Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Qupperneq 4
22 DV. FÖSTUDAGUR15. APRIL1983. Hvað er á seyði urr. helgina Hvað er á seyði um helgina félaginu kl. 20. Miðvikudagur, fyrirbæna- messa kl. 20. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. SELJASÖKN Barnaguðsþjónusta ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta Seljabraut 54, kl. 10.30. Síðustu barnaguðsþjónustur vetrarins. Guðs- þjónusta Ölduselsskóla kl. 14. Mánudagur 18. apr. fundur æskulýðsfélagsins kl. 20.30 í Tindaseli 3. Fimmtud. 21. apr. fyrirbænasam- vera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÖKN Barnasamkoma i sal Tónlistarskólans kl. 11. Sóknarnefndin. FRÍKIRKJANIHAFNARFIRÐI Vorferð barnastarfsins verður í dag, laugar- dag, kl. 10.30. Farið verður til Skálholts. Fermingarmessa sunnudag kl. 2. Safnaðarstjórn. KIRKJA OHAÐA SAFNAÐARINS: Messa kl. 14.00, prestur Emil Björnsson. organisti Jónas Þórir. Eftir messu hefur kvenfélag kirkjunnar kaffisölu til ágóða fyrir sund- laugarsjóð Kðpavogshælisins. I kaffinu leika þau Omar Bergmann og Brynja Guttorms- dóttir saman á kontrabassa og píanó. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingarguðþjón- usta kl. 10.30 og kl. 14.00, altarisganga mánu- dagskvöld kl. 20.30, organisti Siguróli Geirs- son. Tilkynningar Neskirkja — félags- starf aldraðra Samverustund á morgun, laugardag, kl. 15.00. Haraldur Ágústsson kemur í heimsókn og sýnir og segir frá ýmsum viðartegundum. Þá verða einnig sýndar myndir úr norðurferð- inni í fyrrasumar. Fyrirlestur um hönnun og byggingarlist í Norræna húsinu Á laugardag og sunnudag kl. 14.00 mun Svend Erik Möller arkitekt flytja fyrirlestur og sýna myndir um byggingarlist og húsgagna- og innréttingahönnun í Norræna húsinu. Hvítabandskonur Vorfagnaðurinn verður þriðjudaginn 19. april kl. 20 að Hallveigarstöðum. Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur kemur til skrafs og ráðagerða. Stjórnin. Félag Borgfirðinga eystra heldur félagsvist aö Hallveigarstööum sunnu- daginn 17. apríl kl. 14.00. Flóamarkaður og köku- sala í Garðaskóla I júní í sumar fer leikfimihópur kvenna úr Stjörnunni í Garðabæ til Italíu og Svíþjóðar til að taka þátt í fimleikahátíðum undir stjórn Lovísu Einarsdóttur. Til að fjármagna þessa ferð verður haldinn stórkostlegur flóa- markaður og kökusala í Garðaskóla við Vífils- staðaveg laugardaginn 16. apríl milli kl. 15 og 19. Þar kennir margra grasa, s.s. gömul og ný föt, kökur, skíöi, blóm og margt fl., allt selst ódýrt. Allir velkomnir. Þriðji klúbburinn heldur samkomu sunnudaginn 17. apríl kl. 15.00 í Djúpinu, Hafnarstræti 15. Skemmtiat- riði: söngur, kvæðalestur, gítar, píanó- og harmóníkuleikur. Málþing sálfræðinema Laugardaginn 16. april næstkomandi kl. 14 gengst félag sálfræðinema fyrir málþingi sálarfræðinnar í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Að þessu sinni verður fjallað um þemað „kynjamismunur”. Hugmyndin er að taka efnið fyrir út frá fimm mismunandi sjónarhomum. Frummælendur verða: Fyrir hönd mannfræðinnar: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir stundakennari. Fyrir hönd bókmenntafr.: Helga Kress Menningarstöðin Breiðholti: Jasshljómsveitin Flat Five heldur sína fyrstu tónleika Næstkomandi sunnudagskvöld mun hljómsveitin Flat five halda tónleika í menningarmiöstööinni við Geröuberg, Breiðholti. Hljómsveitin var stofnuö. síðastliðið haust og hefur æft reglulega siðan. Þetta er í fyrsta skipti sem Flat five leikur opinberlega. Hljómsveitina skipa fimm ungir menn sem allir eru viö nám og eða kennslu við Tónlistar- skóla F.I.H. Vilhjálmur Guðjónsson er yfirkennari jassdeildar skólans. Hann leikur á gítar, tenórsax, altósax og píanó. Sigurður Long leikur á altósax og sópransax. Ludvig Símonar leikur á víbrafón og píanó. Bjarni Sveinbjöms-. son leikur á bassa og Árni Áskelsson leikur á trommur og þríhom. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. sunnudagskvöldiö 17. apríl. -RR ' Jassh/jómsveitin Flat Five leikur í fyrsta sinn opinberlega á tónleikum i menningarmiðstöðinni við Gerðuberg, Breiðholti, klukkan 20.30 sunnu- dagskvöld. Barna- og unglingakórinn Bad Emser Lerchen mun syngja í Garðakirkju klukkan 20 i kvöld. Börnin eru á aldrinum 6—18 ára. „Bad Emser Lerchen” Barna- og unglinga- kór frá Þýskalandi — í Garðakirkju í kvöld klukkan 20.00 Skólakórar og Bel Canto kórinn í Garðabæ fá góða heimsókn föstudaginn 15. apríl næstkomandi. Mjög frægur barna- og unglingakór frá Þýskalandi, Bad Emser Lerchen, gistir í Garðabæ einn sólarhring á leið sinni frá Bandaríkjunum. Bad Emser Lerchen var stofnaður árið 1959 og hefur starfað síðan við góðan orðstír, ferðast víða um lönd og unnið til verðlauna á alþjóölegum söngstefnum. Hann kemur nú úr þriðju Ameríkuferö sinni. Lævirkjamir munu halda tónleika í Garðakirkju föstudagskvöldið 15. apríl kl. 20. Á efnisskránni verða bæði kirkjuleg og veraldleg tónverk. Stjórnandi kórsins er Hermann Zimmermann. Á morgun kl. 15 opnar Þórður Hall myndlistarsýningu i kjallara Norræna hússins. Þar sýnir hann fjörutiu málverk og ellefu teikningar. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 ti! 22. Henni lýkur sunnudaginn 1. mai. ÞÓRÐUR HALL SÝNIR í NORRÆNA HÚSINU Fyrir hönd lífeölisfr.: Guðlaug Torfadðttir líf- fræðingur. Fyrir hönd sálfræðinnar: Lára Halldórsdóttir sálfræðingur. Fyrir hönd uppeldisfr.: Guðný Guðbjörns- dóttir prófessor. Flutt verða fimm 20 mínútna framsöguerindi og að því loknu verða almennar umræður. Að- gangur ókeypis og allir velkomnir. Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar að Gnoðarvogi 44, 2 hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, sími 31575. Póstgírónúmer samtakanna er 4442—1. Sumarfagnaður Breiðfirðingafélagsins Vegna kosningadags, 23. apríl, sem er áður auglýstur samkomudagur sumarfagnaðar Breiðfirðingafélagsins er skemmtunin færð fram til miðvikudagsins 20. apríl, síðasta vetrardags, og verður haldin í Fóstbræðra- heimilinu við Langholtsveg. Húsið opnaö kl. 21.00. Tríó Þorvaldar leikur fyrir dansi. Stjórnin. Sönghátíð '83 og hóptímar í söng Sönghátíð ’83 verður haldin í Reykjavík frá sunnudeginum 26. júní til föstudagsins 1. júlí. Gestir á hátíðinni verða Gérard Souzay, Elly Ameling, Dalton Baldwin og Glenda Maurice. Þrjá fyrstnefndu listamennina þarf ekki að kynna. Glenda Maurice, mezzó-sópran, hefur sungið viða um Bandaríkin, í óperum, óratorí- um og á tónleikum. Hún kom fyrst fram í Evr- ópu árið 1980 í Lille í Frakklandi og með Konzertgebouw hljómsveitinni í Amsterdam og vakti mikla athygli. Hún hefur sungið inn á piötur hjá CBS ljóð eftir Strauss, Mahler og Brahms við undirleik Dalton Baldwins. Hún kennir nú við háskólann í Delaware. Dagskrá: Tónleikar: Mánudag 27. júní: GérardSouzay Þriðjudag 28. júní: Glenda Maurice Fimmtudag 30. júní: EUyAmeling Dalton Baldwin leikur með á píanó á öllum tónleikunum. „Master Classes” (hóptímar): Hóptímar verða aUs 7,6 þeirra standa yfir í 3 klst. hver og sá sjöundi, hjá EUy Améling, í 4 klst. Hjá Gérard Souzay veröa tveir hóptímar með þýskum og frönskum sönglögum. Glenda, Maurice mun einnig hafa tvo, annan með enskum og amerískum sönglögum og hinn um sviðsframkomu á tónleikum. Dalton Baldwin verður með tvo hóptíma fyrir píanóleikara og EUy Ameling einn með þýskum og frönskum sönglögum. Endanlegar dagsetningar hafa ekki verið staðfestar enn að öðru leyti en því að Dalton Baldwin verður með tíma sunnudaginn 26. júní og EUy AmeUng föstudagmn 1. júlí. Dag- skrá verður komið þannig fyrir að aldrei verði tveir hóptímar á sama tima, svo að þátt- takendur hafí tækifæri til þess aö hiusta á þá alla. Takmarkaður fjöldi áheyrenda fær að- gang að öUum hóptímum. Reglur: 1) Umsóknir um þátttöku veröa að berast fyrir 31. inars. Umsóknareyðublöð fást í Tónlistarskólanum í Reykjavík. 2) Söngvarar þurfa að hafa sinn eigin með- leikara nema annað sé tekið fram á um- sóknareyðublaði. 3) Píanóleikarar, sem vilja komast í tíma til Dalton Baldwin, þurfa að hafa með sér söngvara, nema annað sé tekið fram á umsóknareyðublaðinu. 4) Ekki má víkja frá efnisskrá þeirri sem gef- in er upp á umsóknareyðublaði. 5) Umsækjendur þurfa að senda stutta upp- töku á kassettu með umsókn sinni. Ekki er nauðsynlegt að upptakan sé á efni úr upp- . gefinni efnisskrá en nauðsynlegt að hún sé í samræmi við efni þess hóptíma sem sótt erum. 6) Ef umsóknir verða fleiri en hægt er að sinna mun hver leiðbeinandi um sig velja úr þeim á grundvelli efnisskrár og upp- töku. 7) Námskeiðsgjald greiðist við inntöku og er óafturkræft. 8) Sex nemendur verða teknir í hvern þriggja klst. hóptíma og átta í tímann hjá Elly Ameling. Þeir sem vilja taka þátt í tveim- ur hóptímum hjá sama kennara verða að sækja um báða. Aöstandendur og styrktaraðilar Sönghátíð- ar’83eru: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Flugleiðir, Tónlistarfélagið, Tónlistarskólinn í Reykjavik. Fjármál: 1) Gjald fyrir þátttöku í einum hóptíma er kr. 300,-. 2) Gjald fyrir áheyrn í öllum hóptímum er kr. 420,-. 3) Miðaverð á þrenna tónleika er kr. 750,- fram til 31. mars. Eftir 31. mars hækkar miðaverð á tónleika í samræmi við gengi dollara og verður þá nýtt verð auglýst. Miðapantanir (á meðfylgjandi eyðublaði) ásamt greiðslu sendist til Tónlistarskólans í Reykjavík. Athugiö að aðgöngumiðar á einstaka tón- leika og hóptíma, ef einhverjir eru, verða ekki seldir fyrr en eftir 31. maí. Aðstandendur sönghátíðarinnar áskilja sér rétt til breytinga á auglýstri dagskrá ef nauðsyn krefur. Vegna þess hve mikill hluti kostnaðar við hátíðina er háður dollara, og gengi síhækk- andi, eiga aðstandendur hátíðarinnar ekki annarra kosta völ en að hækka miðaverð á tónleika eftir 31. mars og eftir 31. maí. Frekari upplýsingarfásthjá: Sönghátíð ’83, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Skipholti 33, 105 Reykjavík, sími 30625. Happdrætti Happdrætti IOGT Dregið hefur verið í happdrætti IOGT til cfl- ingar bamastarfi. Eftirtalin númer hlutu vinning: Skíðaferð fyrir tvo að eigin vali að verðmæti kr. 27.000,- nr. 4576 18 vinningar skíðabúnaður á kr. 3000,- hver nr. 143, 439, 522, 3544, 3890, 4574, 5552, 7322, 8496, 9199, 9344, 9510, 9674, 12090, 12339, 13187, 13269, 13652, Happdrætti Dregiö hefur veriö í happdrætti Skólakórs Kársnes- og Þinghólsskóla. Eftirtalin númer fengu vinning: nr. 1483, nr. 1112, nr. 1039, nr. 1432, nr. 28, nr. 1243, nr. 1336, nr. 164, nr. 528, nr. 38, nr. 1262, nr. 534, Upplýsingar í síma 41568. Dregið í ferðahapp- drætti Hvanneyringa Nú í vor er ætlunin að brautskráðir búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri fari í náms- og skemmtiferö til Noregs og Svíþjóðar. Hin síðustu ár hefur þetta verið árlegur viðburður og hefur þá ýmist verið farið 01 Noregs, Færeyja eða Skotlands. Þetta árið urðu Noregur og Svíþjóð fyrir valinu. Flogið verður út með flugvél Samvinnuferöa þann 22. júní og lent í Þrándheimi, þar verður rúta tekin á leigu og ferðast um Noreg og Svíþjóð. Helsti skipu- leggjandi ferðarinnar er Trausti Eyjólfsson kennari og mun hann einnig verða fararstjóri. Ýmsar leiðir hafa verið farnar 01 að fjár- magna ferð þessa og má þar nefna verslunar- rekstur og sölu happdrættismiða. Sl. laugar- dag, 9. apríl, var dregið í happdrættinu og komu eftirtalin númer upp:: 1,—1239,2.—918, 3.-1387, 4.-219, 5.-818,6.-1142, 7.-274,8 - 1148,9.-1460,10.-1532. Nemendur annars bekkjar á Hvanneyri þakka öllum þeim er styrktu þá í happdrætti þessu. Tónleikar Hamrahlíðarkórinn heldur tónleika i kvöld Hamrahlíðarkórinn mun halda tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kvöld, 15. apríl, klukkan 20.30. Þorgerður Ingólfsdóttir stofnaði kórinn fyrir fimmtán árum og hefur hún stjórnað hinum síðan. Nú eru kórarnir tveir, Hamrahliðarkórinn er eldri og í honum eru bæði nemendur við nám og þeir sem lokið hafa námi í skólanum. Yngri kórinn heitir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, hann er skipaður um 60 nemendum. Þorgerður hefur foræft verk sem kórinn mun syngja á tónleikunum í kvöld undir stjórn svissnesks kórstjóra, Willigohl. Hann kom hingað 01 lands 01 að halda námskeiö í kórstjórn í Tónlistarskólanum i Reykjavík. Fyrsta sumardag munu báðir kórarnir syngja í Menntaskólanum viö Hamrahlíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.