Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 26. AGUST1983. 5 Heykögglaverk- sm/ð/a á hjólum — furðutæki á vegum íSkaga- firðiog Eyjafirði Stefán Þórðarson, bóndi á Teigi í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, hefur undanfarna mánuði veriö á ferðinni á allsérkennilegu farartæki sem vakið hefur athygli margra. Er þama um að ræða gamlan yfirbyggðan Trader með heljarmikinn blásara færiband og ann- að dót aftan í og inni í sér. Tæki þetta er ekki aöeins sérkenni- legt heldur og mjög merkilegt eins og við komumst að þegar við heimsóttum Stefán á dögunum og könnuðum það nánar. Þama er um að ræða heila hey- kögglaverksmiðju — þá einu sinnar tegundar á tslandi og þótt víöar væri leitað. Tæki þetta hefur vakið mikla athygli meðal bænda og þá ekki síður þeirra sem reka stóru graskögglaverk- smiðjumar. Sjá þeir í því ógnun við veldi sitt enda kemur þetta tæki örugglega til meö að spara mörgum bóndanum mikiö fé. Stefán hefur þróað þetta tæki sjálfur meö aðstæður hér á landi í huga. Hefur hann verið nokkur ár að þreifa sig áfram með það en nú virðist það vera komið í það form sem hann hugsaöi sér. Hann byrjaði í hlöðunni heima hjá sér en þangað komu þá bændur meö hey sem hann síðan kögglaði. Nú er allt komiö á einn stað — sem sé á Traderinn gamla — og þar er aö finna malara, kögglara, færiband og annað sem til þarf við góða heyköggla- verksmiöju. Stefán keyrir nú á milli bænda, þegar tími er til, og kögglar fyrir þá það hey sem þeir vilja. Getur hann blandað fyrir þá í kögglana allt sem til þarf, eins og fiskimjöl og ann- að. Sparar bóndinn sér þarna mikil kjarnfóðurkaup fyrir utan hvað þetta er hagkvæmt f yrir hann. I venjulegri graskögglaverksmiöju er grasið tekið blautt af túnum þeirra og það síöan þurrkað við mikinn hita áðuren þaðer kögglaö. I hinni litlu kögglaverksmiðju, Stefáns á Teigi, ganga hlutimir eins fyrir sig nema að bóndinn lætur hann köggla hey sem hann hefur sjálfur þurrkað yfir sumar- ið. Kögglaverksmiðjan á hjólum er þá pöntuö á bæinn aö hausti eöa vetri til og þar er tekið til við að köggla það hey sem bóndinn óskar eftir. Er það annað- hvort sett í poka eða geymt laust á góðum stað. Bóndinn leggur sem sagt sjálfur til heyið en Stefán vélarnar og vinnuna. Þórarinn Lárusson, hjá Ræktunar- félagi Norðurlands, sagði okkur að hann heföi mikla trú á þessu tæki. , ,Þetta hefur gengið seint því það vant- aði fjármagn í þetta og oft hafa verið settir peningar hér á landi í óarð- bærari hluti en þessa vél,” sagði hann. ,,Það er þegar komin góð reynsla á þetta og bændur hér í nágrenninu eru mjög ánægðir meö þessa færanlegu kögglaverksmiðju. Kaupfélagiö hérna fékk Stefán í vinnu við að köggla hey fyrir sig og það var ekki hægt að sinna eftirspum. Reksturinn byggist á því að heyfengur bænda sé nægjanlegur og ég tel aö þetta fyrirkomulag eigi mikla framtíð fyrir sér hér á landi,” sagði hann. -klp- Stefán Þórðarson, bóndi á Teigi, við hluta af gömlu vélinnl sem hann gerði Heykögglaverksmiðjan á hjólum í hlaðinu að Teigi í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. fyrstu tiiraun með í hlöðunni heima hjá sér. „ÁFRAM ÍRLAND” ÁHUGALITLIR UM ÍSLANDSFERD Ahugi Ira á knattspymulandsleik Islendinga og Ira um miðjan næsta mánuö virðist ekki allt of mikill. Fyrir- hugað var að stuðningsmenn írska liðs- ins kæmu með sérstakri flugvél til Is- lands á leikinn og hvettu sína menn en hætta var við ferðina þar sem lítill áhugi vará henni á Irlandi. Iramir höfðu boðið ferðaskrifstof- unni Úrvali að fá „tómu” sætin í vél- inni til baka og hafði Urval auglýst þessa sérstöku Irlandsferð. Nokkur áhugi virtist á henni. Var ætlunin að fara til Irlands og dvelja þar á meöan leikurinn færi fram hér. Síöan yrði komið aftur með vélinni þegar náö yrði í írsku stuðningsmenn- ina. Að sögn Steins Lárussonar, for- stjóra Urvals, hættu Irar við þessa ferð til Islands þar sem írsku stuðnings- mennirnir sýndu ferðinni mjög lítinn áhuga og engan veginn tókst að fylla vélina. -JGH -n Nýir pelsar á markadinn f rá Akureyri: Einn pels fæst úr fimm til sex gærum „ Við erum rétt að fara af stað með þetta og það er skammt í aö fyrstu pelsamir veröi sýndir opinberlega,” sagði Steindór Kárason, yfirmaöur hinnar nýju pelsadeildar Sambands- ins á Akureyri, er við litum inn hjá honum á dögunum. klippt og síðan væri byrjað að raða saman stykkjum eftir módeli. Er það seinlegt verk því fá verður rétt- an lit og áferö. Fara fimm til sex gæmr í hvern pels en úr hverri gæru eru teknir hlutar sem falla vel sam- an. Steindór var þar að leggja siðustu hönd á nýjan pels sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli hér á Islandi og viöar. Þetta er gærupels sem bæði er hægt að fá með hettu og kraga og er mjög svo klæðileg flík. Steindór sagöi að gæran væri Galdurinn er síðan að sauma þetta saman svo ekki sjáist. Var fenginn sérstök pelsasaumavél til þess en einnig eru notaöar margar aðrarvélarviðsaumaskapinn. Hing- að kom sænskur maöur sl. haust til að kenna svona pelsagerð og Steín- dór dvaldi í Finniandi nú í ár til að um og viöar og eiga sjálfsagt eftir að læra þetta enn betur. Svona pelsar sláígegnhér. eru mjög vinsæiir á Noröurlöndun- -klp- Steindór Kárason við sýnishom af nyja gærupelslnum sem Sambandsverk- . smiðjumar á Akureyri em að byrja að framleiða. DV-mynd -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.