Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1983, Page 12
12 dV.>ÖSTÚDÁÖUF£ Í4. OKtöfiÉ6'1983: Frjálst.óháð dagbjað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. • Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AðstoOarritstióri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SIOUMÚLA 12—14. SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsíngar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Formannsskipti Meö þeirri ákvöröun Geirs Hallgrímssonar aö gefa ekki lengur kost á sér sem formaður Sjálfstæöisflokksins lýkur viðburðaríku og sögulegu tímabili hjá þeim flokki. Geir hefur gegnt formennsku í áratug þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Hrakfarir í tvennum kosningum 1978, stjómarmyndun Gunnars Thoroddsen og útreið í próf- kosningum á síöasta vetri hafa verið verstu áföll Geirs. Glæsilegur kosningasigur 1974, útfærsla landhelginnar 1 tvö hundruð mílur og sameinaður Sjálfstæöisflokkur í kosningunum í vor eru hinsvegar mestu afrekin í for- mannstíð hans. Eftir allt sem á undan var gengið, var það kraftaverk, sem Geir Hallgrímssyni verður fært til tekna, að sjálfstæðismenn skyldu ganga sameinaðir til kosninga og vinna sigur á þessu ári. Það ásamt með endurheimtum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur eru að sögn Geirs sjálfs helstu forsendur fyrir ákvörðun hans um að draga sig í hlé. Honum finnst hann hafi skilað skútunni í heila höfn og má það til sanns vegar færa. Eftirmælin um Geir Hallgrímsson sem formann verða sjálfsagt mismunandi og misjöfn. Sem farsæll borgar- stjóri, fulltrúi hinna sterku afla og vammlaus maður þótti Geir á sínum tíma sjálfsagður erfðaprins í Sjálf- stæðisflokknum. Hann var bæði vel látinn af fólki og vel kynntur í flokki. Hann var klæðskerasaumaður til for- ingjatignar í virðulegum og borgaralegum stjórnmála- flokki. Meðfædd varfærni, formfesta og stirðleiki hefur stund- um reynst honum fjötur um fót í óstýrilátum flokki, en það hefur einnig reynst staðfesta og seigla, sem hefur gert Geir að kjölfestu sem ekki hefur haggast þrátt fyrir boðaföll. Geir Hallgrímsson hefur verið umdeildur stjómmála- maður, en nú, þegar hann dregur sig út úr mestu orrahríð- inni, er von til þess aö kostir hans sem stjómmálamanns verði metnir að verðleikum og sagan muni láta hann njóta sannmælis. Við þetta tækifæri er óviðeigandi og ástæðulaust að tíunda gallana, og víst er að Geir hefur frekar verið fómarlamb en sökudólgur í þeim innan- flokksátökum sem geisað hafa í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er einnig ljóst, að seint verður fundinn sá maður, sem uppfyllir óskir allra í formannssæti í Sjálfstæðis- flokknum. Svo lausbeislaður og marglitur er sá stóri hóp- ur, sem fylgir flokknum að málum, að það þarf langan tíma og mikla mannlega yfirburði til að gera svo öllum líki. Spurning er einnig, hvort sá stjómmálaforingi sé eftir- sóknarverður, sem ætíð vill vera allra. Styrkur stjómmálamannsins er fólginn í þreki til að þora að taka ákvarðanir, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. Þrír ungir menn bjóða sig fram til formennsku í Sjálf- stæðisflokknum. Kannski fleiri. Kynslóðaskipti eru að eiga sér stað. Formannaskipti geta og eiga að hafa fleira í för með sér en að maður komi í manns stað. Þau ættu að leiða til uppstokkunar í flokknum, breyttra vinnubragða, nýrra áhersluatriða, endurnýjaðs krafts. Stjómmálin þurfa á slíkri uppstokkun að halda, ekki einungis í Sjálfstæðis- flokknum og ekki vegna þess að Geir Hallgrímsson hafi verið því sérstaklega til trafala. Heldur af hinu, að íslensk stjórnmál eru stöðnuð, flokkarnir hafa ekki fylgst með breyttum tíðaranda. Nýr formaður í Sjálfstæðisflokknum getur átt sinn þátt í því að endurhæfa stjómmálin. ebs Kjallarinn Húsið þar sam ögmundur byggir, að aðgn Jónasar Guðmundssonar. „Ég er ekki Sig- túnshópurinn” I einhvers konar soöningarviötali, er birtist í miðopnu Helgarpóstsins, þann 6. október síöastliöinn, undir fyrirsögninni ,^£g er ekki Sigtúns- hópurinn”, er nokkuð vikið að þeim sársauka er því fylgir aö lifa fok- heldu líf i, eða tilbúnu undir tréverk. Er þar rætt við ögmund Jónasson, fréttamann, er um tíma gekk sam- ferða fátæku fólki, illa á sig komnu, til að kreista peninga úr húsnæðis- lánakerfinu og ríkissjóði, hvaö hon- um tókst. Þetta er ágæt grein, eða viðtal. ög- mundur ýmist leggur hratt frá sér hnífapör sín, eða . . ögmundur tekur upp hníf apörin aö nýju, og með þessi stílvopn soðningarinnar, skil- greinir hann vanda húsbyggjenda, sem í fáeinum orðum er sá, að heil kynslóð er aö verða gjaldþrota, eða varð það 1. október 1981, og nú þarf ríkið að útvega lán — og svo þarf að borga hærra kaup, til aö unnt sé að borga af lánunum. Og í rauninni hef ég ekkert viö þessa grein að athuga annað en það að hún lýsir ekki aðeins vanda þorra húsbyggjenda, er sjálfir standa í húsasmíði í óöaverðbólgu og fá ekki félagsmálapakka, heldur er reynt að strá fjallagrösum yfir ýmsar stað- reyndir, til að leyna munaði við sjáv- arsíðuna. Rándýrt einbýlishús við sjávarsíðuna Þar eð nokkuð er vikið að undirrit- uðum í viðtalinu, vil ég gera það nokkuö aö umtalsefni, en það hefst á þessaleiö: (stytt) „ögmundur er málefnalegur maður. Hann veltir hlutunum fyrir sér, rannsakar þá vel áður en hann vinnur úr þeim og hann lætur engar setningar út úr sér fara aö óathug- uðu máli. Skeggjaður, brúnaþungur og þykkhærður; eiginlega kemur hann fyrir sjónir sem alvarlegur og ábyrgur maður sem gætir ítrustu varfæmi í samskiptum við menn og málefni. En þar með er ekki öll sag- an sögð. ögmundur er skemmtilegur maður, húmoristi og þegar minnst varir víkur alvöruþunginn fyrir léttri glaðværð og hiátri. Þaö er kannski ekki furða að ög- mundur rannsaki hlutina með raun- sæjum, gagnrýnum augum. Hann er magister í sagnfræði frá Edinborg- arháskóla og heyrir því nið sögunnar bak við skyndifréttir hvunndagsins. Fréttastörf sín hóf hann á útvarpinu fyrir tæpum sex árum, dvaldi þar þó aðeins í hálft ár áður en hann söðlaði En það er alveg óþarfi fyrir ög- mund að gefa í skyn, að ég sé aö skálda honumhús. Á eignarlóöinni, þar sem ögmund- ur er að byggja mun hann hafa sjáv- argötu skamma, því um það bil 400 metrar eru frá Grímshaga að sjálfu Atlantshafinu, og er þaö guðvelkom- ið að fylgja magistemum þennan veg. Og eins vel þeim öðrum, er halda aö ögmundur hafi rifiö upp fjallagrös tilaöbyggjahús. Á eignarlóðinni viö Grímshaga er verið að byggja tvö hús, sem að vísu standa saman. Minna húsið er 235 fermetrar á tveim hæðum, þar af 23 fermetra bílskúr (sjá mynd). Hitt húsið er íviö stærra. Þetta er hverfi útróðrarmanna, eða var það áður en peningamenn byrjuöu að elska hafið. Þama var stundaður smábúskapur, menn höfðu garða, hrokkelsi og færafisk, sér til framfæris og úr þessu salta landi rekja margir frægðarmenn uppruna sinn; til hinna söltu úrræða. Ljóst er að tvö hús eru reist á lóð magistersins, en það er gjört til að ná upp lóðanýtingu, sem er 0.6, eða um það bil þaö sama, og þeir sem vinna að friðun rottunnar geta sætt sig við í endurreisn Skuggahverfis- ins, og hafa þá teygt sig lengra en góðu hófi gegnir, að því er þeir greinafrásjálfir. Við þetta er svo litlu að bæta. I grein minni var aðeins á það bent, að eðli málsins samkvæmt, þá væri fá- tækasta fólkið lengur að byggja en þeir sem meiri efni hafa og aöstööu. Vildi ég því ekki, að miöaö væri við þann hentuga dag 1. október 1981, — dag ögmundar —, heldur væru að- stæður manna kannaðar og greint væri miili munaðar og þarfa. Milli h'fróðurs og öraggrar hafnar. Þó mikiö sé boröað af soöningu í biaðaviðtölum fína fólksins í Sigtúns- hópnum, breytir það ekki afstööu minni. En ég get tekið undir margt í þessu viðtali. Einkanlega fyrirsögn- ina: „Eg er ekki Sigtúnshópurinn”. Það er rétt. En réttara hefði verið að segja: „Eg er ekki Sigtúnshópurinn lengur.” Magisterinn er nefnilega búinn að fá sína peninga, er greiddir vora, meðan hann gekk samsíða vonleys- inu, fátæku fólki um lönd þar sem uxu fjallagrös. Og þjáning hins fok- helda manns mun þvi miður halda áfram og þar mun hamar fógetans slá þögnina; þrjú högg, „ögmundur leggurfrá sérhnífapörin.” Jónas Guðmundsson, rithöfundur. um og fór yfir á sjónvarpið. ögmund- ur er löngu landskunnur sjónvarps- maður en undanfamar vikur hefur farið af honum nýr orðstír; hann er orðinn tákn fyrir „fátækt hins fok- helda manns” eins og Jónas Guðmundsson kallaöi samtök hús- byggjenda í grein nýverið.” „Ef þú spyrð mig um Jónas Guðmundsson,” segir ögmundur þegar við göngum inn í matsalinn, „þá hef ég aldrei lesið staf í verkum hans. Hins vegar las ég umrædda grein í DV, og þaö er greinilegt að maöurinn er mikiö skáld.” Jónas Guðmundsson — Ertu ósammála því sem hann seglr; að forsvarsmenn Sigtúnshóps- ins svonefnda sé rikt forréttindafólk sem byggi lúxusvillur? Því til árétt- ingar benti hann á að þú værir að relsa þér rándýrt elnbýlishús við sjávarsíðuna? „Gott og vel, ef þú vilt að ég svari þér beint út þá er það hvorki rétt hermt að ég sé að byggja við sjávar- síöuna né að ég sé að byggja einbýlis- hús. En jafnvel þótt svo væri þá kæmi það þessu máli akkúrat ekkert við.” Hvað er ögmundur að byggja? Það kemur mér að sjálfsögöu ekki á óvart, þótt ögmundur Jónasson, hafi ekki lesið bækur mínar, þvi ég telst ekki til öndvegishöfunda og hefi hvorki verið þýddur á sænsku, rúss- nesku, né önnur austantjaldsmál, þótt ég hafi fáeinar vondar bækur á samviskunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.