Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Blaðsíða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Walesa ætlar að
rjúfa þögnina í
dag í Gdansk
— ávarpar óleyf ilegan útif und og hvetur til endurheimt
réttinda verkalýðshreyf ingarinnar
Díana, Karl og Wílliam: sonurinn fer með i opinbera heimsókn á næsta ári.
Prinsinn á flakki
með foreldrunum
Karl Bretaprins og Díana prins-
essa munu heimsækja Ástralíu og
Nýja-Sjáland á næsta ári. Hyggjast
þau taka son sinn, William, með í
ferðina.
Samkvæmt upplýsingum frá Buck-
inghamhöll fara þau hjón fram á
fastan samastað fyrir William í
hvoru landinu um sig, þannig að þau
geti skiliö hann eftir í umsjón fóstru
sinnar á meðan þau sinna skyldu-
störfum sínum. William fæddist 21.
júníísumar.
Opinber heimsókn Karls og Díönu
til Ástralíu stendur yfir 21. mars til
17. apríl. I Nýja-Sjálandi verða þau
hjón frá 17. til 30. apríl.
Þaö stefnir nú í árekstur milli Lech
Walesa, leiðtoga hinnar bönnuöu Ein-
ingar, og herlagayfirvalda, en hann
hefur í bígerö að ávarpa ólöglegan úti-
fund í Gdansk í dag. — Yfirvöld hafa
látið á sér skilja að þau muni reyna að
! koma í veg fyrir fundinn.
Vitað er að valdamönnum hefur
gramist við Walesa fýrir aö krefjast
opinberlega þess að allir pólitískir
fangar, lokaöir inni eftir gildistöku
herlaganna, verði látnir lausir. Hefur
hann tvívegis hundsað stefnur fyrir
saksóknara.
Frést hefur hjá heimilisvinum
Walesahjónanna að hann sé ráöinn í að
rjúfa þögnina, sem hann hefur haldið
síðan honum var sleppt í nóvember úr
einangruninni. Ætlar hann að flytja
ræöu viö minnisvaröa verkamanna í
Lenínskipasmíðastööinni. — Þriggja
krossa minnisvarðinn var settur upp
að kröfu Einingar 1980 til minningar
um verkamenn sem létu lífið í mat-
vælaóeirðunum 1970.
Walesa hefur heitið því að vitja
minnisvaröans 16. desember ár hvert,
sem er afmælisdagur óeirðanna. I
fyrra gat hann þaö ekki, þá fangi
herlagayfirvalda. Hann hefur einnig
sagt að við minnisvarðann yrði stofnað
nýtt verkalýðsfélag ef pörf krefði.
Ræðuna, sem Walesa ætlar að flytja í
dag, hefur hánn látið fjölmiðlum í té
fyrirfram. Þar segir hann meöal
annars: „Við verðum að róa að því
öllum árum, opinberlega og lýðræðis-
lega, að endurheimta réttindi verka-
lýösfélaga okkar.”
Vitað er að Walesa hefur ekki sótt
um neina undanþágu til útifundarins
en yfirvöld hafa sagt að þau muni
hindra allan mannsafnað sem kallaður
er saman í leyfisleysi.
Kommar
hafna
sölu-
skatti
Olof
Palme
Gunnlaugiu- A. Jónsson, fréttaritari
DV:
Söluskattsdeila sænsku ríkisstjórn-
arinnar og kommúnistaflokksins er
enn óleyst. Við umræöur í sænska þing-
inu í gær gerði Lars Werner, formaður
kommúnistaflokksins (VPK), þaö ljóst
að flokkur hans gæti alls ekki fallist á
frumvarp ríkisstjómar Olof Palme um
2% söluskattshækkun. Werner sagði
hins vegar að VPK ætlaði sér ekki aö
fella ríkisstjórn sósíaldemókrata og
væri flokkur hans reiðubúinn til frek-
ari viðræðna við ríkisstjórnina um
málið.
Einörð afstaöa kommúnista virtist
koma Palme og fylgismönnum hans á
óvart. Þeir virtust hafa treyst því að
kommúnistar gæfu sig þegar á hólm-
inn væri komið.
Líklegast þykir nú að málamiðlun
verði mismunandi söluskattur, þannig
að engin söluskattshækkun verði á
matvörum og brýnustu lífsnauðsynj-
um. Þeim mun hærri söluskattur á
munaðarvörum.
Atkvæðagreiðsla um málið f er fram í
dag.
ARZBERG
postulín
yfllafossbúðin
Gjafavörudeild
Vesturgötu 2 sími 13404