Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 17
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
í ÞAKKARSKULD VIÐ BJARNA --““j-
HEITINN BENEDIKTSSON
Haraldur Blöndal hæstaréttarlög-
maður skrílar:
1 ritdómi um ritgerðasafn Sverris
Kristjánssonar eftir Olaf E. Friðriks-
son í DV sl. þriðjudag er því haldið
fram að Jónas frá Hriflu hafi verið sá
sem gerði Sverri kleift að vinna að
söfnun blaðagreina Jóns Sigurðssonar
forseta. Þetta mun hafa komið fram í
minningargrein um Sverri eftir Jón
Guðmann.
Á stúdentsárum mínum kynntist ég
Sverri og ég man eftir því að hann
talaöi oft um þetta starf sitt. Hann
þakkaði þaö alltaf sama manni og það
var ekki J ónas f rá Hriflu.
Sverrir sagði mér að hann hefði
verið að koma frá Hótel Vík að kvöld-
lagi og þá hitt Bjarna Benediktsson
sem þá var menntamálaráðherra.
Þeir tóku tal saman, enda skólabræöur
úr menntaskóla. Sverrir sagði Bjarna
frá því að hann hefði mikla löngun til
þess að kanna á dönskum söfnum
blaðaskrif Jóns Sigurðssonar og gefa
út. En til þess að hann gæti gert slíkt
Bjarni Benediktsson heitinn, fynr-
verandi ráðherra.
Ljósmynd: Jón Kaldal
yrði hann að fá leyfi frá kennslu á
fullum launum. Bjami kvaðst mundu
athuga þaö.
Sverrir sagði mér að ekki hefðu
verið liðnir tveir dagar, þegar hann
fékk boð frá Bjarna um að búið væri að
ganga frá málinu og hann fengi leyfi
frá kennslu á fullum launum til að
vinna þetta verk.
Það getur veriö að Jónas frá Hriflu
hafi átt hugmyndina að því að Sverrir
Kristjánsson gæfi út blaðagreinasafn
Jóns Sigurðssonar. Ég veit þaö ekki.
En mér er það minnisstætt, hvað
Sverri var alltaf í huga þakklæti til
Bjarna fyrir það sem hann gerði
þarna, án tillits til stjómmálalegra
væringa þeirra í milli og þó sérstak-
lega hvað Bjarni var fljótur að taka
ákvöröun sína og framkvæma hana.
Falleg og ny tsöm jólagjöf
sem marga unglinga dreymir um
Eftir vinsældunum að dæma virðast Happy húsgögn henta börnum
og unglingum mjög vel, enda gerð til þess að mæta ólíkum kröfum og
þörfum. Þeim má raða upp á ótrúlega marga vegu allt eftir lögun og stærð
herbergis. Happy húsgögn hafa undanfarin ár verið í hópi vinsælustu jóla-
gjafa, enda gjöf sem gleður og endist. Happy húsgögn kosta minna en
þig grunar. Happy húsgögn fást í 10 verslunum umhverfis landið, littu inn
í einhverja þeira. Þú ert alltaf velkomin(n).
Húsn
AKUREYRI: Örkin hans Nóa. HÚSAVÍK: Hlynursl.
EGILSSTAÐIR: Verslunin Skógar. ÍSAFJÖRÐUR: Húsgagnaversl. isafjarðar.
HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmasonar. KEFLAVÍK: Bústoó.
SAUÐÁRKRÓKUR: Húsgagnaverslun Sauðárkróks.
SELFOSS: Kjörhúsgögn.
VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur & Einar.
SEC TOSHIBA FISHER SONY SANYO
MYNDBANDALEICAN
BARÓNSSTÍC 3 (við hliðina á Hafnarbíói)
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI 10 A
121 R EYKJ AVIK-ICELAND
0v
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurtandsbraut 16 Slmi 91 35200
BRAUTARHOLTI 2 - 105 REYKJAVlK
LÁGMÚLA 7
REYKJAVÍK SÍMI 85333
JAPIS hf. SJÓNVARPSBÚDIN
SANYO SONY FISHER TOSHIBA \EC