Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Page 37
DV. FIMMTUDAGUR 11..N0VEMBER 1982
37
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
„SKEMMTI-
LEGRA AÐ
TEIKNAHOLD-
UGANSKROKK
íHORAÐAN”
—segir Þórdís Eyfeld
„Ég hef nú ósköp lítið fengist við
þetta áður, bara svolítið fikt, en mér
finnst þetta alveg dásamlegt.
Sköpunargleðin fær útrás. Sjálfs-
traustið vex þegar maður finnur að
maður ræður við þetta. Það hefur
lengi verið að brjótast í mér að
leggja út í myndlist en ég hef aldrei
haft nægilega trú á sjálfa mig, ekki
fyrr en á þessu námskeiði hjá honum
Einari. Nú ætla ég að vinna úr því
sem ég er búin að læra og fara svo
aftur á stúfana þegar hann auglýsir
næsta framhaldsnámskeið. Annars
finnst mér svo vanta héma skóla þar
sem fólk getur komið eftir geöþótta
og fengið módel til að teikna. Það er
svo gaman að kljást við form og
byggingu mannslíkamans. Ég
gleymi mér alveg og þaö skiptir engu
hvort það er karl eða kona. Það er
formið sjálft sem ræður hverju sinni.
Þegar ég stóö sjálf fyrir var ég
svolítið þybbin til að byrja meö og
þegar ég fór að grennast kvörtuöu
teiknaramir. Nú skil ég þá — það
hlýtur að vera miklu skemmtilegra
að teikna kvenmann með svolitlar
línur' heldur en mjóa konu.”
— Hefurðu s jálf staðið f yrir ?
„Já, ég var teiknimódel við lista-
skóla í Kaupmannahöfn. Ég réð sjálf
stellingunni, stóð í 10 mínútur, sat í
10 og hvíldist í 5. Eg held að að hljóti
að vera mjög erfitt að standa í 20
mínútur samfleytt eins og hann gerir
strákurinn héma. ”
— Hvort á nú betur við þig að
standa fyrir eða teikna sjálf ?
„Það er nú kannski ekki sambæri-
legt en mér fannst ágætt að standa
fyrir. Ég var auövitaö dauðfeimin í
fyrstu, ég var allsnakin strax, ekki
einu sinni í nærbuxum, en þetta var
allt svo eðlilegt og ég vandist þessu
nærri samstundis. En mér finnst
alveg stórkostlegt að teikna, ég
uppgötvaði allt í einu í síðasta tíma
að ég var farin að söngla af einskærri
lífsgleöi.”
„Ég uppgötvaði í síðasta tíma að
ég var farin að söngla af einskærri
lífsgleði," sagði Þórdís Eyfeld sem
langar til að leggja fyrir fullt og
fast út á listabrautina.
„Konan dreif nwg íþetta”
—segir Björn Bjamason
„Jæja félagi, svo þú ætlar að fara
einföldu leiðina,” sagði Björn
Bjarnason og kimdi ofuriítið
drýgindalega þegar ég beindi að
honum Olympusnum og stillti fók-
usinn. Sjálfur arkaði Björn torsóttu
leiðina, hann festi sína fyrirmynd á
örk með mjúkum blýanti. og þó að
iðkendur ljósmyndalistarinnar veröi
sjálfsagt ekki alsáttir við þennan
greinarmun Björns þá hefur hann
óneitanlega nokkuð til sins máls.
„Það er nú aðallega tvennt sem
veldur því að ég er hingað kominn. I
fyrsta lagi er þaö gamall áhugi sem
er búinn að leynast í mér. Mig hefur
alltaf langað til þess að fá svona
tilsögn í teikningu og nú varð loksins
afþví.”
En hver var seinni ástæöan?
„Konan, maður, hún dreif mig í
þetta. Hún sá þetta námskeið
auglýst, hringdi að mér forspurðum
og pantaði fyrir mig pláss. Hún tók
af skarið eins og þar stendur.”
—Nú ertu búinn að koma hingað 10
kvöld og teikna tvær stundir í hvert
skipti. Er konan ánægö með árang-
urinn?
„Já.hvorthúner!”
— Heldurðu að hún sendi þig á
framhaldsnámskeiö?
„Nei, nú tek ég völdin í mínar
hendur og skelli mér á framhalds-
námskeið að henni forspurðri. Ég er
geysiánægður með þetta, þaö voru
alltaf neistar í manni og nú er farið
að loga. Ég hef lært mikið á þessu
námskeiöi og þar fyrir utan er þetta
skemmtilegur hópur að vera með.
Eg kem hingað örþreyttur eftir
strangan vinnudag, einbeiti mér að
teikningunni og slekk á öllu öðru i
kringum mig. Eftir tvo tíma er ég
afþreyttur og afslappaður og búinn
að öðlast einhvers konar sálarró.”
— Verður svona námskeið ekki til
þess að maður fer að líta á sig sem
listamann eða vísi að listamanni?
,JNei, ekki myndi ég orða það
þannig, en ég held nú aö fólk sem
fæst við svona lagað í sínum frí-
stundum hafi lúmskt gaman af því
innst inni að líta á sig sem obbolitla
listamenn. Og því ekki það? Ég held
að það ieynist listamaður í öllum,
fólk nýtir bara svo illa hæfileika
sína.”
„Ég held að það leynist listamaður
i öllum, fólk nýtir bara svo iila
hæfileika sina," sagði Björn
Bjarnason, fulltrúi hjó Dúk hf.
Hann hafði lengi þróð að fara ó
myndlistarnómskeið en það var
eiginkonan sem tók af skarið og
ókvað að nú skyldi bóndi hennar
nýta betur hæfileikana.