Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 22. JtJLll983. DAGBLAÐIÐ-VÍSiR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfjómarformaflur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aflstoóarritstióri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8ÓAI1. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiflsla,áskriftir, smáaugtýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 84611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA 12. P.rentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð i' lausasölu 20 kr. Helgarblaö22 kr. Svisslendingar sýni lit Islendingar ætlast til þess, að Svisslendingar sýni lit í álviðræðunum, sem standa þessa dagana. I því efni væri heppilegt, að tillögur kæmu frá Alusuisse um hækkun raforkuverðs til álversins, þegar í stað til þess að sýna góðan vilja í upphafi samninga. Slík hækkun yrði til þess gerð að koma alvörusamning- um af stað. Síðar yrði samið um miklu meiri hækkun raf- orkuverðsins. DV skýrði frá því í frétt í fyrradag, að Alusuisse mundi telja koma til greina aö hækka orkuverðið í fyrsta áfanga um 13—20 prósent. Þetta boð þyrfti að koma frá Sviss- lendingum, og vera í hærri kantinum, án þess að því fylgdi skilyrði um nokkrar eftirgjafir af hálfu íslenzku samningamannanna. Meginmáli skiptir, að raforkuverðið fáist hækkað til samræmis við nútíma aðstæður. Fjárhagslega skipta önnur atriði deilunnar Islendinga minna, þótt ekki megi láta þau niður falla. Við útreikninga á hugsanlegum kostum á byggingu álvers á vegum Norðmanna var talið koma til greina þrefalt það orkuverð, sem álverið greiðir nú. Samningar við Alusuisse þurfa að leiða til verðs í námunda við slíka tölu. I frétt DV var talið hugsanlegt, að samizt gæti um hátt í þreföldun verðsins að meðaltali. I útreikningi yrði þá sennilega miðað við hærra verð til viðbyggingar álversins, ef til kæmi en öllu lægra verð til „gamla álversins”. Á bak við slíkt eru hug- myndir um, að gamla álverið geti ekki greitt jafnhátt orkuverö og ver, nýtt á nálinni með betri tækjakosti. Ef Svisslendingar stíga fyrsta skrefið, sem væri beggja hagur, má byrja alvöru samningaviðræður. Sumir vonast til, að viðræðurnar nái lengra þessa dagana en hér er greint og strax verði samið um allt að tvöföldun orku- verðsins og meiri hækkun fljótlega upp úr því. Hvað fleira gæti komið út úr raunverulegum samninga- viðræðum? „Við græðum ekki á því að kosta offjár til þess að ein- hver jir erlendir sérfræðingar geti skrifað lærðar doktors- ritgerðir um málið,” sagði maður, sem vel þekkir stöðuna í viðræðunum, í spjalli við höfund þessa pistils. Það tæki eitt og hálft til tvö ár, ef gömlu deilumálin ættu að fara gegnum hið flókna alþjóðlega gerðardómskerfi. Því kæmi til greina að velja þann kostinn, að aðilar deiln- anna kæmu sér saman um, að þær færu til tveggja einfaldari gerðardóma, sem ynnu hratt. Sýni Svisslendingar lit, má ræða við þá um hugsanlega stækkun álversins, þar sem þeir gerðu Islendingum jafn- vænlega kosti og Islendingar gætu ella hlotið við stóriðju á vegum annarra. Eins og fram hefur komið hafa aðrir, svo sem Norð- menn, látið í ljós áhuga á byggingu álvers hér á landi. I viðræöum við þá hefur fengizt viðmiðun. I alvöru viðræðum má einnig taka vel hugmynd Sviss- lendinga um, að nýr hluthafi komi til sögu við rekstur álversins í Straumsvík, ásamt þeim. Segjum, að sá aðili yrði Norsk Hydro. Við höfum fundið Alusuisse sitthvað til forráttu. Væri okkur ekki bara hagur að því, að nýr aðili kæmi við sögu, sem hefði þá hagsmuna að gæta við að fylgjast grannt með atferli Alusuisse? Væri nýi aðilinn „sterkur” í alþjóðlegum viðskiptum, mundi hann einnig styrkja grundvöll rekstrarins. Viðræður hófust í gær. Þegar þetta er skrifað, liggur ekki frekar fyrir, hvers konar veganesti Svisslendingar hafa. En að fenginni reynslu væri nauðsynlegt, að þeir sýndu nú þegar lit, svo að mark væri að. Haukur Helgason. HVER TREYSTIR SOVÉT- MÖNNUM? Fyrst munu hafa borist fregnir af „gula regninu” sumariö 1975 meö flóttamönnum frá f jallahéruðum Laos, sem flúöu til Thailands. Þeir sem veröa fyrir regninu líða hræöilegar kvalir, áður en eitrið dregur þá til dauöa. Notkun slikra efnavopna hafði þá nokkrum mánuðum áður verið bönnuö með alþjóðlegu samkomulagi, þar á meðal undirrituðu Sovétmenn samkomulagið. En eigi að siður beittu þeir og stuðningsmenn þeirra í Víetnam eiturvopnum meðan blekið var aö þoma á samningnum og er enn ein sönnun þess að samningar um afvopnun og takmarkanir á vopna- búnaði eru tilgangslausir, ef Sovét- menn eiga í hlut. Það heyrðust alltaf af og til fréttir af efnahernaöi Sovétmanna í Indónesíu, og 1981 ásakaði Haig, þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Sovét- menn og Vietnama um beitingu þessar vopna og sagöi, aö Bandaríkjastjóm hefði fullar sannanir um beitingu þessara vopna. Margir voru þó efins i að þessum vopnum væri beitt, og mörg af stór- blöðum heimsins vildu ekki taka undir fullyrðingar Bandarikjastjórnar. Vitanlega þagöi vinstri pressan um þessar ásakanir, eða reyndi að gera þær hlægilegar. En sönnunargögnin bámst í sífellu, og nú efast enginn um, að Víetnamar beittu sovéskum efnavopnum í stríði sínu í Indónesíu, og vitað er, að Sovét- menn beita slíkum vopnum einnig í Afganistan, fyrir utan önnur vopn, sem fyrst og fremst er ætlað að skapa skelf- ingu og ótta meðal óbreyttra borgara, vopn, eins og leikfangasprengjur, sem líta út eins og litlir bangsar eða önnur dýr, en eru vítisvélar, sem tæta hend- urnar af þeim börnum, sem í sakleysi sinu taka brúðumar upp að leika sér að. Sovétmenn hafa sífelldlega neitað öllum ásökunum um beitingu efna- vopna. Fáir taka þó mark á þeim fuil- yrðingum lengur — e.t.v. Þjóðviljinn og dr. Olafur Ragnar Grímsson. Bandarikjamenn hafa hins vegar Fjármálaráðherra í hlutverki hag- sýnnar húsmóður BrauA og leikir I kosningabaráttunni boðuðu Kvennalistakonur stefnu hinnar hag- sýnu húsmóður. Sú stefna tekur mið af þeim búráöum, sem hafa dugaö best viö aö lifa af i þessu landi, þ.e. að vera sjálfum sér nógur, lifa sem mest af eigin framleiöslu og eyða ekki meiru en aflað er. Vegna takmarkaðra land- kosta og mannfæöar hafa Islendingar þó alltaf þurft aö sækjg eitthvað til annarra landa, ekki sist nú, þegar kröfur til lífsgæða em meiri en áður og afrakstur tæknialdar í seilingarvídd f jöldans. Þó skiptir mestu máli nú sem fyrr, hvaða verðmætamat ríkir, þegar forgangsröð verkefna er ákveðin. Margir hrifust af þessum hugmyndum okkar Kvennalistakvenna og nánari útfærslu þeirra og hugtakið hin hag- sýna húsmóðir varð mörgum tamt á tungu fyrir kosningar. Nú hafa þessi fleygu orð ratað í munn Alberts Guð- mundssonar f jármálaráöherra um leið og hann boðar niðurskurð á sviði mennta- og menningarmála (Tíminn 14. júlí og Þjóðviljinn 15. júlí 1983). Víst er, að ekki hafa allir skiliö þessar hug- myndir rétt og er f jármálaráðherrann sýnilega i þeim hópi. „Við verðum að taka upp kjörorö Kvennalistans og haga okkur eins og hagsýn húsmóöir. Við erum með hagsýna húsmóður, en fyrirvinnu, sem er lasin í augnablikinu og bamahóp, sem er kröfuharður” segir hann í Þjóðviljanum 15. júlí. Fjármálaráðherra vill friða börnin með brauði og leikjum og því gefur hann afslátt í Tívolí. Eða var þaö ekki annars fyrir bömin? A þrengingartímum er þaö þó ekki f organgsverkefni hinnar hagsýnu Kvennalistahúsmóður aö senda börn Kjallarinn Guðrún Agnarsdóttir sín í Tívolí. Hún finnur aðrar, ódýrari leiðir til skemmtunar. Mennt er máttur „Eg er efins um, að fólkiö í landinu vilji bæta á sig vinnu og kostnaði til að útvega fjármagn þaö sem Lánasjóður- inn segir að vanti” segir fjármálaráð- herra í Tímanum 14. júlí. Kvennalista- kona veit, að mennt er máttur. Hún veit, að ein af helstu auölindum þessa lands er fólkið, sem landið byggir, þekking þess og tæknikunnátta. Verð- mætamat hennar ræður því, að hún ver naumu fé sínu á þrengingartímum til menntunar barna sinna, fremur en aö fjármagna nýja flugstöð eða fara í Tívolí. Hún man, að fólkið í landinu hefur allt fram á þennan dag fært fómir og unnið til að koma bömum sín- um og systkinum til mennta. A seinni tímum hefur svo þaö nám, sem áður var forréttindi fárra orðið raunveru- legur möguleiki margra með aöstoð lána og styrkja. Þessi lán námsmanna eru nú að f ullu verðtryggð og skila sér því aftur í því krónu- og auragildi, sem úthlutað var. Viö niöurskurð námslána hlýtur aö aukast enn frekar sú tilhneiging, sem áður réð, að þorri þeirra, sem leggja út »í*að er meðal forgangsverkefna Kvennalistakvenna að fjárfesta í mennt- un bama sinna og í þeirri menningu, sem við viljum að móti þau. Þess vegna biðjumst við eindregið undan því, að kjörorð okkar skuli notað til að afsaka „spamaðaraðgerðir” eins og niðurskurð á námslánum og framlögum til menningarmála.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.