Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983.
3
IIMIMLENDUR ANNALL
INNLENDUR ANNÁLL
þess. Einar slapp fyrir horn þar sem
hann var úrskurðaður bátur, en það
var skammvinn sæla því skömmu
síöar var hann hundeltur um allan sjó
fyrir að sigla án skírteinis. Var bátur-
inn færður til hafnar af varöskipi. Eftir
réttarhöld fékk hann nýtt skírteini og
gat haldiö til veiða á ný.
Engin kreppa
Þrátt fyrir kreppu og aðra óáran
virtust Islendingar ekki vera mjög illa
statt fólk, er það komst upp að á
þessum síðustu og verstu tímum voru
um og yfir tvö þúsund Islendingar á
þeytingi um heimsbyggðina sér til
gamans.
Og svo komu páskar.
Apríl
Páskahretiö lét sig ekki vanta aö
þessu sinni, aftakaveöur gerði um
sunnanvert landið og tveir ungir
drengir voru hætt komnir í nágrenni
Reykjavíkur. Varð þeim ekki meint af
volkinu, hresstust brátt og var annar
þeirra fermdur á annan páskadag.
Fermingar gengu þó ekki snurðu-
laust fyrir sig því kona nokkur í Njarö-
víkum kærði sóknarprestinn fyrir aö
veita börnum undir lögaldri áfengi í
formi messuvíns.
Glímuskjálfti
Kosningabaráttan var nú í algleym-
ingi og blönduöust ýmsir aöilar inn í
hana. Til dæmis sakaði Hjörleifur
Guttormsson Alusuisse um að blanda
sér í baráttuna með því að lýsa því yfir
aö það væri Hjörleifi einum að kenna
að ekki hefðu náöst samningar um
hækkað orkuverð til álversins.
Þá vakti það athygli aö Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra sagöi
þaö opinberlega að hann sæi enga
ástæðu til þess að lýsa yfir stuðningi
við Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir því sem nær dró kosningum
fóru að birtast allrahanda skoðana-
kannanir um fylgi flokkanna og bentu
þær allar til þess að nýju framboöin
ættu umtalsverðu fylgi aö fagna.
Nokkrum dögum fyrir kosningar var
ákveöið að hafa kjördagana tvo frekar
en einn og kom þaö til vegna hugsan-
legrar ófærðar víða um dreif býli lands-
ins. Ekki þurfti þó nema einn kjördag
þegarádaginnkom.
Nýju framboðin sigra
Niðurstöður kosninganna uröu svo
þær að nýju framboðin, Bandalag
jafnaðarmanna og Samtök um
kvennalista, slógu í gegn. Hlaut banda-
lagið fjóra menn kjörna og kvennalist-
inn þr já. Sjálfstæðismenn bættu viö sig
tveimur þingsætum en aörir flokkar
töpuðu sætum. Flestum töpuðu fram-
sóknarmenn og alþýðuflokksmenn,
f jórum sætum hvor flokkur, en Alþýðu-
bandalagið tapaöi einu.
Konur voru ótvíræöir sigurvegarar
kosninganna, þeim fjölgaði um 200
prósent í þingsölum, úr þremur í níu.
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens
sagði svo af sér nokkrum dögum eftir
kosningar og hófust þá þreifingar
miklar og vangaveltur um stjórnar-
myndun. Fyrstur til að reyna myndun
stjórnar var Geir Hallgrímsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, en það
vakti athygli í kosningunum aö hann
náði ekki kjöri á þing enda illa í sveit
settur í sjöunda sæti framboðslista
flokksins í Reykjavík.
Sumar á dagatali
Rétt fyrir kosningamar kom
sumariö á dagatalinu en ekki sást þaö
úti viö. Fyrsti votturinn um aö hlýrra
tímaskeiö nálgaöist kom í lok
mánaðarins er fréttir bárust af blíðu-
veðri á Akureyri.
Flugslys varð í Hvalfirði í lok
mánaðarins, er þar fórst lítil flugvél og
með henni tveir menn.
>laí
Stjórnarmyndunarviðræður settu
mestan svip á fréttir maímánaðar og
lauk þeim með myndun meirihluta-
stjómar sjálfstæðismanna og fram-
sóknarmanna eins og kunnugt er.
En fæðingin gekk ekki þrautalaust
fyrir sig því áður höfðu formenn allra
flokka nema Bandalags jafnaðar-
manna og Kvennalista, árangurslaust
reynt myndun stjórnar. Lengi vel var
talið að alþýðuflokksmenn yrðu meö í
stjórninni en á endanum stóðu þeir
utangarös og olh því helst ásælni
þeirra eftir forsætisráðherrastólnum.
Hvað um það, ekki skorti hina nýju
stjóm þingstyrkinn, hafði 36 af 60 þing-
mönnum á bak við sig. Forsætisráð-
herra varð Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins, en
ráðherrar voru alls tíu. Þar af fengu
sjálfstæðismenn sex en framsóknar-
mennfjóra.
Mikla athygh vakti að Geir
veöurbhðuna, er efnahagsaðgerðir
hinnar nýju stjórnar htu dagsins ljós. I
viðbót við 17 prósent gengisfehingu
þann 26. maí gat þar að hta meðal
annars afnám verðbóta á laun í tvö ár
og bann við almennum kjarasamning-
um fram til janúarloka 1984. Laun
skyldu þó hækka um átta af hundraði 1.
júni og um f jóra af hundraði 1. október.
Megininntak efnahagsaögerða
stjómarinnar var stríð á hendur verð-
bólgunni og stefnt að því aö koma
henni niður í 35—40 af hundraöi fyrir
leystist málið og skipiö sigldi á ný.
Fleiri skip voru í fréttum í maí. Gull-
skipiö fræga í Skeiðarársandi var tU
umræðu því leitarmenn fóru að tygja
sig til starfa á sandinum en þeir töldu
sig nokkuð örugga um aö hafa staðsett
rétta skipiö og aðeins væri eftir aö
grafa það upp.
Frægt loftskip sigldi yfir höfuð-
borgina í maí. Var þar komin geimferj-
an Enterprise, sem var á leið til
Parísar á baki Boeingþotu. MUUlenti
hún hérlendis tvisvar sinnum, fyrst á
Júní
Með júnímánuði hefði sumarið átt að
koma að öllu jöfnu en því var ekki að
heilsa að þessu sinni nema á dagatal-
inu. Sunnan og vestanlands vom meira
og minna stanslausar rigningar aUan
mánuðinn og noröan- og austanlands
var enn víða snjór í byggö vegna
kulda.
Sláttur hófst í seinna lagi vegna
Ný ríkisstjórn tók við völdum siðari hluta maímánaðar og veitti Steingrímur Hermannsson henni forsæti.
WASA
008
Bandaríska geimskutlan Enterprise sveif tignarlega yfir Reykjavik i lok mai og fylgdust þúsundir manna með flugi hennar.
Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem hafði ekki náð kjöri á
þing, varö utanríkisráöherra.
Efnahagsaðgerðir
Það sem fyrst og fremst tafði
stjórnarmyndunina var ágreiningur
mUU flokka um aðgerðir í efnahags-
málum, en ljóst var orðiö að eitthvaö
róttækt yrði aö gera enda verðbólgan á
hraöleið að 100 prósentustiga markinu.
Samt var ekki laust viö að hrollur
færi um þorra manna, þrátt fyrir
árslok. Mæltust aðgerðirnar mjög mis-
jafnlega fyrir og töldu meöal annars
frammámenn launþegahreyfingar-
innar þær vera algert rothögg fyrir
launafólk.
Skipafréttir
I maímánuði byrjaði harmasaga
lýsisflutningaskipsins ÞyrUs er þaö
var kyrrsett í Southampton á Englandi
vegna skulda útgerðarinnar en inn í
máliö blönduðust einnig vangoldin
laun áhafnarinnar. Eftir um vikuþóf
leiðinni til Parísar og síðan á heimleið-
inni.
I lok mánaðarins hófst eldgos í
Grímsvötnum í VatnajökU en ekki var
um stórgos að ræða og hjaðnaöi það á
nokkrum dögum.
Á sama tíma var blaöið SpegUUnn,
samviska þjóðarinnar, gert upptækt
fyrir klám og guðlast og olU það miklu
gosi í þjóöfélaginu sem ekki hjaðnaði
strax.
ótíðarinnar og sérstaklega voru bænd-
ur fyrir norðan og austan uggandi um
sinn hag þegar veðurhorfur virtust
ekkert ætla að skána í lok mánaðarins.
Veöurfarið gerði ýmsum gramt í
geði, tU dæmis höfðu nokkrir athafna-
menn komið upp tívolU á Miklatúni í
Reykjavík en slíkri skemmtan höfðu
landsmenn ekki orðið aönjótandi um
langt árabU. Eftir að tívolnð hafði
verið opið um nokkurra vikna skeið,
við dræma aðsókn vegna rigningar,
skildu menn loksins hvers vegna tívolí-