Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Side 6
6
Atli Eövaldsson
— sést hér skora fimmta mark sitt gegn Frankfurt, úr vítaspyrnu. Myndina tók Friðþjófur Helgason.
Tveir bikarar til Vals
Valur varö Islandsmeistari í körfu-
knattleik 1983 þegar Valsmenn lögöu
Keflvíkinga aö velli 88—87 í geysilega
spennandi leik 21. mars.
• Valsmenn bættu síðan um betur
þegar þeir tryggöu sér einnig sigur í
bikarkeppninni — unnu IR 78—75 í
úrslitaleik 24. mars.
Aprfl
„Auðveldari
en ég átti von á"
— „Þetta mót var mér auðveldara
heldur en ég átti von á,” sagöi Broddi
Kristjánsson sem tryggöi sér Islands-
meistaratitilinn í badminton fjóröa
áriö í röö 10. apríl. Kristín Magnús-
dóttir varö sigursælust á Islands-
meistaramótinu — varö þrefaldur
meistari.
Víkingur meistari
Víkingar tryggöu sér Islands-
meistaratitilinn í handknattleik 1983
þegar þeir uröu sigurvegarar í fyrstu
fjögurra liða úrslitakeppninni sem
hefur fariö hér fram. Þjálfari Víkings
var Bogdan og var meistaratitillinn sá
fjórtándi í Póllandi og Islandi þar sem
hann hefur veriö leikmaöur og
þjálfari.
Helgi Dan.
fimmtugur
Helgi Daníelsson, hinn gamalkunni
landsliösmarkvöröur í knattspyrnu,
hélt upp á fimmtugsafmælið sitt 16.
apríl og voru margir félagar hans sem
heimsóttu hann þann dag. Ellert B.
Schram, formaöur KSI, hélt þá stutta
ræöuogsagðim.a.: — „Helgi er félagi
góöur og hrókur alls fagnaöar þar sem
hann er,” og bætti síðan viö einni
stuttri sögu: — „Á fyrsta glasi byrjar
Helgi alltaf að tala um aö hann sé besti
markvöröur sem Island hefur átt. Á
ööru glasi fer hann aö segja frá öllum
erfiöu skotunum sem hann hefur variö
um ævina. Á þriðja glasi er hann orö-
inn besti markvöröur heims nema
kannski aö rússneski markvörðurinn
Jachin sé í svipuöum gæðaflokki — og
síöan á fjóröa glasi þá skilur hann
ekkert í því hvers vegna hann er ekki
enn valinn í landsliöið.”
• Sama dag og Helgi hélt upp á af-
mælið sitt tilkynnti annar heimsfrægur
markvöröur — Italinn Dino Zoff, sem
er 41 árs, aö hann væri hættur aö leika
meðlandsliöiltalíu.
Arnór til
Anderlecht
Arnór Guðjohnsen, landsliðsmaður í
knattspyrnu sem hefur leikiö meö
Lokeren undanfarin ár, skrifaöi undir
þrigg ja ára samning viö Anderlecht 27.
apríl. — „Þetta er toppurinn á keppnis-
ferli mínum,” sagöi Arnór í viötali við
DV sem var fyrsta blaðiö í heimi til aö
segja frá félagsskiptunum. — „Horfi
meö söknuði á eftir Arnóri,” sagöi for-
maöur Lokeren.
Bikarinn til Víkings
Handknattleiksmenn Víkings kórón-
uöu frækilega frammistöðu sína þegar
þeir uröu bikarmeistarar 29. apríl. Þá
unnu þeir yfirburöasigur 28—18 yfir
KR-ingum. Þorbergur Aöalsteinsson
lék sinn síðasta leik meö Víkingi og
átti hann snilldarleik — skoraöi 9
mörk. Þorbergur geröist þjálfari og
leikmaöur meö Þór í Vestmanna-
eyjum.
Maí
Oddur með met
í 400 m hlaupi
Oddur Sigurösson setti glæsilegt met
í 400 m hlaupi á frjálsíþróttamóti í
Texas 14. maí. Hann hljóp 400 m á 46,54
sek.
Tvö met Þorvalds
Þorvaldur Þórsson úr IR setti tvö
met í grindahlaupi á frjálsíþróttamóti í
Kaliforníu 15. maí. Hann hljóp 110 m
grindahlaup á 14,34 sek. og 400 m
grindahlaup á 51,37 sek.
íris með met í
Kentucky
íris Grönfeld frá Borgarnesi setti
nýtt Islandsmet í spjótkasti í Kentucky
— kastaöi spjótinu 52,38 m.
• Þráinn Hafsteinsson setti nýtt Is-
landsmet í tugþraut í Lexington. Hann
hlaut 7724 stig.
Vallarmet
hjá Sigurði
Sigurður Pétursson landsliösmaöur í
golfi setti vallarmet 14. maí á velli
Golfklúbbs Suöurnesja í Leirunni.
Hann lék 18 holurnar á 70 höggum sem
er tvö högg undir pari.
Mistök að láta
Ásgeir fara
Pal Csernai, þjálfari Bayern
Miinchen, var rekinn frá félaginu 17.
maí og sögöu blöö í V-Þýskalandi að
hann hafi gert mörg mistök hjá
Bayern. Stærstu mistök hans hafi verið
að láta Ásgeir Sigurvinsson fara til
Stuttgart.
Aftur met hjá Oddi
Oddur Sigurðsson bætti met sitt í 400
m hlaupi á frjálsíþróttamóti í Austin
22. maí. Oddur hljóp 400 m á 46,49 sek.
Alf reð til Essen
Alfreð Gíslason, landsliösmaður í
handknattleik frá Akureyri, geröist
leikmaður meö Essen og Bjarni Guö-
mundsson og Siguröur Sveinsson, sem
léku meö Nettelstedt, skiptu um félög.
Siguröur fór til 1. deildarliösins Lemgo
en Bjarni til 2. deildarliösins Wanne-
Eickel.
íslandsmet
í hnébeygju
Jón Páll Sigmarsson setti glæsilegt
Islandsmet í hnébeygju — lyfti 357,5
kg.Jón Páll varð Evrópumeistari í
kraftlyftingum — í 125 kg flokki þann
22. maí á Mariannehamn á Álands-
eyjum.
Tvö gull til íslands
Islendingar tryggöu sér tvenn gull-
verölaun á Norðurlandamótinu í
lyftingum sem fór fram í Laugardals-
höllinni 29. maí. Kristinn Bjarnason
varð sigurvegari í 52 kg flokki og
Þorkell Þórisson í 56 kg flokki. Hann
lyfti samtals 200 kg sem var nýtt
Islandsmet.
Júní
Atli skoraði fimm mörk
Atli Eðvaldsson, landsliösmiöherji í
knattspyrnu, vann þaö frækilega afrek
aö skora fimm mörk í leik í
„Bundesligunni” 4. júní, þegar Diissel-
dorf vann sigur 5—1 yfir Frankfurt.
Já, Atli skoraði öll mörk Diisseldorf.
Þjófar á f erð
Á sama tíma og Atli fagnaði í Diissel-
dorf haföi Jóhannes bróöir hans nóg aö
gera í Glasgow. Þar var brotist inn á
veitingastað þeirra bræðra og aUt
hreinsar út af barnum.
Atli kom við í Glasgow
Atli Eövaldsson kom viö í Glasgow
aðfaranótt sunnudagsins 5. júní. Hann
var ekki aö kanna skemmdirnar á
veitingastaðnum heldur millilenti flug-
vél Arnarflugs sem sótti þá Atla og
Pétur Ormslev til Dusseldorf til aö þeir
gætu leikið meö landsliöi Islands gegn
Möltu á Laugardalsvellinum.
Atli kom, sá og sigraði
. . . og þaö var svo Atli Eðvaldsson
sem tryggöi Islendingum sigur 1—0
yfir Möltubúum í Evrópukeppni lands-
liöa á Laugardalsvellinum 3. júní. Þar
skoraði hann sitt sjötta mark á sólar-
hring.
ÍÞRÓTTAANNÁLL
Janúar
Pétur ekki löglegur
með landsliðinu
Islenskir íþróttamenn fóru rólega af
staö á íþróttaárinu 1983. Voru þeir
greinilega lengi að jafna sig eftir jóla-
steikurnar. Fyrsta stórfréttin á árinu
kom frá Alþjóða körfuknattleikssam-
bandinu, en þaö sendi Körfuknattleiks-
sambandi Islands skeyti þess efnis aö
Pétur Guðmundson sem hefur leikið
körfuknattleik í Bandaríkjunum væri
ekki framar löglegur meö landsliði Is-
lands, þar sem hann hafi leikið sem
atvinnumaður í Bandaríkjunum.
Óskar
íþróttamaður ársins
Óskar Jakobsson, frjálsíþrótta-
maöurinn snjalli, var útnefndur
íþróttamaöur ársins 1982 af samtökum
íþróttafréttamanna. Oskar var krýnd-
ur í hófi samtakanna aö Hótel Loftleið-
um og eftir hófiö hélt hann suður á
Keflavíkurflugvöll þar sem hann gekk
um borö í flugvél og hélt til Bandaríkj-
anna en hann hefur veriö þar við æf-
ingar og keppni sl. ár.
„Vissi að íslandsmetið
myndi koma"
. . . þetta sagöi Sigurður Matthinsson
eftir að hann haföi stokkiö 1,78 m i há-
stökki án atrennu 11. janúar. Siguröur
setti þar Islandsmet. Þessi snjalli Dal-
vikingur bætti um betur 14. janúar þeg-
ar hann vippaöi sér léttilega yf ir 1,80 m
sem var þá næstbesti árangur í heimi.
„Mistök að
selja Ásgeir"
. . .sagði Karl-Heinz Rummenigge,
knattspyrnukappi hjá Bayern
Múcnhen, í viðtali viö Kicker 15.
janúar. — „Nú, þegar Breitner er á
förum væri Ásgeir rétti maöurinn til aö
taka stööu hans, ’ ’ sagöi Rummenigge.
Febrúar
Þórdís með
íslandsmet
Þórdís Gísladóttir úr IR setti nýtt
íslandsmet i hástökki þegar hún stökk
1,86 m á frjálsíþróttamóti í Baton
Rouge í Lousiana í Bandaríkjunum 1.
febrúar.
Martröð
í Munchen
6. febrúar voru mörg blöö í
heiminum meö frásagnir frá hinu
hörmulega flugslysi í Múnchen þegar
margir af bestu leikmönnum
Manchester United fórust, en það voru
einmitt liöin 25 ár frá slysinu í ár.
Meiri sigrar hjá
Ásgeiri
Þó aö þaö hafi verið svartnætti í
Múnchen 1958 þá komu skemmtilegar
fréttir frá V-Þýskalandi 6. febrúar
1983. Þá átti Ásgeir Sigurvinsson stór-
góöan leik með Stuttgart og skoraði
mark gegn Núrnberg 3—0. Blöö í V-
Þýskalandi fóru lofsamlegum oröum
um Ásgeir og sögöu aö hann væri
kominn með nýtt blóö til Stuttgart og
meiri sigrar kæmu meö honum.
• . . . frá Belgíu bárust þær fréttir 8.
febr. aö Anderlecht heföi augastaö á
Arnóri Guöjohnsen. Hans hlutverk
væri aö taka stöðu Spánverjans Lozano
sem væri á förum til Real Madrid.
Kristín með fimm gull
Kristín Gísladóttir, fimleikastúlka
úr Gerplu, vann fimm gullverðlaun á
Unglingameistaramóti Islands 13.
febrúar.
• Jón Unudórsson glúnukappi lagöi
alla keppinauta sína aö velli í bikar-
glímu Glímusambands Islands sem fór
fram 19. febrúar. Jón sem var nýkom-
inn frá námi erlendis fór á kostum og
hlaut átta vinninga.
Neituðu að búa
í skúrum
Islenska landsliðiö í handknattleik
hélt til Hollands 22. febrúar til að taka
þar þátt í B-keppninni í handknattleik.
Þær voru ekki glæsilegar aðstæðurnar
sem íslenska landsliöinu og því
spænska var boöiö upp á — þaö voru
kartöfluskúrar uppi í sveit. Herbergi
þau, sem boðiö var upp á, voru mjög
lítil og rúmin i þeim ekki nema 1,50 m
þannig aö þaö var greinilegt aö þeir
menn sem svæfu í þeim heföu ekki
getað hallaö sér — nema hafa tærnar
úti á gangi.
• Landsliðsmenn Islands og Spánar
þvertóku fyrir aö búa í þessum kofum
og voru þeir þá fluttir í glæsilegt hótel í
Breda.
.. . frá Breda var sjónvarpað beint
landsleik Islendinga og Spánverja til
íslands og var þaö í fyrsta skipti sem
landsleik sem Islendingar taka þátt í
er sjónvarpað beint. Því miöur tap-
aöist leikurinn 16—23. Islendingar
unnu svo Svisslendinga 19—14 og allt
virtist leika í lyndi í B-keppninni. Áfall-
iö kom síðan þegar Spánverjar töpuöu
fyrir Svisslendingum 22—23 og þar
með komust Svisslendingar áfram í
keppni sex efstu liðanna — á betri
markatölu heldur en Island. Islend-
ingar léku í riöli meö sex neöri liöunum
og geröu þaö gott — höfnuöu í sjöunda
sæti. Island tapaði aðeins einum leik —
gegn Spánverjum.
Sigurvegari í Texas
Ágúst Þorsteinsson varö mjög sigur-
sæll í maraþonhlaupi sem fór fram í
Houston í Texas. Hann kom fyrstur í
mark af 1500 hlaupurum.
Mars
Met Þórdísar
í Michigan
Þórdís Gísladóttir setti nýtt Islands-
met í hástökki 13. mars í Michigan í
Bandaríkjunum þar sem hún stökk 1,88
m innanhúss og varö hún sigurvegari í
frjálsíþróttamóti þar. Metiö hennar
utanhúss er 1,86 m.
Rekinn af leikvelli
Sá fátíöi atburður geröist 16. mars aö
leikmaður var rekinn af leikvelli í
blakleik. Þetta geröist þegar HK og
Þróttur léku en þá var Samúel Erni
Erlingssyni, íþróttafréttamanni
Tímans, vísaö af leikvelli fyrir nöldur
og kjaftbrúk. Það er ekki á hverjum
degi sem leikmaður í blaki er rekinn af
leikvelli.
Eimskip
veitir KSÍ styrk
„Þetta er sannkölluö húnnasend-
ing,” sagöi Ellert B. Schram, for-
maöur KSI, þegar hann tók viö glæsi-
legum' styrk frá Eimskip sem færöi
KSI kr. 500 þús. framlag — til knatt-
spyrnunnar.
Met í Flórída
Þráinn Hafsteinsson setti Islands-
met í tugþraut er hann hlaut 7718
stig á frjálsíþróttamóti í Flórída 16.
mars.
Jónas kom frá Moskvu
Jónas Tryggvason úr Ármanni sem
hefur stundaö nám í íþróttaháskóla í
Moskvu kom sérstaklega til íslands til
að taka þátt í meistaramóti Islands í
fimleikum. Hann kom, sá og sigraöi —
varö meistari. Kristm Gísladóttir varö
meistari kvenna — varö sigurvegari í
öllum greinum á meistaramótinu sem
fór fram 20. mars.
Bjarni óstöðvandi
Bjami Ág. Friðriksson — júdókapp-
inn sterki, varð íslandsmeistari í júdó
(opnum flokki) 20. mars. Þetta var
fúnmta áriö í röð sem Bjarni ber sigur
úr býtum í opna flokkinum.
Glæsilegt met
Einars í Los Angeles
Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn
stórefnilegi frá Borgarfirðinum
setti glæsilegt Islandsmet í spjót-
kasti í Los Angeles 19. mars. Einar
kastaöi spjótinu 85,12 m sem var
hvorki meira né minna en 3,90 m
lengra en gamla metiö hans var —
81,22.
• Þórdís Gísladóttir setti Islandsmet
í hástökki 20. mars á frjálsíþróttamóti
í Tuscaloosa — stökk 1,87 m utanhúss.