Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 41
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
41
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Áhrífamíkil orð
dr. Gytfa Þ.
Það gerðist í kennslustund í
viðskiptafræði i Háskóianum
fyrir nokkrum dögum að
myndvarpi, sem dr. Gylfi Þ.
Gíslason var að nota, bilaði.
Kallað var á húsvörð en
meðan bann var að gera við
myndvarpann sagði dr. Gylfi
nemendum sínum stutta
gamansögu. Hann sagði
brandarann um guðfræðing-
inn, verkfræðinginn og hag-
fræðinginn, sem voru að
þræta um þaö hvaða fræði-
grein væri merkilegust. Dr.
Gylíi var staddur þar í brand-
aranum sem verkfræðing-
urinn var að lýsa sbrni grein
og tók sem dæmi að guð hefði
þurft verkfræðikunnáttu til
að segja „veröi Ijós”. En um
leiö og Gylfi sagði þessi orð,
„verði ljós”, kviknaði þá ekki
ljós á myndvarpanum. Það
þarf varla að taka fram hver
viðbrögð nemendanna urðu.
Salurinn glumdi af hlátra-
sköUum.
Um símakostnað
fyrirtækja
Eftirfarandi lásum við í
fréttabréfi Verslunarráðs:
„Símtöl tU útlanda er
verulegur kostnaður hjá
íslenskum fyrirtækjum, sem
eiga mUól viðskipti viö út-
lönd. Er svo langt gengið, að í
einu stóru útflutningsfyrir-
tæki borgar sig jafnvel á á-
kveðnum álagstímum að
senda sölumann tU Banda-
ríkjanna í 2—4 daga og
hringja þaðan heldur en að
láta hann sitja hér heima við
tóiiö. Sem dæmi má nefna að
ferðakostnaður tU New York
með uppUialdi í 2—4 daga er
um 16 þúsund krónur, en fyrir
þá fjárhæð má nota símann
hér heima í átta klukku-
stundir miðað við umfram-
skref.”
Þá segir ennfremur í frétta-
bréfinu að fyrirtæki hafi
brugðið á það ráð að fá er-
lenda viðskiptavini tU að
hringja hingað „coilect” og
spara þar með stórar fjár-
hæðir, því í sumum löndum sé
þriðjungi ódýrara að hringja
tU íslands en að hringja frá
tslandi tU þeirra.
Ertu bubbískur?
Meðal jólabókanna er all-
nýstárleg oröabók, slangur-
oröabók. 1 henni er að finna
slettur, bannorð og annað
utangarðsmál, eins og segir í
formála. Þá eru i bókinni
margar skemmtUegar
teikningar.
Umsjónarmaður fletti
aðeins bókinni. 1 B-unum
finnast þessi orð m.a.:
Bubbískur, það er sá sem
dregur dám af Bubba
Morthens og tónlist hans, sá
sem er bjöggaður er frábær
(dregið af gælunafni
Björgvins HaUdórssonar).
Þá eru í bókinni mörg
skemmtUeg orð yfir hluti sem
menn eru feimnir að tala um,
tU dæmsi orðið buxnaklaufi.
Flugleiðamenn
segjast ekki
múta
Flugleiðamenn urðu nátt-
úrlega ekki ýkja hrifnir af
klausunni í gær um mútur í
viðskiptum í Nígeriu.
Sæmundur Guðvhisson blaða-
fulltrúi hafði samband við
umsjónarmann Sandkorns og
tók skýrt fram að Flugleiðir
hefðu ekki þurft að múta
neinum enda væri félagið
sjálft ekki i flugrekstri í
Nígeríu. Flugleiðir leigðu
Boeing-þotu með áhöfn til
manns að nafni Adamo.
Adamo þessi væri Nígeríu-
maður og hefði með höndum
flug á innanlandsleiðum í
Nígcríu í nafni flugfélags sem
Kabo Air héti. Hvort þessi
Adamo hefði þurft að múta
einhverjum sagðist Sæmund-
ur ekkert vita um.
Árni hefur enga
ákvörðun tekið
um framboð
„Ég vil taka það fram að ég
hef enga ákvörðun tekið,”
sagði Ámi Gunnarsson al-
þingismaður í framhaldi af
klausu í Sandkomi í gær um
að hann hygðist taka þátt í
prófkjöri Alþýðuflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra
Þær upplýsingar Sandkoras
vom byggðar á frétt i Al-
þýðublaðinu.
„Ég hef fengið nokkur
hundmð áskoranir frá kjós-
endum í kjördæminu um að
bjóða mig fram, einnig skeyti
frá stofnunum flokksins og
bréf frá einstaklingum,”
sagði Árai í spjalli við um-
sjónarmann Sandkoms. „En
um framboð hef ég euga á-
kvörðun tekið,” sagði hann.
Umsjón:
Kristján Már|Unnarsson.
AUGLÝSING FRÁ SATT -
AÐEINS ÆTLUÐ TÓNLISTAR-
MÖNNUIVI OG SÖLUFÓLKI.
Dagarnir 17. og 18. des. verða tileinkaðir ísíenskri dægur-
tóníist og þá daga verður iögð áhersla á sölu miða í
BYGGINGARHAPPDRÆTTISATT
Tóniistarmenn um land alit og sölufólk, sem vill selja
happdrættismiða þessa daga, vinsamlega hafið samband
í síma 15310 — Gallery Lækjartorg, 53203 Jóhann, 35935
— Tónabær.
Dregið 23. des.
SATT.
TED LAPIDUS PARIS
Ilmvatnskynning
föstudag kl. 2—7 í
snyrtivöruversluninni
Clara,
Bankastræti.
^buxur^ peysur jakkaföt
skyrtur ^ jakkar skór
AIRPORT