Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 3
DV. LAUGARDAGUR 22. JANUAR1983. 3 Lögbannstryggingin: Vafasöm heim- ild fjármála- ráðherra — segir borgarlögmaður I fyrradag gekk lögbann á far- gjaldahækkun Strætisvagnanna formlega í gildi þegarfulltrúifógeta féllst á að taka bréf fjármálaráð- herra sem fullgilda tryggingu. I bréf- inu gefur ráöherra loforð fyrir því að tryggingarféð, eða hluti þess, verði framreitt að kröfu fógeta, verði farið fram á það. Borgarlögmaður, Magnús Oskars- son, mótmælti þessari aðferð á þeirri forsendu að óviðeigandi væri að ríkisvaldið, sem aðili að þessu máli, geymdi tryggingarféð og einnig á þeirri forsendu að hann vefengdi rétt ráðherra til þess að ráðstafa fjár- munum á þennan hátt án heimildar Alþingis sem eitt hefur fjárveiting- arvald. 1 viðtali viö DV sagði Magnús að samkvæmt lögum yrði aö höfða stað- festingarmál lögbannsins innan viku. Hann sagði að hann myndi einnig vefeng ja réttmæti tryggingar- innar í staðfestingarmálinu. „Til- gangurinn með því að krefjast trygg- ingar er meöal annars sá aö koma i veg fyrir aö farið verði út í slík mál af litlum sökum,” sagði Magnús. „Með þessum úrskurði getur ríkis- valdið gripið til lögbannsaögerða nánast hvenær sem er. og sett trygg- ingu með bréfi. Auk þess sem þessi trygging er ekki aðfararhæf, því það hefur vafist fyrir mönnum áður að ná fé af fjármálaráðuneytinu.” Næst verður höfðað mál til stað- festingar lögbanninu og verður að gera það innan viku. Þá fyrst hefst hið raunverulega mál vegna fargjaldahækkunarinnar. óbg. Sjálfstæðismenn í Kópavogi óánægðir: Gengu tvisvar af fundi Oánægja kraumar í mörgum full- trúum úr Kópavogi í kjördæmisráði Sjáifstæðisflokksins á Reykjanesi eftir afgreiðslu á tillögu þeirra i framboðsmálum. Þeir iögðu til upp- stillingu kjörnefndar án prófkjörs, að einum fulltrúa þeirra undanskild- um. Tillagan fékkst ekki afgreidd á fundi kjördæmisráðs í fyrrakvöld fyrr en eftir að Kópavogsmenn höfðu tvívegis gengiðaf fundi. Þessa tillögu lögðu fram 26 fulltrú- ar úr Kópavogi en einn fulltrúi þaðan vildi lokaðprófkjör. Fleiri tillögur lágu fyrir, en sú sem lengst gekk í hina áttina, um próf- kjör, var tillaga Gísla Olafssonar, formanns kjördæmisráðs, um alveg opið prófkjör. Var hún upphaflega um röðun 1—8 á prófkjörslista og sameiginlega talningu úr öllu kjör- dæminu. Að lokum var henni breytt í röðun 1—5 og svæöatalningu, eins og verið hefur áður. Viö afgreiöslu tillagna reyndi Matthias A. Mathiesen alþingis- maður að miðla málum með því að fá samþykkta skoðanakönnun innan kjördæmisráðs um tilhögun uppstill- ingar. Þá vUdu 65 einhvers konar prófejör, 44 uppstillingu kjöme&idar en 4 sátu hjá. 1 könnun um prófkjör vildu 74 alveg opið, 12 hálfopið og 19 lokaöprófkjör. Þegar þar næst átti að afgreiða til- lögu formanns um alveg opið próf- kjör kröfðust fuUtrúar úr Kópavogi þess að farið yrði að fundarsköpum og tUlaga þeirra afgreidd formlega. Fékkst það loks eftir mikla orrahríð og útgöngu þeirra tvívegis. Var tU- lagan felld með 74 atkvæðum gegn 44. TiUaga formanns var á hinn bóg- inn samþykkt með 89 atkvæðum gegn 36 en þrír sátu hjá. Voru þá raunar komin fram fyrir mistök fleiri atkvæði en svaraði tölu fuU- trúa. Sumir Kópavogsfulltrúarnir að minnsta kosti telja samkvæmt heimildum DV að sterkrar ofríkis- hneigöar hafl gætt i þessu máli öUu. Gremja þeirra hefur meöal annars leitt tU hugmynda um sérframboð. HERB Borgarfulltrúi íbamsburðarleyfi: Vara- fulltrúi fær fulla greiðslu „Það er nú útkljáö aö varafulltrúi Ingibjargar Sólrúnar f ær fuUa greiðslu fyrir þann tima sem hann situr í borgar- stjóm, en ekki aðeins greiðslu fyrir hvern fund,” sagði Guðrún Jónsdóttir borgarfuUtrúi í viðtaU við DV í morgun. „Eins og reglurnar stóðu átti Sólrún tveggja kosta völ, annaðhvort að taka launalaust leyfi, svo Magdalena Schram varafuUtrúi fengi full laun, eða bera við lögmætum forföUum, en þá heföi Magdalena aðeins fengið greiðslu fyrir hvern setinn fund, sem er aðeins brot af venjulegum greiðslum til borgarfulltrúa, en gegnt þó sömu störfum. Þetta fannst okkur óréttlátt og brjóta í bága við aUar reglur er gUda annars staðar í þjóð- félaginu. Þetta er mikið réttlætismál fyrir konur því þetta verður að tryggja ef þær eiga að fást til þess aö taka þátt í störfum borgarstjórnar í einhveijum mæli Þetta er Uka mikU- vægt réttindamál fyrir karlmenn því reglurnar eins og þær stóðu kostuðu mikla erfiðleika, t.d. í sambandi við langvarandi veUiindi,” sagðiGuðrún. -óbg. F // A. T Hvergi betra verð ^ Hin ótrú/ega staðreynd að FIAT verksmiðjurnar eru nú reknar með hagnaði kemur nú einnig ísiendingum til góða, því að þær hafa gefið stórkost- legan afslátt af hinum sívin- sæla FIAT127 Og því getum við þennan f rábæra bíl á aðeins kr. 116.500 Tryggðu þér eintak af þessum frábæra framdrifsbíl sem stendur öðrum bílum | framar í hálku og snjó. I Gerðu þér greiða og kynntu þér \ verðið á sambærilegum bíium og sjáðu verðmuninn. Einn mest seldi bíll í Evrópu. „ Til afgreiðslu strax" Komdu við eða hringdu. Sölumenn okkar eru þér innanhandar. Nú virkar gamla slagorðið: Láttu ekki happ úr hendi sleppa. FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVfÐ S/GURÐSSON M. SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SÍMI 77200/ flAMC I PÁSKAFERÐ TIL LANDSINS HELGA 15 DAGAR, BROTTFÖR 29. MARS, HEIMKOMA 12. APRÍL. Flogið til Landsins helga. Dvalið í Jerúsalem og við Genesaretvatn. Tekið þátt í eftirminnUegu helgihaldi og litríkum páskaatburðum á helgistöðum bibliunnar. Landið helga er undurfagurt í vorskrúða páskanna. Heimsóknir tU Betlehem, Jeriko, Dauða hafsins, Hebron, Betaniu, Nasareth og ótal fleiri biblíustaða. Ovenjulegt tækifæri tU að kynnast Landinu heiga í páskadýrð í ótrúlega ódýrri ferð. InnifaUð: AUar flugferðir, dvöl á góðum hótelum með morgunverði og kvöldverði. Islenskur fararstjóri. Hægt að framlengja með vikuferð tU Egyptalands. //Ærtour (Flugferöir) AOalstræti9 — Simar 15331 og 10661. VERÐ KR. 23.840.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.