Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 15
DV. FÖSTUDAGUR15. APRÍL1983. bíöa aö menn líti til einræöisríkjanna í Suöur-Ameríku og aftur til Islands og greini varla nokkurn mun þar á hvort sem mælt er í lökum lífskjörum, litlu frelsi þegnanna eöa hamfaraverð- bólgu. En Stefán Snævarr lætur sér ekki nægja aö taka þátt í stuldinum, heldur hyggst hann í þokkabót stinga ráns- fengnum ofan í vasa frjálshyggju- manna svo aö þeir sitji uppi meö glæp- inn. En þennan ránsfeng vilja frjáls- hyggjumenn síst af öllu þiggja. Reynsla þeirra af ofurvaldi íslenskra stjórnmálamanna yfir lífi þeirra er ekki slík aö þeir kæri sig um aö fá yfir sig enn voldugri aðila í líki einræðis- herra, enda engin trygging fyrir aö hann misnoti ekki völd sín jafnvel meira en alþingismennimir okkar. Eignarrétt eða örbirgð En hvaö vilja þá frjálshyggjumenn? Þeir vilja búa svo um hnútana að þaö sé tryggt aö stjómmálamenn geti ekki sett almenning í þessu landi undir ein- ræðisstjórn af neinu tagi, hvorki af því tagi aö 60 menn fari sameiginlega meö einræðisvaldið, en þá mynd viröist stjómarfarið á Islandi vera aö taka á sig, eöa aö einn fari meö þaö eins og hjá Pinochet í Chile. Aöalatriöiö í þessu er aö sérhverjum einstaklingi sé tryggt athafnasviö sem enginn annar getur ráöist inn á, hvorki stjórnmála- menn né aðrir. Þetta lágmarksvald- sviö einstaklinga yfir hlutum, hug- verkum, fastamunum og eigin persónu Kjallarinn Arni Thoroddsen og líkama er nefnt eignarréttur og hef- ur hingaö til reynst haldbesta vömin gegn ásælni valdagráðugra stjóm- málamanna. Sú ranghugmynd viröist hins vegar vera aö festa rætur í hugum margra Is- lendinga aö unnt sé aö vinna bug á þeim glundroöa og þeirri upplausn, sem nú hrjáir þjóö vora, meö því aö kalla til hinn „sterka mann”, þ.e. einræöisherra til aö'vinna bug á upp- lausnaröflunum. Slík viöhorf byggjast á miklum misskilningi því aö orsök nú- verandi glundroðaástands er einmitt of mikil völd stjómmálamanna og vandinn felst í því aö þeir hafa fengið upp í hendumar völd til aö taka ákvarðanir um hluti sem þeir hvorki hafa né geta haft þekkingu til aö taka skynsamlegar ákvarðanir um. Aö kalla til einræðisherra meö enn víötæk- ari völd mun aðeins magna vandann og auka glundroöann. Einræðisherrann mun aöeins færa okkur en fleiri Kröflur og Krísuvíkur- skóla, enn fleiri nafnlaus báknmenni falin bak viö rafglampandi tölvu- skerma í háreistum báknhöllum til aö stýra jafnvel fáránlegu$tu smáatrið- um í hversdagslíf i okkar. Einræðið fyllir ekki askana Markaðskerfið eitt megnar aö færa okkur út úr glundroöanum meö því aö setja valdið til ákvarðanatöku í hendur þeirra sem hafa þekkingu til aö taka ákvarðanirnar skynsamlega. Islendingar þurftu margar aldir til að losna undan þeirri eymd og því vol- æöi sem fylgdi einræöisvaldi erlends konungs. Þaö væri ólýsanlegur harm- leikur ef viö þyrftum margar aldir í viöbót til aö læra þá lexíu upp á nýtt sem reynsla okkar af Danakonungi ætti þó að hafa kennt okkur það eftir- minnilega aö viö hefðum náö aö festa okkur hana í minni, en hún er sú að ekki verður einræöiö í askana látiö. Og hiö sama má reyndar segja um eymd- arlega þekkingu og skilning Stefáns Snævars á frjálshyggju, markaðskerfi og lýöræöi. En það er auövitað efni í aðra grein. Árni Thoroddsen. íhaldið ætlar að afnema félags- málapakkana niðurskuröi, aö ihaldiö muni umsvifa- laust grípa til sömu úrræöa, fái þaö til þess styrk og stuðning þjóðarinnar í næstu kosningum. Hafi einhver fram til þessa efast um aö hættan á niðurskuröi félagslegrar þjónustu væri yfirvofandi ætti skýrsla sú sem Verslunarráð Islands sendi frá sér í febrúar sl. að taka af allan vafa í þeim efnum. Verslunarráö Islands, sem er greinilega oröiö eitt aðalvopna- búr frjálshyggjunnar á Islandi, birtir í skýrslu þessari markmið og leiöir frjálshyggjumanna til úrbóta í efna- hagsmálum landsins. Og þar er engin tæpitunga. I skýrslunni er gerð tillaga um aö sjálfkrafa tenging launa viö verðlags- visitölu verði afnumin 1. maí 1983. Þar er m.a. tekin upp tillaga Vilmundar Gylfasonar um vinnustaðastéttar- félög, en slíkt fyrirkomulag er til þess gert og ætlað aö kljúfa núverandi stétt- arfélög í heröar niður. I skýrslunni er lagt til að verkfallsréttur verði verulega takmarkaður og síöast en ekki síst er lagt til aö felld verði úr gildi öll lög sem snerta starfs- og launakjör og gætu verið samningsat- riöi. Þettaafriámfélagsmálapakkanna á að fara franr. 31. október á næsta ári samkvæmt skýrslunni. Hvað felur hótunin í sér? Eins og sjá má af framanrituöu er hér á ferðinni leiftursókn gegn félags- legu öryggi í anda Thatchers og Reag- ans. Til þess aö átta sig á því hvaö hér er aö gerast er rétt aö rifja upp í grófum dráttum þau lög sem snerta starfs- og launakjör, sem Verslunarráð Islands vill nema úrgildi: 1. Tillagan felur þaö í sér að numin veröi úr gildi lög um rétt til uppsagnarfrests og launa í veikinda- og slysatilfellum. Þessi lög voru sett á árinu 1979 sem hluti af félagsmálapakkanum. Þau juku lögbundinn rétt verkafólks í veikinda- og slysatilfellum úr 14 dögum í allt aö 3 mánuðum, auk þriggja mánaöa í vinnuslysum og atvinnusjúkdómum. Lögin juku ennfremur uppsagnarfrest verka- f ólks úr einum mánuöi í 3. 2. Tillaga Verslunarráðs felur í sér aö úr gildi veröi felld lög um afnám eftirvinnu á föstudögum, sem sett voru í byrjun árs 1979. Tillaga Verslunarráös felur væntanlega í sér að felld verði úr gildi lög um ríkisábyrgö á launum við gjald- þrot atvinnurekenda. 3. Tillaga Verslunarráös felur væntanlega í sér afnám laga um ríkisábyrgð á orlofsgreiðslum, sem komiö var á meö breytingu reglugeröar á árinu 1979. 4. Tillagan hlýtur að fela í sér afnám laga um laun sjómanna í veikinda- og slysatilfellum frá árinu 1980. En þau lög margfölduöu rétt sjó- manna í slíkum tilfellum. 5. Tillaga Verslunarráösins hlýtur að fela í sér afnám laga um fæöingar- orlof frá árinu 1980. Meö þeim lögum var öllum íslenskum mæörum og feðrum tryggt 3ja mánaöa fæðingarorlof í fyrsta skipti í sögunni hér á landi. 6. TillagaVerslunarráösinshlýturaö fela í sér afnám laganna um lækkun eftirlaunaaldurs sjómanna og örorkustyrksþega sem sett vorufyrir2árum. 7. Tillaga Verslunarráðs hlýtur aö fela í sér afnám laga um at- vinnuleysistryggingar sem sett voru um svipað leyti. 8. Tillaga Verslunarráös felur væntanlega í sér afnám laga um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda frá árinul980. 9. Tillaga Verslunarráðs felur væntanlega í sér afnám laga og reglugerða um réttindi íslenskra og erlendra farandverkamanna sem sett voru á árinu 1981 og 1982. 10. Tillaga Verslunarráðsins hlýtur að fela í sér afnám nýrra laga um aðbúnaö, hollustuhætti á vinnustöðum sem höföu í för meö sér verulegar umbætur í öryggismálum á vinnustöðum. Vissulega mætti telja upp fleiri lagabálka um réttindamál launafólks sem settir hafa verið á undanfömum árum. Þetta sýnishorn hér aö ofan ætti þó aö vera nægilegt til þess aö ýta við lesendum. Islenskir kjósendur veröa einfaldlega að fara aö átta sig á því aö öll framangreind réttindamál og mörg fleiri eru í stórkostlegri hættu og veröa sett beint á skuröarboröiö komist ihaldiö i aöstööu til þess. Arnmundur Backman lögfræðingur. „. . . er hér ó ferðinni teiftursókn gegn fóiagsiegu öryggi i anda Thatchers og Reagans." 15 XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKXXmmXXXXXXXXKXXXXX Nýlegt einbýlishús TIL SÖLU 100 ferm ásamt bílskúr í Vogum á Vatnsleysuströnd. Uppl. í símum (92)-6632 og (92)-1420. x x X X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx LAUSSTAÐA Við Menntaskólann við Hamrahlíð er laus til umsóknar staða íslenskukennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 13. maí nk. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 12. apríl 1983. Utankjörstaðakosníng Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1 — símar 30866, 30734 og 30962. Sjálfstæðisfólk: Vinsamlega látið skrifstofuna 1 vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í 1 Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22, sunnudaga kl. 14—18. Samtök um kvennalista halda opinn fund á Hótel Borg laugar- daginn 16. apríl kl. 15. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Elín G. Ólafsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir og Lilja Ölafsdóttir. Almennar umræður. Fundarstjóri: Guðrún Jónsdóttir. Fjölmennum. SAMTÖK UM KVENNALISTA. Launamál kvenna. Stutt ávörp flytja m.a.:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.