Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR5.MARS1983.
Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar
Audi 100:
Fyrirrennari
nýs tíina?
Þegar hinn nýi Audi 100 kom fram á
sjónarsviðið vakti hann gífurlega
athygli. Þar kom fram ný og mjúk
lína, sem spáð hefur veriö aö koma
muni meira og minna fram í öllum
bílum af svipaðri stærð á næstunni.
Þessi sérstaka hönnun Audi gefur
honum lægstu loftmótstööu sem enn
hefur komið fram á fjöldafram-
leiddum bíl eða stuöulinn Cw-0,30.
Þessi stuöull er síðan notaður til að
reikna út raunverulega loftmótstööu
bílsins og þá fæst út hve mörg hestöfl
þarf raunverulega til að koma bílnum
áfram á ákveðnum hraða.
Hvað Audi 100 viðkemur þá næst
þessi lága loftmótstaða með því að
t.d. rúður liggja slétt við yfirbygging-
hingað koma bílamir með fimm
strokka vél, 1,9 lítra sem gefur 100
hestöfl. Síöan er hægt að fá stærri vél
136 hestöfl og eins 2,0 lítra dísilvél.
Audi 100 hefur fengið mjög góða
dóma erlendis fyrir góða aksturshæfni
og hve lítiö heyrist inn í bílinn í akstri.
Aö sjálfsögðu þarf aö reynsluaka bíln-
um við aðstæður hér hjá okkur til að
bera saman erlenda dóma um bílinn
við kröfur íslenskra kaupenda.
I umfjöllun um bílinn í erlendum
blöðum hefur honum verið hælt fyrir
hve rými innan í bílnum hefur verið
bætt, framhjóladrifið gefi góða
aksturseiginleika og hve vel bíllinn sé
útbúinn og sé sem slíkur ja&ifætis
BMWogBenzásumumsviðum. -JR
A bílasýnmgunni hjá Heklu vakti hinn nýi Audi 100 mikla og verðskuldaða athygli enda valinn bíll ársins af mörg-
um bilablöðum.
Loftmótstaðan er sú minnsta er mælst hefur hjá f jöldaframleiddum bil, aðeins 0,30.
AUDI100 — NOKKRAR TÖLUR:
Lengd: 4793 mm
Breidd: 1814 mm
Hæð: 1422 mm
Minnsta hæð frá jörðu: 126 mm
Snúningsradíus: 11,4 metrar. Vökvastýri.
Hjól: 165SR14.
Þyngd: 1145 kg.
Vél: 5 strokka, 1921 rúmsm, 100 hestöfl bhp (74 kW) við 5600 sn. á mínútu.
Gírkassi: 4 gíra meö yfirgír.
Verö: pr. 1.3. ’83: Audi 100 435.000. Audi 100CC 466.000. (Verö er án
ryövarnar og skráningar).
Aukabúnaður: Sjálfskipting kr. 39.000; 136 hestafla vél kr. 23.000. 5
strokka dísilvél kr. 36.000.
Allt er gert til að minnka loftmótstöð-
una.
Að aftan er komið fyrir „spoiler” eða
vindkljúfi undir afturstuðaranum til
að gera bílinn stöðugri.
Utispeglamir eru gerðir þannig að þeir
kljúfi loftið sem léttast.
una, framendinn er lágur og að aftan
er komiö fyrir sérstökum vindkljúfi.
Utispeglar eru sérhannaðir til að
kljúfa loftið með sem minnstri
mótstöðu.
Bíllinn hefur verið gerður mun létt-
ari en eldri gerðin var, þó að hann sé
stærri. Ryðvöm hefur verið bætt veru-
lega, um 30% bílsins em galvaniseruö
og innri bretti era til dæmis úr plasti og
fest með boltum úr ryðfríu stáli.
Á bílasýningu hjá Heklu hf. var Audi
100 sýndur fyrir skömmu. Tvær gerðir
verða á markaði hér, Audi 100 og 100
CC. Þar fyrir utan em tvær gerðir til
viðbótar CS og CD sem eru mun
íburðarmeiri. Bæði er Audi 100 með
fjögurra og fimm strokka vél, en
Alhliða f|öl-
skyldubfll med
miklu plássi
I kjölfar sýningarinnar á þýsku
bílunum hélt Hekla hf. sýningu á
þeim bílum sem þeir selja frá Mitsu-
bishi í Japan. Þar var um f jölbreytta
línu aö ræða, allt frá hinum vinsæla
Colt til Pajerojeppans og nýs fjór-
hjóladrifins „minibus”.
A þessari sýningu var kynntur nýr
Lancer F, sem er framhjóladrifinn
fjölskyldubíll af millistærð. Hér á
landi hefur framhjóladrifið þegar
sýnt ágæti sitt og með þverstæðri
vélinni fæst mun meira fótarými
frammi í.
Farangursrými er mjög mikið, 286
lítrar, og það má síðan auka með því
að fella fram aftursætisbak.annað-
hvort að fullu eða að hálfu og þannig
fá rými fyrir stóra hluti, sem ella
kæmust ekki fyrir. Varadekkið er
fellt niður í gólf farangursrýmis og
þar er einnig aukarými fyrir verk-
færi eða aðra smáhluti.
Fjöðran er sjálfstæð á öllum hjól-
um og tannstangarstýrið ásamt
framhjóladrifinu gefur góða aksturs-
eiginleika.
Ein nýjung, sem fram hefur komið
hjá Mitsubishi, er hið svokallaða
„super shift” eða tvískipting á gír-
kassa. Þetta hefur í för með sér aö
með einfaldri skiptingu er drifhlut-
falli alls gírkassans breytt þannig að
lægra hlutfall er notað í bæjarakstri
en hærra í léttari akstri og úti á
vegum. Þetta hefur verulega spar-
neytniíför með sér.
Mitsublshi Lancer F:
Lancer F, alhliða f jölskyldubill af millistærð.
Að innan er bíllinn vel útbúinn,
sætin góð og klædd með ofnu áklæði.
Mælaboröið er þægilegt og meðal
annars búiö snúningshraðamæli,
sem í æ ríkari mæli ryður sér til
rúms sem „standard” búnaður í bíl-
um, enda ef hann er notaður rétt þá
sparar hann bæði bensín og slit á vél.
Sem alhliða fjölskyldubíll nýtist
Lancer F vel, sérstaklega vegna
mikillar f lutningsgetu.
-JR
Hægt er að leggja niður aHt bak aftursætlsins eða hluta sem gcfur aukna
flutningsgetu.
LANCER F — NOKKAR TÖLUR:
Lengd: 4135 mm
Breidd: 1590 mm
Hæð: 1345 mm
Minnsta hæðfrá jörðu: 170 mm
Snúningsradíus 5,0 m.
Hjól: 155SR13.
Þyngd: 865 kg.
Vél: 4 strokka, 1410 rúmsm, 70 hestöfl DIN (51kW) viö 5000 sn. á mín.
Gírkassi 4 gíra (X2).
Verð: pr. 16.2. ’83: Lancer F 1400 GLX 192.000, Lancer F GLX sjálfskiptur
237.800. (Verð er án ryövamar ogi skráningar.)