Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR 22. JULÍ1983. 9 Neytendur Neytendur Neytendur AÐ TÍNA BANANA AF TRJÁNUM Þaö hefur löngum verið sælu- draumur margra Islendinga að geta lesið sér ferska ávexti beint af tiján- um. Nú fer fram nokkurs konar til- raun, örlítið í þessa veru. Eggert Kristjánsson ávaxtaheildsali hefur flutt inn töluvert magn af bönunum sem ennþá hanga í klösum þeim sem uxu á plöntunum. I nokkrum versl- unum á höfuðborgarsvæðinu getur fólk keypt sér banana sem það hefur sjálft lesið á þennan hátt. Helgi ljós- myndari tók þessa mynd af ungri blómarós þar sem hún las banana í versluninni Blómavali. Þar kostar hver banani 10 krónur og er það svip- að verð og gerist og gengur í verslun- um. -DS. ViO Cuörún mynd HJH. amman. 77/ hliðar sjást svefnpokar i hrúgum. D V- Hægt að leigja viðlegubúnað: íslendingar að taka við af útlendingum „Það er mikið farið að aukast að Is- lendingar komi og leigi sér tjald og annan viðleguútbúnað. Menn fara kannski í eina til tvær útilegur á sumri og það borgar sig fyrir þá að leigja fremur búnaðinn en að kaupa sér hann,” sagði Guðrún Axelsdóttir, starfsmaður Tjaldaleigunnar í Reykjavík. Leigan er til húsa í litlum skúr, beint á móti Umferðarmiðstöðinni. Þar er hægt að fá leigt bókstaflega allt sem menn vantar í útileguna, fyrir utan mat og föt sem hægt er að kaupa á staðnum. Þannig má nefna aö leigöeru tjöld, svefnpokar, dýnur, eldunartæki, borö, stólar, bakpokar, tjaldvagnar, reiðhjól, kerrur og toppgrindur á bíla. Verðið verður að teljast mjög sann- gjarnt. Þannig geta tveir menn leigt sér tjald meö himni, eldunartæki, svefnpoka og dýnur í heila helgi (frá föstudegi til mánudags) fyrir 1200 krónur. Ef leigt er í lengri tíma lækkar verðið fyrir hvem dag. Þannig kostar aö leigja sama útbúnað heila viku 2010 krónur. Menn verða að leggja fram skilatryggingu áður en þeir fá leigt. Henni er síðan skilað aftur við afhend- ingu búnaðarins. Tryggingin er lág, fyrst og fremst ætluð til þess að hvetja menn til aö skila á réttum tíma. Ef búnaðurinn verður fyrir tjóni í meðförum borga menn lágmarksgjald fyrir viðgerðir. ,,Áður byggðist allt starfið á útlend- ingum. Þá heyrði til algerra undan- tekninga að Islendingar kæmu hér inn fyrir dyr. Nú er dæmið að snúast viö. Utlendingar eru famir að koma með allan búnaö með sér. Islendingar em aftur famir að koma meira. Það kem- ur hvort tveggja til að hagkvæmara er að leigja sér búnaðinn en að kaupa hann og það að fólk ferðast í auknum mæli um landið eftir að utanlands- ferðir fóru að vera því of dýrar,” sagði Guðrún. Hún sagði að núoröið væri sama hvort væri leigt íslendingum eða út- lendingum. En hér áður fyrr vildi það loða við landann að ganga ekki nógu vel um. Nú væm menn orðnir vanari að ferðast, meöal annars í útlöndum, og skildu að ekki væri hægt að reka leigur fyrir útbúnaö ef hann væri jafn- óðum skemmdur og eyðilagður. Misjafnt er hversu löngu fyrirfram panta þarf útbúnað til leigu. Stærstu tjöldin eru yfirleitt pöntuð upp fyrst. Fyrir helgar eins og verslunarmanna- helgina er upppantað löngu fyrirfram. „Það er okkar erfiðasta helgi. En það er eins og fólk hætti að ferðast eftir hana. Mikill misskilningur þvi að oft er ágúst alveg dýrðlegur, ” sagði Guðrún. -DS. K. JÓNSSON & CO. HF. Og —r yT KENTUCKY MASKINER ! Malmö Höfum nú aukið samstarf okkar og munum á næstu mánuðum auglýsa á sértilboðum. Sölumenn okkar í Svíþjóð eru á stöðug- um ferðalögum í nágrannalöndunum gerandi tilboð í smærri og stærri fyrirtæki á flestum sviðum. Af þeim sökum getum við boðið vélar og ýmis tæki á hreint ótrúlegu verði? Gerið hagkvæm innkaup. Upplýsingar að Vitastíg 3, símar 91- 12452 og 26455. VORULISTI KOMINN Nær 1000 blaðsíður troð- fullar af stórglæsilegum vörum á góðu verði. Listinn kostar kr. 130.- + burðargjald. Pantaðu Grattan listann strax og við sendum þér að auki glæsilegan nýjan tísku- lista, ókeypis, meðan birgir okkar endast! OPIÐ TIL KL. 22:00 I KVÖLD (91) 43766 mmmmm r N0TAÐIR BÍLAR TIL SÖLU Fiat Argenta '82 Fiat 127 '82 AMC Eagle '82 AMC Eagle '80 AMC Concord '79 Suzuki Fox '82 Fiat 132 2000 '80 ÞETTA ERU ALLT MJÖG GÓÐIR VAGNAR ÁAFAR GÓÐUM KJÖRUM. EGILL VILHJÁLMSSON HF SMIÐJUVEGI4 KÓP. SÍMAR 77200 OG 77202 AMC Vörumarkaðurinn hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.