Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Page 10
10 Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 26. ÁGUST1983. Utlönd Utlönd Filippseyjar: Benigno Aquino — myrtur st jórnarandstæðingur Benigno Aquino, leiötogi stjórnar- andstööunnar á Filippseyjum, sem myrtur var á sunnudag þegar hann sneri heim úr útlegö, var harðasti gagnrýnandi Marcosar forseta Filippseyja þrátt fyrir fangelsun og líflátshótanir. Hann barðist staöfast- lega fyrir endurreisn lýðræðis og brotthvarfi frá herlögunum sem sett voru 1972 og hann var almennt álit- inn vera sá maöur sem helst gæti komið í staö Marcosar. Þegar Aquino lýsti því yfir aö hann ætlaði að snúa aftur heim, neitaði ríkisstjórnin á Filippseyjum aö gefa út fyrir hann vegabréf og honum var tilkynnt að lif hans kynni að vera í hættu ef hann sneri aftur. Aquino sagði þessar viðvaranir fáránlegar og sagðist ætla að snúa heim og stjóma herferð ofbeldis- lausra mótmæla gegn stjórn Marcosar. Á löngum ferli sínum í stjórnmál- um varð Aquino yngsti borgarstjóri, fylkisstjóri og öldungadeildarþing- maður í sögu Filippseyja. Hann fæddist 1932 og gerðist ungur blaöa- maður. Hann varö frægur sem stríösfréttaritari 17 ára gamall þeg- ar hann skrifaöi stríösfréttir frá Kóreu í dagblaðið Manila Times. Hann var einnig fyrsti fréttaritarinn til þess að ná viðtali við leiðtoga hinnar kommúnísku skæruliöa- hreyfingar á Filippseyjum á þeim tíma. Hann sneri sér síöan aö stjórn- málum og varö fyrst borgarstjóri og síðan fylkisstjóri í Tarlac, heimahér- aöi sínu sem er á norðurhluta Luzon- eyjar sem er stærsta eyja Filipps- eyjaklasans. Hann varð snemma aöalritari Frjálslynda flokksins og einn flokksbræðra hans þar var Marcos sem síðar gekk í Þjóðernis- sinnaflokkinn. Fyrst varð vart á- greinings milli þeirra tveggja á fyrsta kjörtímabili Marcosar i forseta- embætti á miöjum sjötta áratugnum. Og þegar Aquino var kjörinn til öldungadeildar þingsins var hann nokkrum dögum of ungur, en aldurs- lágmark er 35 ár. Stjórn Marcosar reyndi þá án árangurs að fá dóm- stóla til þess að dæma sætið af Aquino. Aquino var talinn líklegasti fram- bjóðandi frjálslyndra til forseta- embættisins en setning herlaga 1972 gerði þær vonir að engu en hann var þá handtekinn og kærður fyrir morö, undirróðursstarfsemi og ólöglega skotvopnaeign. Hann var í fangelsi í meir en sjö ár en neitaði allan þann tíma að ganga að samkomulagi við Marcos sem heföi getað leitt til þess að hann yröi leystur úr haldi. Árið 1977 komst herdómstóll aö þeirri niöurstööu að hann væri sekur af þeim glæpum sem hann var ákærður fyrir. Marcos skipaði þá dómstóln- um að endurskoða máliö. I maí 1980 var hann „timabundiö” leystur úr haldi svo að hann mætti leita sér lækninga viö hjarta- sjúkdómi í Bandaríkjunum. Þar bjó hann síöan í rúmlega tvö ár, en blaðaviðtöl við hann og yfirlýsingar um ástand mála á Filippseyjum kostuðu stjómvöld þar mikil vand- ræði. Fyrr í þessum mánuöi til- kynnti hann síðan aö hann hygðist snúa heim og reyna að fá Marcos til þess að endurreisa að minnsta kosti hluta þeirra lýöræðislegu stofnana sem til voru á Filippseyjum fyrir setningu herlaganna. I viðtali við bandarísk blöö sagöi Aquino: „Einu morðingjamir sem ég óttast era af- tökusveitir Marcosar. Ég sný heim- leiöis vitandi það að ég gæti lent frammi fyrir aftökusveit.” Argentína: ISABELLA SNÝR AFTUR — og veldur mörgum f lokksbræðrum sínum áhyggjum Isabella Peron varð siðar forseti Argentínu við dauða manns síns og átti í sinni valdatíð við mikla erfiðleika að striða, efnahagslega sem pólitíska. Hór ávarpar hún hóp perónista. Búist er við að María Estela Martinez de Peron, fyrrum forseti Argentínu, snúi aftur heim úr útlegð einhvem tímann á næstu tveim vik- um og taki við leiðtogastöðu stærsta stjórnmálaflokks landsins, Perón- istaflokksins. Þó margir áhrifamenn innan flokksins gagnrýni frammi- stöðu hennar í forsetaembætti frá 1974 til 1976 þyrði enginn þeirra að ganga fram fyrir skjöldu og draga í efa rétt hennar til þess að leiða flokk- inn sem stofnaður var af eiginmanni hennar, Juan heitnum Peron. Enn hefur ekki verið opinberlega staðfest aö hún muni snúa heim úr útlegð sinni á Spáni en talsmenn perónista telja víst að hún muni snúa heim og veröa viðstödd flokksþingiö sem fram á að fara í Buenos Aires dagana 3.-4. september. Á flokksþinginu skal kjósa forseta- frambjóðanda perónista fyrir kosningamar 30. október en þá mun lýðræði veröa endurreist í Argentínu eftir tæplega átta ára herforingja- stjórn. Og í kosningunum munu per- ónistar sem hafa 3,2 milljónir félaga innan sinna vébanda takast á við Róttæka flokkinn undir stjóm Raul Alfonsin um völdin í hinni nýju borg- aralegu stjórn. Isabella, eins og hún er kölluö, er ekki talin munu reyna að hljóta út- nefningu flokksins til forsetafram- boðs en talið er að enginn frambjóð- endanna geti gert sér vonir um að hreppa hnossið án stuðnings hennar. Flestir búast við aö hin 53 ára gamla ekkja muni aðeins verða leiðtogi flokksins að nafninu til en muni láta aðra flokksleiðtoga um að móta stefnu flokksins. Þá er ekki búist við aö hún geri langan stans í Argentínu, heldur muni hún snúa aftur til Spánar skömmu fyrir kosningar. En allt eru þetta vangaveltur, því að staðreyndin er að enginn veit hverjar fyrirætlanir Isabellu Peron eru. Enginn veit hvenær hún kemur til Argentínu og enginn veit hvaða pólitíska afstööu hún mun taka þegar þangað er komið. Forsetinn fyrrver- andi hefur ekki haft afskipti af stjómmálum frá því henni var velt úr sessi í byltingu herforingjanna 1976. Hún sat í stofufangelsi í fimm ár en var látin laus og hefur lifað einangruðu lífi í útlegð á Spáni síðan. Hún hefur ekkert látiö frá sér fara um argentínsk stjórnmál og hleypir blaðamönnum ekki nærri sér. Þar til fyrr á þessu ári héldu margir Argentínumenn að hún hefði dregið sig í hlé frá stjómmálum. Isabella Peron varð ekki forseti fyrir pólitískan metnað sinn, heldur vegna þess að hún var eiginkona Juan Peron. Juan Peron kynntist dansmeynni sem síðar varð kona hans í Panama skömmu eftir að hon- um var velt úr stóli 1955. Sex árum síðar giftust þau. Þegar síðan Peron sneri heim úr útlegð 1973 og var kjörinn forseti var það kona hans sem hann valdi sem varaforseta- frambjóðanda. Þetta gerði hann til þess að valda ekki erfiöleikum innan flokks síns en innan hans ríkti mikil ágreiningur. Þá var fyrir þessu gott fordæmi, þar sem önnur eiginkona hans, Evita, hafði einnig verið vara- forseti og verið gífurlega vinsæl meðal almennings í Argentínu þar til hún dó úr krabbameini 1952. Isabella var ólík Evitu að því leyti að hún hafði sig lítið í frammi meðan eiginmaður hennar var á lífi. En þegar hann lést 1974 varð hún að taka við völdunum. A valdatíma sín- um reiddi hún sig mjög á hægri- sinnaða ráðgjafa og stjómartíð hennar einkenndist af sívaxandi of- beldisverkum vinstrisinnaðra skæmliðahópa og síversnandi efna- hagsörðugleikum. Þarkomaðlokum að hershöfðingjarnir tóku völdin 1976. Margir Argentínumenn mega ekki til þess hugsa aö Isabella hljóti að nýju þau persónulegu völd sem hún naut áður. Almennt er talið að hún sé mjög undir áhrifum hóps hægri- sinnaðra vina sinna í Madrid. Þekkt- astur þeirra er Milo Vogetich sem er helsti lífvöröur Isabellu. Hann baröist með Ustachi-skæruliðum í Júgóslavíu í seinni heims-. styrjöldinni, en sú hreyfing varð hvað frægust fyrir samstarf við nasista. Vogetich hefur verið milligöngumaður milli Isabellu og hóps perónista í Argentínu. Meðal þeirra er Lorenzo Miguel, leiðtogi hins valdamikla stéttarfélags málm- smiða. En einnig er að finna h'tinn hóp perónista sem heimta aö Isabella taki full völd innan perónistahreyf- ingarinnar. Leiðtogi þessa hóps er Juan Labake, fyrrum þingmaður. En talsmenn flestra annarra hópa innan flokks perónista viðurkenna aö vísu rétt Isabellu til leiötogastöðunn- ar en vilja ekki að henni verði afhent nein raunvemleg völd. Kosningar innan flokksins fyrr í þessunrx mán- uöi staöfestu sterka stöðu hefðbundinna leiðtoga flokksins, sér- lega verkalýðsleiðtoga og yfirmanna einstakra flokksdeilda, en mið- stýring í flokki perónista er lítil. En þessi flókna valddreifing, ásamt óvissu um hvað gerast kann eftir að Isabella snýr aftur, hefur valdið því aö þeir sem hafa boðið sig fram til þess að hljóta tilnefningu flokksins til forsetaframboðs vita htiö um það hvemigþeirstanda. Helstu frambjóðendurnir eru Italo Luder, fyrrum forseti öldungadeild- ar argentínska þingsins, og Antonio Cafiero, fyrrum efnahagsmála- ráðherra. Þeir hafa báðir sagt að, þeir muni draga framboð sitt til baka hljóti það ekki stuðning Isabellu. Eitt vafaatriði gæti skyggt á endurkomu Isabellu til Argentínu. Þegar hún var fangi herforingjanna var hún kærð og dæmd fyrir að hafa dregið sér almannafé. I dómnum segir að hún megi ekki gegna pólitísku embætti framar í Argentínu. Perónistar heimta að þessu banni verði aflétt á þeirri for- sendu aö dómurinn hafi veriö póhtískur en ekki lagalegur. Svo virðist sem ríkisstjómin sé klofin í afstöðu sinni til þessa máls. Þannig sagði Carlos Cerda aðstoöarinnan- ríkisráöherra aö bannið næði ekki til embætta innan stjómmálaflokka, heldur aðeins opinberra embætta. En dómsmálaráðherrann, Jaime Lucas Lennon, hefur hins vegar sagt að bannið gildi einnig hvað varði embætti innan stjómmálaf lokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.