Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1983, Page 32
Skákmótíð í Chicago:
Rússar efstir
Elvari Guömundssyni tókst meö
haröfylgi að halda jöfnu við Ehlvest í
biðskákinni úr 3. umferö heims-
meistaramóts æskumanna í Chicago
og skildu því íslensku piltarnir og
þeir rússnesku jafnir, 2—2.
Fjórða uinferö var tefld i gær. Áttu
þá okkar menn í höggi við Brasilíu-
menn og vann Margeir sinn andstæð-
ing, Paolozzi að nafni, af venjuiegu
öryggi. Skák Jóns I.. gegn Braga fór
tvívegis í bið og hefur Braga peð yfir.
Jóhann Hjartarson vann sinn and-
stæöing en Karl Þorsteins gerðist full
veiðibráður eftir vamarsigurinn
góða gegn Rússanum í fyrradag,
hirti baneitrað peö sem varð honum
senn að f jörtjóni. Islendingar hafa þá
tvo vinninga gegn einum og lakari
biðskák. Rússar unnu Kínverja, 2,5—
I, 5, og eru þá efstir með 12 vinninga;
Islendingar eru i öðru sæti með 11 Jiv
og biðskák, 3. Bandaríkjamenn með
II, 5v,4. Englendingarmeðllv. -BH.
íslenskir 100 krónu
seðlarafgreiddir
íerlendum bönkum:
Ferðamaðurátti
ekkifyrirkaffi
Hann var heldur óheppinn sænski
blaðamaðurinn sem hér var á ferð
ásamt öðrum norrænum starfsfé-
lögum sínum. Eins og gerist og geng-
ur var honum boðið í ökuferð út á
iand með tilheyrandi stoppi og kaffi-
þambi en þegar sá sænski ætlaði að
greiða fyrir veitingamar hrökk
gjaldeyririnn ekki til. Aö visu var
hann með 6 hundrað krónu seðla í
veskinu en þeir voru allir af gömlu
gerðinni. Hafði hann fengið þá í
Skánska bankanum í Stokkhólmi án
nokkurra athugasemda.
Að sögn Skúla Sigurgrimssonar í
Seðlabankanum áttu svipaðir at-
burðir sér stað þrisvar á síðasta ári
og þar voru norskir bankar að verki.
,,Við höfum sent út óhemju magn af
upplýsingum varðandi myntbreyt-
inguna,” sagði Skúli Sigurgrímsson,
„og hálf undarlegt að þetta geti
gerst.” -EIR.
Ekið á tvo NATO-dáta
• Ekið var á tvo dáta úr NATO-her-
skipaflotanum fyrir utan veitinga-
staöinn Safari uin klukkan hálftólf í
gærkvöldi. Annar þcirra er af banda-
riska skipinu en hinn af því hol-
lenska. Þeir voru báöir fluttir á
slysadeild Borgarspitalans og reynd-
ust ekki alvarlega meiddir.
Bifreiðin, sem ók á þá, kom á mikl-
um hraöa austur eftir Skúlagötunni.
Dátarnir reyndu að henda sér í
burtu, en tókst ekki og hafnaði bíllinn
á þeim. Þeir skárust á fótum, en að
öðru leyti eru meiðsli þeirra ekki
teljandi. -JGH
LOKI
Þetta var stöngin inn hjá
Albert.
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1983.
Úrbætur í húsnæðismálum á næsta leiti?
„VH> ÆTLUM EKKI
AD FARA AÐ SOFA”
— segir ðgmundur Jónasson, einn forgöngumanna fundarins í Sigtúni um
húsnæðismál — „Höfum áður fengið loforð sem hafa verið svikin”
„Eg er vissulega mjög ánægður
með skjót viðbrögð og góöar undir-
tektir félagsmálaráðherra,” sagöi
ögmundur Jónasson fréttamaður,
einn þeirra sem standa að hreyfing-
unni um úrbætur í húsnæöismálum
og eftirminnilega hafa bent á neyö
þeirra sem af veikum mætti eru að
reyna að koma sér þaki yfir höfuöiö.
„Við eigum að sjálfsögðu eftir að
gaumgæfa þessi mál rækilega því
enn er margt óljóst,” sagði ögmund-
ur ennfremur, „og við skulum ekki
gleyma því að oft áöur hafa okkur
verið gefin loforð sem hafa verið
svikin. Hreyfingin varð einmitt til
vegna svikinna loforöa og eitt er víst
að hún lognast ekki út af fyrr en þess-
um málum hefur verið kippt í liðinn.
Við skulum heldur ekki gleyma því
að þaö er ekki veriö að gera á okkur
neitt góðverk heldur höfum viö að-
eins fengið fyrirheit um aö hugsan-
lega verði dregið úr þvi misrétti sem
við höfum verið beitt. Við ætlum ekki
að fara að sofa þótt bærilega gangi
eins og stendur,” sagði ögmundur
Jónasson að lokum.
I framhaldi af kröfum þeim sem
settar voru fram á fundinum í Sig-
túni um húsnæöismál og góðum
undirtektum æðstu yfirvalda þeirra
mála gerði þingflokkur Alþýöu-
flokksins samþykkt á fundi sínum í
gær þar sem bent er á að flokkurinn
hafi ár eftir ár lagt til að húsnæðislán
verði hækkuð og lánstími lengdur.
En ekki hlotið stuðning hvorki innan
þingsnéutan.
-EIR
Islandsralfíð hófst i gær með þvl að ekin var Sprengisandsleið. íslensku
keppendunum þeim Ómari og Jóni og Gunnlaugi og Þorsteini gekk mjög
Forystuna hafa ítalarnir Sorghini og Bardini 6 Range Rover. Myndirnar eru
teknar við upphaf rafísins igær.
vel og eru þeir meðal fremstu ökumanna eftir fyrsta dag keppninnar.
D V-myndir Ó. G.
Lm
ísafjörður:
Vó salt á fjögurra
metra háu grasbarði
Frá Kristjáni Friðþjófssyni, frétta-
ritara DV á Bolungarvík:
Bíllinn vó salt á fjögurra metra
háu grasbarði og þá sá ökuþórinn,
grunaður um ölvun, ekki annað ráð
vænna en að koma sér út úr bílnum,
enda blasti íbúðarhús við honum
fyrirneðan barðið.
Þannig endaði óvenjuleg ökuferð
hjá manni einum á Isafirði um
klukkan hálfsjö í gærmorgun. Hann
byrjaði á því að bakka út úr bíla-
stæði. Ekki tókst betur til en svo að
hann lenti á sorpkassa á húsinu
beint á móti. En þarna endaði ekki
— eftiraöhafa
ekiðá
sorpkassa
ogsíðan
yfir lóð
ökuferðin og var haldiö áfram og
mikil sveigja tekin. Ekki var bíllinn
réttur af og því ók hann yfir lóðina
sem ekkert væri.
En er bíllinn fór aö vega salt við
enda lóöarinnar, eins og áður hefur
verið lýst, sá maðurinn sitt óvænna.
-JGH.
Þannig endaði ökuferðin sú, bifí-
inn satá kviðnum.
DV-mynd Kristján Friðþjófsson.