Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 10
10
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Stjórnarskiptin á Spáni:
GONZÁLEZ BOÐAR
HÆGFARA BREYTINGAR
Stjórnin sem Felipe González
hefur myndaö á Spáni bendir til aö
spænskir sósíalistar ætli aö fara sér
hægt. Sjálfur viöurkennir González
að stefnuskrá hans sé fremur íhalds-
söm og virðist kannski í fljótu bragöi
ekki svo mjög frábrugöin stefnuskrá
fyrrverandi stjórnar miö-demó-
krata.
En Gonzáles hefur sínar ástæður
til að fara varlega í sakirnar. Áöur
en hann vann kosningasigur sinn 28.
október greip herinn tækifærið til aö
sýna hug sinn meö vopnabraki.
Viöskilnaöur fyrri stjórnar er heldur
ekki til fyrirmyndar, er ljóst var um
vorið aö hún myndi tapa kosningun-
um fannst henni ekki lengur nein
nauösyn á verulegri aögæslu í efna-
hagsmálunum.
Nýja stjórnin hans González getur
státaö af yngstu ráðherrum í Vestur-
Evrópu, en meöalaldur þeirra er 40
ár. Af 16 ráðherrum eru 7 hagfræö-
ingar og 7 lögfræðingar. Utanríkis-
ráöherra er Femando Morán, 56 ára
og elstur ráöherranna. Hann hefur
notið mikillar virðingar sem starfs-
maður utanríkisráöuneytisins, fræði-
maöur og höfundur stjómfræöirita.
Varnarmálaráöherra er Narcis
Serra, borgarstjóri Barcelona, næst
stærstu borgar á Spáni. Hann er 39
ára gamall og þar af leiðandi mun
yngri en allir hershöföingjar. Herinn
gat þó sætt sig við hann vegna frá-
bærs dugnaöar í starfi borgarstjóra.
Að vera ti/bú-
inn tilfórna
Alfonso Guerra, 42 ára, verður
varaforsætisráöherra. Guerra er
jafnframt varaformaöur Sósíalista-
flokksins og náinn vinur Gonzálezar.
Hann þykir mikill meinlætamaður og
afar slunginn við samningaborðin.
Sumir hafa óttast ósamkomulag á
miili hans og Gonzálezar en
González er þar ekki á sama máli.
— Sumir segja aö viö séum sín
hliðin hvor á peningnum, segir hann.
— Það er ekki rétt. Viö erum sama
hliöin.
Andstæðar skoðanir geta þó reynst
stjórninni hættulegar í skauti og hætt
viö að fylgjendum tiltölulega íhalds-
samrar stefnu og róttækari vinstri-
sinnum eigi eftir aö lenda saman.
Kannski má segja aö mönnum
þyki vafasamt valið á efnahags-
málaráðherranum Miguel Boyer, en
margir telja hann nánast sósíal-
demókrata. Hann er yfirmaður
þriggja ráðuneyta og stjómar auk
þess óbeint atvinnumálaráöuneytinu
en þar ræður Carlos Solchaga
ríkjum. Solchaga þykir líka best lýst
sem sósíaldemókrata.
Boyer þykir þó afar mikilvægur í
embætti þetta vegna þeirra efna-
hagsörðugleika sem stjórnin tekur í
arf. Hann þykir einn besti hagfræö-
ingur sem Spánverjar eiga völ á.
Margir kannast þó viö orö þau sem
hann notar um væntanlega stefnu í
efnahagsmálum:
— Okkar bíöur erfiöur tími þar
sem fólk verður aö vera tilbúið tii
fórna.
Enda eru á næstunni væntanlegar
10—20% veröhækkanir á ýmsum
varningi. Þar á meöal er bensín, gas,
tryggingar, brauð, tóbak, lyf og
fleira.
Viö þetta bætist aö ýmsir gróöa-
brallarar gripu til þess ráös að foröa
aurum sínum úr landi af hræöslu viö
stjórn sósíalista. Búast flestir fjár-
málasérfræöingar við því aö stjórnin
veröi aö lækka gengið á pesetanum
umalltað20%.
En þótt Boyer og Solchaga sé lýst
González sver að sýne konungi Spáner og stjórnarskránni tryggó og hollustu. Tilhægri við hann stendur
konungurinn, Juan Carlos.
sem sósíaldemókrötum tilheyra þeir
aö minnsta kosti Sósíalistaflokknum.
Hins vegar má segja aö lengra hafi
verið leitað fanga með tvo ráðherra,
Javier Moscoso félagsmálaráöherra
og Femando Ledesma dómsmála-
ráöherra. Moscoso kemur úr rööum
þeirra sósíaldemókrata sem gengu
til liös viö sósíalista fyrir kosn-
ingamar. Ledesma er talinn óháöur
vinstrisinni.
Annars er meirihluti ráöherranna
nánir samstarfsmenn Gonzálezar
innan Sósíalistaflokksins og taldir
dyggir fylgismenn hans. Undantekn-
ingar em þó vamarmálaráöherrann,
Narcis Serra, sem áður er getið, og
innanríkisráðherrann José Barrion-
uevo. Barrionuevo hélt um tíma með
járnhöndum um stjórnartaumana á
umferöarlögregliuini í Madrid. En
þaö er mun erfiðara að eiga aö
stjóma lögreglu sem til hálfs til-
heyrir hemum. Einnig bíöur hans
það erfiða verkefni að stemma stigu
Hinn nýi forsætisráðherra boðar þinginu stefnuskrá sína.
fyrir vaxandi hryðjuverkum.
Utnefning þessara tveggja, ásamt
þeirri staöreynd að flestir ráöherr-
anna em nánast óþekktir þykir
benda til þess aö Gonzáles vilji efla
vald forsætisráöherra sem best. I
stjórnarhöllinni Moncloa hefur hann
safnaö um sig 200 manna starfsliði
og eru þar af margir sérfræöingar.
Þaöan verður Spáni stjórnaö næstu
árin.
Olof Palme var sakaöur um aö
hafa þjófstartað er hann felldi gengi
sænsku krónunnar. Þótt González
felli sennilega einnig gengi pesetans
bendir ráöherralisti hans samt til
þess aö hann vilji fara varlega í
sakirnar og sýna fjölbreyttari hliðar
á Sósíalistaflokknum.
800.000atvinnu-
tækifæri á 4 árum
I setningarræöu sinni í síöustu viku
minntist González ekkert á skatta-
hækkanir, heldur virkara skatta-
kerfi. Rúmlega 2 milljónir manna
eru nú atvinnulausar á Spáni og lýsti
González yfir því aö hann ætlaöi aö
skapa 800.000 ný atvinnutækifæri á
næstu 4 árum. Hann vonast líka til aö
geta lækkað verðbólguna sem nú er
um 15% án þess að auka á atvinnu-
leysið.
— Veröbólgan skeröir kaupmátt-
inn, sagöi hann. — En atvinnuleysi
þýöir aö enginn hefur peninga til aö
kaupa fyrir.
Hann var jafnvel enn varkárari í
orðum um utanríkisstefnu sína en
sagöi að Spánverjar teldu sig til
vesturlandabúa. Hann lofaði aö
stjórnin kæmi til meö aö leggja
áherslu á inngöngu Spánar í Efna-
hagsbandalagið ogmundi aldrei þola
neinum erlendum herforingja aö
skipa spænskum herforingja fyrir á
spænsku landsvæði. Er því búist viö
að stjórnin muni nota bresku nýlend-
una á Gíbraltar sem bitbein í afstööu
sinni til inngöngu Spánar í Nató.
Þykir þaö benda til aö spænsku
sósíalistamir ætli að fara aö hætti
Grikkja og koma sér undan þjóðarat-
kvæðagreiöslu um þátttöku landsins
íNató.
Spænski herinn hefur oft ráðið örlögum landsins og talinn mikill\ dragbítur á hina nýju stjóm sósíalista.