Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 18
18
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
xxxxxmmxxxxxxxxxxxxxxKxxxxxxxxxxxxxxxxxx
ISKARTGRIPASKRÍM |
x í geysimiklu
x úrvoli ó mjög
x hogstæðu verði.
Menning
Menning
Menning
HUSBYGGJENDUR
Að halda að ykkur hita
er sérgrein okkar:
Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið
frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging-
arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfí.
Aðrar söluvörur:
Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar-
pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna-
plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pjpueinangrun: frauð-
plast/glerull.
BORGARPLAST HF
Borgamesi simi 93-737011
Kvöldslmi og helgarslmi 93^-7355..
Vinsamlegast ATHUGIÐ
Vegna ofurá/ags á auglýsingadeild og
íprentsmiöju nú i desember
viljum við biðja ykkur um að panta auglýsingar
og skila handritum, myndum
og filmum fyrr en nú
L OKA SKIL fyrír stærrí auglýsingar:
VEGNA MÁNUDAGA
fyrir kl. 17 fimmtudaga,
VEGNA ÞRIÐJUDAGA
fyrirkl. 17 föstudaga,
VEGNA MIÐVIKUDAGA
fyrirkl. 17 mánudaga,
VEGNA FIMMTUDAGA
fyrir kl. 17. þriðjudaga,
VEGNA FÖSTUDAGA
fyrir kl. 17 miðvikudaga,
VEGNA HELGARBLAÐSI
fyrirkl. 17 fimmtudaga,
VEGNA HELGARBLAÐS II
fsem er eina fjórlitablaðið)
fyrirkl. 17 föstudaga,
næstu viku á undan.
Aukalitir eru dagbundnir.
Með jó/akveðju.
Auglýsingadeild
LSÍÐUMÚLA 33, REYKJAVÍK SÍMI 91 27022. J
EIRIKUR SMITH
Á undanförnum vikum hefur lista-
verkamarkaöurinn og listalífiö í
Reykjavík hlaöist óvenjulegri
spennu. Fjórar vænlegar listaverka-
bækur hafa komið út hjá þremur
ólikum bókaforlögum og listsýningar
eru látnar fylgja bókunum eftir til aö
ná sem mestri eftirtekt listunnenda.
Sýningin á verkum eftir Eirík
Smith í Listasafni A.S.I. er því í senn
skemmtileg framlenging á fallegri
bók sem nýlega er komin út um lista-
manninn og gott tækifæri fyrir áödá-
endur Eiríks til aö sjá inn í sköpunar-
feril hans.
Sá vinsælasti
Eiríkur Smith er eflaust einn
vinsælasti núlifandi listmálari hér á
landi. Hann á aö baki bæöi langan og
litríkan feril og þaö er engu líkara
þegar litiö er yfir sögu listamannsins
að „listbreytingar” hafi verið aðal-
inntakiö í listsköpun hans því aö víst
er aö engin „alvöru” listamaöur hér
á Islandi hefur tekiö jafn örum og
róttækum breytingum eöa eigum við
kannski frekar aö segja aö fáir hafi
verið jafnleitandi? Aðalsteinn
Ingólfsson, sem skráö hefur bókina
um Eirík, ritar nokkuð skemmtileg-
ar og jafnframt skynsamlegar hug-
leiöingar um þennan „breytileik” í
list Eiríks og segir m.a. í sýningar-
skrá: „Er ekki hugsanlegt að sumir
listamenn fái ekki útrás nema í
fjölbreytni, aö þeir geti ekki verið
sjálfum sér trúir meö öörum hætti en
aö vasast í mörgu, jafnvel hvarfla á
milli listgreina? Margt bendir til
þess aö svo sé. Þá verðum við aö búa
okkur annars konar mælikvaröa á
list slíkra manna en þann sem gerir
ráð fyrir rökréttri einstefnu. I staö
þess að hugsa lárétt, skref fyrir
— listrænn miðill
skref, gætum viö reynt aö hugsa
lóðrétt, í annars konar einingum.
Hvert skeiö í listsköpun fjölhæfra
listamanna má skoöa út af fýrir sig,
út frá þeim forsendum sem þeir gáfu
sér hverju sinni. Og séu þeir sjálfum
sér samkvæmir á hverju skeiði listar
sinnar er í raun engin brýn þörf á aö
samræma öll þessi skeiö til end-
anlegrar túlkunar eöa úttektar”.
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
Ljósmyndaleg
nákvæmni
Eiríkur Smith sýnir hér í Lista-
safni alþýöu 29 vantslitamyndir og 8
stórar olíumyndir, en allt eru þetta
myndir sem hafa veriö framleiddar
á síðastliðnum tveimur árum. Það
sem vekur kannski mest athygli viö
fyrstu yfirferð er hve listaverkin
einkennast öll af fádæma góðri
tæknikunnáttu meö línu og efni.
Listamaöurinn virðist ná aö þrykkja
landslag á léreftið meö ljósmynda-
legri nákvæmni.
Lýsing og duiúð
En um hvaö f jalla svo listaverkin,
hverju vill listamaöurinn miöla
áhorfendum? Viö getum sagt aö eins
og oft í verkum listamannsins þá eru
tvær myndtegundir hér á
sýningunni. Annars vegar landslags-
lýsingar og hins vegar umhverfi,
hlaöiö dulkenndum verum. I raun er
Fjara og brim 1982, olla. 1140 x 250 cm).
Ljósm. GBK.
þetta hvor sinn endinn á sama hlutn-
um en í báöum þessum myndgeröum
reynir (og jafnvel tekst) lista-
maöurinn aö búa til ákveðið
„tilfinningalegt ástand”.
I landslagslýsingum lista-
mannsins eru þaö oft þessar óendan-
legu hraunbreiöur eða hinn fjarlægi
og viðáttumikli hafflötur sem fram-
kalla þetta „tilfinningalega ástand”
sem er í raun einhvers konar ein-
mannakennd í ætt viö hinar inn-
hverfu myndir ameríska málarans
Edward Hopper, þegar hús eöa reka-
viöur hverfa inn í yfirþyrmandi
rúmiö. Þessar andstæöur milli hins
stóra og hins smáaa, milli mannsins
og náttúrunnar og jafnvel milli lista-
mannsins og myndarinnar koma sér-
staklega vel fram í hinum stóru
landslagsflekum. I þessum lands-
lagslýsingum er lista-
maöurinn/áhorfandinn utan viö
myndsviöiö óg fylgist aöeins meö og
skoðar úr fjarlægö. Og svo eru þaö
einnig þessi myndverk þar sem
óskilgreindar verur liöa um „strig-
ann” og þar sem listamanninum
tekst aö „seiða” fram dulkennt á-
stand og færa áhorfandann inn í
(hugar)-heim, sem býr handan við
okkar venjubundna veruleika, okkar
sjónrænu skynjun.
Hef ðbundið málverk
I allri skipulagningu rýmisins og
vinnslu efnisins, þá eru verk lista-
mannsins afar heföbundin og lítt um
frumlega drætti í sjálfu mynd-
málinu, sem er auðsjáanlega ættaö
frá ameríska raunsæismálverkinu.
Þaö er því eðlilega hætt viö að lista-
maðurinn geti auöveldlega
„staönað” í þessum landslags-
lýsingum, þ.e. aö verkin nái ekki aö
miöla öðru en fallegri og nákvæmri
yfirborðssýn. Þaö er því greinilegt
að vaxtarbroddurinn í listsköpun
Eiríks er í þessum „dulfræðilegu”
myndum þar sem áhorfandinn fær
tækifæri til aö „lesa í gegnum”
myndimar og þar sem málverkið er
meiri inntaksleg og andleg
„opinberun”.
Fróðlegt f ramhald
Og Eiríkur mun halda áfram aö
mála og þaö verður fróölegt aö
fylgjast meö listamanninum á
komandi árum og sjá hvort og þá
hvernig þessi dulúð sem við þekkjum
nú þegar á eftir aö kristallast enn
frekar og ná meiri dýpt í verkum
listamannsins. -GBK.
Jólatónleikar
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í
kirkju Óháöa safnaöarins 12. desember.
Efnisskrá: Tomaso Albinoni: Adagio í g-moll
fyrir strengi og orgel, Georg Friedrich Höndel:
Oreglkonsert í F-dúr, op. 4, nr. 4; Francois
Couperin: Piéces en Concert, fyrir colló og
strengi, Giusoppe Torolli: Konsert op. 8, nr. 6.
Hjarðljóð fyrir hina helgu nótt.
Jólatónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur hafa lengi veriö einn af
föstum punktum aðventunnar í
höfuöborginni. Venjan hefur veriö sú
aö jólatónleikarnir væru aðrir af
femum tónleikum sveitarinnar, en
nú bregður svo viö aö starfsárið hefst
með jólatónleikunum. Hér endur-
speglast ástandið á tónlistarmarkaö-
inum. Tónlistarframboö hefur snar-
aukist til samræmis viö eftirspum.
Fjölgun reyndra tónlistarmanna
helst hins vegar ekki í hendur viö
aukiö framboö og því leggst meira á
heröar þeirra sem fyrir eru. Þaö
leiöir svo aftur af sér að þrengra
verður um tækifæri til að stunda
hrein áhugamál eins og hiö merka
starf Kammersveitarinnar. Hinn
haröi kjami sveitarinnar lætur samt
engan bilbug á sér finna. Bætir viö
nokkrum nýliðum, sem hljóta hér
dýrmætan skóla, og leikur eins og
Tónlist
Eyjólfur Melsted
ævinlega — með sérstökum elegans.
Tveir einleikarar komu fram með
sveitinni. Höröur Áskelsson lék einn
af tækifæriskonsertum Handels. Þeir
hafa þá náttúru að auk þess aö vera
laglegustu orgelkonsertar, án þess
þó að nýta nema að litlu leyti mögu-
leika þess volduga blásturshljóöfær-
is að geta umbreyst í allra kvikinda
líki. Þekkist aö hafa þá fyrir sembal
og guö má vita hvaöa konserta —
jafnvel fyrir gítar. Hörö-
ur lék af öryggi og smekkvisi.
Orgel kirkju Öháða safnaðarins er
tæpast til stórræöanna, en lítt varö
maöur var viö þaö, viö að hlýða á leik
Harðar. Þaö vekur einnig upp
hugsunina um algjöra vöntun á boð-
legu orgeli til stórvirkja í Reykjavík.
Gunnara Kvaran lék cellóum-
skriftina af smáverkum Couperins.
Þeim er svo snyrtilega saman raöaö
aö halda mætti aö uppmnalegt væri
ef maöur ekki vissi betur. Þess
vegna líka nafniö — Piéces en Con-
cert. Leikur Gunnars var frábær,
leiftrandi af birtu og iðandi af lifi.
Með Jólakonsert Torellis lauk svo
þessum ánægjulegu tónleikum, sem
vissulega hæföi betri umgjörö. En
virtur skal velvilji Oháöa safnaöar-
ins aö hýsa Kammersveitina.
EM