Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Síða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 26. AGUST1983. Spurningin Hvort finnst þér réttara að byggja frystihús á j grunni þess sem brann j eða byggja nýtt frysti- hús við hafnarbakkann j í Rifi? (spurt á Hellissandi). Sigfús Almarsson verslunarmaöur: Mér finnst eölilegra aö það risi í Rifi, þaö hlýtur aö vera hagkvæmasti kost- urinn. Cyrus DanOíusson verkamaöur: Mér finnst alveg sjálfsagt aö nýtt hús veröi i byggt á hafnarbakkanum í Rifi. Gisli KetUsson, umboðs- og afgreiðslu- j maöur Esso: Tvímælalaust nýtt hús á í hafnarbakkanum í Rifi, þar er aðstaða I góð, og sparar það akstur viö upp- og j útskipun. starfsstúlka frystihússins: Mér finnst skynsamlegra aö það verði byggt i! Rifi, þaö hlýtur aö vera framtíðin hjá l okkur aö hafa fiskverkunina þar. Ingibjörg Oskarsdóttir, húsmóðir og I starfsstúlkafrystihússins: Viðverðum ' að gera okkur grein fyrir því aö þaö er j framtíðin aö fiskverkunin veröi byggö ! upp í Rifi, en frá mínmn bæjardyrum . séð sem húsmóðir og móöir þá er mjög j þægilegt aö geta gengið í vinnuna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Byggjum gistihús 'úfnu hrauni yröiævintýri fyrírerlent feröafólk i Leó Ágústsson skrifar: Vegna hinna ánægjulegu tíöinda um byggingu nýrrar flugstöðvar og niöur- fellingu 10% ferðamannaskattsins, ætla ég að reisa höfuö frá kodda og varpa fram þeirri hugmynd aö eitt- hvert sterkt félag eða jafnvel ríkiö standi fyrir byggingu 100—200 mótel- húsa í einhverri hrikalegri hraunborg á svæðinu milli Keflavíkur og Reykja- víkur. Nú verö ég aö taka fram að ég er eindreginn einkaframtakssinni, en einkaframtakiö hefur rignt svo niður í vinstrimennsku síðustu ára aö þaö er ekki til neinna stórræða, en málið er brýnt, aö snúa í ferðamálum sem og í öörum málum uppgjöf í sókn, og tíminn núna hentar vel meöan lægð er í atvinnumálum byggingamanna. Sjálf- sagt væri að nota sem mest íslenskt efni í húsin, t.d. forsteyptar steypuein- ingar, síöan væri vafalaust auövelt aö fá flugvélafarma af fjölskyldufólki frá Evrópu til aö upplifa þar Islands-ævin- týri, meðan við sjálf læddumst meö flugvélunum til baka í sólina. Og þó værum viö ails ekkert að svíkja fólk, því það eru miiljónir af túristum í start- holunum á hverju sumri og meiri- hlutinn af þeim hefur þegar fariö á vin- sælustu feröamannastaðina og legiö í sól hálft lífið, en gæti fundist þaö spennandi tilbreyting að koma á klak- ann til okkar, að s jálfsögöu upptendraö af auglýsingum s.s.: Komið og sjáiö elsta þingstaö Evrópu, komið og sjáið styttu af Islendingnum sem fann Ameríku, komið og sjáiö bæinn sem hvarf hálfur undir hraun, komiö og búið á hrauninu sem bandarísku tungl- fararnir æföu sig á o.fl., o.fl. satt og logiö. Þessi mótel eöa smáhýsi þyrftu að vera það mörg aö þar þrifist mat- vöruverslun, kaffitería o.fl. þjónusta og fastar rútuferöir til Reykjavíkur, e.t.v. í tengslum viö sérleyfisferöirnar til Keflavíkur eöa rútuferðir Flugleiða upp á flugvöll. Og einnig yrði aö bjóöa upp á vel skipulagðar dagsferðir, t.d. til Hveragerðis, Þingvalla og Vest- mannaeyja. Einnig er ókeypis að gæla viö hugmyndir um að seinna yröi reist í tengslum viö svona búöir ein- hvers konar skemmti- og dýragaröur sem hæföi íslensku veðurfari og gæti þjónaö öllu Reykjavíkursvæðinu og reyndar landinu öllu. Nú fer þaö sjálfsagt ekki fram hjá neinum sem eitthvað hugsar um ferðamál að þessar hugmyndir eru hvorki nýjar né frumlegar, þetta er nefnilega þaö sem allar þjóöir meö hugsun og sjálfsbjargarviðleitni hafa gert, og ekki ættum viö síður en aörir aö reyna að fá eitthvað debet-megin á feröareikninginn, þar sem hér þurfa helst allir aö fara út a.m.k. einu sinni á ári til aö fá sól í sálina. Þaö er leiðin- legt aö segja það, en það erfiðasta við svona feröamálaátak yröi hinn nei- kvæði bannhugsunarháttur sem girðir fyrir skilningarvit á mörgum landan- um. Ég er ekki í vafa um að ef ráöast ætti í svona framkvæmdir munu rísa upp ótal bannmenn: Það mætti ekki hrófla viö neinu af þessum milljón tonnum af hrauni sem við eigum og ekki skemma landslagið og ekki leggja vegi og ekki gera hitt og ekki gera þetta. En samt sem áður, þaö mætti reyna. SkóladagheimiUsgjöld og meölög —svör við fyrirspum lesanda í DV 24.8. Guörún Rós Pálsdóttir, Hafnarfiröi, spuröi þann 24.8. hvers vegna gjöld á skóladagheimilum væru svo há sem raun ber vitni og hvað liði hækkun á barnameölögum. Svör: Félagsmálastofnun Hafnarfjaröar: Þaö er rétt sem fram kemur hjá Guörúnu Rós Pálsdóttur að gjöld fyrir skóladagheimili eru allmiklu hærri en svarar meðlagi. Meðlag er kr. 1550, en skóladagheimilisgjald veröur í vetur kr. 1800 aö viöbættu 10% álagi. Þetta er sama og í Reykjavík. Þórunn Einarsdóttir, umsjónar- fóstra hjá dagvistunarheimilum Reykjavíkurborgar: i Frá upphafi hefur verið greitt sama gjald á skóladagheimilum og dagheim- ilum fyrir yngri börn. Reynsla okkar . sýnir að skóladagheimilin eru álíka dýr í rekstri og önnur dagheimili. Þaö stafar af því að skóladagheimilin eru litlar einingar og tiltölulega vel mann- aöar, enda veitir ekki af, þar sem eingöngu dvelja þar börn einstæðra foreldra. Foreldrarnir búa oft við erfiðar aðstæöur og þurfa þar af leið- andi aö vinna langan vinnudag. Þar af leiöandi þurfa börnin mikla og góða aðhlynningu. Þórunn sagði aö hækkanir á gjald- skrá væru háöar samþykki mennta- málaráðuneytis. Hún benti að lokum á að tilraunir meö hálfsdags athvarf fyrir skólabörn heföu verið gerðar í fé- lagsmiöstöðinni Árseli. Ámi Guömundsson, forstöðumaöur Ársels: Viö gerðum tilraun meö tómstundaheimili fyrir skólaböm á aldrinum 8—12 ára síöasta vetur og var aösókn góö. I vetur höldum við áfram. Mánaöargjald er kr. 800 fyrir hálfan daginn. Fyrir þaö erkeypt fönd- urefni, greiddur kostnaöur við kynnis- feröir og annað slíkt, en enginn matur er innifalinn. Bömin geta keypt máltíöir á hóflegu veröi í félagsmið- stööinni. Páll Sigurösson, ráðuneytisstjóri í tryggingamálaráöuneyti gaf eftirfar- andi upplýsingar varöandi upphæð lág- marksbamameðlaga: Dómsmála- ráöuneytiö ákvarðar lágmarksmeölög og hafa þau fram aö þessu verið miðuð við bamalífeyri sem greiddur er af Tryggingastofnun til barna sem ekki eiga sér framfærendur. Lífeyririnn hækkar eins og aðrar bætur í samræmi viö laun, sumsé minna en framfærslu- kostnaöur. Hátt gjald fyrir skóla- dagheimili Guðrún Rös Pílsdóttir, Hafnarflrðl, hrlngdl: Það eru tvær spumingar sem mig langar mikið að fá svör við. 1. Af hverju þarf aö greiða jafnhátt gjald fyrir skóladagheimiii í vetur og í fyrra þ6 búið sé að lengja skólatimann svo börnin verða styttri tíma á heimil- inu daglega í vetur en í fyrra, aðeins tvo til fjóra tíma. Væri ekki hægt að ,reka skóladagheimilið meira sem athvarf og láta börnin aöeins borga fyrir þá tíma sem þau raunverulega eru þar? Þá kæmust líka fleiri aö. 2. Hvað varð af hækkuninni á bama- meðlögum og mæðralaunum sem nýja stjómin lofaöi? Hún hefur ekki sfct enn. Meðlag er nú um kr. 1550 á mán- uði, en skóladagheimilisgjaldið kr. 1800. Fyrir rúmum tveimur árum var þetta nokkurn veginn jafnt en siðan hefur bUiö farið æ vaxandl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.