Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Síða 40
CARLSBERG-umboðið. —Sími 20350.
Svissnesk
quartz
flestum
úrsmiðum
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982.
Hormónaneysla
íþróttamanna:
Lyfin hljóta
að vera
ólöglega
flutt inn
— segir landlæknir
„Menn geta ekki nálgast hormóna-
lyf löglega hér nema að flytja þau
inn gegnum lyfjalögin. Þau hljóta
því að vera komin erlendis frá,”
sagði Olafur Olafsson landlaeknir í
samtali við DV í morgun. „Að sögn
Skandinava ganga hormónalyf kaup-
um og sölum meðal íþróttamanna í
Evrópu, sumir þar segja aö þau
komi meðal annars frá austantjalds-
löndunum. I Skandinavíu hafa komiö
upp svona mál annað slagiö 'en ekki
alvarleg, held ég.”
Landlæknir var spurður hvort ein-
hverra sérstakra ráöstafana væri aö
vænta af hálfu embættisins vegna
hormónamálsins hér. Olafur sagöi:
„Þessi mál eru búin að vera lengi til
umræðu. Af hálfu íþróttasambands-
ins hefur verið haldið uppi mikilli
fræðslustarfsemi varðandi þetta og
við veitum stuðning okkar. En ég tel
að íþróttamenn séu að taka þarna
áhættu sem þeim er vel kunnugt um
hver er, svo mikið sem um þetta
hefur verið rætt.”
JBH
Pólski
læknirinn
búinn að
fá starf
„Pólski læknirinn hefur fengið aö-
stoðarlæknisstarf en hann og eigin-
kona hans, sem er tannlæknir, hafa
ekki fengið endanleg starfsleyfi,”
sagöi Jón Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Eauða krossins, í samtali við
DV. Pólsku hjónin komu hingað sem
flóttamennísumar.
„Það tekur sinn tíma fyrir útlend-
inga að fá lækningaleyfi. Heilbrigðis-
ráðuneytið veitir leyfin að fenginni
umsögn læknadeildar og lækna-
félagsins. Það vantar upplýsingar
frá Póllandi um nám þeirra og
starfsferil,” sagöi Jón.
Hugsanlegt er að læknirinn og
tannlæknirinn þurfi aðgangast undir
einhvers konar próf áður en leyfi er
veitt. ás.
LOKI
Ég heyrí að Vilmundur
só að reyna að fá
pabba sinn með í fram
boð — gríniaust!
Þetta er ákveðið af
vanhæfum mönnum
—segir framkvæmdastjóri Verkfræðingafélagsins
um ráðningu norska ráðgjafans
Deila er nú risin milli Verk-
fræðingafélagsins og sjónvarpsins
vegna ráðningar norsks verkfræð-
ings sem vera á sjónvarpinu til ráð-
gjafar um breytingar á rekstri.
Verkfræðingurinn Dagfinn Bern-
stein, sem starfar hjá norska sjón-
varpinu, kom hingað til lands fyrir
rúmum mánuöi. Sjónvarpið sótti
ekki um atvinnuleyfi fyrir hann fyrr
en nokkru eftir að hann var tekinn til
starfa. Verkfræðingafélagið mæltist
þá til þess að honum yrði neitað um
atvinnuleyfi. — „Þar sem nota átti
hann til að bola Herði Frímannssyni,
yfirverkfræðingi sjónvarpins, úr
starfi, eða svo virtist okkur, ” sagði
Hinrik Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Verkfræðingafélagsins, í sam-
tali við DV. Hinrik sagði ennfremur
að það væri óþarfi að sækja menn til
útlanda í störf sem menn hér á landi
væru færir um að gegna. „Við erum
heldur ekkert á móti því að kalia til
sérfræðinga, en það eiga ekki aö
vera vanhæfir menn sem ákveöa
hvenær það er gert. Hörður Frí-
mannsson var ekki spuröur ráða
þegar Bernstein var ráðinn,” sagði
Hinrik.
Pétur Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri sjónvarpsins, neitaði því að
Bemstein ætti á nokkum hátt að bola
Herði Frímannssyni úr starfi en
viðurkenndi að hann hefði verið
ráðinn án samráðs viö Hörð. Sagði
Pétur að Bemstein væri tæknilegur
ráðgjafi við endurskipulagningu
tæknideildar sjónvarpsins. Hann
hefði langa starfsreynslu við norska
sjónvarpið og því væri fráleitt að tala
um að nokkur hér á landi gæti komið
ihansstað.
Félagsmálaráðuneytið sá ekki
ástæöu til að taka mótmæli Verk-
fræðingafélagsins til greina og hefur
veitt Bernstein atvinnuleyfi en hann
mun dveljast hér á landi fram í
byr jun desember.
ÖEF
ínótt féii snjór í fyrsta sinn 6 þessum vetri á sunnanverðu landinu og þar með er haf-
in hin srfellda barátta bileigenda við að hreinsa bíla sína áður en lagt er af stað á
morgnana. DV-mynd GVA
Vilmundur og félagar
íhuga sérframboð
Vilmundur Gylfason alþingismaður
og félagar munu vera að velta fyrir sér
möguleikanum á sérframboði til þings
ínæstu kosningum.
DV tókst ekki að ná tali af Vilmundi í
morgun en náinn samstarfsmaður
hans staðfesti þetta. „Við viljum reyna
að fá fram sigur jafnaðarmanna eins
og 1978 og þá er Vilmundur líklegastur
til að valda því,” sagði þessi heimild-
armaður DV. „En 1978 gerðist það að
sigur Alþýðuflokksins var í höfn en þá
bmgöust forystumennirnir og „rúUuðu
yfir Vilmund”. Nú tapaði Vilmundur
varaformannskosningunni. Staðan
hefur því ekkert breyst. Engin trygg-
ing er fyrir því að aftur verði ekki rúll-
að yfir Vilmund. Framboðsfrestur til
prófkjörs Alþýðuflokks í Reykjavík
rennur út á laugardag. Ég er viss um
að Vilmundur mundi mala Jón Baldvin
fari hann í prófkjör en fyrir laugardag-
inn verðum við að ákveða hvort af sér-
framboðiverður.”
Aðrir alþýðuflokksmenn og starfs-
bræður Vilmundar á Alþingi úr öðmm
flokkum tóku i morgun einnig undir
það að þeim skildist að Vilmundur
íhugaði sérframboð.
-HH
Áhöf n Frey-
faxa sagt
upp störfum
Allri áhöfn sementsflutningaskips-
ins Freyfaxa, sem er í eigu Sements-
verksmiöju ríkisins, hefur nú verið
sagt upp störfum. Freyfaxi hefur
undanfarin sextán ár veríð í flutning-
um með sekkjað sement á innan-
landsha&iir og á síðustu ámm einnig
í vömflutningum frá útiöndum, en nú
er fyrirsjáanlegur verkefnaskortur
hjáskipinu.
Að sögn Friðriks Jónssonar, út-
gerðarstjóra Sementsverksmiðju
rikisins, em uppsagnimar Öryggis-
ráðstöfun en skipið væri enn í sigling-
um og því yrði haldið úti eins lengi og
unnt væri. Hins vegar ætti Sements-
verksmiðjan í vandræðum með
rekstur skipsins vegna verkefna-
skorts eins og önnur skipafélög i
landinu. Sagði Friðrik að næg verk-
efni hefðu verið fyrir skipið í sumar
en nú lægju aðeins fyrir verkefni
fram til næstu mánaðamóta og óvíst
hvað yrði eftir það. Því væri fyrirsjá-
anlegt að leggja þyrfti skipinu fram
á næsta vor og segja upp áhöfninni
semíemtólfmenn.
Allt sement sem flutt er til Reykja-
víkur, ísafjarðar og Akureyrar er
flutt ósekkjað í öðru skipi Sements-
verksmiöjunnar, Skeiðfaxa, enFrey-
faxi getur einungis flutt sekkjað
sement. Taldi Friðrik að þróunin
yrði í þá átt aö sement yrði í æ ríkara
mæli flutt ósekkjað. Ekki hefur enn
verið tekin ákvörðun um hvort Frey-
faxi yrði seldur. ÖEF
Fjögurfrímerki
áalmennt bréf
Nú em uppseld hjá póstþjónust-
unnl öll frímerki að verðgildi krónur
3,50, sem er almennt póstburðar-
gjald. Þarf í þess stað að notast við
þrjú eöa fjögur frímerki. Um miðjan
mánuðinn koma út ný frímerki að
verðgildi 3 og 3,50 krónur en hins
vegar er búist við að almennt póst-
burðargjald muni hækka í fjórar
krónur í desember. Viröist þannig
litiö samræmi á milli ákvarðana um
upphæð póstburðargjalda og prent-
unar nýrra frímerkja. Eitthvað mun
hins vegar vera til af eldri frimerkj-
um með f Jögurra króna verögildi.