Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Side 30
38
DV. FÖSTUDAGUR15. APRlL 1983.
Eins og mega allir heyra / á eftir-
farandi sálmi / elska fáir hvor annan
meira / en Eyjólfur og Pálmi.
1 þriöju umræöuumferöinni á sam-
eiginlega stjórnmálafundinum, sem
haldinn var á Skagaströnd á
þriðjudagskvöldið, voru menn famir
að gera að gamnisínu eins og sjá má af
vísunni hér að ofan. Þá voru líka allir
búnir að heyra boðskap hinna fram-
bjóðendanna og því hægara um vik að
slá á léttari strengi.
Vísan er annars eftir Stefán Jónsson
alþingismann og var það Páll Péturs-
son, sem með hana fór í tilefni þeirra
orða Pálma Jónssonar að Sjálfstæðis-
flokkurinn gengi nú samhuga til
kosninga.
Fundurinn á Skagaströnd á
þriðjudagskvöldið hófst klukkan 20.30 í
samkomuhúsi þeirra Skagstrendinga
og var vel sóttur. Fyrirkomulag
umræðnanna var á þann veg að hvert
framboð fékk 30 mínútur til umráða og
skiptust þær niður á þrjár umferðir.
Fundarstjóri var Adolf Bemdsen og
tímavörður var Páll Þorfinnsson.
Fyrsta umferð
Eftir að fundarstjóri hafði sett
fundinn og boðið gesti velkomna tók
fyrsti ræðumaðurinn til máls, það var
Páll Dagbjartsson, þriöji maður á D-
lista. I ræðu sinni geröi hann þaö aö
umtalsefni hve mikill fólksflótti hefði
átt sér staö úr kjördæminu á síðasta
áratug og væri því brýnt að skapa ný
atvinnutækifæri til að snúa þessari
þróun við. Einnig nefndi hann að
tekjur fólks í kjördæminu væru áber-
andi lægstar á landinu í öllum at-
vinnugreinum. Þessu yrði að breyta.
Næstur tók til máls Þorvaldur
Skaftason, fyrsti maður á C-lista.
Hann reifaði helstu stefnumiö Banda-
lags jafnaðarmanna varöandi stjóm-
skipun landsins. Hann nefndi þar beina
kosningu forsætisráðherra í tveimur
umferðum ef enginn fengi tilskilinn
meirihluta í fyrstu umferð. Landið yrði
gert að einu kjördæmi í þessari kosn-
ingu en annars verði kjördæmaskipan
óbreytt. Þorvaldur lofaði því að
væntanlegir þingmenn Bandalags
jafnaöarmanna myndu ekki taka sæti í
bankaráðum, stjóm Framkvæmda-
stofnunar eða öðmm slíkum ráðum og
stofnunum.
Þriðji ræðumaður var Elín Njáls-
dóttir, annar maður á A-lista. Hún
gerði meðal annars merki jafnaöar-
manna, rósina og hnefann, að umtals-
efni sínu. Rósin væri tákn fegurra og
betra mannlífs, hnefinn væri tákn þess
átaks, þess krafts og viljafestu sem
þyrfti til að hrinda því í framkvæmd.
Hún sagði að þau sem fylktu sér undir
þetta merki heföu skyldum að gegna í
nútíð og framtíð í ljósi þeirrar fortíðar
sem jafnaöarmennskan ætti sér.
Á eftir Elínu kom Hilmar Kristjáns-
son, annar maður á BB-lista, sér-
framboðs framsóknarmanna. Lýsti
Hilmar ástæðunum fyrir sér-
framboðinu og rakti þær allar götur
aftur til ársins 1974. Þá þegar hefði
komið fram andstða gegn því aö Páll
Pétursson skipaöi annaö sæti B-list-
ans, meðal annars vegna afstöðu hans
til einstakra mála i héraði. Síðan þá
hefði óánægjan magnast stig af stigi og
ekki minnkaði hún er Blöndumálið
kom til sögunnar. Margoft hefði verið
reynt að ná samstarfi en án árangurs
og því hefði nú verið gripið til sér-
framboðs.
Af hálfu G-listans talaði Þórður
Skúlason, annar maður á listanum. I
ræðu sinni gerði hann stóriöjumál að
umtalsefni. Hann sagði að í komandi
kosningum yrði tekist á um framtíðar-
stefnu í íslenskum atvinnumálum.
Annars vegar væri þar um að ræöa
stóriðjustefnu hinna flokkanna og hins
vegar íslenska leið Alþýðubanda-
lagsins. Þá varaði Þórður við nýrri
viðreisnarstjórn.
Síðastur ræðumanna í fyrstu umferð
var Sverrir Sveinsson, þriðji maður á
B-lista. Hann byrjaði á því að rekja
helstu æviatriði sín, en ræddi síðan
mikilvægi þess að ná verðbólgunni
niður, svo og atvinnumál.
„Væntanlegir þingmenn Bandalags jafnaðarmanna munu „Sjálfstæðisflokkurinn gengur til þessara kosninga sam-
ekki taka sæti í bankaráðum, stjórn Framkvæmdastofnunar huga,” sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra.
eða öðrum slíkum ráðum og stofnunum,” sagði Þorvaldur
Skaftason, efsti maður á C-lista.
„Viðskiptahallinn í árslok samsvaraði verði þrjú þúsund
þriggja herbergja ibúða, sem er sama og byggingarverð
beils byggðarlags hér á Norðvesturlandi,” sagði Jón
Sæmundur Sigurjónsson, efsti maður A-listans.
á árinu. Nota sem sagt árið bara til kosninga,” sagði Ingólfur
Guðnason, efsti maður á BB-lista.
Önnur umferð
Fyrsti ræðumaður í annarri umferö
var Eyjólfur Konráö Jónsson, annar
maður á D-lista. Hann gerði
verðbólguna aö umtalsefni og likti
niðurtalningarstefnu Framsóknar-
flokksins við niðurtalningu þá er ætti
sér stað við geimskot.
Næstur talaði Sigurður Jónsson,
þriðji maður á C-lista. Hann ræddi
ÚRSLIT 1979
Úrslit kosninganna annan og þriðja desember 1979 urðu þessi:
Alþýðuflokkur 611 atkvæði.
Framsóknarflokkur 2506 atvkæði, þrir þingmenn.
Sjálfstæðisflokkur 1606 atvkæði, einn þingmaður.
Alþýðubandalag 984 atkvæði, einn þingmaður.
Á kjörskrá voru 6560. Atvkæði greiddu 5863 eða 89,4 af hundraði.
Kjörnir þingmenn voru: Páll Pétursson (B), Stefán Guðmundsson (B),
Ingólfur Guðnason (B), Pálmi Jónsson (D) og Ragnar Arnalds (G).
Landskjörinn þingmaður úr kjördæminu var Eyjólfur Konráð Jónsson
(D).
FRAMBODSUSTAR
A-listi Alþýðuflokksins
1. Jón SæmundurSigurjónsson hagfr., Siglufirði.
2. Elín Njálsdóttir póstafgrm., Skagaströnd.
3. Sveinn Benónýsson bakaram., Hvammstanga.
4. Pétur Valdimarsson iðnverkam., Sauðárkróki.
5. Regína Guðlaugsdóttir iþróttakennari, Siglufirði.
6. Hjálmar Eyþórsson, fv. yfirlögregluþj., Blönduósi.
7. Axel Hallgrímsson skipasmiður, Skagaströnd.
8. Baldur Ingvarsson verslunarm., Hvammstanga.
9. Sigmundur Pálsson húsgagnasmm., Sauðárkróki.
10. Pála Pálsdóttir, fyrrv. kennari, Hofsósi.
B-listi Framsóknarflokksins
1. Páll Pétursson alþingismaður, Höllustöðum.
2. Stefán Guðmundsson alþingismaður, Sauðárkróki.
3. Sverrir Sveinsson veitustjóri, Siglufirði.
4. BrynjólfurSveinbergsson oddviti, Hvammstanga.
5. Pétur Arnar Pétursson deildarstj., Blönduósi.
6. Sigurbjörg Bjarnadóttir húsfr., Bjarnagili.
7. Gunnar Sæmundsson bóndi, Hrútatungu.
8. Magnús Jónsson kennari, Skagaströnd.
9. Skarphéðinn Guðmundsson kennari, Sigiufirði.
10. Gunnar Oddsson bóndi, Flatatungu.
BB-listi sérframb. framsóknarmanna
1. Ingólfur Guðnason alþingism., Hvammstanga.
2. Hilmar Kristjánsson oddviti, Blönduósi.
3. Kristófer Kristjánsson bóndi, A-Hún.
4. Björa Einarsson bóndi, V-Hún.
5. Jón Ingi Ingvarsson rafvm., Skagaströnd.
6. Helgi Ólafsson rafvm., Hvammstanga.
7. Sigrún Björasdóttir hjúkrfr., A-Hún.
8. Indriði Karlsson bóndi, V-Hún.
9. Eggert Karlsson vélstj., Hvammstanga.
10. Grímur Gíslason gjaldk., Blönduósi.
C-listi Bandalags jafnaðarmanna
1. Þorvaldur Skaftason sjómaður, Skagaströnd.
2. Ragnheiöur Úlafsdóttir nemi, Skagaf.
3. Sigurður Jónsson byggingafr., Akureyri.
4. Valtýr Jónasson fiskmatsmaður, Siglufirði.
5. Stefán Hafsteinsson, Blönduósi.
6. Vilhelm V. Guðbjartsson sjómaður, Hvammstanga.
7. Friðbjöra Öra Steingrímsson íþróttakennari, Skagaf.
8. Erna Sigurbjörnsdóttir húsmóðir, Skagaströnd.
9. Arnar Björnsson nemi, Húsavík.
10. Ásdís Matthiasdóttir skrifstofum., Reykjavík.
D-listi Sjálfstæðisflokksins
1. PálmiJónsson ráðherra, Akri.
2. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Reykjavík.
3. Páll Dagbjartsson skólastjóri, Varmahlíð.
4. Ölafur B. Óskarsson bóndi, Viðidalstungu.
5. Jónísberg sýslumaður, Blönduósi.
6. Jón Ásbergsson framkvstj., Sauðárkróki.
7. Knútur Jónsson skrifststj., Siglufirði.
8. Pálmi Rögnvaldsson skrifstm., Hofsósi.
9. Þórarinn Þorvaldsson bóndi, Þóroddsstöðum.
10. Sr. Gunnar Gíslason, fv. prófastur, Glaumbæ.
G-listi Alþýðubandalagsins
1. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, Varmahlíð.
2. Þórður Skúlason sveitarstjóri, Hvammstanga.
3. Ingibjörg Hafstað húsfreyja, Vík, Skagafirði.
4. Hannes Baldvinsson framkvstj., Siglufirði.
5. Þorvaldur G. Jónsson bóndi, A-Hún.
6. Steinunn Yngvadóttir húsmóðir, Hofsósi.
7. Brynja Svavarsdóttir húsmóðir, Siglufirði.
8. Guðmundur Theodórsson verkamaður, Blöuduósi.
9. Anna Kristín Gunnarsdóttir kennari, Sauðárkróki.
10. Kolbeinn Friðbjaraarson, form. Vöku, Siglufirði.
valddreifingu og mikilvægi hennar
fyrir lýðræðið. Hann ræddi einnig hið
nýja stjómskipunarkerfi Bandalags
jafnaðarmanna og lýsti ástandinu í
þjóöfélaginu eftir misheppnaða stjórn
gömlu flokkanna gegnum árin.
Þá var röðin komin að Jóni
Sæmundi Sigurjónssyni, fyrsta manni
á A-lista. Hann talaði um óstjórn
núverandi ríkisstjórnar og þá sér-