffiveitingar verða á fundinum og erum við sannfærð um að við förum öll mun fróðari heim eftir fundinn en áður. Fjölmenn- Um, þín þátttaka er mikUvæg. Avarp: Ágúst Már Grétarsson forseti JC Breiðholti. Frummælendur: Baldvin Ottós- son, formaöur landssambands klúbbanna öruggur akstur. Rögnvaldur H. Haraldsson, fuUtrúi. Oskar Olason, yfirlögregluþjónn. OU H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs. Fundarstjóri Erlendur Kristjánsson, JC Breiðholti. ATH. Þingmönnum Reykjavíkur, borgarfuU- trúum og forustumönnum í umferðarmálum boðið sérstaklega. Knattspyrna Æfingatafla knattspyrnudeUdar Víkings ’82—’83. Réttarholtsskóli: Karlaflokkur ,Mfl.sunnudagur Öldungar sunnudagur 2. fl. sunnudagur 3. fl. sunnudagur 4. fl.sunnudagur 5. fl. laugardagur 6. fl. laugardagur Kvennaflokkur Mfl. föstudagur Yngri flokkur sunnudaga kl. 16.35-17.50 kl. 17.50-18.50 kl. 15.20-16.35 kl. 14.05-15.20 kl. 12.50-14.05 kl. 12.50-14.30 kl. 14.30-16.10 kl. 21.20-23.00. kl. 9.30-11.10. Æfingatafla knattspyrnu- deildar Þróttar, gildir frá 10. október Sunnudaga kl. 9.40—11.10 5. flokkur, ki. 11.10—12.45 M. flokkur, kl. 12.45—13'.50 6. flokkur, kl. 13.50-15.10 3. flokkur, kl. 15.10- 16.40 4. flokkur, kl. 16.40-18 2 flokkur. Fimmtudaga kl. 22—23.30 eldri flokkur. Allar æfingar fara fram í Vogaskóia. Mætið stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Minningarspjöld Minningarkort Barna- spítala Hringsins f ást á eftirtöldum stöðum: Versl. Geysir hf., Jóhannes Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49, Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, Bókaversl. Snæ- bjamar, Hafnarstræti 9, Bókabúðin Bók, Miklubraut 68, Bókabúðin Glæsibæ, Versl. Ellingsen, hf., Bókaútgáfan Iðunn, Bræðra- borgarstíg 16, Kópavogsapótek, Háaleitis- apótek, Vesturbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Heildversl. Júlíusar Sveinbjömssonar, Garðarstræti 6, Mosfells Apótek, Landspitalinn, Geðdeild Bamaspít- ala Hrmgssm, Dalbraut 12, Olöf Pétursdóttir, Smáratúni 4, Keflavík, Kirkjuhúsið, Klappar- stíg 27.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.