Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR 26. AGUST1983. Skip hennar hátlgnar Bretadrottníngar HMS Glasgow sést hér á hægri hönd en forystuskipið USS Dewey er í baksýn. SþS /DV-myndir Einar Ólason. TAUGIN STREKKT -NATO-floti heimsóttur Fastafloti NATO kom til Reykjavík- ur í kurteisisheimsókn i gærmorgun. I flotanum eru fimm skip auk elds- neytisbirgðaskips. Farið var með fréttamenn útvarps, sjónvarps og blaöa, ásamt ljósmyndurum og kvik- myndatökumönnum til móts við flot- ann í morgunskímunni í gær. Flotinn var staddur út af Garðskaga er Landhelgisgæsluþyrlan TF-RÁN kom til móts við hann, með fjölmiðla- fólkið innanborðs. Eftir myndatöku- hringsól var stefnan tekin á forystu- skip flotans, USS Dewey. Og þar sem ekki reyndist unnt að lenda þyrlunni á skipinu var gripið til þess ráðs að slaka fjölmiölafólkinu og hafurtaski þess niöur í taug. Enginn fór samt á taugum í þeirri flugferð þrátt fyrir að fæstir hefðu farið slíka ferðáður. Um borð í USS Dewey var tekið á móti fólkinu með morgunverði og að honum loknum var haldinn stuttur blaðamannafundur með yfirflotafor- ingja fastaflotans, Bandarikjamannin- um Gregory F. Streeter. Á fundinum kom meðal annars fram að skipin fimm, sem eru frá Banda- ríkjunum, Kanada, Bretlandi, Þýska- landi og Hollandi, lögöu af staö frá Kiel í Þýskalandi 15. þessa mánaðar og aö héöan myndu þau halda næstkomandi mánudag, áleiðis til Grænlands. Samtals eru 1400 manns á skipunum fimm, þar af 400 á USS Dewey. Eftir blaðamannafundinn var farið í skoðunarferð um skipið á meðan það seiginn flóann. I upphaflegri áætlun skipanna átti forystuskipiö að leggja að bryggju um klukkan níu og voru því DV-menn sallarólegir hvað timann varðaði til að koma efninu í blaðiö á tilskildum tíma. Heldur fóru þeir samt aö ókyrrast þegar upp úr dúrnum kom að töluverð seinkun yrði á komutímanum. Og það varð úr að þeim ásamt fréttamanni út- varps og fulltrúa utanríkisráðuneytis- ins var útvegað far í skipsbáti sem flutti yfirflotaforingjann í land. Með þessu móti tókst aö bjarga því sem bjargað varð eins og lesendur DV sáu í gærdag. SÞS. Hér er Gregory F. Streeter flotaforingi á leið niður í léttbátinn sem flutti hann i land ásamt þeim blaðamönnum sem lá á. Ahöfn skipsins og þeir blaðamenn sem ekki lá á fylgjast með af stakri athygli. Á leiðinni til lands i léttbátnum spjall- aði orðum hlaðinn flotaforinginn við blaðamenn um heima og gelma. Horskipið L'SS Dewey, forystuskip^ fastaflotans, er vel buið vopnum eins og önnur skip flotans. Það er útbúið bæði til loftvarna og kafbátavarna. Skipið er um sex þusund tonn og á þvi er 400 manna áhöfn. Hér er taugin strekkt i tvennum skilningi. Það er ekki á hverjum degi sem blaðamenn eru látnir siga niður ur þyrlu úti á rúmsjó. Hér er það k Helgi Pétursson, fréttamaður hljóð- L varps, sem hangir í lausu lofti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.