Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Side 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 26. AGUST1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Litiðáskólavörur: Það borgar sig að skoða verðmiðana vel Sumarfrí bamanna er bráðlega á enda. Skólarnir hefjast flestir núna um og eftir mánaöamótin. Misjafnt er þó eftir landshlutum hve snemma kennsla hefst. I sveitaskólunum byrjar hún eitthvað seinna en í bæjunum. Fólk er farið að kaupa skólavörur í þeim verslunum sem þær selja. Þó kom þeim sem við ræddum viö saman um að verulegur skriöur kæmist ekki á söluna fyrr en um leiö og skólamir hæfust. Því má búast við að í seinni hluta næstu viku og í þeirri þar næstu veröi mikiö að gera í bóka- og ritfanga- verslunum. Við litum inn í tvær ef elstu skóla- vörubúðum landsins, Pennann og Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar. A báðum stöðum var okkur sagt að fólk spyrði mikið um verð áöur en það keypti. Núna er enn sitthvað til á veröi síðan í fyrra og þeir sem sleppa vilja létt út úr innkaupum á skólavörum ættu heldur að drif a sig en hitt. Til þess aö gefa mönnum einhverja ofurlitla hugmynd um það hvaö hlut- irnir kosta og hversu verðbiliö getui veriö mikið er best að taka dæmi um verð á skólatöskum. I Pennanum kosta þær frá 200 og upp í 1200 krónur. 1 Eymundsson er verðbiliö enn meira — frá 164 krónum og upp í 1670 krónur. Þær dýrustu em reyndar miklu f remur skjalatöskur en skólatöskur en em samt mikið keyptar af nemum í fram- haldsskólunum. Verðmunur getur verið ótrúlega mikill á töskum sem h'ta nánast að segja eins út. Fer hann eftir framleiðslulandi, efni og því hversu gömul sendingin er. Annað dæmi um mikinn verömun fundum viö á stílabókum hjá Eymundsson. Með því að fletta í sundur stafla af litlum stílabókum rákumst við á eina á eldgömlu verði, hún kostaði 55 aura. Stærri stílabækur með 80 síöum í A4 broti og meö gorm- um kostuöu hins vegar allt upp i 40 krónur. Það hefði mátt kaupa nokkrar af hinum fyrir það fé. Munurinn var ekki eins mikill í Pennanum en mikill þó. Odýrasta stílabókin kostaði 5,80 og sú dýrasta 36 krónur. Veski undir penna, blýanta, strok- leður og annað sem þarf eru eitt af því nauðsynlega. I Pennanum eru slík veski til á verðbilinu 60—300 krónur. Mesti verðmunurinn lá í því hvort eitt- hvaö var í veskjunum eða ekki. Pokar með engu innihaldi voru ódýrastir á meöan veski meö blýöntum, litum, reglustikum og öðrum hlutum voru dýrari. Svipaða sögu er aö segja frá Eymundsson. Odýrasti pokinn undir penna og blýanta kostaði 33 krónur en dýrasta veskiö með blýöntum og litum kostaði 600 krónur. Þaö var reyndar langtum dýrara en það næsta fyrir neðan. Ástæðan var lítil tölvuklukka utan á veskinu. Hægt var að láta hana sýna klukkustundir, mínútur og sekúndur og daga og ár. Ekki beinlinis alveg bráðnauðsynlegt fyrir börn í barnaskóla. Smáhlutirnir, svo sem blýantar pennar og strokleður eru tiltölulega það langdýrasta sem kaupa þarf. Blýantur af venjulegri gerð kostar 2—3 krónur. En sé hann orðinn á einhvern hátt sérstakur fer verðið upp í 8—12 krónur. Strokleöur er hægt aö fá á 2,50 en annað er hægt aö kaupa á heilar 16,50. Reyndar stórt strokleður bæði fyrir penna og blýanta. Pennar eru einnig talsvert dýrir. En þó er hægt að fá ódýra tússpenna og penna sem líkjast blekpennum fyrir þokkalegt verð. Þannig kostar ný gerð af tússpennum, sem hefur svipaða eiginleika og blekpennar, 24 og 44 krónur í Pennanum. Þeir eru einnota en endast upp undir allan veturinn. Einnig er hægt aö fá ódýra skrúf- blýanta sem kaupa má í blý eftir þörfum. Er slíkt mikið notaö í skólum nú orðið. Tilgangurinn með þessari grein er ekki aö gera neina úttekt á því sem til er af skólavörum fyrir börnin. Aöeins aö hvetja fólk til að horfa bæöi lengi og vel á ýmsa verðmiða áður en keypt er. -DS. Svemarnir ungu og foreldrar þeirra voru að líta á skólatöskur í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Þeir virtust vita nokkurn veginn bvað þeir vildu. Bakpokar eru mjög vinselir undir skólabækurnar nú á dögum. Þessi fest i Penn- anum og kostar 1083 krónur. Hann er gerður með það í huga að bak bamsins, sem hann ber, á ekki að geta skaðast af. Urvalið af skólavörum er orðið breint otrúlegt. Hér má til demis sjá á þriðja tug gerða af pennaveskjum. Annars staðar i sömu verslun voru til enn fleiri gerðir. Þessir tússpennar eru nú mikið að koma í stað blekpenna enda miklu ódýrari en svipað að skrifa með þeim. DV-myndir Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.