Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Síða 4
vw;/,
T;r/'(f ( f/' í; t ;-’ t; I \rr
DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983.
INIMLENDUR ANNÁLL
INNLENDUR ANNALL
höfuöstaönum. Eftir aö hann haföi
setiö inni í nokkra daga kom ókunnur
maöur og borgaöi sektina fyrir hann og
lauk málinu meö því.
Innbrotsþjófur nokkur vakti mikla
kátínu í júlí, en hann var svo óheppinn
aö týna öðrum tanngarði sínum á inn-
brotsstaö. Var hann gómaður skömmu
síöar er hann kom heldur lúpulegur á
lögreglustöö aö vit ja gómsins.
Sala ríkisfyrirtækja
Albert Guömundsson, hinn nýi fjár-
málaráöherra, vakti mikla athygli er
hann tilkynnti þá ætlun sína að selja öll
ríkisfyrirtæki sem hægt væri aö selja.
Leist samráöherrum hans, svo og
stjómendum viökomandi fyrirtækja,
misjafnlega á hugmyndir Alberts og
enn sem komið er hefur aöeins eitt
fyrirtæki veriö selt, Sigló-síld á Siglu-
firöi.
Álviðræður hófust aö nýju í mánuðin-
um og fóru þær enn fram hérlendis.
Hvorki gekk né rak enda bar mikið á
milli deiluaðila um orkuveröshækk-
unina.
Kreppan komin
Um miðjan mánuðinn fóru aö berast
fréttir um kreppu og samdrátt á
ýmsum sviðum þjóðfélagsins.
Verslunarmenn sögöust selja mun
meira meö afborgunum en áöur og í
sumum verslunargreinum datt allur
botn úr sölunni. Ástandið í kjaramál-
um var enda oröið bágboriö og hag-
kvæmara aö vera á atvinnuleysisbót-
um en aö vinna á lægsta taxta.
Og svo kom skattskráin.
Verslunarmannahelgin fór friðsam-
lega fram í kalsaveðri um allt land.
Bændur á Suöur- og Vesturlandi voru
alveg komnir í hönk meö heyskapinn
og ekkert lát virtist ætla aö verða á
rigningunni. Sömuleiðis voru kartöflu-
bændur sunnanlands uggandi um hag
sinn enda fyrirsjáanlegt aö uppskera
yröilítilsemengin.
Svo mikil varð óánægja Sunnlend-
inga meö óþurrkatíðina aö menn fóru
alvarlega aö velta fyrir sér hvaöa
tæknilegir möguleikar væru á því aö
hindra regn meö vísindalegum aö-
ferðum. Kom í ljós aö hægt væri aö
skjóta rigninguna niöur áöur en hún
næöi upp aö landinu en aldrei var fariö
út í neinar aögerðir. Fékk rigningin því
aö halda áf ram óáreitt.
Fríður og ófriður
Friöarmál voru nokkuð til umræöu í
ágúst og haldnir tveir stórir friðar-
fundir. Annars vegar var farin Friöar-
ganga ’83 frá Keflavík til Reykjavíkur
og lauk henni meö því aö þátttakendur
mynduðu keöju milli sendiráða Sovét-
ríkjanna og Bandarikjanna. Var allgóö
þátttaka í göngunni og á fundinum
þrátt fy rir frekar slæmt veður.
Og hins vegar héldu íslenskar konur
friöarfund á Lækjartorgi og tókst hann
meðágætum.
En þaö fóru ekki allir meö friöi í
ágúst, hópur tudda geröi sig heima-
kominn í húsagöröum í Breiöholti og
öðruvísi heiðursmenn
Deilur um hugsanlegt sumarþing
settu mestan svip á stjórnmála-
umræöu júnímánaöar. Ríkisstjórnin
var andvíg því að þing yröi kallaö
saman þótt óljóst væri hvort meirihluti
þingsins væri því sammála. Margir
stjórnarsinnar lýstu því yfir að þeir
teldu aö rétt væri aö kalla þingiö
saman en ríkisstjórnin hafði sitt fram
og þingmenn gátu haldiö áfram í
sumarleyfi.
Bráöabirgöalögin um efnahagsað-
gerðir voru enn til umræöu og BSRB
lýsti því yfir aö ákvæöi þeirra sum
hver ættu sér helst fordæmi í löndum
þar sem einræðisherrar eöa harö-
vítugar herforingjastjórnir sætu viö
völd.
Álviðræður hófust í Reykjavík milli
fulltrúa Alusuisse og ríkisstjórnar-
innar og var stórhækkun orkuverös
meginmál samningaviöræönanna.
Ekki náöist samkomulag á þessum
fundum en þeir Alusuissemenn sögöu
aö núverandi samningsaðilar þeirra
væru allt aörir og öðruvísi heiöurs-
menn en þeir sem áöur var viö aö
glíma.
Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í byrjun nóvember. Friðrik
Sophusson var endurkjörinn varaformaður.
Leitin að gullskipinu fræga, Het Wapen van Amsterdam, stóð yfir allt siðastliðið sumar en vonbrigði
manna urðu mikil er það kom i Ijós i byrjun september að það sem leitarmenn höfðu talið fullvíst að væri
gullskipið reyndist vera þýskur gufutogari frá því um aldamót. Á innfelldu myndinni sést einn leitar-
manna halda á ventli úr vél togarans en fundur ventilsins tók af allan vafa um hvers konar skip lægi í
sandinum.
sumri.
Þessu misrétti undu Reykvíkingar
illa og fóru í kröfugöngu aö húsi Veöur-
stofunnar og kröfðust betra veðurs.
Varð þeim lítt ágengt og kom síöar í
ljós aö mánuðurinn var kaldasti júlí-
mánuöur í Reykjavík á allri öldinni.
örlítiö brá til betri áttar meö veöriö
á rigningarsvæöunum síöari hluta
mánaöarins en þaö reyndist skamm-
vinn sæla, allt fór fljótlega aftur í sama
horfið.
Þjófurínn gómaður
Hundadagar hófust aö venju um
miðjan mánuöinn en fyrir ungan Reyk-
víking hófust þeir nokkuö fyrr, en hann
var í byrjun mánaðarins settur í stein-
inn fyrir brot á lögum um hundahald í
rekstur haföi lagst af hérlendis á
sínumtíma.
Þjóöhátíöin fékk sinn skammt af
rigningunni og voru margir rakir
síöari hluta dags viö hátíðarhöldin.
Jógúrtmálið
Jógúrt og neysla þess var mikiö hita-
mál í júní. Astæöur þess voru þær að
Hagkaupi var bannað aö selja
viðskiptavinum sínum ódýrari jógúrt
noröan frá Húsavík. Forsendurnar
voru þær að sögu forystumanna
bændasamtakanna, aö samkeppni í
sölu á mjólkurvörum ætti aö vera í f jöl-
breytni en ekki verði. Þetta mæltist illa
fyrir meðal almennings og eftir
tveggja vikna þæfing urðu forystu-
mennirnir aö éta þetta ofan í sig og
jógúrtsala var gefin frjáls.
lét ófriðlega. Voru þeir fluttir á brott af
lögreglu.
Draumur að vera
með dáta
Utlendir dátar settu svip sinn á
höfuöstaöinn í ágúst. Fyrst kom deild
úr ítalska flotanum í heimsókn og
geröi sér dælt við íslenskar stúlkur.
Rétt eftir aö þeir voru famir kom stór
NATO-flotadeild og tók upp þráöinn
þar sem Italirnir höfðu frá horfið.
Fleiri útlendingar voru tilefni frétta
innanlands. Hingaö kom hópur er-
lendra rallkappa til aö taka þátt í
margumtöluðu Islandsralli sem mikill
styrr haföi staöiö um lengi. Töldu and-
stæöingar rallsins aö þar yröi land-
auðn sem þessir ökuþórar færu yfir en
fylgjendur rallsins mótmæltu þessu og
töluðu um stórkostlega landkynningu.
Rallið var rétt hafiö þegar upp gaus
kvittur um að rallararnir heföu legið á
því lúalagi aö keppa á fjallvegum
austanlands þar sem þeim haföi verið
bannaö aö keppa. Aldrei tókst aö kom-
ast til botns í málinu og fóru rallar-
amir af landi brott fullsaddir á
samskiptum sínum viö íslensk yfir-
völd.
Húsbyggjendur
mótmæla
Enn fóru fram álviðræöur, aö þessu
sinni í London, en þrátt fyrir nýtt um-
hverfi tókst ekki aö ná neinu sam-
komulagi en eitthvaö haföi þó miöaö í'
áttuna.
Húsbyggjendur og húskaupendur
risu upp á afturfæturna í ágúst og mót-
mæltu því hvernig meö þá væri farið.
Var fjöldi manns sagður vera kominn
á vonarvöl vegna erfiðleika meö
greiðslur af lánum og kröföust menn
úrbóta í húsnæðismálalánakerfinu.
Ríkisstjórnin tók viö sér og lofaði aö-
geröum og var rætt um aö lengja láns-
tímann jafnframt því sem lánin yröu
hækkuö. Ekki varö þó úr neinum
aögeröum í ágústmánuöi.
Beðið í spennu
Gullskipsmenn á Skeiðarársandi
voru búnir aö reka niöur stálþil allt í
kringum gullskipiö í sandinum og hófu
svo aö dæla sandinum ofan af skipinu.
Biðu menn meö öndina í hálsinum eftir
því hvað kæmi í ljós en mánuöurinn
leið án þess að nokkuð geröist.
jSeptember
Gullskipsmenn og aörir Islendingar,
sem fylgdust spenntir meö leitinni á
Skeiðarársandi, uröu heldur betur
fyrir vonbrigðum í byrjun september
þegar í ljós kom aö skipsflakiö í sand-
inum var ekki af hinu sögufræga skipi
Het Wapen van Amsterdam heldur af
þýskum gufutogara, Friedrich Albert.
Leitarmenn voru þó ekki á þeiin bux-
unum aö gefa sig og lýstu því strax yf ir
aö þeir myndu halda áfram leitinni að
gullskipinu ótrauöir, þegar næsta
sumar.
Ótíð enn
Veöurfariö hélt áfram aö rugla
landsmenn í ríminu í september.
Haustiö kom óvenjusenmma; þegar í
byrjun mánaöarins snjóaöi í fjöll
norðan- og austanlands og kólnaöi
mjög í veöri um allt land.
Skömmu síöar komu nokkrir sólar-
dagar í Reykjavík, mönnum þar til
mikillar furðu og ánægju.
Ástandið í heyskaparmálum bænda
á Suðurlandi var afar slæmt og ákvaö
Rauöi krossinn aö skipuleggja sjálf-
boðaliðasveitir til aö hjálpa til viö hey-
skap þegar veöur leyföi. Forystumenn
Stéttarsambands bænda töldu
ástandiö svo alvarlegt aö fyrirsjáan-
legt væri aö einhverjir bændur
neyddust til aö bregöa búi vegna
hallæris.
Álsamningar ,
Alviðræður hófust eina ferðina enn
og aö þessu sinni á heimavelli Sviss-
lendinganna. Hvort þaö var því aö
þakka eöa einhverju ööru þá tókst
mjög bráðlega aö ná bráöabirgðasam-
komulagi til eins árs en samkvæmt því
hækkaði orkuverðiö tii álversins úr 6,5
mills í9,5 mills. Þaö hafði í för meö sér
tekjuaukningu fyrir íslenska ríkiö um
tíu miUjónir króna á mánuöi.
Jeppínn góði
Steingrímur Hermannsson forsætis-
Ágúst
Kaup á gosi
Eldgosið í Grímsvötnum lognaðist út
af í júní og viö tóku Geysisgos. Þau
voru öUu dýrari en Grímsvatnagosiö
því hvert gos var selt á fimm þúsund
krónur og það þótti nokkuð skondið aö
fyrst tU aö kaupa gos var Áfengis- og
tóbaksverslun rikisins.
Júlí
Veðurfarið hélt áfram að setja sterk-
an svip á mannlífiö á Islandi í júlí-
mánuöi. Sunnan-, vestan- og norö-
vestanlands hélt ótíðin áfram meö
vætu og kulda en fyrir noröaustan og
austan brá tU betri tíðar meö sól og