Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Side 34
34 DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið „Orson Welles var sá eini sem hvatti mig” —segir leikkonan og leikstjórinn Jeanne Moreau „Mér finnst ég vita meira um sjálfa mig. Forréttindi aldurs míns — ég er 54 ára — er aö maöur hefur meira sjálfstraust. Ég er rólegri en áöur, veit meira um sjálfa mig og samt er ég ekki eins egósentrísk og áöur,” segir Jeanne Moreau, hin fræga, franska kvikmyndaleikkona. Þaö eru sennilega fáar leikkonur sem hafa kynnst eins mörgum af virtustu leikstjórum okkar tíma og Jeanne Moreau. Hún byrjaöi sem sviösleikkona í „Comedie FYancaise” sem er nokkurs konar þjóöleikhús þeirra Frakka en síöan lá leiö hennar inn í kvikmyndirnar. Til aö nefna nokkur dæmi skulu talin hér upp nöfn þeirra leikstjóra sem hún hefur leik- iö hjá. Listin er nánast eins og í upp- flettibók um bestu kvikmyndaleik- stjóra heims á síðustu tveimur — þremur áratugum: Louis Malle (Atlantic city), Roger Vadim, Francois Truffaut, Michelangelo Antonioni, Peter Brook, Luis Bunuel, Tony Richardson, Jean Renoir, Rainer Wemer Fassbinder, Joseph Losey og aö sjálfsögöu Orson Welles. Afrakstur samvinnu þeirra má sjá í myndinni Réttarhöldin sem Fjala- kötturinn sýnir um þessar mundir. Hún lék í síöustu mynd Fassbinders, Querelle. Hún segir um Fassbinder: „Hann leit alls ekki út fyrir aö vera viö góöa heilsu. En ef talað er um sköpunargáfu var hann alveg fullkominn. Þetta var fyrsta mynd okkar saman og samt var samstarfið mjög innilegt, ég get ekki lýst þeirri tilfinningu. I eina skiptiö sem ég spuröi hann að því til hvers hann ætlaðist af mér, sagöi hann „vertubara frábær.” Jeanne Moreau haföi enga minni- máttarkennd viö að fara aö leikstýra myndum sjálf þrátt fyrir að hún heföi leikiö hjá öllum þessum frá- bæru leikstjórum. „Orson Wellesvar eini maöurinn sem hvatti mig til aö leikstýra. Þaö er ekkert egótripp hjá mér aö fara aö leikstýra heldur eöli- leg þróun. Eöa eins og Orson sagöi: „Þegar þaö er orðið sársaukafullt aö leikstýra ekki þá á maður aö byrja aöleikstýra!” ” Jeanne álítur aö starf hennar sem leikkonu hafi auögaö hana sem leik- Jeanne Moreau, ein af fáum leikkonum sem farið hafa út ikvikmynda■ ieikstjórn. stjóra. „Eg þekki leikara. Ég veit hvenær eitthvað er orðið sársauka- fullt. Og þaö er þaö sem leikstjórn snýst um.” Myndir þær sem hún hefur sjálf leikstýrt hafa fengiö góða dóma. Þær heita Ljósiö og Æska. Síðari myndin er tileinkuö lækni nokkrum sem bjargaöi Moreau er hún var meö krabbamein. Og næsta mynd sem hún ætlar aö gera er mynd sem hún ætlar aö gera eftir skáldsögunni Bekulia eftir Drieu La Rochelle. Ann nokkur Jillian mun leika Mae West í sjónvarpsþætti um ævi stjörnunnar Mae West kynbomban gamla er alltaf töluvert vinsæl vestur í Banda- ríkjunum. Nú er veriö að gera kvik- mynd um ævi hennar. Sú sem hreppti aöalhlutverkiö í þeirri mynd heitir Ann Jillian og er þekkt vestra fyrir leik í vinsælum myndaflokkiMaking aliving. Ann er enginn nýgræöingur í leik- Mae West. Eru þær ekki likar? list þó aö þetta sé fyrsta stóra hlut- verk hennar. Hún byrjaöi að leika 10 ára gömul og lék í fjölmörgum myndum allt þar til að hún varö 18 ára. Þá uppgötvaði hún aö hún var of gömul til að leika táning og of ung til aö leika konu. Hún sneri baki við leiklistinni og vann á skrifstofu og hélt síðan áfram á menntabrautinni. En hún fékk bakþanka og gekk til liös viö Los Angeles Cicic light Opera og síöan fór hún inn í sjóv-bissness- inn á ný. Og nú er hún komin á topp- inn í hlutverki Mae West. Bianca Jagger, fyrrverandi eigin- kona Mick Jagger, hefur breytt um lífsstíl. Hún hefur um langt skeiö veriö hluti af alfínasta fólkinu, þeyst í kringum heiminn í fylgd glaum- gosa, vakiö eitt kvöldiö athygli á næturklúbb í Evrópu og hitt kvöldiö í New York eöa Buenos Aires. Hún hefur nú snúiö baki viö glaum- gosunum og snúið sér að stjórnmál- um. Er hún var einungis 16 ára gömul hóf hún aö leggja stund á stjórnmála- fræöi. Þremur árum síöar hitti hún og féll fyrir Mick Jagger sem hún giftist er hún var 21 árs. „Þegar ég giftist Miek gaf ég upp á bátinn alla drauma um eigin starfsframa og ein- beitti mér aö húsmóöurstööu. En ég lygi ef ég segði áö mér hefði ekki líkaö vel h jónaband okkar Mick.” Nú einbeitir hún sér aö mannúðar- málum, starfar fyrir Rauöa kross- inn, Amnesty og hjálpar flóttamönn- um frá E1 Salvador. Og hún lætur æ sjaldnar sjá sig á næturklúbbunum enda segir hún að fólk myndi ekki taka sig alvarlega ef hún starfaöi í senn aö mannúöarmálum og þeysti þess á milli stöðugt í tilgangsleysi Bianca Jagger hefur hellt sór afiifi og sál út i störfað mannúðarmáium. meðhinumfrægu og riku. Bianca snýr baki við gbumgosunum Bandaríska jasshljómsveit- in Air á íslandi — leikur í Gamla Bíói 16. nóvember Bandariska jass-hljómsveitin Air er væntanleg hingaö til lands á vegum félagsskapar sem kallar sig Áhugafólk um jass. Mun sveitin halda tónleika hinn 16. nóvember (næstkomandi þriðjudag) í íslenska óperuhúsinu (Gamla Bíói) kl.9. Air skipta þeir Henry Threadgill (saxófónn, flauta, slagverk) Fred Hop- kins (bassi) og Steve McCall (trommur). Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til ársins 1971 en þá komu þremenningarnir saman í Chicago til að leika ragtime-tónlist Scott Joplin en sú tónlist hefur lengi veriö á dagskrá hjáþeim. Árið 1975 hófu þeir aö leika saman reglulega og hljóörita hljómplötur. Síðan þá hefur Air hlotiö margvíslegar viðurkenningar og er sennilega virt- asta hljómsveit heims í frjáls-jassi aö Art Ensemble of Chicago einni undan- skilinni. Meðal viðurkenninga sem hljómsveitin hefur fengiö má nefna að í kosningum jass-gagnrýnenda hins virta tímarits Down Beat var hljóm- sveitin í sjötta sæti yfir bestu jass- hljómsveitina og þeir Threadgill, Hopkins og McCall voru allir mjög ofarlega á lista yfir bestu hljóðfæra- leikara heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.