Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Page 42
42 DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið '•:-5x*wsk££»»íw ff Geggjaðir snoddarar” — láta brennimerkja sig fyrir lífstíð í andlitinu Nú hafa atvinnulausir unglingar í Bretlandi tekiö upp á þeirri iöju aö láta tattóvera sig í andlitinu. Steve Dawson, fimmtán ára unglingur í London. Hefur látið tattóvera sig í andlitinu. Er meö kóngulær og kóngu- lóarvefi á kinnum og hálsi. Hann sér þó eftir þessu öllu og vill láta fjarlægja heila klabbið. Það getur þó reynst erfitt. En viöbrögö almennings hafa þó veriö á einn veg, öllum finnst þetta asnalegt og víöáttuvitlaust. „Tattókrakkamir” hafa auk þess alLs staöar mætt andstööu atvinnurekenda og fólks hjá hinu opinbera. Meira aö segja kráareigendur eru lítt hrifnir aö fá slíka gemlinga inn til þambs. Einn þeirra, sem hefur látiö tatóera sig í andlitinu, heitir Steve Dawson. „Nutty-skins” eöa sem viö þýöum sem „Geggjaðir-snoddarar, er skrifaö á enni hans. Þá hefurkappinn sem er aðeins fimmtán ára, einnig látiö setja kóngulær og kóngulóarvefi á háls og kinnar. En Dawson sér nú eftir þessu öllu saman og vill láta fjarlægja þetta. Og aö sögn skurölæknisins Robin Touquet sem fengist hefur við þessi mál er þaö þannig um flesta unglinga sem láta tattóvera sig. „Þaö er bara alls ekki auövelt aö fjarlægja þetta, jafnvel þó viö notum nýjustu aðferöir. Hættan er alltaf sú aö skuggar og ör komi eftir aögeröirnar,” segir Robin Touquet. Marilyn Monroe Stórkostleg leikkona Bandaríska kynbomban, Marilyn Monroe, átti stormasama ævi. Hún var dáð, en jafnframt var talaö um hana í niörandi tón — af mörgum. Þann 5. ágúst síöastliðinn voru liðinn tuttugu ár frá því Marilyn fannst látin í íbúö sinni. Blóörann- sókn sýndi aö hún tók um fjörtíu svefntöflur reglulega. Auk þess fundust í íbúö hennar töflur af ýmsum geröum. Ævi Marilynar var oft erfiö. Sem barn var hún óhamingjusöm. Hún var óskilgetin og móöir hennar endaði á geöveikrahæli. Aðeins sextán ára giftist Marilyn lögreglu- manni og sagöi hún seinna aö þaö heföi aðeins veriö flótti frá einmana- leikanum. Þau skildu fljótlega. En hún átti eftir aö ganga í þaö heilaga tvisvar enn. I fyrra skiptiö með fótboltastjömunni Joe Dimaggio og síðan meö rithöfundinum Arthur Miller. Bæði hjónaböndin misheppn- uðust. Skilnaöurinn viö Arthur Miller Ein af mörgum uppstilltum kyn- bombumyndum af Mariiyn Monroe. Slikar myndir voru teknar af henni til dauðadags. hafði mikil áhrif á Marilyn. I niu mánuöi var hún mjög einmana. Og á þessu tímabili sagöi hún viö enskan blaðamann: „Eg skil ekki hvers vegna ég e svona óttaslegin. Eg veit aö ég hef hæfileika, jjk ég veit aö ég get leikið. Svo stattu þig, Marilyn.” En aö flestra dómi mun Marilynar aldrei verða minnst sem hæfileika mikillar 'V leikkonu, heldur fyrst og fremst sem kynbombu. Þaö var aðeins í síðustu myndinni, sem hún lék án þess aö sýna líkama sinn hálf- nakinn. Hvaö um þaö, Marilyn Monroe dó aðeins 36 ára aö aldri. Hún vildi gjaman að litiö væri á sig sem alvar- lega leikkonu, en fjölmiðlamir og kvikmyndaframleiðendur voru á móti þvi. Þeir vildu aöeins notfæra sér hinn ómótstæðilega líkama hennar. Þetta braut Marilyn niöur andlega. Og þann 5. ágúst fyrir tuttugu árum hafði hún fengið sig fullsadda á tilverunni. Mariiyn Monroe var mjög vel vaxin og ægifögur. Að margra dómi verður hennar fyrst og fremst minnst sem kynbombu, en sjáif vildi hún þó iáta taka sig sem aivariega leikkonu. Fjöimiðiar og kvikmyndaframleiðendur voru þó ekki á sama máii. í þeirra augum var það aðeins iikami hennar sem heillaði. Fræg mynd ef Marifyn Monroe. Hún lóst aðeins 36 ára að aldri, en hún tók ofstóran skammt af svefnlyfjum. Þó hún væri umtöiuð og mikið i sviðsljósinu var hún i raun einmana. Hún átti ótrúiega erfiða æsku. Giftist þrisvar, en öll hjónaböndin misheppnuðust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.