Alþýðublaðið - 13.06.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1921, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐlÐ Ælfp*eidæla. bíaðsins er f Aibýðuhúsiaa við Ingóiíestrsti og Hverfisgðtn. Slmi 988. Augiýsingum sé skilað þaagað eða I Gutenberg í sfðasta lagi k! 10 árdegis, þaan dag, sem þær «iga að koma i blaöið. Áskriftargjald ei|n ter. á tuánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 em. eindálkuð. Útsöramena beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti irsfjórðungslega. flanað svo gáleysíslega út í slíkar óeirðir. En háa svaraði þeirri á- rás með því að reka Dr. Levi úr flokknum og hefir síðan fram- kvæmdaráð þriðja Internationale fallist á gerðir heanar. Það virðist nú samt svo, að þýzku kommúnistarnir hafi í marz- uppreisninni sýnt meira kapp en forsjá, og þó vel megi vera að þéir þjappi saman liði sínu á slík- um reynzlutfmum, þá má þó líka gæta þess, að íórnirnar eru jafnan miklar þegar gripið er tii þess, að láta vopnin skera úr. Og grimmilega hafa forsprakkar kommunistanna fengið að gjalda marzuppreisnafinnar. Þeir voru teknir fastir þúsuadum saman. Þar af voru 2 teknir af lífi, 5 dæmdir i æfiíangt fangelsi og mörg hundruð til fieiri ára og fleiri mán. fangelsis. Þessi urðu laun margra ötulustu og einlægustu forvígis- manna alþýðunnar í Þýzkalandi. Og slíka meðferð á þeim hafa borgaraflokkarnir og raeirihluta- jafnaðarmenn á sinni sameiginlegu samvizku. Sá blettur verður ekki af þeim skafina, þótt með sanni megi segja að kommunistum hefði borið að koma fram með meiri gætni. . Hinsvegar hafa þessar síðustu óeirðir í Þýzkalandi verið lær- dómsrfkar íyrir hina róttækustu jafnaðarmenn. Þær sýna að hlut- verk þeirra er ekki að knýja fram verkamannabyltinguna heldur að stjórna henni og leiða hana til sigurs, þegar fjöldinn er nægilega undir þ'að búian að hefjast handa. Knatisppa os Meilar. Oft hefi eg farið heim af í- þróttavellinum, án þess að mér hafi orðið það fullljóst, hvað þar væri til skemtunar, enda þótt fjöldi fólks hafi streymt þangað og staðið þar langan tíma, og það stundum í slæmu veðri. Þetta stafar sjálfsagt af því að eg er einn þeirra fáu manna, sem ekki get altaf haft ánægju af að hoifa á knattspyrnu. Mér finst leikar þeir oft háðir meir af kappi en forsjá. Annars virðist knatt- spyrnan um þessar mundir gagn- taka svo hugi manna, að helst lítur út fyrir að engar aðrar fþróttir væru lifandi hér f bæ. Blöðin flytja langar greinar um lélega kappleiki og f búðarglugg um eru til sýnis bikarar, myndir og aðrir munir til þess að vekja athygli manna á þessari fþrótt En um aðrar íþróttir er fremur þagað. Það gladdi mig því stórum er eg á laugardagskvöldið sá, að fieiri íþróttir lifa hér góðu lífi en knattspyrnan, þótt lægra fari. Það var hreinasta unun að horfa á flokk uagra gjörvilegra stúlkna og sveina gera æfingar, sem íult fegurðarsamræmi var í. Það var béinlínis hvíld frá því að horfa á knattspyrnuna. Fyrst kosiu stúlkurnar fram og 'mátíi yfirleitt segja að þeim tæk- ist ágætlega. Æfingarnar flestar failegar og hreyfingarnar mjukar og þýðar. Ósjálfrátt varð mér að óska að allar ungar stúlkur hér * bæ hefðu gert jafnmikið tll þess að auka likamsfegurð sína og heilbrigði sem þessar. Þá kom flok.kur ungra vask- legra sveina fram á sjónarsviðið. Eigi stóðu æfingar þeirra fyrri flokknum að baki, enda skemtu þeir flestum með snörum hreyf- ingum og þróttmiklum stökkum. En hver eru laun þessara manna. og kvenna? Þarna var ekki að þvf kept að vinna bikara, heiðurspeninga eða önnur verð- laun, og þó sýndu báðir flokk- arnir það greinilega, að þeir hafa æft sig engu síður en menn æfa sig undir ýmsa kappleiki, þar sem til slfkra gripa er a§ vinna. Launin eru heldur ekki lof eða last áhorfendanaa'. Laun þeirra eru: heilbrigði, fagur vöxtur'og lffsgleði. Þetta eru þau verðiaun, sem náttúran sjálf veitir öllum, sem hollar og fagrar iíkamsæfing- ar stunda, og hver getur óskað sér betri Iauna? Spectator. Btleniir fréttir. Yínsnyglið í Noregi. Þrátt fyrir það, þó flytja megí inn tii Noregs það sem kölinð eru aiment létt vín, er smyglað inn óhemju af sterkum vfnum og hreinum vínanda. En lögreglan er þar ekki jafn vesæl og á tslandi, því þrátt fyrir margfalt örðugri aðstöðu, kemur hún upp hverju lögbrotinu eftir annað, og dóm- ararnir og lögreglustjorarnir Iáta sér ekki sæma, að svæfa mál, sem lögregluþjónarnir og tollþjónarnir hafa búið í hendur þeirra. Neí, ónei; þeir taka ekki með siíki- hönskum á Iögbrjótunum, eins og „koilegum" þeirra hættir við á íslandi. Fyfir nokkru sfðaa náði lög- reglan í Kristjaníu í skip, sem haíði í fari sínu 10,000 lítra af spíritus, konjaki og whisky. Má nærri geta að það vakti ekki litla eftirtekt þegar skipinu var lagt að hafnarbryggjunni og lög- regían tók að flytja þessa vöru úr því. Sá sem farminn átti var tekinn fastur, ásamt fleiri sem við málið voru riðnir. Var farmurinn kominn frá Danmörku og var ætlunin að koma honum á land hingað og þangað við Kristjanfu- fjörðinn. Þá eru læknarnir norsku ekki síður breyskir en þeir íslemzku, var einn tekinn fastur f vetur fyrir óleyfilega vínreseptasölu ©g hefir aú saanast á hann, að hann á hálfu ári hefir gefíð út 20,000 vínresept. Ótal fleiri mál hafa verið til meðferðar í þessu efni, og bendir þétta ekki til þess, að vínsmygl mundi minka hér, þó leyfður væri innflutningur á létt- um víaum. Þvert á móti mundí slfkt að eins iétta undir með ve- sælmennum þeim, sem gera sér drykkjufýsn fáráðlinga að féþúfu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.