Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Síða 4
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
Valdimar örnólfsson og Magnús Pétursson: Einfaldar en gagnlegar leikfimiæfingar.
Geymdir en ekki gleymdir
— Valdimar og Magnús gefa út snældu með leikfimi-
æfingum, en þeir félagar liðkuðu stirða skrokka
útvarpshlustenda um 25 ára skeið
I 25 ár hafa margir Islendingar
hafiö þaö erfiða starf aö koma sér
fram úr rúminu á morgnana við
dillandi tónlist og hressilega rödd
sem töfraöi jafnvel svömustu
andofsmenn líkamsræktar til aö
liðka stiröan skrokkinn. Og hvílíkur
munur það var aö sveifla sér á fætur
við þá uppörvun miðað viö drunga-
legan fréttaflutning af hörmungum
og óáran sem fær fólk til aö draga í
efa aö þaö svari kostnaði að hefja
nýjan dag.
Nú eru þeir félagar, Valdimar
ömólfsson íþróttakennari og
Magnús Pétursson píanóleikari,
hættir meö útvarpsleikfimina sína.
En þeir eru geymdir en ekki gleymd-
ir og því til sönnunar er aö koma út
snælda meö leikfimiæfingum Valdi-
mars viö undirleik Magnúsar. Þar
meö getum við slegiö þrjár flugur í
einu höggi, rifjað upp gömul kynni
viö þá félaga eöa stofnaö til nýrra —
og náö af okkur einhverju af því
aukaspiki sem sækir hvaö fastast á
okkureinmitt umjólin.
Eitthvað áþreifanlegt
til minja
— Valdimar, hvaö ber til aö þiö
ráðist í aö gefa út snældu?
— Þaö eru fleiri en ein ástæöa til
þess. Margir hafa orðið til aö fara
þess á leit viö okkur enda afar hent-
ugt aö eiga slíkar æfingar á snældu.
Þá getur fólk gert æfingamar á
hvaöa tíma sem er, en er ekki bundið
viö vissan útsendingartíma í útvarpi.
Nú, og svo viljum viö félagarnir
gjarnan gefa fólki eitthvað
áþreifanlegt til minj a um okkur!
— Hvemig er niðurrööun efnis á
snældunni?
— Á aöra hliðina höfum viö valiö
þrjá 10 mínútna þætti beint úr út-
varpinu úr úrvali síöustu 2—3 ára. Á
hinni hliðinni er svo 30 minútna nýr
þáttur þar sem viö föram í gegnum
alla helstu vöövahópa og liöamót
líkamans.
— Tókstu mið af viöbrögöum hlust-
enda viö gerð útvarpsþáttanna?
— Já, þaö voru margir sem
hringdu eöa skrifuðu og ég tók miö af
óskum þeirra viö gerö þáttanna. Eg
áttaöi mig til dæmis fljótt á þvi að
æfingarnar máttu ekki vera of
flóknar. Þær uröu aö vera auðskildar
en koma jafnframt aö sem allra
víðtækasta gagni. Meginreglan var
sem sagt aö hafa einfaldar en gagn-
legar æfingar og þeirri reglu fylgi ég
lika á snældunni.
— Af hverju ákváöuö þiö aö hætta
eftir öll þessi ár?
— Okkur fannst tími til kominn aö
gefa þeim yngri tækifæri og hleypa
fersku blóði í leikfimiþættina. Þaö
hlýtur alltaf aö vera til bóta aö fá
nýtt lífíhlutina.
Tónlist hleypti nýju
Irfi í leikfimina
— Varst þú brauöryðjandi þessarar
leikfimikennslu í útvarpi?
— Nei, ekki alveg. Valdimar
Sveinbjömsson geröi tilraunir meö
útvarpsleikfimi árið 1934 og síöar
Benedikt Jakobsson. Þeir voru með
hana í nokkra mánuöi hvor. Svo leið
nokkuð langur tími eöa þar tU ég tók
viöáriö 1957.
En ég var sá fyrsti sem notaði
tónlist. Ég fann fljótlega út aö tónlist
mundi hleypa meira lífi í leikfimina.
og fór aö svipast um eftir
píanóleikara. Og ég var svo stál-
heppinn aö fá Magnús Pétursson til
liös við mig.
Við urðum sem sagt fyrstir tU aö
brjóta ísinn í þessum efnum og nú
vonum viö bara aö leikfimin hafi
skipaðsérþaðákveðinnsess semút-
varpsefni aö ekki veröi aftur snúiö.
Enda er nú mjög hæfur kennari
tekinn viö henni þar sem Jónína
Benediktsdóttir er.
Snældan með leikfimikennslu
Valdimars og Magnúsar veröur seld
í íþróttaverslunum, hljómplötu-
verslunum og bókaverslunum.
-JÞ.
DV velur mann ársins:
ALBERT, GEIR OG
HANS NEFNDIR
TIL SÖGUNNAR
Lesendur DV era nú farnir aö senda
inn seðla og tilnefna mann ársins. Hér
birtist annar seðiUinn en fleiri munu
birtast fram aö jólum. 1 fyrra var
Pétur Sigurgeirsson biskup vaUnn
maður ársins en Pétur var þá nýoröinn
biskup. Þar sem hér er ekki um form-
legar kosningar að ræða heldur
einungis tilnefningar er óhætt að
skjóta inn nöfnum nokkurra sem þeg-
ar hafa verið tilnefndir án þess þó aö
segja hversu margir hafa nefnt þá tU
sögunnar. Geir Hallgrímsson hefur
verið tUnefndur, Albert Guömundsson
líka og Hans G. Andersen sendUierra.
Fleiri nöfn hafa auðvitaö komið fram
en viö segjum ekki meira í biU.
Viö hvetjum lesendur tU aö senda
okkur seðU meö tUnefningu. Skila-
frestur er til 23. desember en þá er
Þorláksmessa eins og kunnugt er.
Til að allt rati nú rétta leið þá fylgir
hér utanáskriftin á umslagiö: Maöur
ársins, DV-ritstjórn, Siöumúla 12—14,
105Reykjavík.
Albert Guðmundsson.
Geir HaUgrimsson.
Hans G. Andersen.
\Maður ársins 1982 |
| Ég tilnefni mann órsins 1982. ...........
INafn sendanda..............................
Heimiiisfang.............................|
L--------------------------------------------
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Eiim læknir eða tæpir fimm þingmenn
ImngsæhI
HAPPDRÆ1TV
I ImMi.
11. MfO ffM II k}
Þaö hafa verið örlög Framsóknar-
flokksins, að menn fortíðarinnar
hafa einlægt náö meirihluta innan
stofnana hans, þegar breyta hefur
átt kjördæmaskipan landsins. Þess
vegna hafa þessar breytingar átt sér
stað án þátttöku flokksins og sjón-
armiða hans hefur aUs ekki gætt.
1931 rauf Tryggvi þing til þess að
koma í veg fyrir kjördæmaskipan, en
hún var knúin í gegn tveimur árum
síðar. 1942 sagði Hermann af sér sem
forsætisráðherra tU þess aö koma í
veg fyrir kjördæmabreytingu, en
þrátt fyrir það komst hún á. Og 1952
voru framsóknarmenn settir tU hlið-
ar, enda höfðu þeir þremur árum
áður reynt að misnota kosningakerf-
ið með Alþýöuflokknum tU þess aö ná
hreinum meirihluta með minnihluta
atkvæða.
Það hafa átt sér stað miklar
umræður undanfariö um kjördæma-
máliö. TU þessa hafa aUir flokkar
reynt aö ná skynsamlegu samkomu-
lagi, en í haust munu menn fortíð-
arinnar hafa tekiö við stjórnar-
taumnum í kjördæmamálinu og var
svo komið, að setja átti framsóknar-
menn enn einu sinni til hliðar.
Nú hefur Ölafur Jóhannesson risið
upp til varnar nútimasjónarmiöum í
Framsóknarflokknum og bendir
réttUega á, aö enginn þingmaöur geti
staðið gegn því, aö kjósendur á
Reykjanesi og Reykjavík fái meiri
hlutdeUd í stjórn landsins. Ólafur
nefnir töluna 63 þingmenn, en bendir
þó á, að talan skipti ekki máli, nú
verði hins vegar framsóknarmenn
að taka þátt i samningum um nýja
kjördæmaskipan en ekki láta setja
sig útihorn.
Vmsir hafa haft á móti fjölgun
þingmanna. Telja að þar sé um
óþarfa spandans að ræða. En þegar
tekið er tUlit tU þess, að einn læknir
kostar ríkissjóð jafnmikið og hálfur
fimmti þingmaður, skiptir litlu máli
hvort þingmenn eru 60—70 eöa 80.
Hvort sem mönnum líkar það betur
eða verr, þá verður ekki komið á
kosningajafnrétti nema með þvi aö
f jölga þingmönnum. Það verður með
öðrum orðum að minnka áhrif lands-
byggðarþingmanna.
í rauninni á ekki að ræða um hvað
hver þingmaður fær í laun heldur
spyrja sjálfan sig: Hvort er ódýrara
fyrir landið að kaupa einn Hólma-
víkurtogara á ári og sökkva honum
utan við skipasmíðastöðina og reisa
jafnframt svo stóra heUsugæslustöð
á Patreksfiröi, að hún nýtist ekki
nema upp komi svartidauði á ný eða
bæta við nokkrum lágt launuðum
þingmönnum frá Reykjavík og
Reykjanesi sem stöðvað geta þessa
vitleysu?
Vonandi tekst að ná samkomulagi
um kjördæmamálið, og þaö væri
vissulega gleðUegt fyrir nútima-
sjónarmið, ef þau öfl Framsóknar-
flokksins, sem trúa ekki lengur á
sauðkindina veröa látin ráða feröinni
í þessu máli.
En jafnframt því að laga kjör-
dæmaskipanina vUja þingmenn setja
á nýja skipan um deUdarskiptingu
Alþingis. Þeir vilja leggja af efri og
neðri deUd og hafa einungis
sameinað þing.
Nú hafa menn haft nokkra reynslu
af störfum sameinaös alþingis í
meira en hundrað ár. Og sannast
sagna er sú reynsla óhagstæð
sameinuðu þingi. Mál taka þar lengri
tíma en í deUdum, því aö fleiri þurfa
að tala í hvert sinn. Menn gleyma
nefnUega því, að með deUdarskipt-
ingunni er hægt að afgreiöa mun
fleiri mál en eUa.
Halda menn t.d. að þaö muni flýta
þingstörfum að hafa þá saman i
þingdeUd Ólaf Ragnar Grímsson og
VUmund Gylfason, sem báðir tala í
hverju máli og síðan Karvel
Pálmason?
Eina röksemdin fyrir einni deild er
sú, aö Danir og Svíar hafa tekið þetta
upp. Viö höfum áður tekið upp grunn-
skólakerfið og félagsfræðingana eftir
Svíum. Viö höfum líka kynnst bók-
menntafræðingum, sem hlotið hafa
menntun sína í sama landi. Sú
reynsla ætti aö vera hverjum
íslendingi nægjanleg tU þess að vera
gegn hugmyndinni um eina deUd
Alþingis.
Svarthöfði.