Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Síða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983. Það er ekki nema um það bil vika síðan ríkisstjómin okkar samþykkti ný fjárlög og ennþá styttra er þangað til lög gera ráð fyrir aö við skjötum peningunum okkar upp í himinhvolfið og sjáum þá verða að marglitum stjömum á kolsvörtum miösvetrarhimni þótt búast megi við aö ljós þeirra verði lifandis skelfing lítið hjá öllu því myrkri sem nóttin býryfir. Mér er sagt aö viö sem notum ennþá Jón Sigurösson og félaga hans úr Islandssögunni, sem fyrrverandi alþingismenn og lögfræðingar vilja þröngva kennurum til aö minnast á í skólum landsins, til að kaupa fyrir kínverja og handblys séum gamal- dags því að nú sé búið að finna upp plastseöil sem sé svipaðrar náttúru og asninn í ævintýrinu sem tað gullpeningum ef kippt var í halann á honum. Fólk sem á slíkan seðil þarf ekki annað en veifa honum framan í kaupmanninn og þakka fyrir viðskiptin á meöan viö, unnendur Islandssögunnar, tínum Jón Sigurös- son í lúkumar á afgreiðslustúlkunni og vegna þess hvaö hann náði góðum árangri í því sem enginn man lengur hvað var finnst okkur dálítið slæmt aö hann skuli vera minna metinn en plast. Góð fjárfesting Eg get ekki sagt að ég sé ýkja hrif- inn af skoteldum og púöurkellingar er mér meinilla viö en vegna þess að í f jölskyldunni er tíu ára þrýstihópur Farsælt komandi ár Háaloftið neyddist ég til að fara á stúfana í fyrra og kaupa dáh'tiö af flugeldum og blysum. Þrýstihópurinn kom að sjálfsögöu með og átti hann í upphafi ferðar aö fá að bera fram óskir um hvað kaupa skyldi en þegar á staöinn var komiö og hann vildi helst tæma sjoppuna, eins og það er kallað, voru ráöin tekin af honum og keyptur heimilispoki af minni gerðinni. Forðum daga voru engar leiðbeiningar á því dóti sem fólk heiðraði himinhvolfið með á gamlárskvöldi en nú eru miðar á því öllu sem segja okkur nákvæmlega hvernig eigi að fara aö til að árangurinn verði sem bestur. Eg fór auövitaö í einu og öllu eftir leiðbeiningunum, setti rándýran skoteld í tóma maltflösku, miðaöi honum á Rjúpnahæöina og skaut honum rakleitt inn um stofuglugg- ann hjá mér. Sem betur fer ohi hann engum skaða en þegar fariö var að athuga máhð kom í ljós að prikið á flugeldinum var svo bogið að ég heföi kannski haft einhverja von um að hitta Rjúpnahæðina ef ég hefði miðaðáEsjuna. Margt til gamans gert En það er margt fleira sem viö ger- Benedikt Axelsson um okkur til gamans á þessum síðasta degi ársins og í tilefni hans fer sjónvarpið í sparifötin og sýnir okkur valda kafla úr ensku knattspyrnunni á meöan eiginkonurnar bogra yfir steikinni í eldhúsinu og bömin bíða spennt eftir því að forsætisráðherra ljúki máU sínu svo aö þau geti farið aö horfa á fólkiö í sirkusnum dansa á línu og missa niður um sig buxurnar. Eg bíö hins vegar alltaf spenntur eftir boðskap rikisstjórnarinnar um það hvernig viö eigum að bregöast við þeim skakkaföllum sem þjóðar- búið hefur orðið fyrir og stafar venjulega af verðfaUi á fiskmörkuð- um eða hækkun á bensíni og oUu en að þessu sinni verður sjálfsagt talaö um hrun fiskstofnanna en eúis og aUir vita er bágborið efnahags- ástand þjóðarinnar nú þorskunum aö kenna, þ.e.a.s. þehn sem synda í sjónum og drepa sig á unga aldri í veiöarfærum togaraflotans í stað þess aö fara að ráðum fiskifræðinga og gera það ekki fyrr en þeir eru komnir sæmilega á legg. En þótt ég geti vel hugsað mér að hlusta á góða og gagnmerka ræðu um þorskinn er ég ákveðinn í því að slökkva á ríkisstjórninni ef hún minnist einu orði á sultarólar og opna ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi þegar trúðamU- í sirkusnum fara að skvetta ímynduöu vatni framan í áhorfendur sína og missa niður um sig. P.s. Eg aðeins vil nota að endingu tæki- færið og óska lesendum mUium gleöi- legs árs. Þótt viöskiptahallavanda- málið sé ærið mun ég vökva andann í formi koníakstárs. Eg vona að á nýja árinu allir græði og allir fái á því góðan byr. Nú kveiki ég mér í pípu og púa í næði. Það passar, því kvæðinu er lokiö, — blessaðir. Kveðja Ben. Ax. Vfödrögum lO.janúar Hmhonsmenn í Rejfkjavík og nagFenm Hver perrra j er næstur þér? Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130 Umboðið Grettisgötu 26, sími 13665 Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 16814 Hreyfill, bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 25966 SIBS- deildin Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, Kópavogi, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720 Vilborg Sigurjónsdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045 Lilja Sörladóttir,Túngötu 13, Bessastaðahreppi, sími 54163

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.