Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Page 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983. Kaspturov — maður úrsins — í shúhheiminum Garri Kasparov stundar nám við enskudeildina i tungumálastofnun Azerbajdzjan. Garrí Kasparov rótburstadi Viktor Kortsnoj en þó ad margir, kannski flestir, hafi einmitt búist við þeim úr- slitum, þá verður því samt ekki neitað að einvígið þróaðist nokkuð á aðra lund en vœnst hafði verið. Kortsnoj lék á köflum svo hörmulega illa að miðlungs- menn í Taflfélagi Reykjavíkur hefðu roðnað upp í hárs- rcetur hefði þeim orðið á önnur eins glappaskot og sjálf- um,,varaheimsmeistaranum”. En auðvitað má segja með allmiklum sanni að skák- maður sem leikur jafnherfilega illa inn á milli á alls ekki skilið að þreyta kappi við Karpov um heims- meistaratignina, og það er líka satt og rétt að yngis- maðurinn Kasparov er í alla staði vel að sigrinum kominn. DV hefur borist í hendur umsögn frá APN, hinni sovésku fréttastofu, um persónuleika sigurvegarans. En við birtum hér þessa frásögn APN óbreylta og látum fljóta með nokkrar skemmtilegar Ijósmyndir, einnig þœr eru frá APN. -BH. Tímarit fyrir alla ó <§f§r ER SAFN STUTTRA, AÐGENGILEGRA GREINA UM ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR, SEM SETTAR ERU FRAM Á AÐGENGILEGAN OG AUÐSKILINN HÁTT. “ VÍÍ'Ð!'’* 1 * * ***?£■ ' ,w"'*' Bo«g um !. ,"w« llRil'Z; ER SAMBLAND AF SKEMMTUN OG FRÓÐLEIK ÓG HENTAR ÖLLUM ÞEIM SEM HAFA LlTINN TÍMA TIL LESTRAR EN VILJA SAMT FYLGJAST MEÐ. '<.....K, vft.o'i'- ”%> ,íntnf.a W % d ■C'S? •> hM *• W, .1» „ »»>08 itrsf Vr> >«., >, «,„,A VoflM"1 C,isiu’ » * ER EKKI SlÐUR KJÖRIÐ TÍMARIT FYRIR LESTRAR- HESTINN, SEM FÆR HVERGI EINS MIKIÐ AÐ LESA FYRIR JAFN LlTIÐ VERÐ. ÞAÐ VIÐRAR ALLTAF VEL TIL AÐ LESA Timarit fyrir alla > ‘*TÍI siBi Hinn tvítugi Garrí Kasparov, sem nýlega bar sigur af hólmi í viðureigninni viö Kortsnoj, er einn jftirtektarverðasti persónuleikinn ískákheiminum. Um allan heim fór mikil skák- bylgja er þessi ungi stórmeistari háði einvígi viö hinn þrautreynda skákmeistara Viktor Kortsnoj. Garrí var ekki orðinn 18 ára þegar blaðamenn, sem tóku þátt í alþjóðlegri skoðanakönnun, settu hann í annað sæti á eftir heims- meistaranum. Skáksérfræðingar meta hæfni hans meiri en hjá Karpov og Fischer, þegar þeir voru á sama aldri og hann er nú. Kennari hans var Mikhail Bot- vinnik, fyrrverandi heimsmeist- ari, en hjá honum stundaði Garí nám um sjö ára skeið. Botvinnik varð fyrstur til að koma auga á hæfileika hans. Botvinnik sagði að það hefði verið sláandi hversu fljótur hann heföi verið að átta sig og hversu gott minni hann hafði. „Hann finnur út flókin afbrigði og sér fyrir leiki sem eiga að koma á óvart. Hann minnir á Alekhin sjálfan hvaö varöar leikfléttur.” En þeir sem efuðust sögðu að hin kákasíska skapgerð Kasparovs gæti komið í veg fyrir að hann gæti náð sér á strik þegar hann léki við rólega skákmenn. Garrí lítur á sig sem bjartsýnismann og er viss um að það sé eitt af því sem byggi upp styrk sinn. Það er ekki aðeins að Garrí nái góðum árangri í skákinni. Hann lauk námi við miðskóla með gull- verðlaunum og er nú í námi við tungumálastofnun Azerbajdzjan og stundar nám við enskudeildina. Hann hefur gott minni eins og áður hefur verið sagt og getur ekki aöeins haft yfir heila kvæðabálka utan að heldur einnig margar blaðsíður í eftirlætisskáldverkum sínum. Hin „kákasíska skapgerð” hans fellur vel saman við skynsemis- stefnuna. Hann notaöi „Cooper test” í undirbúningi sínum fyrir einvígið í London. Samkvæmt þeim nægir fólki á milli tvítugs og þrítugs, sem er í góöu íþrótta- formi að hlaupa tvær mílur á sextán mínútum. Garrí fer þessa vegalengd á 12 mínútum á hverj- um degi á sandströndinni, (hann bjó sig undir einvígiö á strönd Kaspíahafs). Hann er vel byggður líkamlega, er 177 sm og vegur 72 kg. Hann gerir daglega æfingar sem þjálfa alla vöðva. Hann syndir, hjólar og hefur mjög gaman af fótbolta. Hann er búinn aðfá alla aðstoðarmenn sína, sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.