Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 10
10 DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. Svipmyndir frá uppfærslu skólapiita á Útiiegumönnunum árið 1962 Hópurinn samankominn. Frá vinstri: Sigurður Þorsteinsson, Magnús Jóhannsson, Gunnar Jónsson, Ólafur Daviðsson, Þórður Ásgeirsson, Þorbjörn Broddason, Þór Sigurbjörnsson, Gunnar Gunn- arsson, Ólafur Gislason, Böðvar Guðmundsson, Ólafur Ragnar Grimsson, Kristján Ragnarsson, Helgi Haraldsson, Einar Bollason, Sverrir Hólmarsson, Njáll Sigurðs- son, Ólafur Oddsson, og Baldvin Halldórsson. Sigurður i Dal og Jón sterki: Ólafur Oddsson og Einar Bollason. ■ Skugga-Sveinn og Ketill skrækur: Böðvar Guðmundsson og Ólafur Gisla- son. Útilegumennirnir sjálfir. Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Böðvar, Ólafur og Kristján Ragnarsson. Þjjóðshttldid nuíthías og Frmntíðin — sutfí frtt þvíhvernitf littnn vttrð óbeint vttldur ttð hnútukusti skóltipiltu Lærðtt skólttns otf fleiru.... „Á burt, á burt með Bjamaröld og búum henni kvöld ” sungu skólapiltar Reykjavíkurskóla í ávarpi til Framtíð- arinnar, félags þeirra, á fyrsta al- menna félagsfundinum sem haldinn var fyrir réttum hundrað árum. Framtíðin var stofnuð upp úr tveim- ur félögum skólapilta: Bandamanna- félaginu, fyrsta málfundafélagi Reykjavíkurskóla, stofnaö árið 1875, og Ingólfi, stofnað árið 1878 af brott- viknum félögum úr Bandamannafélag- inu. Ingólfur starfaði meö sama sniði og Bandamannafélagið. Framtíðin skyldi einkum vera bók- menntalegt (litterært) félag. Það átti því að verða eins konar klúbbur sem héldi fundi ööru hverju til þess aö kynna verk félagsmanna. Nær allir skólapiltar voru í félaginu í byrjun, og það mátti því kallast allsherjar skóla- félag. Þótt mjög skýrt væri kveðið á um starfssvið og markmið Framtíðarinn- ar, það er að segja, að félagið skyldi veita piltum hvatningu til ritstarfa svo og þjálfa þá í ræðumennsku og rök- rænni hugsun, slettist alloft upp á vin- skapinn. Þá féllu þung orð og stór, hnútur flugu um borð og flokkadrættir fylgdu í kjölfarið. Þetta var einkum á fyrstu áratugum félagsins. Eins og kunnugt er hélt Menntaskól- inn í Reykjavík hátíðlegt aldarafmæli Framtíðarinnar á dögunum. Við rifj- umupp eilítiðúrstarfinu. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Eitt deilumál sem kom upp var býsna léttvægt, en þar sannaðist hið fornkveöna, að oft veltir lítil þúfa þunguhlassi. Það var árið 1915, nánar tiltekið á skólafundi þann 9. nóvember, að sam- þykkt var að senda þjóöskáldinu Matthíasi Jochumssyni heillaóska- skeyti á áttræðisafmæli hans 11. nóvember. Upphafsmaður þessa mun hafa verið Brynleifur Tobíasson, sem þá varnýkominn í 4ða bekk skólans frá Akureyri. Hann var þá 25 ára gamall og hafði bæði búfræðipróf og kennara- próf. Á skólafundinum var kosin þriggja manna nefnd til þess að semja símskeytið og sátu í henni þeir Bryn- leifur, Kristján Aibertsson og Valtýr Blöndal. Nefndin samdi langt og mikið skeyti sem lesiö var upp á skólafundi að morgni afmælisdagsins. Síðar kom i ljós að ekki haföi verið einhugur í nefndinni um skeytið og að Kristján Al- bertsson haföi samið það einn. Brynleifur Tobíasson hafði hins vegar samið stutt skeyti á latínu og fannst honum skeyti Kristjáns allt of langt og mærðarfullt. Það hljóðaði svo (örlítiö stytt): „Nemendr Hins almenna mennta- skóla í Reykjavík hafa valiö oss undir- ritaða úr sínum hóp til þess að flytja þér, skáldkonunginum áttræða, samfögnuð vor allra, þakkir og afmælisóskir. Vér samgleðjumst þér, sem í dag getr litið yfir óvenjumikið og fagrt æfistarf; þér, sem spenntr megingjörðum mælsku, óðsnilli og andagiftar, hefr um hálfrar aldar skeið verið stórvirkasti andinn í bók- menntum vorum, fjörmesti aflgjafinn í andans lífi þjóðarinnar. Vér tökum undir þær þakkir, sem hljóma til þín frá allri þjóðinni í dag. Þú hefr sungið og kveðiö inn í hug hennar þrótt, fjör og fegrð, bjartsýni, trú og alvöru. Þú hefr snortiö þjóölegustu strengina í brjóstum hennar. Þú hefr yljaö henni við minningar bestu sona hennar, látið þá endrrísa fyrir sjónum hennar í fjör- logum skáldgáfu þinnar. Þú hefr sung- .ið harminn úr hugum syrgjenda. — Þú hefr flutt þjóðinni ódáinsmál æðstu skáldsnillinga heimsins betr en nokkr annarr. Vér óskum þess, aö æfikveld þitt verði eins fagrt eins og þakkimar eru hlýjar, sem streyma til þín frá hjörtum þjóðarinnar í dag.” Svo mörg voru þau orð og því kannski ekki að undra þótt sumum þættu þau allmærðarfull! Skeytamálið réð úrslitum í forsetakjöri! Undir þetta skeyti skrifuðu nefndar- menn nöfn sín fyrir hönd nemenda Hins almenna menntaskóla í Reykja- vík. Aukþessa skeytis varskólafundin- um afmælismorguninn lesið skeyti Brynleifs á latínu, en það var ekki sent. Skeytið var á þessa leið: „Poeta laureate! Studiosi artium scholae Reykjavicensis te salutant hodie regem poetarum Islandorum, gratiam tibi habentis. Gloria tua, poeta, splendida deum et patriam et' veritátem lyra egregia claravit. Poemata tua laudantur. Tota natio Islandica caput tuum lauro coronavit. Vive, honore coronate!” Þetta mun útleggjast einhvem veginn svona í sem stystu máli: Nemendur Reykjavíkurskóla senda þér heiöurskveðjur á þínum heiðurs- degi.Heillþér! Fljótlega eftir sendingu skeytisins fóru menn að deila um það bæði á fund- um Framtíðarinnar og á síöum Skin- faxa. Kristján og Brynleifur skrifuðu báðir greinar um málið og stuðnings- menn þeirra einnig. Steinn Emilsson og Sveinn Víkingur voru á móti Kristjáni Albertssyni, en Lárus Jóhannesson og Magnús Magnússon voru með honum. Stuðningsmenn Kristjáns voru greinilega í meirihluta því að hann var í kjöri til forseta Framtíðarinnar í janúar árið 1916 og sigraði andstæðing sinn, Stefán Jóhann Stefánsson, r.’.eð 32 atkvæðum gegn 16. Sveinn Víkingur segir að kosning þessi hafi veriö rekin meö miklum ákafa og kosningasmalar farið bekk úr bekk meö neftóbaksdósir á lofti. Þeir sýndu mönnum fram á kosti vinar síns og ókosti keppinautar hans. Á sjálfum kjörfundinum mælti fráfarandi forseti (Sigurður Grímsson) með Kristjáni Albertssyni og taldi á honum ýmsa kosti, „bæöi sýnilega og ósýnilega berum augum”. Sveinn Víkingur nebr- ir grein sína Græna frakkann og á þaö að minna á flík eina glæsta sem Kristján Albertsson bar á þessum árum. Þá var hann líka með „lognett- ur” til þess að auka enn á virðuleik- ann. Ekki sat Kristján á friðarstóli sem forseti Framtíðarinnar. I upphafs- ávarpi sínu til félagsmanna ræddi hann nauðsyn þess fyrir unga menn að geta tjáð sig í ræðu og riti. Hlutverk Framtíðarinnar væri aö hjálpa mönn- um í þessum efnum. Kristján nefndi rektor skólans sem dæmi um mann sem ætti erfitt með aö koma fram. Þetta taldi ræðumaður stafa af því aö rektor heföi ekki iðkað íþrótt ræðu- mennsku á skólaárum sinum. Brynleifur Tobíasson gagnrýndi þessi ummæli forseta á næsta fundi og taldi þau ómakleg. Spunnust af þessu harðar deilur með þeim Kristjáni og Brynleifi enda elduöu þeir ætíð grátt silfur upp frá þessu. „Mér leiddist þessi danska „kommindía" "l Þjóðskáldið Matthías varð því óbeint til að valda þeim kryt sem að framan segir. En hann kom meira viö sögu skólans bæði fyrr og síðar! Sjálfursett- ist hann í 3ja bekk Læröa skólans, eins og hann hét þá árið 1859. Tveimur árum síöar, þá í 5. bekk samdi hann í jólaleyfinu leikritið Utilegumennina. Leikurinn var færður upp af presta- skólastúdentum 1862. Leikendur voru allt karlar og fékk Matthías nokkuö góða dóma fyrir leikinn. Þjóðólfur sagði 28. febrúar 1862: „Það var samróma álit allra þeirra, er leik þennan sáu, að fegurðarkostir hans sé margir og verulegir, hvort sem litið er til hugsunarinnar sjálfrar og hins þjóðlega aðalefnis eða til þess, hvemigþvíerskipaðniður....” Sjálfur sagði Matthías aftur á móti um leikinn og viðtökumar í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar, vinar síns: „Eg bjó til eða sullaöi eða skrifaöi saman leikriti í jólafríinu. Það heitir Utilegumennirnir og er í 4 þáttum með ljóðmælarusli hér og þar. Mér leiddist þessi danska „kommindía”, sem grið- konur héma segja, og tók mig því til, og þó þetta rit mitt í raun og veru sé ómerkilegt, gjörði þaö þó hvínandi lukku; ég var æptur fram á scenuna, og klappaði pöbullinn yfir mér, svo að ég varð áttavilltur.” Ólafur Ragnar og Skugga-Sveinn! Þegar liðin voru hundrað ár frá því, að skólapiltur úr 5. bekk haföi samið Utilegumennina eða Skugga-Svein, eins og leikurinn hefur gjarnan veriö nefndur á seinni árum, ákvað Framtíð- in og Listafélagið að efna til hátíðar- sýningar á leiknum í upphaflegri gerð hans. Þetta var árið 1962 og léku skóla- piltar öll hlutverkin alveg eins og verið hafði í fyrstu uppfærslunni. Forseti Framtíðarinnar þetta ár var Olafur Ragnar Grímsson alþingismaður og lék hann Lárenzíus sýslumann. Skugga-Svein sjálfan lék Böðvar Guðmundsson. Aðrir leikarar vom m.a. Ölafur Oddsson menntaskóla- kennari, Einar Bollason kennari, Sverrir Hólmarsson kennari, Þorbjöm Broddason þjóðfélagsfræöingur, Þórð- ur Ásgeirsson lögfræðingur og Olafur Davíðsson hagfræðingur. Leikstjóri var Baldvin Halldórsson. Þótti sýning þessi takast með miklum ágætum. Nú voru stelpur í öllum hlutverkum! Enn vora Utilegumennirnir færöir upp. Þaö var fyrir réttum tíu áram, 1973, á níutíu ára afmæli Framtíðar- innar. Sýning þessi var sérstæð aö því leyti að nú voru stúlkur í öllum hlut- verkunum. I hlutverki Skugga-Sveins var Inga Lára Baldvinsdóttir. Þá fóru Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Guðbjörg Thoroddsen með hlutverk í leiknum svo einhverjar séu nefndar. Þótti þessi sýning ekki síðri en fyrri sýningar. Framtíðin — þjálfunarstöð forystumanna þjóðarinnar Hér hefur aðeins verið minnst á örlítið brot úr sögu Framtíðarinnar sem er með allra elstu félögum á Islandi og skipar veglegan sess í félagsmálasögu Islendinga. Það er án efa elsti stjórnmálaskóli landsins og hefur verið eins konar þjálfunarstöð forystumanna þjóðarinnar í ræöu- mennsku og fundastörfum um langan aldur. Þar stigu margir landsmálafor- ing jar sín f yrstu skref í pontu. Þá vora á blöðum Framtíðarinnar' birt fyrstu ritverk margra okkar bestu skálda, rithöfunda og fræðimanna. Þangað sóttu menn ánægju og góðan félagsskap og fengu verkefni við sitt hæfi. Um Guðmund skólaskáld segir til dæmis í árbókum Hins læröa skóla: „Gaf sig lítiö aö skólamálum ööram en' ritstörfum í Framtíðinni. ” Þá má að lokum rif ja upp orð Hall- dórs Kristinssonar læknis er hann sagðiá 25áraafmælifélagsins: „Enda mun óhætt aö fullyrða aö mjög margir piltar munu álíta stundir þær er þeir hafa lifað í „Framtíðinni” bestu stundir af skólatímanum.” -KÞ tók saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.