Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Page 23
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. Popp Popp 23 Popp náö þeim áfanga aö vera taliö eitt besta live-band í gangi. Og Live Bull- ett er talin ein allra besta live-platan. Síöar á árinu 1976 kom stúdíóplatan Night Moves sem náöi miklum vinsældum og mun nú hafa selst í tæplega4 milljónumeintaka. IX. Fyrir þá sem lítiö þekkja til Bob I. Maður er nefndur Bob Seger. Hann á síðuna í dag. Þó ekki væri nema fyrir nýju plötuna hans, The Distance, sem aö vísu er skráö árs- gömul en er samt sem áður nýkomin út. Annars er Bob, sem hvorki er blóðtengdur Pete Seeger né Bobba á South-Fork, gott dæmi um merkileg- an músíkant sem átti afskaplega erf- itt meö aö afla sér og sínum út- breiddra vinsælda. Bob Seger lét sér í rúman áratug nægja aö spila fyrir aðdáendur sína í iðnaöarborginni skítugu, Detroit, og þeir voru þar ekki svo fáir. Flest lög Segers fóru á topp tíu í Detroit. En hvaö var Detroit miöað viö allan heiminn? II. Bob Seger fæddist áriö 1947. Hvar? Hvernig spyröu? Fer ekki frekari sögum af honum fyrr en um miöjan sjötta áratuginn. Seger, sem alla sína tíö hefur auk þess aö syngja lag- lega leikiö aðallega á gítar en einnig stöku sinnum á hljómborö, stofnaöi fyrstu hljómsveitina sína árið 1964. Hún var nefnd The Last Heard. Tveimur árum síðar lék Seger inn á sína fyrstu smáskífu en ekki lofaöi byrjunin góöu. Á sama tíma og lagið Heavy Music klifraði inn á lista fór plötukompaníiö á hausinn. Eftir þaö tók Bob Seger upp samstarf viö Capitol. Næstu tvö ár komu tvær smáskífur enn undir heitunum 2 + 2 = ? og Ramblin’ Gamblin’ Man. Um þetta leyti tók Seger upp á svipuðum leik og Lónlí Blú Bojs og Stuömenn geröu um áratug síöar. Hann og félagar tóku sér dulnefnið The Beach Bums og gáfu út lagið Ballad Of The Yellow Berets. Tileinkaö grænhúfusveitum fööur- landsins í Víetnam. Eiginlega átti þetta aö vera grínlag. Árangurinn varö sá aö Seger sneri sér aftur aö rokkinu. VII. Stranger In Town hét breiðskífa sem kcm 1978 og haföi Seger þá safnað um sig hópi frægra kappa, meðal annars Eagleskappann Glen Frey og Don Felder. Þaö var þessi plata sem festi Bob Seger og Silver Bullet Band endanlega í sessi fyrir vestan. En Evrópubúar tóku ekki viö sér fyrr en platan ljúfa Against The Wind kom út 1980. Þar voru enn Eaglesmeölimir á feröinni auk sessionhópsins Muscle Shoals Rythm Section sem einnig kom mikiö viö sögu á Night Moves og Stranger In Town. Oggerirenn. VIII. I fyrra sendi Seger og kompaní frá sér aöra tvöfalda hljómleikaplötu undir nafninu Nine Tonight. Fyrir- taksgripur mun hún vera þótt hún færi hér yfir ofan garö og neöan. Og erum viö þá komin aö nýju plötunni The Distance. Sú plata var unnin aö mestu í Los Angeles og naut Seger aöstoöar frægra manna. Fyrstan skal nefna pródúsentinn Jimmi Iovine sem gert hefur góöa hluti meö stórstimum á borö viö Bruce Spring- steen, Tom Petty og Dire Straits. Og á plötunni bregður fyrir vestur- strandargenginu Russ Kunkel, Waddy Waditel og Danny Kortch- mar. Auk hljómborösleikarans nafn- kunna úr E-strætinu hans Spring- steen, Roy Bittan. Er þá ótalinn fyrr- nefndur vöðvagrynningahópur. Ágætur hópur. Bob Seger lætur ekki staðar numiö og aö sögn hefur hann sjaldan eöa aldrei verið betri. III. Fyrsta breiöskífa Bob Segers kom út árið 1969 og hún hét The Bob Seger System. Þar voru honum til aðstoðar Dan Honaker (bassi), Pep Perrine (trommur) og Dan Watson (hljómborö). Sama ár fylgdi platan Noah. Árið 1970 kom Mongrel og 1971 Brand New Morning. Fjórar plötur á þremur árum sem ekki seldust nema á heimaslóöum. Bob Seger var ekki ánægöur með þá útkomu og tók þá ákvöröun aö hætta afskiptum af rokktónlist og innritaðist í framhaldsskóla. IV. Námsáhuginn dvínaði fljótt og lag- línur ásóttu Seger stööugt. Hann sneri aftur og ferðaöist um með dúettnum Teegarden and Van Winke sem ég veit engin deili á. Eitthvaö mun þaö samstarf þó hafa sett svip á fimmtu breiðskífuna, Smokin ’O.P.’s sem út kom 1972. Á þeirri breiðskífu eru lög úr ýmsum áttum (meðal þeirra sem þar eiga lög eru Chuck Berry og Stephen Stills) og aðeins eitt eftir Seger sjálfan. Þótt ekki fyndist frægðin eftirsótta var Bob staöráöinn í aö leggja ekki upp laupana fyrr en leitin bæri árangur. 1973 sendi hann frá sér enn eina breiðskífu sem hét Back In ’72 og frá og með þeim tíma tók frægum nöfnum aö bregöa fyrir kringum Seger. A plötunni þeirri er til aö mynda enginn annar en J.J. Cale. En sjöunda platan, Seven, og sú átt- unda, Beautiful Loser, náðu heldur ekki að slá í gegn. Þær geröu þó sitt til aö þess var ekki langt að bíöa. V. Sama ár og bróðir minn varö ellefu ára, 1974, tók Bob Seger sig til og stofnaði nýja hljómsveit — The Silver Bullet Band. Uppstillingin var þannig: Drew Ábbott (gitar), Alto Reed (blástur og ásláttur), Ric, Manasa (hljómborð), Chris Campell (bassi) og Charlie Martin (trommur). 1975 tók Robyn Robbins stöðu Manasa og 1978 leysti David Teegarden Martin af hólmi. Silfurkúlubandiö kom ekki viö sögu á plötum Segers fyrr en hið tvöfalda live-albúm Live Bullet leit dagsins ljós 1976. Og þar meö björn- innunninn. VI. Bob Seger og félagar slógu loks í gegn í Bandaríkjunum. Stuttu áöur en platan kom út fóru þeir meö Bachman-Tumer-Overdrive í kon- sert út um föðurlandiö og vöktu mikla athygli. Kannski ekki að ósekju því að silfurkúlubandið hefur Seger má nefna aö hann er rokkari af fyrstu gráöu — alvöru rokkari meö hása en aölaðandi rödd og ballööumar hans eru meö þeim fegurri sem heyrst hafa. Sérfræöingar segja músik hans hafa oröið fyrir áhrifum frá Bob Dylan, Rolling Stones, John Fogerty, Bruce Springsteen og fleirum sem ég kann vart aö nefna. Og textahöfundur er hann ágætur — vitnar gjarnan til eigin reynslu og lífshlaups auk þess sem hann stingur á ýmsum kýlum samfélagsins. Nýja platan er til aö mynda tileinkuð f jarlægöinni — ekki síst milli einstaklinganna hér á jörð. En að ööru leyti: bless. -tt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.