Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 4
4 DV. LAUGARDAGUR 22. JANUAR1983. Prófkjör Framsóknar- flokks á Vestfjörðum —frambjóðendur kynntir Prófkjör framsóknarmanna í Vest- f jarðakjördæmi fer fram dagana 29. og 30. janúar. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum stuðningsmönnum Fram- sóknarflokksins sem ekki eru flokks- bundnir í öðrum stjórnmálaflokkum og ná 18 ára aldri á árinu. Urslit prófkjörsins er ekki bindandi. Kjördæmissamband framsóknar- manna á Vestf jörðum mun ganga end- anlega frá listanum. Kosið verður í húsnæði framsóknar- félaganna á hverjum stað þar sem slíkt húsnæði er fyrir hendi. Nánar verður auglýst á götuspjöldum og í heimablöðum um kjörstaði. -ás. Benedikt Kristjánsson: Samgöngur erfiðar össur Guðbjartsson: Verðbólgan verði kveð- in niður „Þaö er að mörgum málum að hyggja hérna í kjördæminu.” segir Benedikt Kristjánsson kjötiönaöar- maöur. „Samgöngur eru slænuir og þá einkum innan kjördæmisins, þó bjartara sé útlits í þeim málum en oft áður. Minnkandi atvinna í kjördæminu er áhyggjuefni og huga veröur að nýjum atvinnugreinum. Þaö verður að viðurkenna að atvinna fer minnkandi og sporna við því. Vestfiröingar segja oft að fiskvinnsla og sjósókn sé þeirra stóriöja en samt hafa þeir boriö skarðan hlut frá boröi í þeim efnum. Og í beinu framhaldi af minnkandi at- vinnu hefur verið töluvert um að fólk flytji úr kjördæminu. Þarna verður aö gera átak. Við megum heldur ekki gleyma að orkuverð er mjög hátt á Vestfjörðum þó verö til smásöluaðila hafi eitthvað lækkað undanfariö. Þetta eru þau helstu mál sem þarf að takast á við.” Bendikt Kristjánsson fæddist 1952 og starfar sem kjötiönaðarmaður hjá Einari Guðfinnssyni hf. Hann var varabæjarfulltrúi á Bolungarvík 1978—82 og bæjarfulltrúi og bæjarráðs- maður frá 1982. Hann er kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö böm. -ás. Sveinn Bernódusson: Vestfirðingar geti komið upp iðnaði „Stefnumál okkar f ramsóknar- manna á Vestfjörðum liggja á borðinu. Efst á baugi eru auðvitaö byggða- og atvinnumál og þá sérstaklega málefni sjávarútvegsins og iðnaöarins,” segir Sveinn Bemódusson járnsmíðameist- ari. „Mín stefnumál em meðal annars að halda fjármagninu í byggðunum. Það er aldrei horft til þessa svæðis er setja á niður stór iönfyrirtæki á lands- byggðinni, og það er mjög bagalegt. Við erum kannski ekki of hrifnir af stóriöju en við viljum aö okkur verði gert kleift með viðráðanlegu raf- magnsveröi að koma upp iðnaði hérna. Nú, kjördæmamálið er okkur ofarlega í huga. Við viljum fá að vita hvaö við eigum að fá í staöinn er þingmönnum Reykjavíkur og Reykjaness verður fjölgað. Og að síöustu held égað bættar samgöngur í kjördæminu séu ákaflega brýnt mál.” Sveinn Bernódusson fæddist árið 1953, er jámsmíðameistari að mennt og starfar á Bolungarvík. Hann á sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaöur Framsóknarfélagsins á Bolungarvík 77—79. Hann er kvæntur Sigríði Káradóttur og á 2 börn. „Min stefnumál em auðvitað í takt við höfuðstefnumál Framsóknar- flokksins í stórum dráttum,” seg- ir Össur Guðbjartsson bóndi „Samgöngumálin em þau mál sem efst eru á baugi hjá okkur nú, þegar ekki er hægt aðkomast bæjarleiö. Hér í nágrenni Patrekstfjaröar virðast snjó- ruðningstæki hjá Vegagerðinni vera af skomum skammti og væri mikil bót aö því aö koma upp betri tækjakosti. Mikil mismunun á sér stað eftir því hvar menn búa á landinu sem felst í því að litlu er varið í að halda sam- gönguleiöum greiöum í afskekktum byggðarlögum. Af öömm málum hér í kjördæminu vil ég nefna menntunar- málin en það er umhugsunarvert að víöa er skólahald í gmnnskóla aöeins 3 og hálfur mánuður á meöan þaö er 9 mánuðir þar sem best gerist. Nú, að málum kjördæmisins slepptum vil ég nefna veröbólguna sem brýnasta málið. Hana veröur að kveða niöur en þó veröur aö fara með gætni og gæta þess að atvinnuvegir stöðvist ekki. ” Ossur Guöbjartsson fæddist 1927 á Láganúpi í Rauðasandshreppi og stundar þar nú búrekstur. Hann er kvæntur og á 5 böm. -ás. Magnús Reynir Guðmundsson: Legg á- herslu á ^ flugmálin „Persónulega tel ég atvinnumálin vera númer eitt,” segir Magnús Reyn- ir Guðmundsson bæjarritari. „At- vinnulífiö í kjördæminu er of einhæft. í sjávarútvegi þarf að huga að nýjum viöhorfum og skoða mábn með tilliti til nýrra viðhorfa og upplýsinga. Sam- göngur em langt frá því að vera nógu góðar. Bæta þarf samgöngur innan kjördæmisins og til höfuöborgarinnar, enginn varavöllur er fyrir Isafjörö og svo má lengi telja. Ég legg mikla áherslu á flugmálin og úrbætur í þeim efnum. Menn hafa talaö um aö koma upp Vestfjarðaskipi og tek ég undir þaö því þar kæmi öragg samgönguleið til, þó gamaldags sé. Undanfarin ár hefur ýmislegt þokast í framfaraátt og má nefna í menntamálum tilkomu Menntaskólans. En nú þurfum við að huga að fjölbrautakerfinu. Almenna þjónustu, svo sem verslun, þarf að bæta. Dreifbýlisverslunin á við vanda að stríða og situr ekki við sama borö og verslun á höfuöborgarsvæöinu. Þetta verður aðbæta.” Magnús Reynir Guðmundsson fædd- ist 1944 og hefur verið bæjarritari á Isafirði í 12 ár. Hann er kvæntur Guörúnu Gunnarsdóttur og eiga þau 4 böm. Guðmundur M. Kristjánsson: Leysa vanda undirstöðuat- vinnugreina „Að okkur Vestfirðingum snúa fyrst og fremst samgöngumálin, þar veröur að gera mikið átak,” segir Guðmundur M. Kristjánsson stýrimaður.” Ég hef engan stóran óskalista, en vil styðja öll góð mál. Þaö er ljóst að tryggja verður rekstur undirstöðuatvinnugreinanna og leysa vanda útgerðarinnar. Það mál er eitthvað komið á rekspöl þó ef til vill takist ekki að leysa vanda allra út- gerðarfyrirtækja í bili. Jafnhliða þessu veröa þeir ráðamenn sem með þessi mál fara að leysa vanda sjómanna, þeir hafa orðið fyrir jafnmikilli tekju- skerðingu og útgeröarmennirnir. Mér sýnist- núverandi sjávarútvegsráö- herra skynja þetta og vona að hann beiti sér fyrir þessu. Ég held að þessi mál séu að falla í réttan farveg og vona að sjómenn fylki sér um hann. ” Guömundur M. Kristjánsson fæddist árið 1956 í Bolungarvík og hefur búið þar alla ævi. Hann hefur verið sjómaöur síðastliðin tíu ár og tók stýri- mannapróf 1977. Hann er nú stýrimaö- ur á Guðbjarti frá Isafiröi. Kvæntur er hann Kristínu Arnardóttur og eiga þau 2böm. ás Steingrímur Hermannsson: Mun vinna að fram- faramálum „Mín stefna gagnvart kjördæminu er í almennum oröum að vinna að framgangi þeirra mála sem stuöla aö framfömm í kjördæminu og bæta mannlífið þar,” segir Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráöherra. „Ég þarf ekki aö rekja mín störf í sjávarútvegsmálum og samgöngu- málum en Vestfirðir eru sjávarútvegs- og dreifbýliskjördæmi og þau snerta því kjördæmið mjög mikið. Eg mun sem fyrr vinna að framgangi byggða- stefnu. Ég hef gefið kost á mér í próf- kjörið og mun ekki gefa framsóknar- mönnum á Vestfjörðum nein einstök loforð en lofa aö vinna að framfara- málum eins og kraftamir leyfa fyrir kjördæmið og íbúa þess. Kjósendur þekkja mín störf og munu greiða at- k væði með hliðs jón af þeim. ’ ’ Steingrímur Hermannsson fæddist árið 1928 í Reykjavík. Hann nam verk- fræði og lauk M.S. prófi í greininni 1952. Árið 1957 varð hann framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Á þing var hann kjörinn 1971. Hann varö ráðherra 1978—1979 og hefur veriö sjávarútvegs- og samgönguráðherra síðan 1980. Steingrímur hefur verið formaöur Framsóknarflokksins frá 1979. Hann er kvæntur Eddu Guðmundsdóttur og eiga þau2böm. ás Ólafur Þórðarson: Hafnaði viðtali DV hafði samband við Olaf Þórðar- son, alþingismann og bauö honum við- tal í prófkjörskynningu. Ölafur vildi ekki fallast á það form sem DV bauð upp á og hafnaöi viðtali. ás Magdalena Sigurðardóttir: Aukna fjöl- breytni í at- vinnulífið .díelstu stefnumál mín tengjast öll lífinu og búsetu á Vestfjöröum,” segir Magdalena Sigurðardóttir húsmóðir. „Það er erfitt að nefna eitt mál öðm fremur því þetta er allt hvað ööru tengt. Ofarlega í huga er vitaskuld að vinna aö aukinni fjölbreytni í atvinnu- lífinu, því allt byggist á því að atvinnu- málin séu í góðu lagi. Skólamál í dreif- býli, og einkum í eins landfræðilega erfiöu héraði og Vestfirðir eru, em erfiö og krefjast mikillar vinnu. Jafn- réttismál þegnanna í landinu skipta okkur Vestfirðinga miklu. Ræktun og náttúruvernd má heldur ekki van- rækja. Og hér á Vestfjörðum eru sam- göngumálin stórmál og þeim þarf aö sinna mjög vel, enda ekki hlaupið á millistaðahér.” Magdalena Siguröardóttir fæddist árið 1934 á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Hún hefur starfaö sem húsmóöir og haft afskipti af félagsmálum. Hún á sæti í miðstjóm Framsóknarflokksins og stjórn kjördæmisráðs flokksins. Hún er formaöur Skógræktarfélags Is- firöinga. Magdalena er gift Oddi Pét- urssyni bæjarverkstjóra og eiga þau 7 böm. ás Gunnlaugur Finnsson: Atvinnu- málin ekki glæsileg „Atvinnumálin í fjórðungnum og félagslega hliðin em mér ofarlega í huga,” segir Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kaupfélagsstjóri. „Ég get ekki tekið eitt mál sem forgangsmál en atvinnumálin og samgöngumálin þarfnast mikillar athygli. Þaö kreppir að okkur Vestfirðingum í samgöngum og þessa dagana verður maður sér- staklega mikið var við hversu vanbún- ir tækjum við erum til að halda samgönguleiðum opnum. Nú, þróunin í atvinnumálum er óneitanlega ekki glæsileg. Vestfirðingar byggja mikið á sjávarútvegi og fiskvinnslu og þó togaraútgerðin standi í stað er alvar- legt aö samdráttur skuli vera í vertíðarbátaútgerðinni. Hér er ekki gert ráð fyrir öðrum atvinnugreinum og iðnaður því miður hverfandi í kjör- dæminu.” Gunnlaugur Finnsson fæddist áriö 1928 og hefur alla tíð búiö á Hvilft í önundarfirði. Hann var alþingismaöur 1974—1978 og tvö síöastliöin ár hefur hann verið kaupfélagsstjóri samhliða búskap. Kvæntur er hann Sigríði Bjarnadóttur. ás. Magnús Björnsson: Ísland berj- ist fyrir afvopnun „Mín pólitísku markmið em að stuðla að framgangi Framsóknar- flokksins og stefnu hans,” segir Magnús Björnsson útibússtjóri. „Og jafnframt aö standa vörð um hinar dreifðu byggðir landsins. Vinna verður kröftuglega aö atvinnuuppbyggingu um allt land. Almennt séð er ég hlynnt- ur félagslegri uppbyggingu og rekstri fyrirtækja. Ég vil aö sveitarfélögin hafi meiri ákvörðunarrétt í eigin mál- um, en ekki sé gripið fram í fyrir þeim með lagasetningu í þeirra eigin mál- um. Ég er friðarsinni og vil vinna að því að tslendingar berjist á alþjóða- vettvangi fyrir afvopnun. ’ ’ Magnús Björnsson fæddist árið 1954. Hann nam viö Verslunarskóla Islands aö loknu skyldunámi og lauk verslunarprófi þaöan 1973. Aðalstarf hans síðan hefur veriö við kaupfélagið á Bíldudal, en hann er útibússtjóri þess. Magnús varkosinní hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps 1978 og hefur verið oddviti þar síöan 1979. Magnús er trú- lofaður og á eitt bam. ás. Sigurgeir Magnússon: Samgöngu- jfl málin ofar- l^fli lega í huga „Á þessu svæði em samgöngumálin ofarlega í hugum manna,” segirSigur- geir Magnússon útibússtjóri. „Mennta- málin í héraöinu þarfnast úrbóta og þá einkum í suðurfjórðungnum. Þaö er staöreynd aö þaö er mikill munur að þurfa að kosta nemendur í aðra lands- hluta í framhaldsnám. Ærið verk er að vinna í landsmálunum og greinilegt að margt er viö að glíma í framtíðinni. At- vinnumálin, jafnt í héraðinu sem á landinu öllu, þurfa veralegrar að- hlynningar við. Þaö má segja aö á Patreksfiröi sé ástandiö viðunandi, þó ekkert meira en þaö. En vissulega er það ekki æskileg þróun á staö þar sem áður vom 10 vertíðarbátar skuli aðeins vera fimm eftir. Á sama staö þar sem allt byggist á sjávarútvegi er þetta ekki líklegt til aö efla atvinnu.” Sigurgeir Magnússon er Vest- firöingur að uppmna og er fæddur árið 1936. Hann vann frá fyrstu tíð almenn sveitastörf, sneri sér síðar að kennslu og réöst til Samvinnubankans 1966. Hann er nú útibússtjóri bankans á Patreksfirði. Hann átti þar sæti í hreppsnefnd 1974—1982. Kvæntur er hann Kristínu Þorgeirsdóttur og eiga þau3böm. -ás. Verkamannaféíagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir 1983 liggja frammi á skrif- stofu Hlífar frá og með mánudeginum 24. jan. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, fyrir kl. 17 föstudaginn 28. jan. og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlifar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.