Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 22. JÚU1983. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvernig líst þór á áætlanir um nýja flugstöð á Keflavfkur- flugvelli? Gunnar Magnússon húsasmlftnr: Mér list vel á þcr, þetta er nauösynlegt. J6n Bachman, vlnnur hjá versl. N6a- tún: Eg vona aö þetta verði til góðs, en ég er voöa lítið inni i þessu. Alexander Jóhannesson verkamaðnr: Mér list ágætlega á hana. Það er tími til kominn að hún fari að risa. Þorkell Ingvarsson eUllifeyrlsþegi:, Ágætlega, þó fy rr hefði verið. Albert Olafsson bakari: Mér list ágæt-l lega á hana. Hún er allt of stór. J6n Björnsson, fnUtrúi hjá toilstjóra: j Eg held það sé óhjákvæmilegt aö fá nýja flugstöð, en það er áhorfsmál hvortviðborgumofmikiðeðaoflítið. jr i Bragi hvetur neytendur ti! að kaupa fslenskar vörur. Kaupum íslenskt! Bragl Gunnarsson, Nestúni 2 HeUu, skrifar: Hvemig getum við hver og einn iagt h'tinn skerf til styrktar atvinnuhfi á Is- landi? Ef til vill hefur umræða (og raunar áþreifanlegar staöreyndir) um erfið- leika í atvinnuhfi Islendinga á síðast- liðnum vetri orsakað það aö ég fór að velta fyrir mér fremur en áður hvort sú vara sem keypt er til heimilis míns sé íslensk eöa ekki. Eg hef raunar, rekiö áróður fyrir því að íslensk vara sitji fyrir ef um shkt er að velja. Það er ábyggilega erfitt að breyta' gömlum neysluvenjum á sumum svið- um og ákveðin vörumerki eru orðin föst í sessi enda mikið auglýst. Þegar ég skoðaði úrvahð af hárþvottaefni sem til var á heimihnu kom þó í ljós aö til voru 7 tegundir (allar erlendar) svo þar hefur engin þótt bera af. Eg bætti um betur og keypti 2 islenskar gerðir sem báðar hafa reynst vel. Erlent kex var mikið keypt hjá okkur um tíma en nú er það orðið frekar sjaldséö á borðum enda mikið úrval af því islenska. Auövitað er og verður alltaf fjöl- margt sem við kaupum erlendis frá og alltaf ber aö hafa verð og gæði til samanburðar. En sá samanburður er oft því íslenska í hag. Því skora ég á þá sem lesa þennan pistil að gera sér það ómak aö gera þennan samanburð og það á sem flestri vöru. Ef viö erum samtaka í því þá verður það til að skapa ný störf í iðnaði og þess þurfum við með. - • • •.- • ••-: ■- • ' ' -‘V ty 'V -■ 9 - *••••->-"•- ^ •’ ’ ^ ^ • •’ - •■* - _ • -, Hörgdmlingur leggur orð í baig um ráðnlngu skólast/óra vfö Þelamerkurskóla. Nokkur orð um setn- ingu skólastjóra Þelamerkurskóla Hörgdælingur skrifar: Mánudaginn 25. apríl sl. kom skóla- nefnd Þelamerkurskóla saman til að fjalla um umsóknir um skólastjóra- stöðu Þelamerkurskóla. Fjórir höfðu sótt um stöðuna en það voru: Karl Erlendsson, Magni Hjálmarsson, Hall- dór Gunnarsson og Sigurlín Svein- björnsdóttir. Einn umsækjenda, Karl Erlendsson, hafði ekki réttindi til að stjóma svona skóla. Að mati fræðslu- stjóra og skólanefndar var Halldór með mesta menntun, hefur bæði íþróttakennarapróf og almenn kennararéttindi, auk þess mesta starfsreynslu. Þrátt fyrir þetta fékkst engin samstaöa og klúðraöi nefndin málinu á hinn herfilegasta hátt, 2 mæltu með Karh, 2 með Magna og 3 með Hahdóri, sem sagt nefndin marg- klofin. Er nefndin starfi sínu vaxin, eða hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Að öðrum umsækjendum ólöstuðum bar nefndinni með réttu að sameinast um Halldór, sem var með mesta menntun og hefur stjómað svona skóla meö ágætum í 14 ár, en réttlætistil- finningin var nú ekki meiri en þetta hjá sumum þeirra. Heyrst hefur að for- maðurinn hafi boðið samstöðu um Halldór en þvi verið hafnað af einum nefndarmanna. Einnig hafi meðhjálp- ari hans farið fyrir fundinn til eins af stuðningsmönnum Halldórs til að fá hann til að vinna gegn honum en hafi ekki haft árangur sem erfiði, heiðar- legtþað. Skólanefndin sendir málið sem sagt óafgreitt til ráðherra til endanlegs úr- skurðar. Fræðslustjóri á að skila áhti til ráðherra í svona málum, hann mælti með að Halldór yrði settur skóla- stjóri við Þelamerkurskóla. Hvað skeður svo, jú, sá hái herra veitir stöð- una þeim sem ekki var með réttindi, hvað finnst ykkur um svona vinnu- brögð? Var þessi maður hæfur í starfi? Var, segi ég, því hann er ekki ráöherra lengur sem betur fer. IDV 4. maí segir hann í viðtah að sér hafi ekki veriö kunnugt um að Karl hefði ekki full rétt- indi, mér er nú spurn, eftir hverju fer hann þegar hann ræður í stöður sem þessa, hvernig getur hann ráðiö í jafn- ábyrgðarmikið starf og þetta án þess aö vita hvaða menntun og starfs- reynslu umsækjandinn hefur. Umsögn um menntun, starfsreynslu og meðmæh hafa umsækjendurnir orðið að láta fylgja umsóknunum. Til hvers er þá menntun og starfsreynsla ef hún er ekki metin að verðleikum af réttlæti og heiöarleika. Eg tel að bæði sumir skólanefndarmenn og ráðherra hafi stórlega brotið á Hahdóri. Lagalega er þeim ef tU viU stætt á þessu, en órétt- látt er þetta engu að síður. I blaða- viötaU lýsir svo formaður skólanefnd- ar yfir ánægju sinni yfir þessum úr- sUtum. Það er sagt aö enginn verði spámaður í sínu föðurlandi; hér eru æskustöðvar HaUdórs, i þessu héraði starfaöi hann sem íþrótta- og sund- kennari og fékk aUs staðar gott orð. Eftir 14 ára skólastjórastarf í öðru hér- aði sækir hann um starf hér heima og vUl helga heimaslóðum krafta sína. En eins og svo oft áður ryðja þeir sem völdin hafa réttlætinu úr vegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.