Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Side 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Sfjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoóarrilstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI8ÓA11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sfmi ritstjómar: 86411.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verð f lausasölu 20 kr.
Helgarblað 22 kr.
Lengií buröarliðnum
Ríkisstjórnin mun, ef að líkum lætur, stefna að því að
fella söluskattinn niður en taka í hans stað upp svokallað-
an „virðisaukaskatt”. DV greindi frá þessu nú í vikunni.
Reynt yrði að taka upp hinn nýja skatt um áramótin
1984-5.
Virðisaukaskattur er notaður víða erlendis.
Söluskatturinn er aðeins innheimtur á einu viðskipta-
stigi, það er við sölu til hins endanlega neytanda. Virðis-
aukaskattur yrði innheimtur á öllum viðskiptastigum, við
innflutning, framleiðslu, heildsölu og smásölu. I fljótu
bragði virðist þetta flækja kerfið og ekki vera til bóta. Þó
fylgja breytingunni ýmsir kostir.
Söluskatturinn er innheimtur af ýmsum mikilvægum
aðföngum atvinnurekstrarins, svo sem orku, viðhalds-
þjónustu og fjárfestingarvörum. Þetta veldur svokallaðri
„uppsöfnun” skattsins. Hann getur sem sagt lagzt oftar
en einu sinni á hið sama. Ríkisstjórnir hafa síðustu árin
til dæmis verið að fást við að „endurgreiða iðnaðinum
uppsafnaðan söluskatt” í þeirri grein. Slík endurgreiðsla
hefur oftast borið merki geðþóttaákvarðana. Endur-
greiðslan hefur yfirleitt ekki verið til þeirra, sem af var
tekið, heldur einhverra annarra samkvæmt hinum „nei-
kvæða sósíalisma”, sem hér ríkir.
Þá eru undanþágur frá söluskattinum margar og marg-
víslegar, svo að telja má, að öryggi söluskattskerfisins sé
stefnt í hættu.
Margir telja, að virðisaukaskatturinn sé öruggari og
menn komist síður undan greiðslum. Hann sé „hlutlaus-
ari” og óháðari fjölda þeirra viðskiptastiga, sem varan
fer um á leið sinni til endanlegs neytanda. „Uppsöfnunar-
áhrifunum” megi eyða.
Unnið hefur verið að samningu frumvarps um virðis-
aukaskatt síðan í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens.
Núverandi ríkisstjórn er talin munu leggja áherzlu á af-
greiðslu frumvarps um skattinn fyrir áramót.
I stað 23,5 prósenta söluskatts kæmi væntanlega 19—21
prósent virðisaukaskattur, sem ekki byði upp á slíkar
undanþágur sem söluskattskerfið nú gerir.
Á móti kostum hins nýja skatts umfram söluskattinn
kemur, að virðisaukaskatturinn yrði mun dýrari í inn-
heimtu. Innheimtan dreifðist á öll stig viðskipta, og gjald-
endum fjölgaði að sama skapi. Búast má við, að fyrirtæk-
in þurfi að leggja meiri fyrirhöfn í bókhald.
Virðisaukaskattur hefur lengi verið í burðarliðnum. Að
minnsta kosti 10 ár eru síðan stjórnvöld tóku að íhuga
upptöku hans í alvöru. Nefnd á vegum f jármálaráðuneyt-
isins samdi greinargerð um skattinn fyrir rúmum átta
árum, og er hér talsvert stuðzt við greinargeröina.
Því er ekki að undra, þótt margir efist enn um, að þessi
skattur verði tekinn upp. Enginn veit, hver afstaða
alþingismanna verður, þegar á reynir. Sumir telja, að
aðrar þjóðir hafi góða reynslu af skattinum. Aðrir telja
reynsluna slæma.
Þá er alltaf hætta á, þegar rætt er um upptöku nýrra
skatta, að stjórnvöld noti skattbreytinguna til að hafa
meira fé af landslýð.
Því er margt að varast og fara verður með fyllstu gát í
þessu mikilvæga máli.
Þó gæti ráðið úrslitum, að auðveldara yrði að leggja
tekjuskattinn niður og færa skattheimtuna meira í óbeina
skatta, ef virðisaukaskattur væri kominn í stað sölu-
skatts.
Haukur Helgason.
VIRÐISAUKA-
SKATTUR EÐA
SÖLUSKATTUR
Frá því er skýrt aö embættismenn
fjármálaráðuneytisins séu ennþá aö
þrýsta á um að söluskattur veröi lagð-
ur niöur en viröisaukaskattur tekinn
upp í staðinn. Þessar tilraunir emb-
ættismannanna hafa staöiö árum
saman. Árið 1975 kom út á vegum fjár-
málaráöuneytisins greinargerö um
kosti og galla virðisaukaskatts og kem-
ur þar fram” aö út frá tekjuöflunar-
sjónarmiöi hins opinbera hefur viröis-
aukaskatturinn ótvíræöa yfirburöi yfir
söluskatt”. Hins vegar er viöurkennt
aö „viröisaukaskattur veröur nokkru
dýrari í framkvæmd en núverandi
söluskattur, þar eö innheimtan dreifist
á öll stig viðskipta og gjaldendum
fjölgar af þeim sökum. Auk þess má í
flestum tilvikum reikna meö aukinni
fyrirhöfn viö bókhald fyrirtækja”.
Góður í upphafi
Áriö 1960 voru sett lögin um sölu-
skatt sem enn gilda aö stofni til. Skatt-
urinn var þá 3%. Eru fróðir menn um
skattheimtu og skatteftirlit þeirrar
skoðunar aö lögin hafi veriö góð, jafn-
vel einhver bestu skattalög sem sett
hafi verið, réttlát og einföld í senn.
En því miður voru margir áhrifa-
menn þeirrar skoðunar aö nota ætti
söluskatt til þess aö hafa áhrif á neyslu
í staö þess aö skatturinn ætti aö vera
hlutlaus gagnvart hinum ýmsu vöru-
tegundum og þjónustu. Var hart sótt
aö ýmsar vörur og þjónusta yröi
undanþegin söluskatti og hefur sú
sókn aukist með árunum.
Þannig hefur skattsviöiö orðiö
þrengra en aö sama skapi hefur orðiö
aö hækka innheimtuprósentuna og
Haraldur Blöndal
Samkomuhald
um verslunar-
mannahelgina
Ungmennafélögin
forustuaðiH um framkvæmd
samkomuhalds
Allt frá fyrstu tíö hafa ungmenna-
félögin á Islandi verið forustuaðili um
almennt samkomuhald í landinu en
einkum þó í dreifbýli hin síöari ár.
Hluti af þessu verkefni, og aöalfor-
sendan fyrir myndarlegri framkvæmd
þess, hefur veriö þátttaka ungmenna-
félaganna í byggingu samkomuhúsa
og síðar félagsheimila, gerð íþrótta-
mannvirkja ýmiskonar og síöast en
ekki síst uppbygging á margskonar
aðstööu varanlegri og tímabundinni á
helstu útsamkomustööum landsins.
Hið síðasttalda hafa ungmennafélög-
in og hérðassamböndin oft gert í góðri
samvinnu viö aöra hagsmunaaöila.
Ánægjulegast hefur þetta samstarf
veriö við Skógrækt ríkisins þar sem
forráðamenn skógræktarinnar hafa
tekið höndum saman viö forustu
ungmennafélagshreyfingarinnar um
nýtingu á viðkvæmri aöstööu og ýmsa
framkvæmd.
Nægir í þessu sambandi aö minna á
ágæta samvinnu UlA og forráða-
manna skógræktarinnar á Haliorms-
staö.
Mesta ferðahelgi ársins
Verslunarmannahelgin er nú sem
fyrr mesta ferðahelgi ársins og einmitt
þá hafa ungmennafélögin (héraös-
samböndin), íþróttafélögin í Vest-
mannaeyjum, bindindissamtökin og
fleiri aöilar verið meö skipulagt
útisamkomuhald um árabil.
Þar fyrir utan er fólki boöiö upp á
skipulagöar ferðir af ýmsu tagi um
byggðir og óbyggðir og enn aörir kjósa
aö ferðast á eigin vegum til staða sem
ekki bjóöa upp á skipulagt samkomu-
hald eða þjónustu.
Það verður því ekki sagt aö fá-
breytni ríki um val fólks á dvalarað-
stööu þessa mestu ferðahelgi ársins.
hleikvæð skrif
ogspurning
blaðamanns DV
Aö gefnu tilefni er óhjákvæmilegt að
fara nokkrum oröum um þessa starf-
semi á vegum ungmennafélaganna ef
veröa mætti til upplýsinga fyrir blaöa-
menn og annað fólk. Þaö er tæpast
grannskoöuö niöurstaöa aö skella
skuldinni á samkomuhaldara þegar
samkomugestir koma allslausir í slíka
útilegu, utan þaö aö vera vel birgir af
áfengi.
Ef blaöarnaður sandkornsins í DV 8.
ágúst sl. heldur að samkomuhaldarinn
geti gefiö foreldrum svör viö slíku þá
held ég aö hann hafi farið yfir lækinn
til þessaðnáívatn.
Sandkorns-blaöamaður DV telur aö
skrif sama blaðs frá 2. ágúst sl. um
samkomuna í Þjórsárdal hafi vakið
mikla athygli.
Þaö er auðvitaö gott og blessað hjá
blaöamönnum sama blaðs að hrósa
hver öðrum þegar aörir gera það ekki.
En ef það hefur veriö markmið
viðkomandi blaöamanns að leita
einungis aö því neikvæöa á umræddri
samkomu þá hefur það tekist býsna
vel.
En á móti kemur sú spurning: er það
heiðarleg fréttamennska og sanngjöm
gagnvart þeim samtökum sem að sam-
komunni standa og þeim mikla f jölda
sjálfboðaliða ungmennafélaganna sem
lögðu nótt við dag til undirbúnings og
framkvæmdar þeirrar samkomu sem
hérumræðir?
Drykkjuvanda-
málið djúpstætt
Eins og áður var aö vikið er sam-
komuhald af ýmsu tagi, fyrir ung-
mennafélaga og annaö fólk, eitt af
stærri verkefnum ungmennafélaganna
á Islandi og því með ólíkindum að
verða vitni að því að blaöamenn skuli í
alvöru varpa fram þeirri spumingu
hvort samtökin geti lagt nafn sitt við
slíkt. — Ástæöan, áfengisneysla sam-
komugesta. Ef áfengisneysla fólks, í
þessu áfengissjúka þjóðfélagi, er næg