Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1983, Page 13
DV. LAUGARDAGUR 22. JANUAR1983. 13 Menning Menning Menning BL — -. m ‘ hún sé á markaði. Hætt er viö að þær týnist meö öllu sem afskiptar veröa og útundan í fjölmiölunum og þar meö umræðunni. Fréttnæmi bóka viröist annars eink- um ráöast af tilætluðu sölugildi þeirra, eins og best sést á bóksöluiistunum sem blööin birta fyrir jól. Fyrir utan lista bókaútgefenda komu samskonar sölulistar, sem blööin létu sjálf taka saman, þrisvar sinnum í DV og fjórum sinnum í Tímanum, allir byggöir á upplýsingum úr bókabúöum á víö og dreif um landiö og þar á meðal öllum stærstu bókaverslunum aö sögn. Hvaö skyldu þessir listar segja sem mark er á takandi um bókamarkaö og bóksölu? Mikiö, meira, mest Á öllum listunum sameiginlega var alls getiö um 32 rit, þar af átta bama- bækur. Nokkrar bækur eru sameigin- legar á öllum listunum og varanlegar á þeim, koma fyrir í hvert skipti sem listi var birtur í einhverju blaöinu eöa þeim öllum. Þetta sýnir í öUu falli al- mennan áhuga á bókum sem snemma voru út komnar. Ennfremur má ætla aö síðustu listamir, eftir aö skriöur er kominn á bóksölu, og þá einkum síöasti Usti bókaútgefenda, sýni mjög verulega sölu þeirra bóka sem þar er getið og síðar komu út. Ég forvitnaöist hjá nokkrum helstu útgefendum sem bækur áttu á listun- um um upplag og sölu þeirra. Nú liggja engar endanlegar sölutölur fyrir enn- þá, en í öllu falli er vitað um útgefiö upplag og dreifingu bókanna. Og ætla má aö einmitt þessar bækur, sem svo mikla athygli vöktu á jólamarkaöi, eigi ennþá verulegar söluvonir eftir að kauptíð er lokið. Raunar töldu útgef- endur ýmsa vankanta á sölulistunum og nefndu ýmis dæmi bóka sem álíka seldust og aðrar sem þar er getið. Eitt dæmi kom f ram um bók sem selst hafði á viö þaö sem mest gerist án þess aö koma fram á neinum sölulista, en annars staöfestu upplýsingar útgef- enda í aðalatriðum þaö sem fram kom á listunum um fáeinar söluhæstu bæk- urnar. Eftir þessum heimildum, bóksölu- listunum og upplýsingum útgefenda, er sem sé unnt að hætta á ágiskun um nokkrar „vinsælustu bækur” á jóla- markaðnum í vetur, eins og gert er á meöfylgjandi lista. Þar eru taldar 22 bækur alls sem viröast hafa selst í upplagi sem nemur frá 3000 og upp í 9—10.000 eintök. Engin þeirra bóka sem hér er getið kom út í minna upplagi en 3000 eintökum. Þrjár voru gefnar út í 10— 11.000 eintökum, fjórar í 6—8000, sjö í 5—6000, en átta í 3—5000 eintökum. Um fáeinar bækur var þess getiö aö þær væru meö öllu þrotnar hjá forlaginu, aörar aö afgangur upplags ætti vísa söluvon á næstunni, nokkrar aö forlag kysi aö eiga þær í stóru upplagi vegna langtíma-sölu. Þaö má ímynda sér aö á listanum komi fram nokkrar, þetta 5—10, bækur sem allra best seldust áriö sem leið. En listi sem þessi veröur auövitaö aldrei tæmandi um allar bækur sem viðlíka sölu ná og ýmsar aörar bækur á listan- um, eöa svosem 3—5000 eintökum. Þaö má til gamans gera ráö fyrir aö helm- ingi fleiri bækur en hér er getið nái „mestu sölu” árlega, gangi út á út- gáfuári eöa í einni sölulotu út í 3000 ein- tökum eöa þaðan af stærra upplagi. Þaö væri þá um þaö bil tíundi hluti allr- ar útgáfunnar á almennan markaö. Og þær bækur eiga að vísu aö bera kostnaö af hinum sem ganga meö tapi. Einn útgefandi sem ég ræddi viö taldi aö af útgefnum bókum skilaði aö minnsta kosti helmingur þeirra aldrei til fulls öllum tilkostnaöi. Lifað loknu þessu? Hvað segir listinn um bókmennta- smekk og bókmenntanot? Kannski best aö spá sem fæstu um þaö. Aö vísu vekur athygli hve fátt er um skáldskap þrátt fyrir þaö (nema þaö sé vegna þess) hve margt kemur út af skáldrit- um: aðeins fjórar skáldsögur, tvær eftir unga íslenska höfunda, en tvær þýddar eftir velmetna afþreyingarhöf- unda. Fjórar eru safnrit, handbækur og uppsláttarrit, þar af ein samprents- bók. En sex eru ævisögur, endur- minningar og samtalsþættir. Þar af er raunar aðeins ein „frumsamin” í þeim skilningi aö höfundur hennar sé einn um sína hitu. I öllum hinum færa höfundar í letur frásagnir annarra manna. Og þrjár þessar bækur voru upphaflega samdar og aö meginefni birtar í blööumeöa útvarpi. Af barnabókum eru þrjár sam- prentsbækur, ein innlend myndabók, en þrjár eru erlend safnrit um gátur, leiki og þrautir, þýddar og staöfæröar og með aöfengnu myndefni. Aöeins ein frumsamin barnasaga á meðal söluhæstu bamabóka. Hvað þá um smekkinn? Það veröur víst hver aö meta fyrir sig. Fyrir mína parta er þaö frekar óskiljanlegt aö blaöaviötöl eftir Árna Johnsen skuli veröa meö eftirsóttustu bókum á markaöi. Og þó síst skiljanlegra aö svo dauðans simpill reyfari sem Dauða- fljótiö eftir Alistair MacLean sé sú skáldsaga sem flestir landsmenn þrá að eignast og lesa á jólunum. Hitt er gaman aö tvö þjóöskáld, hvort úr sinni kynslóð, skuli hér komin á met- sölulista: þaö efast ég um aö hafi hent þá Einar Benediktsson eöa Þórberg Þórðarson á meöan þeir voru sjálfir á dögunumaösemja og yrkja. Að bókakauptíð liöinni tekur lestr- artími við. Þarflaust aö spá neinu um þaö hvaö af þessum bókum á lífiö framundan aö honum liðnum, á meðal nýrra lesenda. Og samastaö um síðir á meöal varanlegra bókmennta. Þaö er mörg bókar ævin. Og óhófs ævi einatt skömm. SNYRTIFRÆÐINGAR ATHUGIÐ EIIMSTAKT TÆKIFÆRI Til sölu snyrtistofa og verslun í fullum rekstri í leiguhúsnæöi á besta stað í Keflavík. Hentugt fyrir eina til tvær konur. Hagstæöir greiösluskil- málar. Nánari upplýsingar gefnar í síma 92-3676. SKILTI Falleg, útskorin skilti á húsid, sumarbústadinn eda bátinn. Úrval trjá- tegunda. Sendid „nafnid” og vid gerum tilboö Siðumúla 33, sími 82201, Box 117,101 Reykjavik. BMW 520i 1982 BMW 316 1981 BMW520 1980 BMW 316 1979 BMW 518 1982 BMW 316 1978 BMW 518 1980 BMW 315 1982 BMW 323i 1981 BMW 323í 1979 RENAULT 9 GTS 1982 BMW 320 1982 RENAULT 20 TS 1979 BMW 320 1981 RENAULT 20 TL 1978 BMW 320 1980 RENAULT 12 TL 1978 BMW 320 auto 1977 RENAULT 12 TL 1977 BMW 320 1977 RENAULT 12 TL 1975 BMW 318í 1982 RENAULT5TL 1980 BMW 318i 1981 RENAULT 4 TL 1980 BMW 318 1978 RENAULT 4 van F6 1980 BMW 316 1982 RENAULT 4 van F6 1979 OPIÐ LAUGARARDAG FRÁ KL. 1-6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 SÝNUM OG SELJUM GOTT ÚRVAL AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM í DAG FRÁ KL. 10-4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.