Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 12
12 DV. LAUGARDAGUR 22. JANUAR1933. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 94. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Kapalhraun 16 Hainarfirði, þingl. eign Vélsmiðju Orms og Víglundar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 26.1. 1983, kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 94. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Þrúðvangur 4, Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Rúnars Jónsson- ar, fer fram eftir kröfu Kristins Sigurjónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26.1.1983, kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 52., 57. og 62. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Melabraut 63, Seltjarnarnesi, þingl. eign Kristjönu Isleifsdótt- ur, fer fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og Björns 0. Hallgrímssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 25.1.1983, kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56», 59. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hegranes 29, Garðakaupstað, þingl. eign Elsu Sigurvinsdótt- ur, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóös, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Guðjóns A. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 25.1.1983, kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 27., 31. og 37. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Bröttubrekku 4, þingl. eign Jóhanns Boga Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 26. janúar 1983, kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 85. og 86. tölublaði Lögbirtingabiaðsins 1981 á Nýbýlavegi 53, þingl. eign Sigurðar Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. janúar 1983, kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 81. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á Fögrubrekku 31, þingl. eign Eggerts Kr. Jóhannessonar og Guðrúnar Brynjólfsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. janúar 1983, kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 63. og 66. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á Furugrund 22 — hluta —, þingl. eign Theodóru Gunnarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. janúar 1983, kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 82. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Þverbrekku 2 — hluta —, þingl. eign Róberts Róbertssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. janúar 1983, kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 105. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Furugrund 70 — hluta —, þingl. eign Péturs Þórssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. janúar 1983, kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 63., 64. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Skeifu v/Nýbýlaveg, þingl. eign Kristínar Viggósdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. janúar 1983, ki. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Menning Menning Menning Óhéf§ ævi Bókin er vara. Hvað sem er í aðra tíma árs fer það ekkert á milli mála á kauptíðinni um jólin. Og það er svo að sjá sem í vetur hafi fleiri bækur komið út á jólamarkað en nokkru sinni fyrr. Alltaf þetta 400—500 rit, ef allt er talið, og þar af aö minnsta kosti þriöjung- urinn barnabækur. Raunar hefur bókaútgáfa farið sívaxandi hér á landi nokkur undanfarin ár, allt að því tvöfaldast á áratug eða svo, og verður ekki betur séð en útgáfa á almennum markaöi haldi sínum hlut fyllilega í út- gáfuaukanum, þrátt fyrir vaxandi bókaútgáfu til margvíslegra sérnota. Og allur þorrinn af því sem út er gefiö á almennan bókamarkaö kemur að vísu út að haustinu og til jólanna. Einhvern veginn finnst manni það eins og hálf-ósennilegt að á sama tíma og bókaútgáfa eykst svo mjög fari bók- lestur í raun og veru minnkandi á meöal landsmanna. Þrátt fyrir ótaldar hrakspár í þá veru, nú síðast í tilefni af svonefndri vídeóvæðingu. Tværá mann Allt að því 300 rit á almennan markað á meöal fullorðinna lesenda, allt að því 200 rit, stór og smá, handa börnum, það er ekki lítið þegar allt kemur saman. Ef gert er til gamans ráð fyrir því aö af hverju útgefnu riti seljist til dæmis 1000 eintök eru það alls meira en tvö seld eintök á hvert mannsbarn í landinu. Þetta er ekki lítið, allra síst ef bóksalan fer að mestu leyti fram á nokkrum vikum, fáeinum dögum aö haustinu og fyrir jólin. En viku af nóvember virtist mér aö bóka- útgáfan væri ekki ýkja langt á veg komin í búöunum, viku af desember hafa á hinn bóginn flestar væntanlegar bækur verið fram komnar, þótt jafnan tínist til eins og ein til viðbótar alla daga f ram á Þorláksmessu. Og þá tekur bóksalan viö. Þaö er samhljóða sögn bóksala og bókaútgef- enda að verulegur skriður komist ekki á bóksölu fyrr en í desembermánuði. I haust birtust í blöðum skrár um sölu- hæstu bækur, sem félag bókaútgefenda lét taka saman viku fyrir viku fram að jólunum, fimm sinnum alls. Eg hef það fyrir satt, að síðasti listinn, sá sem tekur til jólavikunnar sjálfrar, mæli að minnsta kosti tíu sinnum fleiri seld eintök en sá fyrsti. En hverjar skyldu allar þessar bækur vera sem eru gefnar út og seld- ar, keyptar og gefnartil jólanna, og við erum væntanlega að nota okkur og lesa einmitt um þessar mundir? Á kauptíð- inni kemur út bókaskrá, Islensk bóka- tíðindi sem Landsbókasafn og félag bókaútgefenda gefa út, tekin saman í lok nóvember og er því áreiðanlega ekki tæmandi um útgáfuna á jóla- markaö. I fljótu bragði sýndist mér að þar væru taldar 30—40 frumsamdar íslenskar skáldsögur og smásafnasöfn í fyrstu útgáfu og 50—60 þýddar skáld- sögur í fyrstu útgáfu á íslensku. Þá eru ótalin öll önnur skáldrit, frumsamin og þýdd og öll endurútgáfa. Sjálfsagt ekki fjarri lagi að ætla að minnsta kosti helmingur bóka á jólamarkaði sé frumsamin rit og skiptist því sem næst til helminga, skáldrit og annarskonar bókmenntir, en af þýddum bókum sé mikill meirihluti skáldsögur. Kannski allt að því tveir þriðju hlutar útgáf- unnar á almennan markað sé ein- hverskonar skáldskapur. Iðnaður og verslun Utgáfa bóka handa börnum og unglingum hefur vaxið enn örar en önnur bókaútgáfa á undanfömum ár- um. I fyrra hafa útgefin rit á bóka- markaði bama veriö einhversstaðar á bilinu 150—200 talsins, allt aö kalla á jólamarkaöi, og er aö vísu margt smátt meðtalið í öllum þeim sæg. Allur þorri bamabóka er erlendur og þýddur og minnsta kosti helmingurinn „samprentsbækur” sem svoera nefnd- ar: litprentaöar myndabækur í fjöl- þjóölegum útgáfum. Islenskar barna- bækur hafa varla orðiö fleiri en 25—30 í Bókmenntir ÓlafurJónsson fyrra, og ekki fann ég nema 10—15 frumsamdar barnasögur í fyrstu út- gáfu i bókaskránni í haust. Samprentiö er skýrasta dæmi um iðnvæðingu bókaútgáfunnar. Og á- reiðanlega era á meðal þeirra bóka mörg þau rit sem mest seljast; hin stóru upplög eru forsenda samprents- ins, og samprentsbækur sem hér koma út munu allar ganga í tiltölulega mjög stórum upplögum á okkar vísu. Börnin sitja að vísu ekki ein að samprentinu, árlega kemur út f jöldi samprentsbóka stórra og smárra handa fullorðnum lesendum. Rit af þessu tagi hafa eflaust verið vel yfir 100 talsins á bóka- markaöi í haust, ef allt er taliö, stórt og smátt. Vöraeöli bókarinnar, kaupvæöing bókaútgáfu kemur raunar skýrt fram á allri umfjöliun og meöferö bóka á markaði, útgáfu- og söluháttum. I nokkrar vikur komast bækur í tísku og ber þá hátt í f jölmiðlunum, auglýsing- um, fréttum og umræðu um bækur og bókaútgáfu, samtímis því að búðirnar fyllast. Það veit að vísu enginn hvaða samsvörun er á milli kynningar og sölu einstakra bóka, en hitt er víst að þáttur fjölmiðlanna, öll þeirra stórtæka bók- menntakynning á kauptíðinni, er út- gáfunni nauðsynleg við okkar sölu- hætti: auglýsingamar, fréttirnar og umræöan ómissandi til þess eins að vekja athygli á hverri tiltekinni bók, aö Vinsælustu bækur 1982 (raöað eftir stafrófsröð). Albert eftir Gunnar Gunnarsson Bréfin hans Þórbergs eftir Hjört Pálsson Dauöafljótið eftir Alistair MacLean Hverju svarar læknirinn eftir Claire Rayner og Bertil Mártenson I landi auönar og dauða eftir Hammond Innes I kvosinní eftir Flosa Olafsson Jólalögin í léttum útsetningum eftir Jón Þórarinsson Krydd í tilveruna eftir Olaf Ragnarsson og Axel Ammendrup Kvistir í Ufstrénu eftir Arna Johnsen Landiö þitt eftir Þorstein Jósepsson Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson Riddarar hringstigans eftir Einar Má Guömundsson Seld noröurljós eftir Björn Th. Björnsson Æviminningar Kristjáns Sveinssonar eftir Gylfa Gröndal Barnabækur 555 gátur eftir Börge Jensen Gilitrutt eftir Brian Pilkington Hin f jögur fræknu og blái demanturinn eftir Georges Chaulet Leikir fyrir alla eftir Niels EbbeiBindslev Lukku-Láki: Sara beinharöa eftir Morris, Fauche og Leturgie Mömmustrákur eftir Guðna Kolbeinsson Svalur og félagar: Móri eftir Fournier Þrautir fyrir börn eftir Werner Nielsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.